Þjóðviljinn - 06.08.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.08.1975, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 6. ágúst 1975 ^’Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45-47, simi 82430 Blóm og gjafavörur i úrvali. Opið alla daga til kl. 22.00. Blikkiðjan £52£p. Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 Frá byggingarsamvinnu- félagi Kópavogs Fyrirhuguð er stofnun byggingarflokks um byggingu fjölbýlishúss er félagið hefur fengið úthlutað lóð fyrir. Þeir félagsmenn, sem áhuga hafa á þátt- töku þurfa að sækja um fyrir 10. þ.m. Tekið verður á móti umsóknum á skrif- stofu félagsins að Lundarbrekku 2, frá þriðjudegi 5. þ.m. til föstudags 8. kl. 5—7 siðdegis og laugardag 9. kl. 3—7 siðdegis. Stjórnin. Atvinna ■ Atvinna Barna- og gagnfræðaskóla Eskifjarðar vantar kennara i iþróttum, Islensku, stærðfræði og eðlisfræði. Auk þess vantar almennan barnakennara. Húsnæði er fyrir hendi, á góðum kjörum. Upplýsingar gefur skólastjóri i sima (97)- 6182 og bæjarstjóri i sima (97)-6175. Laus staða Umsóknarfrestur um stööu kennara I efnafræði og stærö- fræöi við fjölbrautaskólann i Flensborg I Hafnarfiröi, sem auglýst var laus til umsóknar I Lögbirtingablaöi nf. 44/1975, er framlengdur til 15. ágúst 1975. Laun skv. launakerfi starfsmanna rfkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir umræddan tima. — Umsóknareyöublöö fást i ráðuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ, 28. júlí 1975. V erkstæðismaður óskast Bifvélavirki eða vélvirki vamir viðgerðum á þungavinnuvélum. Loftorka, simi: 83522 og 83546. Jónas Kristjánsson Sölvason Fæddur 21.11. 1917 - Dáinn 26.7. 1975 Fáein kveðjuorð Jónas Kristjánsson Sölvason var fæddur á Sauðárkróki 21. nóvember 1917, yngstur barna hjónanna Stefaniu Ferdinands- dóttur og Sölva Jónssonar, járn- smiðs. brátt fyrir stóran barna- hóp komst heimilið vel áfram á þeirra tima mælikvarða. Mikil glaðværð var þar á heimilinu og má segja að Jónas heitinn hafi alla ævi búið að þvi þvi alltaf var hann glaður og ánægður á hverju sem gekk; söngelskur var hann og tók oft lagið i góðra vina hópi. A unglingsárunum stundaði hann ýmis störf bæði til sjós og lands, en nokkru fyrir 1940 fer hann tií Reykjavikur og hefur nám við Kennaraskólann. Eftiraðnámi er þar lokið fer hann aftur norður og- kennir i 3 vetur i Skarðshreppi og Sauðárkróki, en kemur svo aftur til Reykjavikur og gerist kennari við Austurbæjarbarnaskólann. Ekki áttu kennslustörfin eftir að verða verða hans aðalstörf, þvi eftir 2ja vetra kennslustörf hér i Reykjavik gerist hann starfs- maður i verksmiðjum Magnúsar Viglundssonar og starfaði þar i fjölda ára. Skömmu eftir 1960 gerist hann starfsmaður hjá Kópavogskaupstað og starfaði þar óslitið til dauðadags, og nú um nokkura ára bil sem verk- stjóri. öll þau störf sem Jónas heitinn tók að sér vann hann af einstakri samviskusemi. Vel lát- inn var hann meðal samstarfs- manna sinna, og hefi ég það fyrir satt, að er einn þeirra frétti and- lát hans, hefði hann sagt að það skarð yrði vandfyllt og tómlegt yrði nú i vinnuhópnum. Einnig má ekki látið ógetið um öll þau verk, sem Jónas vann fyrir þá, sem til hans leituðu og hann tók aldrei