Þjóðviljinn - 13.07.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. júli 1975.
bæra á sér þá hugsa ég eitthvað á
þessa leið: Hvað er borg, hvernig
eru þær borgir i útlöndum þarsem
mér hefur raunverulega fundist
ég vera staddur i borg?
Hvað er borg? í minum huga er
það eitthvað sem hefur svipaðan
hljóm og torg. Torg-borg, Borg-
torg. Að gánga um torg finnst
mér vera að gánga um borg.
Hvernig verða torg til? Nokkur
hús eru byggð kringum eitthvað
sem skiptir máli, kannski brunn,
kannski eitthvað annaö, en oftast
vatn. Húsaþyrpingin vex uns hún
er orðin að þorpi. Það er vatn i
flestum þorpum. Einhversstaðar
ekki viðsfjarri eru akrar,i byrjun
eru þeir umhverfis þorpið. önnur
þorp eru ekki lángt undan. Eitt
þorpanna vex, það hefur i sér
fólginn vaxtarmöguleika, það
verður borg. Kannski er þar betra
vigi, betra að verja uppskeruna
heldren i öðrum nálægum þorp-
um. Það vex i borg og borgin
gleypir hin þorpin. Eftilvill er þar
höfn frá náttúrunnar hendi, þá
verður hafnarbakkinn og svæðið
útmeð höfninni torg. bað eru til
ótal tilbrigði við þetta stef, en
oftast finnur maður fyrst borg
þegar maður stigur á torg.
Gángi ferðamaður um
evrópskar borgir, þá sér hann á
augabragði leifar hinna gömlu
þorpa. Hin elstu eru horfin, þvi
þar standa miðborgir. f úthverf-
um má hinsvegar iðulega finna
gamlar leifar, kannski varðveitt-
an kjarna frá miðöldum, endur-
reisnartima, eða siðari timum. Sá
sem gengur um Kaupmannahöfn
og útborgir hennar sér undireins
hvernig hið gamla vigi á Hólmin-
um hefur smámsaman myndað
borg, fyrst innan hinna svonefndu
„Vatna” sem voru viggrafir, og
þá teygt sig til þorpanna i grennd-
inni og gleypt þau.
Hús á strjálingi meðfram hrað-
braut geta aldrei orðiö borg. Þau
eru auðvitað hús, og hús sem
standa þétt og mörg saman eru
auðvitað forsenda borgar. En þau
eru ekki torg. Og borg er torg.
A torginu hefst borgarlifið. Þar
stendur markaður, þar stendur
verslun, þángað koma menn að
leita frétta, þángað koma menn
að hitta kunningja og stofna til
nýrra kynna, þar birtast láng-
ferðamenn sem hafa frá mörgu
að segja og geta sýnt krókódila-
tennur eða fjaðrir dúdúfuglsins
gegn vægu gjaldi. A torginu leika
farandlistamennirnir skoðunar-
spil, þar slá fingraliprir menn
trumbur, teygja strengi eða blása
i tré og járn. A torginu eru seldar
veitingar, matur, kaffi, áfengi,
ilmjurtir, elexirar, gullgerðartól,
ósýnilegt blek, hörtvinni sem hef-
ur þrjá enda. Á borginu hittast
kallar og kellingar, krakkar og
úngt fólk sem vill dansa og
elskast, lygarar og spámenn,
söngvarar hjartans, áróðurs-
menn, morðingjar og gleðikonur.
Eða með öðrum orðum: á torginu
verða menn borgarbúar, þar og
ekki annarsstaðar.
Kannski finnst mörgum betra
að vera uppi sveit. Þá eiga þeir að
búa uppi sveit. En þeir sem vilja
eiga heima i borg verða að gera
sér ljóst að borg er torg.
Saga torgsins er saga borgar-
innar. Saga torgsins er saga
listarinnar, saga heimspekinnar,
saga verslunarinnar, Sókrates
stóð á torgum Aþenuborgar og
saltaði spjátrúnga niður i tunnur.
Akrópólis er öll eitt torg. Forum
Romanum var leikvángur þeirra
manna sem stórkostlegust afrek
hafa unnið i skipulagi og verk-
fræði, þar sló púls heimsveldis.
