Þjóðviljinn - 13.07.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 13.07.1975, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. -júll 1975. SMÁSAGA EFTIR ÓLAF H. TORFASON Vaski markvörðurinn Eins markvarsla hafði ekki sést. f mannkynssögunni. Ég reyndi aö troðast neðar i stæðin, vildi vera sem næst leikvang- inum, en tókst hvergi að bifa æst- um áhorfendum, sem smjöttuðu á fréttinni og vildu njóta framhalds hennar. Eða gat þetta verið satt? Fólk teygði sig og skimaði eftir Brúsa markverði og liði hans, dreifbýlisspörkurunum, sem árum saman höfðu hirst i þriðju deild. Að byrjun dró i fjórða leik Brúsa. Á ævinni. Áhorfendagrú- inn var mikill og fjölbreyttur, þetta liktist fermingarveislu. Sjaldan hafa verið jafn margar peysufatakonur á Laugardals- vellinum. I biðröðunum við miða- söluna kom ég auga á ýmsa menntaða kunningja mina, sem eins og ég höfðu ekki fengist til að horfa á boltaleiki árum saman. Sennilega mættu flestir þeir, sem vettlingi gátu valdið. Kösin hitn- aði. Sumir báru sjónauka. Kring- um grasflötina hringsóluðu linsu- furtar fjölmiðlanna. I stúkunni sá ég prófessor við guðfræðideild Háskólans. Honum hefur vafa- laust leikið forvitni á að kanna það, sem iþróttafréttamenn hikuðu ekki lengur við að nefna „kraftaverk aldarinnar”. Ahorfendapallarnir sprengdu tröllaukinn fagnað- arhljóm, þegar grillti i fjólubláar skyrtur knattspyrnuliðs A.T. — Atgervissmiðju Tjörness, — mannhafið Iagðist i svo feiknleg- ar bylgjur, að ég, sem hef ævin- lega þagað i fjöldasöng og fagnaðarlátum, logaði innan sök- um áreynslunnar við ópið. Frá þeirri stundu var ég sameðlis tug- þúsundunum, sem nötruðu i dýrk- un sinni á Brúsa T. Tjörness. Það flögraði að mér, er ég hófst til þeirrar geislandi sælu, sem i þessari samkomu hrærðist, hvort ég hefði nú i fyrsta sinn skilið hina raunverulegu eigind knattleikja, eða likamsræktar almennt. Hin fámenna en ötula vasa- þjófastétt Reykjavikur lifði ham- ingjudag.Holdbreyskir aðilar nutu þrýstingsins i likamsþykkninu. Viða sáust knálegir heimilisfeður með spúsur sinar á hestbaki eða jafnvel háhesti, svo þær hefðu betra útsýni. Brúsi teygði úr sér á grúfu innan vitateigs, lá þarna eins og limdur við jörðina og skeytti ekkert um æfingaknetti manna sinna, sem þutu framhjá. Andstæöingar þeirra i Ung- mennafélaginu Skjótaþey röltu inná völlinn og hituðu letilega upp. Or gjallarhornum hvein i formanni knattspyrnusam- bandsins, sem bauð liðin velkom- in til leiks. Siðan spilaði hann fót- gönguliðamars. Dómarinn skokk- aði inná og hneigði sig frá mið- depli vallarins i átt til stúkunnar. Hver spurði annan, hvort forset- inn og rikisstjórnin væru mætt. Sannleikurinn var sá, að viðstatt sat helsta embættismannalið þjóðarinnar, deildarstjórar, fulltrúar og formenn, nema for- maður Skattstjórafélagsins. Ein- hver fullyrti, að erlendir þjálfar- ar heföu flykkst til landsins með leiguflugvél ásamt iþróttafrétta- riturum og að skammt væri i heimsfrægð Brúsa. „Það er nú þaö, sem manninn hefur alltaf dreymt um”, sagði öldungur með alpahúfu og smá- vindil. Sjónir nærstaddra beind- ust að þessum spekingi, sem tjáði okkur, að hann hefði verið sam- tiða markverðinum við Lista- háskólann i Kaupmannahöfn end- ur fyrir löngu. Frami Brúsa hafði dembst svo snöggt yfir, að fæst- um var nokkuð kunnugt um manninn, en þarna i þrönginni opinberaðist mér, hve ferill hans var einstakur. Eftir margra ára flæking milli misjafnra fóstur- heimila i sýslunni orti hann innan við fermingaraldur: Að sitja kyrr, það sist ég vil, þá sorgirnar hlaðast að mér. Að ferðast er einsog að finna til i fingri sem sniðinn var af þér. Gott fólk studdi hinn bráðefni- lega munaðarleysingja til mennta. Að loknum itrekuðum tilraunum við