neitt fyrir. Dýravinur var hann mikill og ekki átti hann þau fá dýrin þau ár er við þekktumst. Trúaður var Jónas heitinn, en ekki flikaði hann trú sinni við aðra. 7. nóvember 1946 giftist hann eftirlifandi konu sinni Magnfriði Jónu Júliusdóttur, dóttur hjón- anna Jóhönnu Jóhannesdóttur og Júliusar Bjarnasonar húsasmiðs, og voru þau hjónin Jóhanna og Július annáluð fyrir góðvild við alla þá, sem þau vissu að ættu bágt. Þau Magnfriður og Jónas eignuðust 5 börn, auk þess sem Jónas gekk i föðurstað tveggja drengja, sem Magnfrlður átti áður, og reyndist hann þeim hinn besti faðir, sem seint eða aldrei verður fullþakkað. Hjónaband þeirra Magnfriðar og Jónasar var með afbrigðum gott, og þrátt fyr- ir oft svo mjög erfiðar heimilis- ástæður bar þar aldrei skugga á. Skömmu áður en Jónas heitinn kynntist Magnfriði hafði hann hafið byggingu ibúðarhúss að Lindarvegi 5, nú Hrauntungu 1, og fluttu þau i það skömmu eftir að þau giftu sig og hafa búið þar allan sinn búskap, þrátt fyrir þröngan húsakost. Ég kynntist Jónas heitnum fyrst fyrir 22 árum, er ég keypti neðri hæðina i húsi hans. bótt kynnin yrðu ekki löng i það sinn, komst ég strax þá að raun um hvern mann hann hafði að geyma. Nokkrum árum siðar lágu leiðir okkar Jónasar saman aftur, er ég kynntist og kvæntist systur konu hans, Unni. Kærleik- ur var mikill með þeim systrum og samgangur þvi oft mikill milli heimila okkar, og þá fyrst komst ég til fulls að hinum miklu og góðu eiginleikum Jónasar heitins. Nokkur hin siðari ár gekk Jónas ekki heill heilsu, og oft á tiðum fór hann sárþjáður til vinnu sinnar. Siðari hluta dags 26. júli varð hann að fara heim úr vinnu sár- þjáður, hann lagðist fyrir og hélt að þrautirnar mundu ganga yfir eins og svo oft áður. Jú, þrautirn- ar gengu yfir, en ekki eins og áður, þvi að nú var hann allur. Skömmu fyrir lát hans hafði hann átt þvi láni að fagna að þrjú af börnum hans gengu I hjóna- band, fyrst elsti sonur hans hér i Reykjavik, og svo tvær dætur hans i Vestmannaeyjum. Skömmu fyrir andlát hans hafði hann brugöið sér til æsku stöðvanna og heimsótt eftirlifandi systkini sin og önnur skyld menni. Kæri vinur, nú er komið að leiðarlokum hér á jarðriki, en seinna munum við aftur hittast á öðrum og betristað. Viðvitum, að þjáningum þinum hér er lokið og nú liður þér vel. Við þökkum þér allar ánægjustundirnar sem við höfum átt saman. Eftirlifandi konu þinni og börnum vottum við okkar dýpstu hluttekningu, og biðjum algóðan guð að létta þeim þá þungu raun er góður eigin- maður og faðir fellur svo snögg- lega frá. Jarðarför Jónasar fór fram I gær (þriðjudag). Mágkona og svili ,,Og þvi varð allt svo hljótt við helfregn þina sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.” Tómas Guðmundsson Ég veit að vinum Jónasar Sölvasonar hefur brugðið ónota- lega, þegar fréttin um lát hans barst þeim. Jónas var á besta aldri, einstaklega vinsæll maður og það að verðleikum. Viö Jónas vorum samstarfs menn i áratug, áttum dag hvern allan þann tima margvisleg sam- skipti og þau voru öll á einn veg. Jónas var einstakt ljúfmenni, glaðvær, samvinnuþýður og drengilegur. Hann var sömuleiðis mjög árvökull og dugandi, rækti störf sin af hendi á þann