Þjóðviljinn - 13.07.1975, Blaðsíða 16
Bananaekra i Miö-Ameriku: áður hét fyrirtækiö United Fruit Company
Chiquitabananar: þvinganir og dumping.
Ljósfælnir sölumenn
Chiquitabananans
Við höfum reynt 1 þessum pistl-
um að láta lesendur blaðsins
fylgjast með þeim aðferðum sem
voldugir auðhringir beita um við-
an heim i þvi skyni að tryggja sér
einokunaraðstöðu á mörkuðum.
Við höfum vikið að þvi öðru hvoru
hvernig oliufélögin mötuðu krók-
inn á oliukreppunni, sem varð
þeim til meiri ábata en nokkur
önnur tiðindi i samti nasögu.
Ekki alls fyrir löngu vjru sögð
tiðindi af stórkostlegum mútum
sem bæði oliufélög og vopnafram-
leiðendur hafa greitt i þvi skyni
að veita framleiðslu sinni forskot
hjá spilltum pólitikusum og emb-
ættismönnum. Og að þessu sinni
skulum við endursegja nýlegar
upplýsingar um ljósfælnar að-
ferðir ávaxtahringsins United
Brand við að einoka verð og dreif-
ingu á banönum i Evrópu og við-
ar.
Málið ætti að standa okkur nær:
eða hver kannast ekki við Chi-
quita banana? 'Það er einmitt sú
tegund sem hringurinn United
Brands höndlar með.
írar og danir
Stjórnendur hringsins i New
York voru ekki vel ánægðir með
hlut sinn i bananasölu á frlandi
(United Brands réði þar aðeins
3% af sölunni). Og þeir voru einn-
ig argir út i danska firmað Th.
Olesen, sem hafði reyndar keypt
af þeim banana i ein fimmtiu ár,
en hafði tekið upp á þeim skolla,
að hafa einnig viðskipti við keppi-
nauta United Brands.
Fyrst var danski viðskiptavin-
urinn tekinn til bæna. Th. Olesen
hafði nefnilega tekið upp á þvi frá
og með 1969 að kaupa einnig
banana frá keppinautunum
Castle and Cooke. f refsingar-
skyni tók United Brands upp á þvi
að skera reglubundið niður vöru-
sendingarnar til danans — fyrst
um 20% og siðan um helming.
Olesen hafði æ minni not af
birgðageymslum sinum og við-
skiptavinir i smáverslun týndu
tölunni, vegna þess að hann gat
ekki staðið við samninga. Loks
fór svo að Th. Olesen kærði Uni-
ted Brands fyrir einokunar-
hringanefnd Efnahagsbandalags-
ins. Var það I febrúar i fyrra.
Nokkrum vikum siðar fékk
sama nefnd aðra kæru á banana-
hringinn. Að þessu sinni voru það
irskir innflytjendur sem kveinuðu
undan illri meðferð.
Eftir nokkra rannsókn komst
nefndin að þeirri niðurstöðu, að
auðhringurinn, sem hefur á sinu
valdi um 40% af bananasölu til
aðildarrikja EBE hefði bæði mis-
beitt valdi sinu á markaðinum og
beitt mjög grófum aðferðum til að
útiloka keppinauta.
Siðan 1971 hafa stjórnendur
hins bandariska auðhrings haft
viðskiptavini i Vestur-Þýska-
landi, Hollandi, Belgiu og Lúxem-
borg i þeim mæli á valdi sinu, að
verðið á banönum var mjög
breytilegt eftir geðþótta United
Brands en hefði að réttu átt að
vera mjög svipað, enda um sams-
konar varning að ræða, sem allur
kom til þessara landa um eina og
sömu höfn, Rotterdam.
1 Irlandi var sá háttur hafður á,
að til að hnekkja veldi keppinaut-
anna, sem höfðu mestan hluta
markaðsins á sinu valdi var beitt
óeðlilegu lágu verði, dumping. Af
þessum sökum voru bananar að
undanförnu boðnir til sölu á Ir-
landi fyrir allt að 58% lægra verð
en hringurinn heimtaði að fá af
aðalviðskiptavini sinum i Dan-
mörku. Þessi aðferð gaf vissan
árangur: i fyrra fór hlutur Chi-
quita banana á irska markaðin-
um úr 3% i 30%.
