Þjóðviljinn - 13.07.1975, Blaðsíða 24
Sunnudagur 13. júli 1975.
Ekki einu
Íf
j..
v-
II!
sinni í bíó”
„Jú, þetta er allt of litið. Mað-
ur fer aldrei neitt, ekki einu
sinni i bió,” sagði Helgi Helga-
son, sem var mættur ásamt
fjölda annarra reykvikinga upp
i Tryggingastofnun löngu áður
en buið var að opna. ,,Ég er að
sækja fyrir okkur hjónin, en við
vinnum hvorugt og konan er
sjúklingur. Sjálfur vann ég
hingað og þangað, m.a. við
höfnina og ein 9 ár i Glaumbæ.”
„Þurfið þið að borga háa
húsaleigu?”
„Nei, það færi nú alveg með
mann. Nei, sem betur fer er
leigan lág á Frakkastignum,
þar sem við búum, en það kost-
ar mikla peninga að halda
heimili. Siðast greiddum við yf-
ir 12.000.- krónur i rafmagn og
hita. Það gengur ákafl. illa að
láta þetta endast. og maður
veitir sér aldrei neitt. Við eigum
6 uppkomin börn og ein 30
barnabörn,” sagði Helgi.
„Helduröu
að það komi
einhvern tíma?”
Sigurbjörg Kristjánsdóttir,
Drápuhlið 43 varð næst fyrir
svörum, en hún kvaðst vera að
sækja fyrir sig og mann sinn.
„Við erum nú svo heppin að
maðurinn vinnur ennþá, þvi ella
lifðum við ekki af þessu. Hann
vinnur i byggingavinnu, en við
eigum tveggja herbergja ibúð.”
„Hvernig hefur ykkur gengið
að halda ibúðinni?”
„Við höfum ekki haft ráð á að
láta gera nokkuð við, en nú er
dúkurinn á eldhúsinu orðinn svo
slitinn, að það verður að skipta
um. Við ætlum svo að reyna að
fá einhvern til þess aö mála fyr-
ir okkur, en við höfum bæði ver-
ið heilsutæp og getum það ekki
sjálf. Ég hef ekki unnið undan-
farin 4 ár, en ég vann siðast i
Sjómannaskólanum. Bóndinn
var frá vinnu i 4 mánuöi i fyrra
vegna veikinda.”
„Fyndist ykkur ekki bót að
þvi að fá ókeypis sima?”
„Heldurðu að það komi ein-
hvern tima? Jú, það væri sann-
arl. bót, en ég þori ekki að láta
mig dreyma um það. Ég var nú
að borga simann i vikunni og þá
sá ég að það var fært inn á
spjaldið simskeyti til Danmerk-
ur fyrir nærri 700 krónur. Ég
fékk það sem betur fer leiðrétt,
en þetta er nógu hátt samt. Það
hringja svo margir hjá okkur og
svo eigum við dóttur á Eyrar-
bakka og son i Húnavatnssýslu
og við hringjum auðvitað mikið
til þeirra. Ég held að simagjöld-
in hjá okkur séu svona 6-7 þús-
und krónur i hvert sinn sem
greitt er,” sagði Sigurbjörg.
„Hestarnir halda
í mér lífinu”
„Ég er sæmilega settur, þótt
ég sé orðinn 81 árs” sagði Þor-
lákur Ottesen, Selásbletti 7.
„Ég vann i 47 ár hjá Reykja-
vikurhöfn og hætti ekki fyrr en
ég var orðinn 70 ár. En ég er
heilsuhraustur og hef mina
hesta og það gerir gæfumuninn.
Ég ferðast yfir hálendið á
hverju sumri. Klárarnir eru
minir bestu kunningjar og ég
hef núna 6 hjá mér i bilskúrnum
við húsið. Elsti hesturinn er
fjörgamall en ég get ekki hugs-
að mér að farga honum þótt
hann sé orðinn 26 vetra. Hest-
arnir halda i mér lifinu og mað-
ur leggst ekki i kör á meðan.”
„Átt þú húsið sjálfur?”
„Já, þetta er gamait 3ja her-
bergja hús. Ég hef verið ekkju-
maður i 20 ár og búið einn. En ég
á 5 börn i Reykjavik og tengda-
dóttir min kemur og tekur til hjá
„Gott að búa
á íslandi”
Olga ólafsdóttir er norsk að
ætt og uppruna, en hún er is-
lenskur rikisborgari og hefur
búið hér i tæp 30 ár.
„Hvers vegna fluttir þú til Is-
lands?”
„Mig langaði til þess að búa
hérna. Ég hafði unnið við ýmis
störf i Noregi, m.a. verið i vist
og hingað kom ég til þess að
fara að vinna á heimili við ýmis
heimilisstörf. Ég vinn ennþá við
það. Ég sé um að elda og þrifa
hjá fullorðnum manni. Mér
finnst gott að búa hérna á Is-
landi og ég held að ég flytji ekki
aftur til Osló.”
„Hvernig gengur þér að lifa
af ellilaununum?”
„Mér gengur það nú sæmi-
lega, en ég vinn lika svolitið
ennþá.”
„Les allt milli
himins og jarðar”
„Ég hef ekkert unnið siðan i
endaðan mars. Það hefur orðið
svo mikill samdráttur i minni
atvinnugrein, sem er rörlagnir,
og það kemur einna fyrst fram
hjá þeim elstu” sagði Geir
Benediktsson, Hvammsgerði 6.
