Þjóðviljinn - 13.07.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 13. júll 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Úr Apokalypsis con figuris: Lazarus (Zbigniew Cynkutis) oft'EfofeliIn-
ingurinn (Ryszard Cieslak)
um likt, enda hefur hann ævin-
lega gefið sér mjög góðan tima og
unnið feiknalengi að hverrri sýn-
ingu. Hann hefur alls sett upp
fimm meiriháttar sýningar, og sú
sem nú er i gangi hefur verið sýnd
siðan 1968, en tekur að visu stöö-
ugum breytingum.
Grotowski taldi að leikhúsið
stæði frammi fyrrir alvarlegum
vanda vegna samkeppni við sjón-
varp og kvikmynd. Leikhúsið
hefði brugðist við þessum vanda
með þvi að reyna að keppa við
þessa fjölmiðla með þeirra eigin
meðulum, með þvi að auðga leik-
húsið tjáningartækjum, nota tón-
list, dans, skraut, flóknar leik-
myndir og ýmiss konar tækni-
brögð. Þetta taldi Grotowski vera
misskilning, i stað þessa auðuga
leikhúss kom hann sér upp fátæku
leikhúsi. Hann valdi þá leið að
kanna hvar væri endanlegur
grundvöllur leikhússins og
byggja siðan á honum.
Til þess að leikhús geti verið til
er aðeins tvennt ómissandi: leik-
ari og áhorfandi. Ollu öðru má
kasta burt: búningum, farða,
ljósum,sviðsmynd, sviðinu sjálfu,
jafnvel textanum. Þetta hefur
Grotowski gert. Leikarinn sjálfur
verður hinn eini grundvöllur
þessa leikhúss. Þess vegna hljóta
að verða gerðar allt aðrar kröfur
til hans en gert er i hinu hefð-
bundna leikhúsi. Hann verður aö
margfalda tjáningarmöguleika
likama sins, en hann verður einn-
ig að læra að gefa af sjálfum sér,
leggja sig allan i leik sinn, þannig
að lif hans og leikur verði eitt og
hið sama. í þessu skyni kom
Grotowski sér upp margbrotnu
æfingarkerfi sem miðar að þvi að
gera likamann að fullkomnara
tjáningartæki og auðvelda mönn-
um sjálfstjáningu — stytta bilið
milli sálar og likama, ef svo
mætti segja.
Grotowski litur á leikhús sem
stað þar sem leikari og áhorfandi
hittastog mannleg samskipti fara
fram. Ef leikarinn gefur sig allan
i leik sinum og áhorfandinn er op-
inn geta þessi samskipti orðið frjó
og auðgað lif beggja, oröið þeim
til hjálpar i leit sinni að svari við
þeim spurningum sem við erum
öll að spyrja, sum kannski án
þess að vita af þvi.
1 leiktilraunastofu Grotoskis er
ekki aðeins unnið að sýningum,
heldur kannski fyrst og fremst að
rannsóknum á sambandi manna i
milli. Fyrir Grotowski eru vanda-
mál leikhússins og vandamál
mannlegra samskipta eitt og hiö
sama.
Haldið til Wroclaw
Föstudaginn 13.júni lauk þing-
inu með kokkteilboöi mennta-
málaráðherra Póllands i ægilega
finni höll rétt fyrir utan Varsjá,
sem heitir Wilanow og litur út
fyrir að vera frá 17. öld, en er
raunar splunkuný eins og allt i
þessari borg. Ráðherrann býður
upp á gómsætar krásir og gnægð
vodka og winiaki. Eftir veisluna
eigum við að stiga upp i rútu og
fara til Wroclaw til aö sjá sýningu
hjá Grotowski. Okkur hefur verið
sagt að þetta sé eitthvað um fjög-
urra stunda ferð.
Klukkan tvö er okkur troðið inn
i rútu. Það er ægilega heitt. Stór
og myndarleg pólsk stelpa tekur
við fararstjórninni. Hún heitir
Kristin. Hún segir að við verðum
komin til Wroclaw klukkan niu.
Eins og venjulega er ekkert að
marka það sem okkur hefur verið
sagt. Hún segir lika að þeir sem
vilji geti komið aftur með rútunni
I kvöld, en það verði lika hægt að
gista um nóttina og það verði rúta
morguninn eftir. Svo ökum við i
hitanum út úr borginni og út á
þessar endalausu slettur.
Einhvers sfaðar er stansað til að
fólk geti fengið hressingu. Þetta
er heldur óhrjáleg sveitakrá.