Skipt um nafn
Auðhringurinn hefur mikla
reynslu i þvi að sölsa undir sig
markaði og koma keppinautum
úr leik. Hann varð til árið 1970
með þvi að hinn illræmdi ávaxta-
hringur United Fruit sameinaðist
fyrirtækinu AMK Corporation. Þá
var tekið upp heitið United
Brands — og þótti gott að losna
við hið fyrra heiti, United Fruit,
sem er fyrir löngu i huga manna
blóðugt tákn um efnahagslega
heimsvaldastefnu. Það voru
málaliðar á snærum United Fruit
sem steyptu 1954 vinstrisinnaðri
stjórn I „bananalýðveldinu”
Guatemala, þegar stjórn þessi
gerði sig liklega til að saxa nokk-
uð gróða „hins græna páfa”.
Auk þess færði United Fruit út
kviarnar með sameiningunni
og fæst nú ekki aðeins við suð-
ræna ávexti. United Brands
verslar einnig með sojabaunir,
pálmaoliu, hrisgrjón og blóm.
Hringurinn er atkvæðamikill i
kjötsöiu, gerfiefnum og umbúð-
um.
Bananar eru nú aðeins um 20%
af veltu hringsins (i fyrra um 2,2
miljarðir dollara), en samt nægir'
það til að United Brands er
stærsti bananasali heims. Fyrir-
tækið á meira en 30 þúsundir
hektara af bananaplantekrum, og
selur þaðan á ári hverju um tvær
miljónir smálesta. Er það um það
bil 30% heimsframleiðslunnar.
Meira en 60 þúsundir manna
starfa fyrir hring þennan. Hann á
stærsta flota ávaxtaflutninga-
skipa sem um getur og er tengdur
stærsta frystiskipafyrirtæki
heims, Salén I Stokkhólmi.
Mútur
Hvar sem bananar spretta i
heiminum þar græðir einnig Uni-
ted Brands. 1 Kólumbiu, Costa
Rica, Panama, Honduras. Frá
þessum löndum og fleirum berast
mútusögur i anda við þær sem við
höfum að undanförnu heyrt um
aðra auðhringi. SEC i Washing-
ton, sem er stofnun sem fer með
eftirlit með kauphallarviðskipt-
um, hefur t.d. sakað hringinn um
að hafa mútað háttsettum emb-
ættismanni i Honduras með 1,2-
miljónum dollára. 1 staðinn sá
þessi embættismaður um að út-
flutningsgjald af banönum yrði
lækkað um helming.
Einnig i Ev'rópu hefur hringur-
inn mútað opinberum embættis-
mönnum með um 750 þúsund doll-
ara. Enda hefur evrópumark-
aðurinn orðið æ ábatasamari fyr-
ir hringinn ( einkum eftir að hon-
um tókst að blanda saman tveim
tegundum banana, „Gros Michel
og „Cavendish” og fá út hið
bogna og þrælauglýsta fyrirbæri
Chiquita. Aðalinnflutningshöfnin
er Rotterdam, sem fyrr segir.
Þaðan er spunnið þétt net, sem
m.a. tryggir hringnum sölu á 45%
allra þeirra banana sem étnir eru
i Vestur-Þýskalandi.
Og nú hafa menn I Brussel sem-
sagt verið að athuga betur einn af
þeim risum sem að undanförnu
hafa verið i vaxandi mæli að gera
goðsögn kapitalismans um
frjálsa samkeppni að gamaldags
brandara. Kannski fær hringur-
inn sekt, sem gæti numið 10% af
veltunni i Evrópu. En það er ekki
sérlega liklegt: fá lög reynast
jafn erfið i framkvæmd og þau
sem eiga að setja nokkrar elkur
við vési auðhringa.
(byggt á Spiegel).
NÝJUNG HJÁ BANDARÍSKA HERNUM:
Elur illvirkja upp
pólitískra morða
til
V/Ul'
LundOnablaðið Sunday Times
hefur birt itarlega greinargerð
fyrir þvi, hvernig bandariski flot-
inn þjálfar sérstaka „morðingja”
eða „manndrápara”, með þvi að
gera þá tilfinningalausa gagnvart
misþyrmingum og grimmd.
