Þjóðviljinn - 13.07.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. júil 1975.
SVAVAR GESTSSON:
íslandi yrði skákað úr leik
Þó komið sé fram á mitt sumar
eru blöðin ekki farin að bera þess
nein merki að þau séu i efnishraki
á siðum sinum, nema þá helst
Morgunblaðið. Að undanförnu
hefur Þjóðviljinn birt fjölmargar
athyglisverðar fréttir sem hafa
varpað skýru ljósi á ákveðna
þætti islensks þjóðlífs.
Fréttir vikunnar
„Frétt vikunnar” er án efa for-
siðufrétt Timans á þriðjudaginn.
Frétt þessi byggði á viðtali við
Einar Ágústsson, utanrikisráð-
herra. Þar játar hann að islensk
yfirvöld viti yfirleitt ekkert um
búnað bandariska hersins hér á
landi, og augljóst er aö utanrikis-
ráðherranum finnst þetta ekkert
tiltökumál. 1 frétt frá utanrikis-
ráðuneytinu fyrir helgina kom
fram, að þar sem Stokksneskap-
allinn frægi væri hluti af búnaði
hersins mætti alls ekki tala um
hann! Eru sennilega ekki finnan-
leg i sögu islenskrar blaða-
mennsku öllu svartari dæmi um
fyrirlitningu yfirvalda á upplýs-
ingaþjónustu og upplýsinga-
skyldu gagnvart almenningi.
Enginn hefði talið slik firn til tíð-
inda, þar sem ritskoðun er
stærsta atvinnugreinin, en i lönd-
um þar sem friskleg og heiðarleg
blaðamennska er stunduð þættu
slikar yfirlýsingar frá yfirvöldum
hreinræktaðasta hneyskli. 1 þessu
sambandi koma manni ó-
hjákvæmilega i hug Bandarikin,
þar sem blaðamenn hafa með at-
orku og dugnaði flett ofan af
hverju hneykslismálinu á fætur
öðru.
En viðbrögð annarra dagblaða
við einstæðri yfirlýsingu utan-
rikisráðuneytisins eru einnig tal-
andi tákn um það að meginhluti
islenskra blaðamanna er svo
þægur hersetnum ritstjórnum
sínum að enginn utan Þjóðviljans
hefur til þessa talið ástæðu til
þess að benda á þessi einstæðu
viðbrögð yfirvalda. Er þvi alveg
augljóst af þessu máli og fleirum,
sem upp hafa komiö að undan-
förnu, að islenskir blaðamenn eru
langoftast svo háðir valdastofn-
unum blaða sinna, að þeim er
„frjáls blaðamennska” einskis
virði nema i orði. Þetta er stór
staðhæfing, en hún stendur nema
starfsmenn blaðanna taki sig
saman um að fordæma þennan
hundingjahátt utanrikisráðuneyt-
isins.
Þess ber vissulega að geta að
frá þvi að þessi dæmalausa
fréttatilkynning utanrikisráðu-
neytisins kom fram, hafa tveir
miðlar frétta verið i sumarleyfi,
Alþýðublaðið og sjónvarpið. Má
fullvist telja, miöaö við fyrri af-
stöðu þessara miðla, að slikri til-
kynningu frá opinberum aðila
heföi verið tekið með eðlilegri
gagnrýni. _
1 tengslum við þá umræðu sem
fram hefur farið um kapalmálið
hefur komið fram ýmislegt sem
einnig varpar skýru ljósi á veru
Frétt vikunnar
hersins hér á landi og af hverju
það er sem NATO og bandarisk
stjórnarvöld leggja slikt ofurkapp
á að hafa herinn hér.
„Þegar í upphafi
skákað úr leik”
Laugardaginn 5. júli birti Þjóö-
viljinn kafla úr grein sem sumar-
ið 1971 hafði birst i málgagni vest-
urþýska sjóhersins. 1 greininni er
lögð höfuðáhersla á það að herinn
og herstöðin hér sé vegna NATO,
þ.e. stórveldanna i NATO, enda
jafnframt blygðunarlaust viöur-
kennt að i kjarnorkustriði milli
stórveldanna yrði Island á svip-
stundu þurrkað út. Auðvitað vita
allir að átök milli stórveldanna
gætu aldrei orðið öðruvisi en með
„fullkomnustu” vopnum sem þau
eiga; þess vegna er vist að ísland
yrði þegar á fyrsta degi sliks
striðs „þegar I upphafi skákað úr
leik” eins og þaö er svo smekk-
lega orðað i téðu málgagni vest-
ur-þýska sjóhersins.
í greininni er vitnað i sovéskan
marskálk á þá leið að „Sovétríkin
búist við að hafa óaðfinnanlegar
varnir gegn óvæntri árás með
kjarnavopnum og til þess að
fremja gjöreyðingarárás i tæka
tiö. Þetta væri þá árás, sem einn-
ig þau iönd yrðu fyrir sem hafa
herstöövar Bandaríkjanna og At-
iantshafsbandaiagsins”.
