Þjóðviljinn - 06.08.1975, Page 4
4 SIDA — ÞJÓDVILJINN Miðvikudagur 6. ágúst 1975
DJOÐVHMN
MÁLGAGN SÖSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
„FULLTRÚI KA3SAGERÐAR REYKJAYÍKUR”
Kassagerð Reykjavlkur er myndarlegt
fyrirtæki, sem á tiltölulega skömmum
tima hefur hafist frá handiðnaði til mikil-
virkrar vélvæddrar framleiðslu. Fyrir-
tækið er rétt hugsað, iðnaður I tengslum
við aðalútflutningsatvinnuveg lands-
manna; það sparar gjaldeyri og eykur
hagræði, og framleiðni þess er svo mikil
að hægt hefur verið að stunda nokkra út-
flutningsframleiðslu. Fróðlegt er að
minnast þess að ýmsir máttarstólpar
þjóðfélagsins stóðu gegn þessu fyrirtæki á
sinum tlma og reyndu að gera þvi allt til
miska,- þeir valdamiklu menn voru agent-
ar fyrir innfluttar fiskumbúðir. Samfara
þróun fyrirtækisins hafa verulegir fjár-
munir hlaðist upp innan þess, afrakstur af
góðri vinnu starfsfólksins, og f jármunum
fylgja sem kunnugt er þjóðfélagsleg völd.
Til skamms tima hefur völdum Kassa-
gerðarinnar ekki verið hampað mjög mik-
ið á opinberum vettvangi, hvað sem kann
að hafa gerst að tjaldabaki, en nýlega
urðu þau tiðindi alkunn að þetta fiskum-
búðafyrirtæki var tekið að hlutast til um
blaðaútgáfu, opinbera umræðu og prent-
frelsi á íslandi. Fjármunir fyrirtækisins
urðu að atkvæðaseðlum á aðalfundi
Reykjaprents þess gróðahlutafélags sem
gefur út Visi.
Hverjir fóru með völd fiskumbúðafyrir-
tækisins á þessum aðalfundi? Starfsmenn
Kassagerðarinnar voru ekki kallaðir sam-
an til þess að kjósa fulltrúa sinn, ekki var
hann heldur úr hópi þeirra manna sem
hafa lögformleg völd til þess að skuld-
binda fyrirtækið. Fulltrúi Kassagerðar
Reykjavikur reyndist vera Gunnar Thor-
oddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, og er þó ekki kunnugt að hann hafi
nokkru sinni staðið við vél I verksmiðju-
húsinu myndarlega við Kleppsveg, né
unnið á skrifstofum þess. Flestir aðrir
sem fóru með völd á aðalfundinum höfðu
sama bakhjarl, hlutafé i iðnfyrirtækjum
eða verslunarfyrirtækjum, sem ekki eru I
neinum tengslum við opinbera lýðræðis-
lega umræðu á Islandi. Starfsfólk VIsis
hafði hins vegar engin völd á þessum aðal-
fundi; ekki heldur lesendur blaðsins.
Þarna klóuðust öndverðir fulltrúar iðn-
fyrirtækja og viðskiptasamtaka; hlutfé
réð úrslitum en ekki manneskjur, prent-
frelsi það sem skilgreint er I stjórnar-
skránni var ekki til umræðu, heldur völd
fjármagnsins.
Fulltrúi Kassagerðar Reykjavlkur er
ekki aðeins varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins heldur og iðnaðarráðherra.
Kassagerð Reykjavikur þarf að sjálfsögðu
á skilningi hans að halda, og sama máli
gegnir um fjölmörg önnur iðnfyrirtæki
sem aðild áttu að fundinum. Naumast
hefði það verið talið sæmandi I nokkru
grannlandi okkar, hvorki austan hafs né
vestan, að iðnaðarráðherra notaði aðstöðu
sina á slikan hátt til þess að koma fram
sem fulltrúi eins fyrirtækis á aðalfundi I
gróðahlutafélagi til þess að auka persónu-
leg og pólitisk völd sin á sviði blaðaútgáfu.
Til að mynda er hætt við að nefndir
Bandarikjaþings hefðu talið ástæðu til
rannsókna af sliku tilefni. En hér á íslandi
virðast menn hafa sljórri tilfinningu fyrir
pólitisku velsæmi, fyrir þeirri siðferðilegu
ábyrgð sem ævinlega verður að fylgja
þjóðfélagslegum völdum.