Klukkan er sex. Fyrir utan eru
skitugir sveitakallar að drekka
sig fulla. Prófessor doktor
Schimacher segir mér að hann
muni svo vel eftir Þorvarði fyrir
hvað hann hafi leikið vel i
Brekkukotsannál. Ég verð mjög
hreykinn af kollega minum sem
er raunar á leið til Vinar i dag.
Það er ekið áfram. Það fer að
skýggja en hitinn er samur við
sig. Þorstinn tekur að ágerast.
Loks er ekið inn i Wroclaw. Það
er stansað hjá tilraunastofu
Grotowskis og fólk spurt hvort
það vilji fara á sýninguna strax
eða skreppa inn á hótel fyrst. All-
ir eru að sálast úr þorsta og vilja
skreppa inn á hótel. Það er farið
þangað, við fáum herbergi, stopp
i tuttugu minútur. Hins vegar
kemur i ljós að það er hvorki vott
né þurrt að fá I gistihúsi þessu,
enda þótt það beri heitið Grand
Hotel. Við megum þvi halda með
þurrar kverkar á sýninguna.
Apokalypsis con
figuris
Leikhópur Grotowskis hefur
verið að sýna þetta verk siðan
1968. Þetta verk er samið af hópn-
um, fyrst með impróviseruðum
texta, en siðan voru settir inn i
staðinn viðeigandi textar úr
Bibliunni, og eftir Dostojevski,
Eliot og Simone Weil. Leikritið er
einskonar nútimapislarasaga eða
kristssögn, um þörf mannsins fyr-
ir frelsun og hvernig hann ævin-
lega svikur sinn frelsara. Per-
sónurnar bera bibliunöfn:
Jóhannes, Lazarus, Júdas, Simon
Pétur, Maria Magdalena, en
jesúgervingurinn, frelsari leiks-
ins, er kallaður Ciemny, þ.e. Ein-
feldningurinn. Sömuleiðis endur-
speglast ákveðin atvik úr guð-
spjöllunum ileiknum. Hins vegar
er hér ekki um endursögn á Bibli-
unni að ræða, heldur leik sem
geristhér og nú og fjallarum eilíf
mannleg vandamál.
Það er auðvitað ógerlegt að
lýsa Grotowskisýningu svo nokk-
urt gagn sé i. Til þess eru
þær of ólikar öllum öðrum
sýningum. Þessi sýning fer
fram i fremur litlum sal uppi
undir lofti i gömlu húsi. Þarna
er timburgólf og múrsteins-
veggir. Annað er ekki i salnum,
utan einn ljósgjafi. Ahorfendur
sitja eða stnada meðfram
veggjunum og eru um 100 i hvert
Framhald á 22. siðu.
Pinochet (annar frá vinstri) með mönnum slnum að koma úr kirkju og eftilvill að fara aðhorfa á aftöku eða skemmta sér við pyndingar.
Dregiö úr
efnahags-
legri „viö-
reisn” her-
foringjanna
í Chile
„Fjandinn þekkir sina” og
Bandarikin þekkja vini frá fjend-
um. í þau þrjú ár sem hinn þjóð-
kjörni vinstri sinnaöi forseti
Allende stýrði málefnum Chile
var ekki einn einasti dollar veitt-
ur af hálfu Bandarikjanna til
efnahagshjálpar I þessu langa
mjóa landi Suður-Ameriku. En
strax og herforingjarnir voru
búnir að vinna á Allende og hrifsa
völdin byrjuðu dollararnir að
streyma suðureftir.
A fyrstu 18 mánuðum sins blóð-
uga valdaferils hefur herfor-
ingjastjórn Pinochets I Santiago
tekið á móti sem svarar 27 milj-
öröum króna i efnahagsaðstoö frá
sinum bandarisku vinum.
En almenningur I Chile veröur
litið var við þetta peninga-
streymi.
Fernando Leniz var efnahags-
málaráðherra Pinochets og hann
fékk alræðisvald til að „hreinsa
til eftir óstjórnina hjá Allende”
eins og það hét. Kenning Lenizar
var sú að það yröi að lita á Chile
sem eina rekstrareiningu þar
sem mikilvægast væri að auka
framleiðslu og hagnað án tillits til
launþeganna. Þess vegna voru
laun lækkuð „niöur á raunhæft
stig” og með fjöldauppsögnum
var hið „óeölilega litla” atvinnu-
leysi frá timum Allendes aukið. A
einu ári eftir valdaránið hafði
kaupmáttur launa hjá chiliskum
verkamanni rýrnað um 60% og
fjöldi atvinnuleysingja hafði 6-
faldast.
