Þjóðviljinn - 06.08.1975, Síða 9

Þjóðviljinn - 06.08.1975, Síða 9
Miövikudagur 6. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Karl West svarar bréfi frá FRÍ: Aö kasta steini og eiga heima í stóru glerhúsi Nú get ég sagt eins og Páll 01. Pálsson, að þeir sem þekkja til eru mér sammála, og aðrir nokk- uð fróðari, En ég veit, að þeir sem eru Páli sammála, eru i mesta lagi 9 að tölu og aðrir litið fróðari. Ekki kemur fram i viðtali minu 19. júli, að ég hafi ekki vitað um kalottkeppnina, en keppnin var færð til frá upphaflegri dagsetn- ingu, en ekki meira um það. Páll talar um að ég horfi i vinnutap, sem er mitt mál; auð- vitað er það mitt mál, Páll talar um þá aukavinnu sem hann tapar og þann tima sem hann fórnar i sjálfboðavinnu, þetta er hans áhugamál sem hann getur hætt þá og þegar, eins og ég get hætt við mitt áhugamál. Að sjálfsögðu veit ég að það eru fleiri sem fórna aukavinnu og miklum tima, held- ur en bara þeir sem keppa og æfa, hvernig er ekki með alla þá menn sem EKKI eru i stjórn FRI, og mæta ár eftir ár og sumir áratugi eftir áratugi, á frjálsiþróttamót og vinna mikið starf, en fá enga utanlandsferð fyrir i farastjóra- formi og ekki einu sinni máltið i þeim veislum sem eru haldnar eftir stórmót. Þessu gat Páll svarað á fljótan hátt. Að FRI hafi haldið fund eftir siðustu keppnisgrein á landsmót- inu, sem kann að vera, og segir svo að iþróttafólkinu hafi verið tilkynnt um valið strax að lokn- um fundi. ÞETTA ER EKKI RETT, þvi að t.d. hafði þeirri manneskju, sem að öllum likind- um hefði unnið sina grein i Tromsö, þ.e. Hafdisi Ingimarsd. ekki verið tilkynnt um sitt val og hefur ekki verið talað við hana ennþá, þótt hún væri valin i lands- liðið eftir landsmótið. Þess gerist ekki þörf nú, þar sem keppninni er lokið. Þetta eru vinnubrögðin hjá FRI, sem unnin eru i sjálfl oðavinnu. Um val á landsliðinu. Hér segir Páll ól. Pálsson, að ekki sé talað um nöfn eða peninga heldur eingöngu árangur og getu. ÞETTA ER EKKI RÉTT þvi aö minn ágæti félagi Hafsteinn Jóhannesson var og er með (4. ágúst,) annan besta áranguri há- stökki á landinu i ár, og ég með þriðja besta, (Hafsteinn hefur stokkið 1,92 m. tvivegis, en ég bara einu sinni) en ég samt val- inn. Og annað dæmi. Ég hef sjálf- ur þurft að sitja heima með betri árangur heldur en landsliðsmað- ur, þvi hann var nothæfari i aðra grein i viðbót heldur en ég. Ef þetta er ekki peningaspursmál, þá er þetta hreinn klikuskapur, svo ekki þýðir að tala um þann rétt sem keppendur hafa áunnið sér i landsliðinu. Um keppnisbannsmál, sem ég hef litið vit á að sögn Páls, væri gaman og nauðsynlegt að fá á prenti bæði reglur og lög um hvenær má setja frjálsiþrótta- mann i keppnisbann, og ástæðuna fyrir þvi að þessi maraþon- hlaupari, sem Páll nefnir, sé i keppnisbanni. Hann er örugglega ekki i banni vegna þess að hann vildi ekki vera i landsliðinu sinu og valdi frekar Danmerkurferð. Páll hefur sennilega ekki fengið að vita hvers vegna ég valdi held- ur Danmerkurferðina, en for- maður FRI, örn Eiðsson, getur laumað þvi að honum á næsta fundi, — Páll talar bara um að honum þyki það furðulegt að stigahæsti iþróttamaður lands- mótsins, skuli ekki taka þátt i keppni fyrir land sitt, en ég held nú að ég hafi verið nær þvi að vera þjóð minni til sóma i Dan- mörku, þar sem við kepptum (með keppnisleyfi frá FRI) á þremur mótum, og kom ég með átta sigra heim, heldur