liffræði- og heim- spekideildir nokkurra erlendra stofnana, gafst þessi einmana snillingur upp við skipulegt nám og hugðist auðga veröldina myndlistarverkum úr Islenskum bergheimi. Einkum lagði hann rækt við sandstein. Brúsi upp- götvaði móbergshöggmyndina, I þeirri sandblásturshefð, sem öðrum tókst að þróa til nokkurs árangurs. Hann sagði fyrir um klappaklakaverkin, sem molnuðu reglubundið i frystikerfi og sitt- hvað fleira nýstárlegt i mynd- menntum hafði hann verið viðrið- inn. En Brúsa T. Tjörness tókst ekki að slá i gegn. Félagi hans með alpahúfuna sagði það álit sitt, að hann hefði verið of laus i rásinni, of reikull i huga, — kannski alltof hugmyndarikur. Viddirnar opnuðust hver af ann- arri i vitund Brúsa. Hann stað- næmdist ekki við neinn, leitaði óðar nýrra leiða og stællegri markmiða. Lif hans umhverfðist i æðisgengna innri leit, sem varn- aði honum sjónar á fegurð og glaðværð lifsins. Brúsi grófst i eðju guðspeki og dulhyggju, þótti full sérsinna, einangraðist frá samfélaginu og gleymdist. Ollum nema gömlu glimufélögunum i Atgervissmiðju Tjörness. Stöku sinnum heimsótti hann æsku- stöðvarnar og tókst þá kunn- ingjunum alltaf aðginna hann út i stigandina sem var honum kær- ust i glimunni. Rólega, fyrirskip- aða, taktvissa stigandina vildi hann draga sem mest á langinn. Hinum fannst stundum, að hann væri frekar að dansa við þá held- ur en slást. En loks kippti hann þeim uppúr jörðinni og lagði þá, hvern á fætur öðrum og enginn stóð fyrir honum. Mjaðmar- hnykkurinn hans minnti mest á kenningarnar um skyndiiega umpólun jarðar. Og þeim var nautn að kljúfa loftið I mjúkum þanbogum Brúsa. Tilfinningin liktist þvi að móðir vaggaði barni til óminnisveralda. Eftir að hann staðfestist íyrir norðan fimmtug- ur, hætti Brúsi aðglima.„Égglimi við Elli, eins og Asa-Þór”, sagði hann alvarlega. Markvörslufræknleikurinn vitnaðist vorkvöld eitt Atgervis- smiðjunni, hlaupandi með nýjan bolta áleiðis inná völl. Brúsi mætti þeim, en þegar einn liðs- manna hugðist spyrna framhjá honum, hrökk knötturinn af gamla glimukappanum. Þeir reyndu aftur að skjóta til hliðar við Brúsa, en athöfnin fór á sömu leið i siendurteknum tilraunum, hannsneriþettaallt afsérogþað reyndist þeim ofviða að mjaka sér nokkuð áfram með boltann. Loks féllst Brúsi á að fylgja þeim til æfinga og standa I marki. Sveitamenn hentu gaman að tið- indunum, þegar ATi tókst að 5 mala tvö lið úr sjávarþorpum, en meginstyrkur þeirra byggðist á firkimönnum. Þó tók steininn úr i Reykjavik, en AT sigraði þar mjög óvænt það þriðjudeildarlið- ið, sem hafði áður þótt öruggt með að sigra i deildinni og kom- ast i næstu deild fyrir ofan. Eftir þann atburð stýrðu iþróttamenn athygli þjóðarinnar svo rækilega að Brúsa, að næsti leikur hans, sá sem bergnam mig, var fluttur á Laugardalsvöllinn og til hans boðað með öllu brambolti sem hugsast gat. Illar tungur lugu þó, að ekki væri þetta svindilbrask til annars sviðsett en að rétta við fjárhag knattspyrnusambandsins með „afdankaðri fitabollu ofan úr sveit”. Og spengilegur vöxtur var að visu löngu af þessari rosknu SAGA ÚR HEIMI ÍÞRÓTT- ANNA hetju, sem kaus að leika hlifðar- laus um fót og hönd. Brúsi vildi raunar sjálfur ganga nakinn að iþróttum, eins og grikkir til forna, Qn bæði vallarstjóri og lög- reglustjóri lýstu þvi yfir, að þeir hlytu að flokka slikt undir ósæmi- legt athæfi á almannafæri og yrði ber iþróttamaður á Laugardals- vellinum umsvifalaust handsam- aður og sóttur til ábyrgðar. Ber- fættur, en með derhúfu, reis Brúsi á fætur, er fyrirliðar heilsuðust á vallarmiðju. AT. vann hlutkestið og kaus að leika móti sól. Eins og iþróttaskýrendur höfðu bent á, var knattmeðferð ATs I algeru lágmarki. Liðsmenn iðkuðu sjaldgæflega brösótta knatt- spyrnu, eða eins og einn fréttta- maður orðaði það: „Líkast þvi að liðið reyni að innleiða þúfna- göngulagið i evrópska knatt- spyrnu.”