Hér er með öðrum orðum játað
að landið yrði gjöreyðilagt i
kjarnorkustyrjöld þegar i upphafi
og að Island gæti orðið notað til
þess að gera kjarnorkuárás á
önnur riki. 1 þessu sambandi
hljóta menn að leiða hugann að
þvi hvort ekki væri rétt fyrir ut-
anrikisráðherra landsins að
kynna sér búnað hersins; gætu
hér leynst kjarnavopn? — Nýj-
ustu bandariskar upplýsingar
benda til þess að stórveldastrið
yrði þegar i stað kjarnorkustrið.
„Takmarkaö stríð”
Þó segir i vestur-þýska hernaö-
artimaritinu.- „Þvi væri gildi Is-
lands fyrir NATO mest i tak-
markaðri styrjöld, hvort sem þaö
væri beint, til að aðstoða herlið i
átökum á norðurvæng, eða óbeint
til að tryggja sjóleiðina milli
Evrópu og Bandarikjanna.
Einnig, og að endingu, kemur þaö
til áður en til striðsins kæmi, er
staða tslands i striðsboðakerfi
NATO mjög mikilvæg”.
Þetta er ekki i fyrsta sinn sem
þýskir hershöfðingjar velta fyrir
sér hernaðarlegu mikilvægi ts-
lands, en nú vill bara svo til að
þeir tala ekki fyrir þjóðverja
eina; þeir tala fyrir allt Atlants-
hafsbandalagið. Við þessa tilvitn-
un hér á undan er eftirfarandi að
athuga:
— „Takmarkað strið” er ekki
hugsanlegur möguleiki milli stór-
veldanna. Þess vegna er i sjálfu
sér fráleitt að velta þvi fyrir sér.
Það eina sem getur skipt máli frá
hreinu hernaðarsjónarmiði er
það siðasta — að Island geti verið
mikilvægur liður i striðsboðakerfi
NATO. En einnig það hefur
breyst á siðustu misserum. Fyrir
nokkrum árum var komið fyrir
miklum fjölda hlustunardufla á
neðansjávarhryggnun i suður frá
tslandi. Þessi dufl senda frá sér
þráölaust upplýsingar um ferðir
kafbáta á þessum slóðum. Flug-
vélar bandarikjamanna hafa sið-
an flogið reglulega, meðal annars
frá tslandi, til þess að taka við
skilaboðum frá þessum hlust-
unarduflum. I þessu hefur hern-
aðarlegt mikilvægi herstöðvar-
innar hér á landi verið fólgið. En
að undanförnu hefur bandariski
herinn unnið að þvi að finna að-
ferðir til þess að stöðvar i landi
geti tekið viö þessum boðum frá
hlustunarduflunum og að sjálf-
sögðu verður flugið i þvi skyni þar
með þarflaust. Auk þess, og það
er mikilvægast, eru sovéskir kaf-
bátar afarlltið á ferðinni á þess-
um slóðum, og þess vegna er
neöasjávarkerfið I sjálfu sér
einskis virði til þess að fylgjast
meö þeim. Vestur-þýska frétta-
ritið „Stern” fjallar um þetta efni
i 23. hefti 28. mai 1975. Þar segir
m.a.:
„Ekkert gagn”
„Sovétrikin hafa eflt sjóher
sinn i grennd við norðurvæng
NATO allt frá 1963. 1 Barentshafi
liggja nýjustu kjarnorkuknúnu
kafbátarnir af Delta-gerð. And-
spænis þeim er ekkert gagn af
striðsboðakerfi NATO neðansjáv-
ar, þvi að Delta-kafbátarnir þurfa
alls ekki að fara inn i Atlantshaf-
ið. Þeir eru búnir eldflaugum sem
draga 8000 kilómetra, þeitn
stærstu sem sovétmenn hafa gert
til þessa. Þar með ná eldflaug-
arnar ekki aðeins Evrópu, heldur
stærstu hlutum Kina og saman-
lögðu yfirráðasvæöi Bandarikj-
anna.”
— t fyrsta lagi er þvi ljóst, að
það er óþarfi að láta flugvélar frá
islandi endilega taka við skila-
boöum frá hlustunarduflunum;
það gætu stöðvar á landi, annars
staðar gert. t annan stað er mjög
óliklegt að dufl þessi sendi frá sér
skilaboð um aðra kafbáta en þá
bandarisku vegna þess að sovét-
menn senda kafbáta sina núorðið
aldrei inn á gæslusvæði duflanna!
Þannig er ljóst að Island hefur
ekki lengur neina þýðingu i
striðsboðakerfi NATO lengur.
Þar meö er hernaðarleg þýðing
landsins i striði, jafnvel takmörk-
uðu striði eða á mörkum tak-
markaðs striðs, úr sögunni.
„Ekki er loku fyrir
það skotið”
Þessar staðreyndir eru æ fleiri
bandariskum ráðamönnum ljós-
ar. Þess vegna hafa þeir á undan-
förnum árum látið sér til hugar
koma að leggja niður herstöðina á
tslandi. Er það raunar i fullu
samræmi við þá stefnu sem fram
hefur komið hjá þeim varðandi
herstöðvarnar á Grænlandi. Þar
vilja þeir sjálfir leggja niður her-
stöðina i Syðri-Straumfirði, en
eru þar einungis fyrir þrábeiðni
dana sem óttast það að þurfa að
taka á sig kostnað vegna flugvall-
arins þar. Og — eins og fram hef-
ur komið hér i blaðinu — eru
bandarikjamenn óðum að draga
saman seglin i herstöðinni i
Thule. Þar voru áður
10.000—-12.000 manns,-eru nú um
1200.