Blaðið vitnar i bandariskan sál-
fræðing, Thomas Narut höfuðs-
mann, sem starfar i flotanum og
telur, að upplýsingar þessar muni
ÍQÍða til aukinnar umræðu um
staðhæfingar um það, að
bandarisk stjórnvöld noti morð
sem pólittskt vopn.
1 skýrslu Naruts segir að slikir
manndráparar séu m.a. haföir til
taks i bandarískum sendiráðum,
og enda þótt hann vilji forðast að
nefna dæmi, nefnir hann þó
bandariska sendiráðið i Aþenu
sem einn atvinnuveitandann.
Narut segir, aö nemendur sem
fá þessa sérkennilegu þjálfun séu
einkum hermenn úr vikingasveit-
um, fallhlifaliði og úr kafbátaflot-
anum. Að viðbættum morðingjum
sem sleppt hefur verið úr her-
fangelsum. Narut segir m.a. að
tað hafi „oftar en einu sinni”
omið fyrir að morðingjum hafi
verið sleppt til að setja þá I svona
þjálfun.
Þjálfun væntanlegra mann-
drápara fer fram i þrem aföng-
um, segir Narut. Fyrsti áfangi er
að velja þá úr sem hæfastir eru til
starfans. Annar áfangi er sá, að
þjálfa mótstöðuafl þeirra gegn
sálrænum þrýstingi. 1 þriðja
áfanga er andstæðingurinn gerð-
ur „ómennskur” i vitund dráp-
arans.
Við valið er lögð sérstök
áhersla á það, að það séu menn
sem hafa svokallaða „óvirka
árásartilhneigingu” sem hæfastir
séu I morðingjastarfa.
Hér er um að ræða menn sem
hafa frumkvæði til að bera og —
þótt þeir séu vel agaðir og liti ekki
út fyrir að vera taugaóstyrkir —
geta öðru hvoru verið gripnir
slikum fitonsanda, að þeir geti i
bókstaflegum skilningi drepið
fólk án þess að finna hið minnsta
fyrir þvi.
Clockwork orange
Þessa menn má finna bæði með
sálrænum prófum, og einnig með
þvi að blaða I spjaldskrám um
menn sem hafa sýnt viss sálræn
sérkenni áður, til dæmis i striðinu
i Vietnam eða er þeir frömdu
manndráp i herbúðum
Þjálfunin i að standast sálrænt
álag fer að sögn Sunday Times
fram með svipuðu móti og til-
Lt. Cdr. Narut
Question: You say convicted
murderers are being trained as
assassins?
Answer: It’s happened more than
once
THE CONTROVERSY over
whether the US Govemment has
ever made use of “ politioal assas-
j sinflt’^^s ” seems to take
raunirnar á aðalhetjunni i hinni
þekktu kvikmynd Stanleys
Kubricks Clokckwork Orange:
með þvi að sýna kvikmyndir þar
sem nákvæmlega eru sýndar lim-
lestingar og manndráp.
Þegar nemandinn horfir á siik-
ar myndir er hann reyrður fastur
svo að hann getur ekki litið undan
né heldur lokað augunum.
ANDSTÆÐINGURINN er
gerður ómennskur einnig með
kvikmyndum, sem annaðhvort
lýsa siðum i öðrum Iöndum sem.
ómennskum eða hlægilegum og
hinsvegar sýna þekktar persón-
ur, sem teljast til fjandmanna
INSIGHT
Bandarikjanna, sem illa hálfguði.
Grundvallarhug,sunin er sama
og i Clockwork Orange: að það sé
unnt með itrekuðum kvikmynda-
sýningum að móta menn i þá
veru, að venjuleg siðræn verð-
mæti séu sett út úr samhengi.
Sunday Times hefur leitað að
staðfestingu á ummælum Naruts
hjá bandariska varnarmálaráðu-
neytinu og að sjálfsögðu fengið
þaðan neikvæð svör. Það eina
sem ráðuneytið vill kannast við er
það, að Narut er til og hefur starf-
að við læknamiðstöð bandariska
hersins i Napoli á ítaliu.