í raun var aðalfundur Reykjaprents til
marks um þau grimmilegu átök sem sí-
fellt fara fram innan Sjálfstæðisflokksins,
og samkvæmt eðli flokksins réð fjármagn-
ið úrslitum. Forsætisráðherrann, einn
mesti hlutafjáreigandi landsins, reyndist
enn sem fyrr kunna betur til verka en iðn-
aðarráðherrann. Þegar upp var staðið
kom i ljós að „fulltrúi Kassagerðar
Reykjavikur”, eins og Morgunblaðið kall-
aði iðnaðarráðherra, fór ekki með öllu
meiri völd en þorskur sá sem fluttur er I
umbúðum fyrirtækisins austur og vestur
um haf. Honum virðist enn sem fyrr á-
skapað að ná engu þvi takmarki sem hann
stefnir að. Menn kunna að harma það eða
fagna þvi, og að sjálfsögðu tekur Þjóðvilj-
inn engan þátt I þvi mati. Hitt má vera al-
menningi ærið umhugsunarefni að I raun
eru það fáein eiginhagsmunafélög sem
ráða yfir VIsi og Morgunblaðinu, marka
stefnu þeirra, ráða blaðamenn eða reka
þá. Þau blöð þykjast vera frjáls, en I raun
eru þau bundin af viðhorfum nokkurra
fjáröflunarfyrirtækja, amboð I átökum
þeirra um gróða og þjóðfélagsleg völd.
—m.
KLIPPT...
Spilling hjá
Framsókn
I grein eftir Svavar Gestsson i
þjóðviljanum á sunnudaginn er
það gert að umtalsefni hvernig
nokkrir braskarar og smáat-
vinnurekendur i Reykjavik reka
nú flokksmaskinu Framsóknar-
flokksins með góðum stuðningi
frá StS veldinu. Aukin áhrif
þessara hópa á stjórn Fram-
sóknarflokksins virðast vera i
fullu samræmi við þá stefnu
Ólafs Jóhannessonar, að spila
nú til hægri, í þetta sinn, og vera
ekki að eltast við verkalýðinn:
„Það eru bændur, smáatvinnu-
rekendurog embættismenn sem
við eigum aö sinna.” t greininni
er lýst hvernig fjármagnið frá
aðalhópunum tveimur, sem
standa undir rekstri flokksins,
skilar sér:
„Opinbera leiðin eru auglýs-
ingar i Timanum. Ef Timanum
undanfarin ár er flett og það
borið saman við Timann á ein-
hverju árabili á undan sést að
auglýsingar frá StS og sam-
bandsfyrirtækjum hafa stór-
aukist i Timanum. Þá hafa auk-
ist m jög auglýsingar i Timanum
sem áðurnefndir einstaklingar
hafa einkum forustu fyrir. Aug-
lýsingamagn þessara fyrir-
tækja hefur stóraukist á undan-
förnum árum.
önnur aðalaðferðin eru kaup
þessara fyrirtækja og forustu-
manna þeirra á happdrættis-
miðum i happdrætti Fram-
sóknarflokksins. Þar er um að
ræða kaup upp á 50—200 þúsund
krónur frá hverjum og einum
árlega. Sambandið til dæmis
kaupir jafnan mikið magn
happdrættismiða. (Til skamms
tima voru stjórnarfundir
Timans haldnir á skrifstofum
StS'.)
t anda ólafs Jóhannessonar.
Þriðja aðferðin til þess að láta
þessi fyrirtæki styrkja flokkinn
og blaðið er fólgin i þvi að fyrir-
tækin veita ýmsum starfsmönn-
um flokks og blaðs ókeypis
þjónustu af ýmsu tagi. Enn-
fremur er nokkuð um það að
laun einstakra starfsmanna séu
færð beint i launakostnað fyrir-
tækja eins og Oliufélagsins.
Fjórða aðferðin eru beinir
styrkir utan auglýsinga og
greiðslna fyrir starfsmanna-
hald framsóknar. Þessir styrkir
eru bein fjárframlög til aðila.
Þannig greiddu Samvinnu-
tryggingar, SIS og Oliufélagið
60 þúsund krónur hvert á mán-
uði til flokksins 1972.”