. Ekki bætti úr skák, að kvaldir af ósigrum fyrir ónafn- greindum útkjálkaliðum höfðu leikmenn ATs myndað sér afkára legar skoðanir um tækni iþrótt- arinnar. Grunuðu þeir aðra knattspyrnumenn um margvis- lega fólsku i beitingu fótleggj- anna, einkum töldu þeir andstæð- inga slægjast eftir þvi að skráma sköflunga sina. Af þessum sökum mættu ATsmenn ævinlega þétt- riðnir legghlifum, sem gerðu þeim erfitt fyrir um lipurt hlaup og snotur viðbrögð. „Nú mega þeir sparka eins og þeir vilja!” kallaði miðvörður ATs sigrihrós- andi, um leið og hann staulaðist fram á völlinn, I þeirri von að bakvörðunum tækist að senda sér boltann. En Ungmennafélagið Skjótaþeyr lék á bakverðina. Mátti alveg segja, að Skjótaþeyr léki vörn ATs sundur og saman. Brúsi virtist ekki gefa þvi mikinn gaum, að leikurinn var hafinn. Það gerðist i sama mund, að hægri framvörður Skjótaþeys spyrnti knettinum af álitlegri lagni og afli að marki ATs — og að Brúsi lauk endanlega við að mjaka sér I jógastellingu á höfði. „Þetta gat hann” tautaði alpahúfufélaginn með smá- vindilinn. Mannfjöldinn laust upp ánægjuskræk er knötturinn small á hælum markvarðarins, sem sneri andliti að marki og haggað- ist ekki. Sömu spurningunni skaut upp i huga mér og þeirra, sem áður höfðu séð tilþrif Brúsa: „Hvernig vissi hann, að fyrir knettinum ætti að liggja að þjóta nákvæm- lega I þessari linu?” Ekki gafst ráðrúm til að ihuga þetta grannt, þvi AT náði knettinum og sendi hann i löngum spyrnum fram völlinn. Og útaf. Skjótaþeyr beitti ómerkilegum leikfléttum og komst strax I dauðafæri. Brúsi stóð teinréttur fyrir miðju mark- inu, hreyfingarlaus. Skotmaður- inn æddi að vitateig og knötturinn flaug af skónum i grenjandi striki hálfum metra ofar jörðu. Brúsi sneri hægri fæti útávið um hnéð og sveigði hann lauslega i mjaðmarliðnum. Aldrei hafði nokkur knattspyrnumaður tekið boltann glæsilegar á hælinn. Ahorfendur suðu nú blóð sitt. Þeir hófu ramman hvatningarsöng með ATi og Brúsa. Tónninn kviknaði i iljum þúsundanna, hóf sig uppum fæturna og bolinn og brunaði úti svalt vorloftið. Eftir á að hyggja finnst mér þvi likast sem ég hafi dvalið I leiðslu- ástandi, meðan leikurinn varði. Eina hugsun min og þrá var sú að mega lita yfirskilvitlegar snert- ingar Brúsa við knöttinn. Við vor- um öll heilluð af honum. Hann varði hvert einasta markskot. Og ekki aðeins að hann héldi mark- inu hreinu i hverri stórsókn leik- manna Skjótaþeys eftir aðra, heldur hljóp hann stundum útá völl án sýnilegs tilefnis og greip þar beinlinis inni sendingar þeirra sin á milli. Enginn gat gert sér grein fyrir, hvernig hann reiknaði þær út. Og hann lék þetta án erfiðis. Mestan hluta leiktim- ans beið hann hreyfingarlaus, annaðhvort standandi i hvíldar- stellingu glimumanna, með hend- ur fyrir aftan bak — eða sitjandi i lótusstellingu með krosslagða fætur að jógasið. Fyrirvaralaust hóf hann undirbúning að vörsl- unni, gætilega og nákvæmt. Eitt sinn skálmaði hann þó rakleitt fram allan vitateig og stökk hátt upp. Skjótaþeyr átti um leið lang- spyrnu að marki. Brúsi féll niður lóðbeinn og stóð i jafnvægi á knettinum. Ég hef aldrei fundið jafn greini- lega fyrir þvi og þarna á vellin- um, að manneskjan er tæplega 40 gr. heitur ofn. Bergnuminn fyrir Brúsa sakir magnaði mann- þröngin slika geislun, að hún rann saman i varmakvoðu sem endur- ómaði hvarvetna minnstu hrær- ingar i sér. Gæfi kona i fremstu röð frá sér þunga stunu, breiddist hún út, hófst og hneig, um allt áhorfendasvæðið. Og meðan Brúsi skallaði knöttinn, gaf hon- um olnbogaskot, lét hann renna eftir bakinu á sér eða settist á