Þjóðviljinn - 13.07.1975, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 13.07.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 13. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip við vinsæl lög Tökum lagið Sæl nú! I þessum og næsta þætti ætla ég að taka fyrir tvo svokallaða „Rútubila- söngva”. Núna þegar alls konar sumarmót eru haldin vlðsvegar um landið og fólk hópast I ,rútum’ upp um allar sveitir eru áreiðanlega margir, sem kippa gitarnum sinum með. Gunna var í sinni sveit G B7 Gunna var i sinni sveit e 7 C sælleg rjóð og undirleit G c D7 hláturmild og helst til feit. K* C G En hvað er að fást um það. Svo einn dag fór mærin með mjólkurbil um leið og ég henni var það hálft um geð. En hvað er að fást um það. B7 Svo leigði hún sér kvistherbergi e upp við Óðinstorg A7 D D7 og úti fyrir blasti við hin syndum spillta borg. En engum bauð hún upp til sin aldrei hafði hún bragðað vin horfði bara á heimsins grin. En hvað er að fást um það. Hljómar: G, B7, e, C, D, D7, A7. Bl-hLjómur- D-hljbmur D7-hljómur © <§> © © (3) Cc-hLjó mur e-hljómur C-hljómur © © @@ 1 i : 1 C D D ! © A7-hL]6mur ( D( D( ) ii ■HKflTI ur hverri áttinni Margar flugur í einu höggi Tiskuhönnuðurinn Halston i New York hefur sent frá sér hug- myndir um væntanlega haust- tisku. Ein af nýjungum hans er brjóstahaldari úr ekta gullneti. Brjóstahaldarar þessir eru sagðir þægilegir og sterkir og auk þess bjóði þeir upp á góða fjár- festingarmöguleika vegna þess að gullverð fer stöðugt hækkandi. Svo bregðast krosstré... John Shaw, borgarstjóri i bæn- um Connelsville i Pensylvaniu i Bandarikjunum neyddist ekki alls fyrir löngu til að lýsa neyðar- ástandi i sinu litla riki. Sjö af 23 lögreglumönnum bæj- arins, þeirra á meðal lögreglu- stjórinn sjálfur, voru handteknir fyrir innbrot, rán og Ikveikjur. Þeir sextán verðir laga og réttar, sem eftir voru, verða nú að leggja á sig yfirvinnu — vinna á tólf tima vöktum hver. Hvíldu þig, hvíid er góð Bæjarstjórn i einu af úthverfum Napóli komst að þvi sér til undr- unar i opinberum hagskýrslum, að i hverfinu hefði ekki nokkur maður dáið, gift sig né heldur fæðst á undanförnum fjórum ár- um. Þegarbetur var að gáð kom i ljós, að fæðingar voru 92, hjóna- vígslur 140 og 42 dauðsföll, en embættismenn borgarinnar reyndust of latir lil að nenna að standa i þvi að skrá annað eins. Vinna með olíu veldur pungkrabba Sumar tegundir oliu sem notað- ar eru i iðnaði geta valdið ertingu i húð og jafnvel krabba. Við rannsókn á 34 tilfellum pung- krabba kom i ljós að 13 sjúkling- anna höfðu unnið með oliu. Hættulegust eru ýmis auk-efni sem framleiðendur setja i oliuna til þess að hún seljist betur. Sænska blaðið Arbetsmiljö eða „umhverfi á vinnustað” skýrir nýlega frá þessum uggvænlegu staðreyndum. Verstar eru ýmsar tegundir snittoliu, sem notaðar eru við snittingu og slipun til' að kæla niður málmfleti. Það sem gerist er það að olian smýgur i gegnum fötin og smyr sig inn i skinnið á pungnum, segir sænskur sérfræð- ingur i húðsjúkdómum. Skinnið á pungnum er nefnilega sérstak- lega móttækilegt fyrir oliu og gleypir hana i sig 40-50 sinnum hraðar en t.d. skinnið á úlnliðun- um. Olian veldur iðulega útbrotum, bæði af þvi tagi sem hugsanlegt er að lækna og einnig ofnæmisút- brotum. Ofnæmið stafar af auk- efnum sem sett eru i oliuna til varnar gegn gerlum. Slik olia er nefnilega notuð i smáum skömmtum og hvað eftir annað. Þess vegna þykir hentugt að geyma hana i dunkum eða öðr- Hættulegust eru alls kyns auka - efni sem framleiðendur setja í olíuna á hreinsunarstigi en neita að veita upplýsingar um um illa vörðum ilátum sem hand- hægt er að gripa til á vinnustaðn- um. Þá er hætt við einhvers konar gerlagróðri i oliunni og þar fer að koma af henni óþefur. Auk-efnin eiga að koma i veg fyrir að þetta gerist, en einmitt þau eru hættu- leg. — Greinilegt er, segir húðsjúk- dómalæknirinn, að mótsögn hefur komið upp milli eðlilegrar holl- ustukröfu verkamannanna og þeirrar kröfu atvinnurekenda að olian endist lengi. Visindamenn hjá sænsku vinnuverndinni gruna einnig þann oliuúða um græsku sem verkamenn við loftpressur og önnur slik tæki komast ekki hjá að anda að sér. Þeir halda að slik ur oliuúði muni auka hættuna á krabba i lungum og meltingar- færum. Vinnuverndin hefur um margra ára skeið haft illan bifur á oliu vegna þess alkunna höfuðverks sem hún veldur þeim sem þurfa að umgangast mikið þennan dýr- mæta vökva. En hvorki á þeim bæ né annars staðar vita menn hvaða efni það eru sem ástæða er til að óttast og fá fjarlægð úr oliunni. Og það sem mestum erfiðleikum veldur er þetta, að framleiðendur oliuvaranna, hreinsunarstöðvar og oliuhringar, fást ekki til að upplýsa i neinum smáatriðum um efnafræðilega samsetningu oli- unnar. Þvi siður hvaða auk-efni þeir setja i oliuna, en vitað er að efnasamböndin skipta hundruð- um. hj— 8.00 Morgunandakt, Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög, Hljómsveit Franz Marszaleks leikur. 