en i Noregi, þar sem ég hefði lent i fjórða sæti að öllum likindum miðað við úrslit þaðan. Ef Páll 01. Pálsson litur á kalottkeppnina sem landskeppni við Noreg, Sviþjóð og Finnland, þá má hann lika lita á UMFI ferð- ina til Danmerkur sem lands- keppni við dani, (en þá keppni vann UMFI,) þvi að þjóðirnar sem kepptu i kalottkeppninni, eru ekki með sitt landslið eins og Island, heldur þröngan hóp úr norðurhluta hvers lands, og þetta kalla ég að sjálfsögðu ekki lands- keppni. Páll talar um þægilega og skemmtilega ferð til Danmerkur. Jú, mikið var hún skemmtileg og þægileg, nema þegar maður þarf að einbeita sér og taka á i keppni. En hvernig á Páll að vita annað, þar sem hann hefur enga reynslu sem keppnismaður og eru þvi farastjórastörfin hans ætið þægi- leg og skemmtileg fyrir hann, (NEI ÞAU ERU EKKI TIL SÓMA OG ÆTTI AÐ SETJA HANN I ATTHAGAFJÖTRA) Ég er sammála Páli, að iþróttamenn stundi iþróttir fyrir sig sjálfa og keppi að þvi að vera þjóð sini til SÓMA. Páll segir heil- brigð sál i hraustum likama; ekki eru allir sem trimma i stjórn FRI, en væri gaman að svo væri, þvi þá myndu þeir allir falla undir máltækið. t boðorðunum segir að þú skulir ekki bera ljúgvitni gegn náunga þinum. Þetta þarf Páll að læra, þvi hann heldur þvi fram, alveg veggbrattur, að ég hafi sagt, að ég hundsi allt það iþróttafólk sem ég hef umgengist undanfarin ár, bæði á iþróttavelliog i fristundum minum. Ég sagði hins vegar að ég hundsaði landsliðið. Atti ég þá við, að ég gæfi ekki mikið i það að vera valinn sem landsliðsmaður i þessa kalottkeppni (og hafði ég ástæðu fyrir þvi). Hitt veit ég þó, að enginn frjálsiþróttamaður hef- ur skilið það á sama hátt og Páll gerði, og ef svo hefur viljað til þá er það misskilningur. Anægjulegt er að heyra, að 10 stjórnarmenn FRI, BERJIST fyrir bættri aðstöðu nú eins og ætið áður, en hvað er gert, hver er stefnuskrá FRI i bættri aðstöðu og hversu vel er henni fylgt eftir ef hún er til. Hér er ekki nóg að vera með dagdrauma, það þarf að láta þá rætast með þvi að framkvæma hlutina. Lengi má þrasa um svona mál, en eitt er vist að svona þras er litið fyrir minn smekk, og vil ég helst að þetta mál sé úr sögunni frá minni hendi, en maður getur ekki látið vera að svara, þegar logið er svona upp á mann opin- berlega i blöðum, Virðingarfyllst, Karl West. Frederiksen. „KSI átti að senda málið áfram — og láta þar taka fyrir kvörtun keflvíkinga segir Hafsteinn Guðmundsson „Afstaða KSI kom okkur svo sannarlega mjög á ó- vart", sagði Hafsteinn Guðmundsson formaður ÍBK um ákvörðun KSÍ í deilumáli Vals og ÍBK vegna leikdaga í evrópu- keppnunum í haust. „KSI átti einfaldlega að senda okkar mótmæli áfram út, þeir í stjórninni áttu ekki að taka ákvörðun um mál- ið/ það var ekki i þeirra verkahring. Okkar bréf- lega kvörtun átti að berast til æðri stöðva úti i heimi. En úr því að KSI ákvað að taka málið fyrir, hefði af- staða vissulega mátt vera mynduglegri", sagði Haf- steinn. -KSI á að gæta okkar réttar, utanbæjarfélögin verða að fá að Ungverjar sigruðu Um síöustu helgi lór fram landskeppni i frjálslþróttum inilli Ungverjalands, Bretlands og llollands og fór hún fram i Drachten i Hollandi. Svo foru leikar að ungverjar sigruðu, hlutu 108 stig, bretar hlutu 91 stig og hollcndingar (>9 stig. Ungverjar sigruðu i 13 greinum en bretar og hollendingar i fjórum greinuin hvort land. standa jafnfætis