„Ert þú i einhverjum lifeyris-
sjóði?”
„Nei, en ég er svo heppinn að
búa hjá syni minum Ég held að
fólki gangi almennt illa að lifa
eingöngu af þessum peningum
sem við fáum hér.”
„Hvernig finnst þér að vera
hættur að vinna?”
„Mér finnst það nú heldur
tómlegt, þar sem ég hef ennþá
fulla heilsu, og ekki get ég nú
sagt að mig langi til þess að fara
á elliheimili.”
„Hvað gerirðu aöallega þér til
dægrastyttingar?”
„Ég les mikið. Ég les eigin-
lega allt sem ég kemst i ” sagði
Geir að lokum.
„Gengur ekki
vel að láta
aurana duga”
Sigurbjörg Benediktsdóttir
kvaðst vera þingeyingur og hafa
flutt til Reykjavikur 1967.
„Ég missti manninn minn i
snjóflóði 1934, en þá bjóég á Sel
landi i Fnjóskadal. Siðan flutti
ég að Breiðabóli á Svalbarðs
strönd og þaðan siðar til Akur-
eyrar. Ég á fjögur börn og ól
upp eitt dótturbarn.
„Og hvar býrðu i bænum?”
„Ég bý á Kleppsvegi 130, en
sonur minn á ibúðina svo ég
þarf ekki að greiða háa leigu.
En ég get ekki sagt að mér
gangi vel að láta þessa aura
duga. Þetta er ennþá of lágt.
Mér finnst að við þetta fólk, sem
höfum skilað þjóðfélaginu
mörgum börnum ættum að eiga
meira skilið. Ég vann sjálf á
saumastofu i 17 ár, en svo þoldi
ég það ekki lengur og varð að
hætta.”
„Hvað fyndist þér að hægt
væri að gera til þess að bæta að-
stöðu aldraðra?”
„Það er auðvitað mikið gert i
þjóðfélaginu á ýmsm sviðum en
mér fyndist að það væri ákaf-
lega gott ef hægt væri að leggja
meira af mörkum fyrir aldraða.
T.d. að byggja fleiri ibúðir þar
sem hjón geta verið saman, en
samt fengið þá aðstoð sem þau
þurfa. Ég er hrædd um að það
sé stundum heldur þröngt á elli-
heimilunum.”
„Ertu ánægð með þær breyt-
ingar sem hafa orðið siðan þú
varst ung i þjóðfélaginu?”
„Hraðinn er of mikill. Við
hefðum ekki átt að byggja svona
mikið á bilnum. En ég vona
bara að unga fólkið skilji hvað
það er dásamlegt að hafa fengið
að búa á þessu landi. Það er
ekkert betra til en að vera is-
lendingur,” sagði Sigurbjörg að
lokum.
„Þarf að greiða
út á fleiri stöðum
í bænum”
Matthias Guðmundsson er sá
siðasti sem við ræddum við,
enda nú búið að opna dyrnar og
byrjað að borga fólkinu ellilaun-
in.
„Finnst þér ekki til skammar
að láta gamla fólkið standa
svona i þvögu á einum stað i
stað þess að greiða þetta með
giro eða amk. borga út á fleiri
stöðum i bænum. Það er fyrir
neðan allar hellur að gamalt
fólk og farlama skuli þurfa að
standa svona og biða og troðast
hér i þrenglsunum. Þetta er þó
sök sér i bliðvirði eins og i dag,
en i frosti og kulda yfir veturinn
er þetta alveg ótækt.” sagði
Matthias, þegar við ræddum við
hann. Þess má geta að fólk get-
ur fengiö pening i bönkum.
Ert þú i einhverjum lifeyris-
sjóði, Matthias?”
„Já ég fær greitt á þriggja
mánaða fresti úr lifeyrissjóði
Dagsbrúnar og það munar tölu-
vert um það. En mér gekk illa
að lifa af þessu i fyrra. Þetta
hefur að visu batnað, en ég er
hræddur um að ennþá s£ þetta
of litiö fyrir allan þorrann af
þessu fólki,” sagði Matthias að
lokum.
þs
Helgi Helgason
Sigurbjörg Kristjánsdóttir
RÆTT VIÐ NOKKRA
ELLILÍFEYRISÞEGA, SEM
VORU AÐ SÆKJA
ELLILAUNIN SÍN INNI í
TRYGGINGASTOFNUN
mér þegar henni þykir nóg um
draslið.”
„Fær húsið þitt aö standa á-
fram?”
„Það stendur vist til að gera
einhverjar skipulagsbreytingar
i hverfinu, en ég vona að það
verði ekki strax. Ég vona að ég
fái að vera þarna i friði með
hestana. Húsið er nú orðið gam-
alt, en sonur minn hefur hjálpað
mér að dytta að þvi. Ég er þvi
að ýmsu leyti vel settur. Ef
heilsan bilaði gæti ég vel hugsað
mér að fara á elliheimili, en
ekki fyrr en þess er þörf.”
„Heldurðu að fólk geti lifað af
eililaunum sinum, ef það á ekki
húsnæði?”
„Engan veginn, nema það
hafi þá einhverjar tekjur eða
einhverja sérstaka aðstoð.”
sagði Þorlákur að lokum.
Matthias Guðmundsson.
Geir Benediktsson. Sigurbjörg Benediktsdóttir
„Maður
fer ekki
einu sinni
í bíó”
Olga ólafsdóttir
Þorlákur Ottesen
WÐVIim