Hvað er yndislegra en aö standa á
ÓLAFUR
HAUKUR
SÍMONARSON
SKRIFAR:
TORG ER BORG
„Bandarikjamenn dvelja orðið meira innandyra
en nokkur önnur þjóð. Mestan hluta lifsins — vinnu-
timann, svefntimann, leiktimann — dveljum vér
innan fjögurra veggja i húsum sem vér höfum sára-
litil áhrif á hvernig lita út; húsum sem i fæstum til-
vikum eru eðlilega sniðin að likamsþörfum og fjár-
hagsgetu vorri; húsum sem geta haft ófyrirséð
áhrif á heilsu vora og hamingju”.
James Marston Fitch, American
Bulding: The Forces That Shape It.
Varla hefur James Marston
munað eftir islendingum þegar
hann festi á blað ofangreint álit
sitt, þvi þótt bandarikjam. séu
óhrekjanlega talsveröir stofulall-
ar einsog allar háiðnvæddar þjóð-
ir, þá búa þeir sums staðar við
miklu notalegra loftslag til úti-,
vistar heldren islendingar, sem
ég leyfi mér að telja að minnsta
kosti jafnmikla innivistarmenn
og bandarikjamenn.
Ástæður islendinga tilað halda
kyrru fyrir innan dyra liggja i
augum uppi — þó ekki allar. Sum-
ar liggja i augum uppi, og þarf
ekki nema horfa útum tvöfalt
glerið á himinvélina sem þeytir
yfir okkur vindum og malar okk-
ur snjó og skvettir yfir okkur
ótrúlegu vatnsmagni, og kannski
fer allt þetta saman á einum degi.
Það er augljóst að þjóð sem býr
við svo tryllta himinvél vill eiga
sér traust þak yfir höfuöið og kýs
fremur aö halda sig undir þessu
þaki heldren úti — þó er þetta
ekki einhlit skýring á öllum
hliðum málsins.
Reykvikingar sitja feykilega
mikið heima og samskiptakerfi
þeirra byggist á heimsóknum,
helst þannig að fjölskyldur renna
saman um stund, þá auövitað á
ákveðnum timum, timum sem
eru „heimsóknartimar”. Og
þegar frami sækir þá verður
samskiptaskemað ótrúlega
þröngt. Karlmaður kemur ekki á
heimili hjóna um miðjan dag ef
konan er ein heima, slikt gæti
skapað afbrýðidrama sem enginn
sæi fyrir endann á ef eiginmaður-
inn kæmi nú skyndilega heim?
Hvorki einstaklingur né hjón
leyfa sér að hringja dyrabjöllunni
hjá öðrum einstaklingum eða
hjónum eftir klukkan tiu á kvöld-
Og borgin hefur byggst upp I kringum torgiö....
fjölskyldur sem taka gestum opn-
um örmum á öllum timum, hús
þeirra er hús allra sem koma með
opinn hug, skemmtun eða tilað
leita ráða — ég þekki aðeins
örfáar. Og hversvegna þekki ég
ekki fleiri? Ég hef grun um aö það
sé vegna þess, að borgin okkar
býður ekki uppá lifandi, litrikan
samgáng manna. Stundum
hvarflar að mér að ég búi allsekki
i borg. Og þegar slikar hugsanir
in, heldur ekki i hinum geigvæn-
legu islensku „matar- og kaffi-
timum”. Maður litur ekki ófor-
varandis inn á laugardagskvöldi
— þá standa „heimboð”, kannski
„parti”. Á sunnudögum sofa
menn til hádegis af þvi þeim dett-
ur ekki i hug að hægt sé að gera
neitt annað, vakna siðan i steik-
ina og éta sig hálfmeðvitundar-
lausa, leggja sig aftur og sofa
framundir þrjú, og þá er kominn
„kaffitimi”. Þá getur verið að
fjölskyldan stökkvi uppi bilinn
sinn og renni til annar fjölskyldu,
nú eða „pabbi tekur af skarið” og
allt liðið þeytist til Hveragerðis
og skoðar apann og páfagaukinn.
Svo er farið heim aftur og steikin
hituð upp og horft á sjónvarpið og
svo er drukkið kvöldkaffi og étnar
kökur.
Jæja, kannski eru til margar
Sálarlausir steinkumbaldar....