reykjavikurlið- unum hvað snertir yfirstjórn iþróttamála. Þvi er hins vegar ekki að neita að það hefur áður komið fyrir að okkur hafi fundist réttur okkar fyrir borð borinn. — Nú var fundurinn hjá KSI ekki fullmannaður. — Nei, það er margt furðulegt i afgreiðslu þessa máls. Aðeins fjórir af sjö stjórnarmönnum voru á fúndinum, a.m.k. tvo utan- bæjarmenn vantaði, og einhvern véginn finnst manni ekki óliklegt að málið hafi verið keyrt i gegn á óþarfa hraða, — jafnvel tekið fyr- irá þessum fundi vegna hentugra aðstæðna. Okkur finnst skrýtið að formað- urinn skuli láta hafa sig i það að snúa við leikdögunum fyrir Val og setja leik þeirra beint ofan i okkar dag, sagði Hafsteinn. — Siðan færir Valur Ieikinn einum degi fram fyrir og okkur finnst að KSl hefði átt að kveða svona mál nið- ur i eitt skipti fyrir öll. Þessi fundur þeirra skapar fordæmi sem getur orðið örlagarikt á næstu árum. Það er búið að gefa grænt ljós á hvers kyns brölt með leikdaga og nú reynir bara hver að klekkja á öðrum sem best hann getur. Það hefði strax verið i átt- ina að KSI hefði ákveðið að ekki mætti færa til leiki nema þvi að- eins að ekki yrði ákveðinn nýr leikdagur sem væri i minna en þriggja daga „fjarlægð” frá evrópuleikjum annarra liða. Eftir þessa ákvörðun KSt getur kapphlaupið byrjað. Þess vegna gæti, eins og sagt var i Þjóðvilj- anum um daginn, fyrsti evrópu- leikurinn farið fram i þessari viku ef skeytasendingar ganga nógu hratt fyrir sig, sagði Hafsteinn. —gsp Björgvin varöi íslandsmeistara- titilinn í golfi Björgvin Þorsteinsson átti ekki sem e>* 4 ýfir pan. Var árangur i neinum erfiðleikum með að manna heldur slakur á mótinu, verja Islandsmeistaratitil sinn i einkum utanbæjarmanna, sem golfi á meistaramótinu sem fram kvörtuðu mikið undan slæmum fór d Akureyri i siðustu viku og velli. Þegar árangur Björgvins er lauk um helgina. skoðaður verðurað taka það fram Björgvin leiddi keppnina i aö hann er þarna á heimavelli. En meistaraflokki allan timann og annars uröu úrslitin i mfl. þessi: fór slðasta hringinn á 75 höggum Björgvin Þorstcinsson.GA 74 79 80 75 = 308 Einar Guðnason, GR 81 78 81 77 = 317 Þorbjörn Kjærbo, GS 86 76 79 78 = 319 Itagnar ólafsson, GR 85 74 81 81=321 Jóhann Ó. Guðmundsson, NK 80 78 80 86 = 324 Sigurður Thorarensen, GK 81 79 87 78 = 325 Þórhallur Ilólmgeirsson, GS 80 79 84 83 = 326 Óttar Yngvason, GR 81 82 82 81 =326 Hannes Þorsteinsson, NK 86 78 84 80 = 328 Geir Svansson, GR 81 85 87 78 = 330 Jóhann R. Kjærbo, GS 83 83 86 79 = 331 Gunnar Sólnes. GA 84 82 84 84 = 334 Óskar Sæmundsson, GR 88 82 84 81 =335 Arni Jónsson, G A 83 83 86 84 =336 AgústSvavarsson, GK 85 83 86 82 = 336 Loftur ölafsson, NK 85 85 85 81 =336 I 1. flokki sigraði Hermann son GA á 344 höggum. I 2. flokki Benediktsson GA, fór á 340 högg- sigraði Sigurður M. Gestsson GB um en annar varð Bragi Hjartar- ý 355 höggum. Búbbi skoraöi sigur- markið gegn Derby Jóhannes Eðvaldsson gerði sér litið fyrir og skoraði sigur- mark Celtic sl. laugardag þegar Celtic mætti Englands- meisturum Derby í Skotlandi. Og fyrir þetta er Jóhannes orðinn frægur knattspyrnu- maðor um allar Bretlandseyj- ar og má búast við að Celtic leggi alla áherslu á að halda honum eftir þetta, þvi það þarf nokkuð til að skora mark hjá sjálfum Englandsmeisturun- um af áhugamanni. Þetta mark Jóhannesar var eina mark leiksins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.