hann, held ég að skarinn hafi ómað gegnum alla sérhljóða staf- rófsins bæði með útöndun og inn- sogi, i hægum vixlverkandi syrpum eftir hljómfalli knatt- leiksins á grasinu fyrir. neðan. Hvaðan sem skotin bárust höfn- uðu þau i umsjá Brúsa. Eins og nákvæmum byssum væri beint að honum. Eða hann væri segull. Fólki vöknaði um augun. Skyndi- lega áttaði ég mig á þvi, að hundruðir manna lágu á bakinu efsti i áhorfendastæð- unum, rumdu kynlega með sælubros á vör og fylgdust greini- lega með leiknum án aðstoðar skilningarvitanna. Hópkenndin var svo öflug, að straumarnir ein- ir nægðu. Þar skalf hver öðrum. öfugt við þá þróun, sem varð i knattspyrnudýrkun þessara ára, er áhorfendur heimtuðu mörk si- fellt hærri rómi og fýldust við stöðuna 0:0, elskaði skarinn Brúsa fyrir jafnteflisbaráttuna, þvi fram á siðustu minútur leiks- ins skoraði AT ekkert mark. En loks brunaði hann fram sjálfur, með knöttinn rúllandi um sig all- an, eins og sirkusfifl, og negldi fyrirhafnariaust i mark andstæð- inganna. 1:0 var allt og sumt sem varmakvoðan hafði fyrir sinn snúð. En þjóðin dýrkaði Brúsa. Þessum kappleik ATs og Skjótaþeys, sem ég sá fyrstan á ferli hins naska markvarðar, lauk friðsamlega með sigri ATs. Þeg- ar dómarinn flautaði af, risu stúkugestir á fætur og klöppuðu og öll tárfellandi hjörðin um- hverfis leikvanginn stappaði nið- ur fótunum. Sökum likamshitans gufuðu tárin strax upp og það rauk dulúðlega af fólkinu. Brúsi hneigði sig. Forsetinn kom fram á leikvanginn i fylgd for- sætisráðherrans og tók i höndina á afreksmanninum. Lögreglan hélt áhorfendum i skefjum með kylfum og karlmannlegu orð- bragði. Myndatökumenn ærðust yfir viðfangsefninu. tþróttafréttir sjónvarpsins lengdu kvöldfrétta- timann um 90 minútur, þvi leikur- inn var sýndur i heild. Enskt knattspyrnufirma keypti Brúsa eftir þennan leik. Honum var haldin skrautveisla á hóteli i Lundúnaborg og heimsfréttirnar gerðu honum fljótlega skil, eftir að hann fór að leika fyrir firmað. „Endir knattspyrnunnar”, „Fót- bolti er dauður” og „Iþrótta- svindlið hefur yfirbugað iþrótt- irnar” voru fyrirsagnir nokkurra heimsblaða. önnur virtust Brúsa hagstæðari: „Dularsálfræðin tek- ur vítaspyrnu”, „tslenskur seið- karl ógnar viðteknum veraldar- skilningi”, „Knattspyrnu lyft til vegs með bókmenntum og fögr- um listum”. En innan skamms tók Alheims- ráð Knattspyrnumanna af skarið. Annaðhvort hlyti þessi leikmaður að hætta keppni eða reglunum yrði breytt. Getraunakerfið var komiði ólag vegna stöðugra sigra iiðs Brúsa, sem nefndi sig AT til samræmis við hið gamla lið markvörsluhetjunnar af norður- slóðum. Einn forystumanna ráðs- ins gekk meira aö segja svo langt að lýsa þvi yfir, að Brúsi væri augsýnilega kominn hingað með fljúgandi diski frá fjarlægri stjörnu, búsetinni verum æðri okkur, og væri þvi ekki löglegt að nota hann i keppni. Þessi áróður espaðist um allan helming, er Brúsi tók að beita vafasömum brellum. Hann hætti að verja. Hann hleypti öllum boltum fram- hjá sér. En þegar menn skyggnd- ust um eftir knettinum i netinu, fannst hann hvergi. Tugþúsundir manns litu meö eigin augum, hvernig andstæðingarnir sendu knöttinn rakleiðis að marki og i það, meðan Brúsi dundaði i leik- fimi einhvers staðar innan mark- teigs. Miljónir manns sáu þetta á sjónvarpsskermum, bæði á eðli- legum hraða og i hægri hreyfingu. En um leið og knötturinn kom að marklinu, hvarf hann. Eins og hann hyrfi i annan heim. Þegar augum var beint að Brúsa, stóð hann gjarnan á haus i jógastell- ingu og knötturinn lá á iljum hans. Hrollur fór um hinn sið- menntaða heim við þessi and- styggilegu töfrabrögð Brúsa. Þegar hann var spurður, hverju þetta sætti, svaraði hann stutt og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.