Það málgagn vestur-þýska flot-
ans, sem hér er oft vitnað til er án
efa málgagn striðsóðasta hluta
NATO, „haukanna” i Atlants-
h'afsbandalaginu. Og i grein
blaðsins kemur einmitt fram
staðfesting á þvi að bandarisk
stjórnarvöld hafa látið sér til hug-
ar koma að leggja niður herstöð-
ina á Islandi.
t blaðinu segir orðrétt á þessa
leið: „Enda þótt ekki virðist nú
ástæða til að óttast það i alvöru að
tslandi taki það örlagaþrungna
skref að snúst til hlutleysis er þó
ekki loku fyrir það skotið að
Bandarikin muni samsinna þvi að
herliði þeirra verði fækkað i á-
föngum eða að þau taki upp þetta
mál i MBFR-samningaviðræðum
í framtiðinni.”
Þarna kemur fram ótti hers-
höfðingjanna við að stjórnmála-
mennirnir muni fylgja þeirri
skynsamlegu stefnu að fækka i
herliði Bandarikjanna erlendis,
og að bandariska stjórnin muni
ræða um það að leggja niður her-
stöðina á tslandi i tengslum við
þær viðræður sem nú standa yfir
milli stórveldanna um fækkun i
herafla. (MBFR-samningana.)
Jafnvel mútur
Grein sú sem hér hefur verið
vitnað til þrásinnis er skrifuð á
þeim tima er vinstristjórnin hefur
brottför bandariska hersins á
dagskránni. Mikilvægir aðilar
innan NATO — einkum hershöfð-
ingjar — trúðu þvi að herinn færi
og þeir óttuðust þvi að banda-
rikjamenn sjálfir myndu sam-
þykkja brottför hersins. Vegna
þessa beittu hershöfðingjar
NATO og framkvæmdastjóri sér
fyrir þvi, að geröar yrðu sérstak-
ar ráðstafanir vegna islensku rik-
isstjórnarinnar. Vestur-þýska
timaritið segir: „thuga verður
vandlega þá spurningu hvort vilja
tslands til að vera áfram i banda-
laginu á kannski að nota til að
þrýsta á fiskveiöiþjóöirnar viö
Norður-Atlantshaf — sem eru að
meirihluta NATO-riki — tii frið-
samiegrar afstöðu til úrfærslu is-
lensku landhelginnar. Annars-
vegar verður bandalagið að koma
til móts við eyrikið við að leysa
efnahagsvandamál sin, til aö
koma f veg fyrir að róttækni fari
þar vaxandi, hins vegar verður
bandalagið að gera það ljóst i
Reykjavik — eins og gert var 1956
— að nærvera Bandarikjanna þar
og þátttaka I NATO sé I samræini
viö rétt skilda hagsmuni ts-
lands.”
Á mæltu máli þýðir þessi
klausa að lagt er til að Atlants-
hafsbandalagið blandi sér i land-
helgismálið og að islendingar
verði beittir mútum til þess að
leysa „efnahagsmál eyrikisins”
og að reka áróðursherferð fyrir
þvi að islendingar skilji „rétt”
hagsmuni sina.
Vl-menn og
þeirra hlutur
Þessari tillögu fylgdi NATO eft-
ir á vinstristjórnarárunum injög
Blikkiðjan Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468
FEROA .
SONGBOKIN
Ómissandi í
ferðalagið
Islenzkum stjórnvöld-
um ókunnugt um varn-
arbúnað varnarliðsins
H.V. Reykjavlk. „Viö höfum alls ekkert hernaðarlegt eftirlit með
störfum og búnaði varnarliösins I NATO-herstöðinni viö Keflavlk, og
mér vitanlega hafa hugmyndir um aö sllku eftirliti veröi komiö á,
aldrei boriö á góma innan fslenzkra rlkisstjórna”, sagöi Einar
Agústsson, utanrlkisráöherra, I viötali viö Tlmann I gær, en vegna
fréttaflutnings fjölmiöla af hlustunarbúnaöi varnarliösins I sjó viö
strendur landsins hefur sú spurning vaknaö, hvort Islenzkum stjórn-
völdum sé kunnugt um hvaöa útbúnaöur tilheyri starfi varnarliösins
hérlendis.
„Vamarmáladeild utanrlkisráöuneytisins hefur meö höndum eftir-
lit meö þvl, sem lýtur aö samskiptum bandarlkjamanna hér viö
Islendinga”, sagöi utanríkisráöherra ennfremur, „og Landslminn
hefur meö höndum eftirlit meö fjarskiptabúnaöi liösins, aö einhverju
leyti. Nánari afskipti og eftirlit meö störfum og búnaöi vamarliösins
er ekki um aö ræöa.”