Launvig
stjórnarinnar
Alþýðumaðurinn á Akureyri
gerir loforð og efndir rikis-
stjórnarinnar umtalsefni i for-
ystugrein fyrir skömmu. Eru
þar rakin loforðin um skatta-
lækkun, óbreyttbúvöruverð o.fl.
i siðustu kjarasamningum ASf
og atvinnurekenda, svo og
niðurskurðarfárið og 12% vöru-
gjaldið, sem kom mönnum i
opna skjöldu og hriti aftur 2000
miljóna skattalækkunina, sem
búið var að iofa á pappirnum.
Siaðan segir orðrétt:
„ Nú hefir lækkun fjárlaga
verið svikin að hálfu, búvörur
hækkaðar að nokkru, nýr skatt-
ur lagður á til að éta upp skatta-
iækkun. Þetta heitir á tæpi-
tungulausu máli að kjassa og
lofa i öðru orðinu, en hóta og
svikja i hinu, eða m.ö.o. að
KOMA A BAK MÖNNUM. Það
kölluðu forfeður okkar launvig,
þegar vegið var að mönnum
óvænt og ekki gengist opinskátt
viö verkinu. Hér hefir lævisi
verið beitt á likan hátt.
Auðvitað ber að reka halla-
lausan rikisbúskap, og leiðin að
þvi er ailt i senn aðgæsla um út-
gjöl.d, skynsamlegar álögur og
frestun framkvæmda i efna-
hagskreppu. En það á að gerast
af stjórnsemi og fyrir opnum
Ijöldum. en ekki koma á bak
fólki, þegar þvi hefur verið sagt
allt annað. Núverandi rikis-
stjórn hefir hagað sér á þann
veg, að henni er ekki hægt að
treysta. Hún hefir framið laun-
vig.”
LeMonde
og Mogginn
Matthias Johannessen heldur
þvi fram i fúlustu alvöru i
Reykjavikurbréfi á sunnudag-
inn að Morgunblaðið gegni
sama hlutverki á íslandi og Le
Monde i Frakklandi, sem list-
málarinn Erró (og reyndar
fleiri) segja að sé besta dagblað
i heimi.
Allt er það nú á öðru plani hjá
Mogganum heldur en hjá
Mondinum, segja sérfræðingar
Þjóðviljans i frönskum blöðum.
Þeir lesa Le Monde reglulega,
en Matthías virðist aðeins
þekkja hann af afspurn. Þvi
miður.
Gallinn við Morgunblaðið er
sá helstur miðað við stóru
borgarblöðin annarsstaðar að
það hefur ekki þróast á likan
háttog þau. Þau hafa mörg hver
axlað þá ábbyrgð sem þvi fylgir
að ná til allra þjóðfélagshópa
með útbreiðslu sinni, eru vönd
að virðingu sinni og hafa tamið
sér visst frjálslyndi og sjálf-
stæði. Hér má nefna til banda-
risk og bresk stórblöð, Le
Monde, Neue Zuricher Zeitung,
Dagens Nyheter og Politiken.
Þessu er ekki til að dreifa með
Morgunblaðið. Þrátt fyrir þá
staðreynd að blaðið flytji mest
magn frétta og allskyns greina
islenskra blaða vegna stærðar
Þórbergur Þóröarson liföi það
ekki að Morgunblaðið hætti að
koma út, og spurningin er hvort
við lifum það að Morgunblaðið
komist með tærnar þar sem Le
Monde hefur hælana.
sinnar, er ritstjórnarpólitikin
gegnsýrð flokkspólitik. Við
þurfum ekki annað en fletta
blaðinu og það ekki bara fyrir
kosningar, til þess að sjá að það
er eins mikið áróðursmálgagn
Sjálfstæðisflokksins og blöð
annarra flokka eru flokks-
pólitisk.
Það er fyrst og fremst vegna
þessa sem allir stjórnmála-
flokkar á Islandi telja sér nauð-
synlegt að halda út flokksmál-
gagni. Ef Morgunblaðið hefði
þróast i svipaða átt og borgara-
blöö viða erlendis væru viðhorf-
in i blaöaútgáfumálum allt önn-
ur i dag. Það er ekki einu sinni
vist að flokkarnir teldu nauð-
synlegt lengur að vera beinir
aðilar að blaðaútgáfu. Islenskir
blaöalesendur væru ef til vill
þegar i dag orðnir aðnjótandi
visis að óháðri pressu.
Ef... væri.... og hefði. Það
stoðar litt að velta vöngum yfir
þvi sem liðið er. .. p. .
... OG SKORIÐ