veg, að hann tók sem verkstjóri jafnt tillit til atvinnuveitánda sins sem þeirra sem hjá honum unnu. Ég hef fáum ef nokkrum kynnst sem ánægjulegra var að umgangasten Jónas Sölvason. Og áður en lauk reyndi ég hann að fá- gætum heiðarleika og drengskap. Ég þakka af heilum hug hvern einasta dag, sem við unnum saman. Jónas valdi sér ekki hiö auðvelda hlutskipti. Lif hans og starf var einskonar fórn, sem aðrir nutu i rikum mæli. Það gilti um alla þá, sem hann hafði sam- skipti við i lifinu. En þó fyrst og fremst fjölskyldu hans. Mér er minnisstætt, hve mikla ástúð hann sýndi jafnt aldurhniginni móður sinni sem ungum börnum sinum, en þau komu oft til hans á vinnustað á þessum árum. Aldrei féll eitt einasta styggðaryrði, sama hvernig á stóð. Kona hans og börn hafa mikið misst og er þeim vottuð einlæg hluttekning. Ég vitnaði i upphafi i hið fagra ljóð Tómasar Guðmundssonar um æskumanninn Jón Thorodd- sen. Mig langar að ljúka þessum linum með þvi að vitna aftur til þessa ljóðs þjóðskáldsins góða: En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómg- ast ævinlega þitt bjarta vor i hugum vina þinna. Sigurður E. Haraldsson. Óvænt tónlistarhátíð í gærmorgun fór hópur frá Fclagi islenskra hljómlistar- manna til Elverum i Noregi. Það eru 15 ungmenni á aldrinum 17 til 27 ára sem taka þátt i hljómsveitaræfingum i Sinfóniu- hljómsveit ungmenna næstu tvær vikur. Að æfingum loknum vcrður farið i tónlcikaför um Noreg og til lslands. t Sinfóniuhljómsveit ungmenna eru um hundraö hljóð- færalcikarar. Aðalstjórnandi er Karsten Anderson. Hljómsveit þessi var stofnuð fyrir tveimur árum af nokkrum reyndum áhugamönnum, en með yfirstjórn hennar fer bróðurfélag FtH i Noregi, Norsk-Musikerför- bund. Sverrir Garðarson, formaður FIH, var staddur i Elverum sl. sumar til þess að kynna sér starf- semi norsku ungmenna- hljómsveitarinnar og kom hann til leiðar að nokkrir islending ar fengju að vera með i æfinga- búðum sveitarinnar i sumar. Sverrir er fararstjóri hópsins, sem nú dvelur i Elverum. Tiunda til sautjánda þessa mánaðar mun Sinfóniuhljómsveit ungmenna leika á nokkrum stöð- um i Noregi en 18. ágúst kemur hljómsveitin til tslands ásamt Karsten Anderson er islenskum tónlistaráhugamönnum að góðu kunnur. Hann stjórnar norsku ungmennasinfóniusveitinni. einleikurum og eru i hópnum á annað hundrað hljóðfæraleikar- ar. Sinfóniuhljómsveit ungmenna leikur hér i heila viku, mest i Reykjavik og nágrenni. Einnig A annað hundr- að sinfóniuung- menni og ein- leikarar koma hingað 18. ágúst mun sveitin skipta sér niður i kammersveitir og smærri eining- ar til þess að sjúkum og öldruðum gefist einnig kostur á að njóta þessa viðburðar. t förinni eru einnig frægir einleikarar svo sem Camilla Wicks, sem leikið hefur einleik með öllum helstu sinfóniu- hljómsveitum heims, hinn góð- kunni trompetleikari Harry Kvæbek, organleikarinn Harald Gullichsen, sem leika mun i Dóm- kirkjunni i Reykjavik, svo og yngri einleikarar, sem ekki eru eins þekktir. Listahátið þessi verður sett i Háskólabiói þann 18. ágúst kl. 21. Norræni menningarsjóðurinn, Rvikurborg og rikið hafa styrkt komu listafólksins hingað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.