9.00 Fréttir. Otdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar a. Con- certo grosso i F-dúr eftir Marcello. Hljómsveitin I Musici leikur. b. Flautukon- sert i D-dúr eftir Quanz. Claude Monteux og hljómsveitin St. Martin-in- the-Fields leika: Neville Marriner stjórnar. c. Hörpukonsert i Es-dúr eftir Petrini. Annie Challan og hljómsveit Antiqua-Musica I Paris leika; Marcel Couraud stjórnar. d. Sin- fónia nr. 104 eftir Haydn. Nýja filharmoniusveitin leikur: Otto Klemperer stjórnar. 11.00 Prestvígslumessa i Skál- holti (Hljóðrituð 29. f.m.) 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.25 Með eigin augum Jónas Guðmundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 13.50 Harmonikulög, Melodi- klubben i Stokkhólmi leik- ur; Gunnar Molthon stjórn- ar. 14.10 „tsland var örlög hans”. Þáttur um franska mál- fræðinginn André Cour- mont. Gunnar Stefánsson tekur saman og flytur ásamt Andrési Björnssyni. Einnig rætt við Vigfús Guð- mundsson. 15.00 Miödegistónleikar. Frá tónleikum Filharmoniu- sveitar Berlinar i marz s.l. Einleikari: Rafael Orozco. Stjórnandi: Kazuhiro Koizumi. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alitaf á sunnudögum, Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatími: Gunnar Valdimarsson stjórnar.Upp til selja. Stjórnandi segir frá seljalifi. Guðrún Birna Ilannesdóttir les úr bókun- um „Ferðinni á heimsenda” eftir Halvard Berg og „Elinu Sigurðardóttur” eftir Johan Falkberget i þýbingu Guðmundar G. Hagalins. Þorbjörg Valdi- marsdóttir syngur tvær fomar þulur. 18.00 Stundarkorn með Mario Lanza. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Til urnræðu: Skipulags- mál i Reykjavik.Stjórnandi: Baldur Kristjánsson. Þátt- takendur: Arkitektarnir Geirharður Þorsteinsson, Trausti Valssonog Sigurður Harðarson. 20.00 „Stiklur”, hljómsveitar- verk eftir Jón NordaL Sinfóniuhljómsveit Islands leikur i útvarpssal; Páll P. Pálsson stjórnar. 20.10 Staldrað við á Skaga- strönd-Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 21.30 Frá tónleikum Passfu- kórsins I Akureyrarkirkju 6. april s.L Guri Egge, Lilja Hallgrimsdóttir og Þuriður Baldursdóttir flytja ásamt Passiukórnum og kammer- sveit undir stjórn Roars Kvam „Gloriu” i D-dúr eftir Antonio Vivaldi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Árelius Nielsson flytur (a.v.d.v.) Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field I þýðingu Benedikts Sigurðssonar (19). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milliatriða. Morgunpoppkl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Nathan Milstejn og Carlo Bussotti leika Sónötu nr. 12 fyrir fiðlu og pianó eftir Pergolesi/William Benett og Grumiaux-trióið leika Kvartett i D-dúr (KV285) fyrir flautu og strengi eftir MozarL'Van Cliburn og Filadelfiuhljóm- sveitin leika Pianókonsert nr. 3 i c-moll op. 37 eftir Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna : Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lífs og moldar" eftir Guð- mund L. Friðfinnsson. Höf- undur les (13). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Barnið hans Péturs” eftir Gun Jacobson Jónina Steinþórsdóttir þýddi. Sigurður Grétar Guðmundsson les(7). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi .1 Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Pétur Sumarliðason flytur þátt eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnarstöðum. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 Samtiningur um eskimóa; —anuar hlutiÁsi i Bæ flytur frásöguþátt. 20.50 Kammertónlist. Arthur Grumiaux og Arrigo Pelliccia leika Dúó i G-dúr fyrir fiðlu og viólu eftir Franz Anton Hoffmeister. 21.10 Erindi á 160 ára afmæli Hins islenska Bibliufélags. 21.30 tJtvarpssagan: „Móðir- in” eftir Maxim GorkLHall- dór Stefánsson þýddi. Sigurður Skúlason leikari les(22). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur: Úr heimahögum Gisli Kristjánsson ræðir við Erlend Halldórsson bónda og oddvita i Dal, Mikla- holtshreppi. 22.35 Hljómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.