Leniz hélt þvi fram aö
framleiðslukostnaður minnkaði
með þessu móti og það ásamt
hækkuðu verði mundi gera at-
vinnurekendur fúsari til aö fram-
leiða, þetta mundi einnig laða að
erlent fjármagn og mjög auk-
innútflutningur mundi bætagjald-
eyrisstöðu landsins.
Þreföldun
ágóöans hjá
auðfélögum —
400%verðbólga
— sexföldun at-
vinnuleysisins
— gjaldeyris-
hallinn yfir einn
miljarður
dollara —
feimni hjá
erlendu
fjármagni
Það má segja að ekkert af
þessu hafi gerst. Hin skipulágða
fátækt almennings hafði i för með
sér minnkandi eftirspurn eftir
neysluvörum. Smákaupmenn
horfðu upp á það að hagnaður
þeirra af verðhækkununum var
étinn upp af minnkandi sölu
(verðbólgan á árinu 1974 nam
400%), og margir smærri at-
vinnurekendur neyddust til þess
að leggja upp laupana.
Gjaldeyrishallinn á siðasta ári
var meira en einn miljarður doll-
ara og hefur aldrei verið jafn
geipilegur.
Óánægjan með efnahagsstefnu
herforingjanna magnaðist svo aö
meira að segja helstu stuðnings-
menn hennar úr miðstéttum
landsins fóru að hafa uppi mót-
mæli. Nú er svo komið að aðeins
litill hópur manna sem stýrir
stærstu auðfélögum landsins lýsir
yfir ánægju með efnahagsmálin.
Slik félög, t.d. stál- og sements-
framleiðendur þrefölduöu ágóða
sinn á fyrsta stjórnarári herfor-
ingjanna, og enginn efi er á þvi að
nú eru auðugustu fjölskyldur
Chile rikari en nokkru sinni áður.
En Fernando Leniz efnahags-
málaráðherra hafði vanmetið
tvennt. Annað var verðsveiflur á
kopar, en koparinn hefur gengið
mikið niður og er nú seldur á um
það bil helmingi þess verðs sem
giltifyrir9 mánuðum. Hitt atriöið
og það sem skiptir meira máli
upp á framtiðina er tregða er-
lendra fjármagnseigenda. Þeir
hafa ekki komið hlaupandi með
fjármagnið eins og reiknaö hafði
verið með, og drýgstan þáttinn i
þvi að menn hika við að fjárfesta i
Chile herforingjanna er pólitiskt
aðhald frá almenningsálitinu I
þeim löndum þar sem fólki leyfist
aö segja skoðanir sinar.
Fjöldinn allur af erlendum lán-
veitendum Chile neitar að sætta
sig við frestun á afborgunum og
lánsloforö frá Alþjóðabankanum
og alþjóða gjaldeyrissjóðnum
frjósa inni. Fyrst og fremst er um
að ræða þrýsting frá Bretlandi,
Italiu og Sviþjóð sem með þessu
eru að mótmæla ómennskri
grimmdherforingjanna. En þetta
gerir Chile hinsvegar að ótrygg-
um lántakanda i augum banka-
stjóranna við Alþjóðabankann.
Alvarlegasta vandamálið fyrir
Chilestjórn út frá hennar eigin
sjónarmiði er skortur á fjár-
magni. Og til að ráða bót á þvi
endurskipuleggur Pinochet stjórn
sina, vikur Fernando Leniz til
hliðar og setur i staðinn þá Jorge
Cauas og Raul Saez, en þeir til-
heyrðu áður hægri armi kristi-
lega lýöræöisflokksins. (Þar sem
„pólitik” er opinberlega bönnuð,
hafa þeir orðið að segja skilið við
flokk sinn).
Liklegt er að þessir borgara-
legu hálffasistar muni beita sér
fyrir efnahagsstefnu I samræmi
við resept frá alþjóða gjaldeyris-
sjóðnum. Gengislækkanir til að
fjörga útflutningsiðnaðinn, verð-
lagseftirlit að vissu marki, hækk-
un lægstu launa og atvinnubóta-
vinna á vegum hins opinbera til
að lina ofboðlitið kjör vergangs-
mannanna. Og svo á þetta auðvit-
að að lita betur út fyrir eftirlits-
menn mannúðarinnar úr Evrópu:
hvorugur efnahagsráðherranner i
einkennisbúningi hersins!