Þjóðviljinn - 06.08.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.08.1975, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 6. ágúst 1975 Breytingar á kosningalögum NÝJU-DELHI 5/8 — Neðri deild indverska þingsins samþykkti i dag breytingar á kosningalögun- um, og gilda þær breytingar aftur fyrir sig. Breytingarnar eru þess eðlis, að þær gera að engu ákærur þær, sem Indira Gandhi var sak- felld fyrir i hæstarétti Uttar Pradesh, og er gert ráð fyrir að málatilbúnaðurinn gegn henni sé þar með úr sögunni. Á morgun fer breytingartillagan fyrir efri deild þingsins og verður að lögum, verði hún samþykkt þar, sem al- mennt er búist við. Skæruliðar sleppa gíslum KULALA LUMPUR 6/8 — Liðsmenn úr svokölluðum Japönskum rauða her, sem halda um fimmtiu manns i gislingu i skrifstofubyggingu i Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, létu i dag lausa roskna konu, sem var meðal gislanna. Var konan flutt á börum ofan af niundu hæð bygg- ingarinnar, þarsem ræðismanns- skrifstofa Bandarikjanna er til húsa. Tan Sri Muhammad Ghazali, innanrikisráðherra Malasiu, sagðist búast við að skæruliðarnir slepptu að minnsta kosti þremur gislum i viðbót i dag. Siðar barst frá Tókió frétt þess efnis að skæruliðarnir hefðu sleppt niu manns af gislunum, fjórum konum og fimm börnum. Skæruliðarnir krefjast þess að félagar þeirra, sem sitja i fangelsum, verði látnir lausir. ísraelar ráðast á flótta- mannabúðir BEIRÚT 5/8 — Sextán manns biðu bana og um þrjátiu særðust i dögun i morgun, er israelsmenn gerðu stórskotahrið af landi og sjó i herbúðir i hinni forfrægu hafnarborg Týrus i Libanon sunnanverðu og flóttamannabúð- irþar i grennd. Voru þetta flótta- mannabúðir Rashidyeh og Bass, og er þetta önnur árásin á mán- uði, sem Rashidyeh verður fyrir. t árás israela á þær búðir sjöunda júli fórust ellefu manns. Meðal þeirra, sem fórust i morgun, voru fjórir undirforingj- ar úr her Libanons, en hinir sem létust munu flestir hafa verið palestinumenn. Um 12.000 manns hafast við i Rashidyeh og 4500 i Bass. I gær kom til átaka milli israelskra hermanna og palestinskra skæru- liða i Galileu vestanverðri, og er talið liklegt að umrædd árás israela á búðirnar hafi verið gerð i framhaldi af þeim atburði. Tals- maður palestinumanna sagði i dag að skæruliðar, sem væru að verki á yfirráðasvæði israels- manna, hefðu þegar skotið sprengikúlum á bæinn Kirjat Smóna i hefndarskyni vegna árásanna á Týrus og flótta- mannabúðirnar. Baski hand- tekinn i franskri tollstöð BEHOBIE, Frakklandi 5/8 — Frakkland færði i dag inn yfir landamæri sin tollvarðarstöðvar, sem það hefur haft á spænsku landi samkvæmt samkomulagi við Spán til að greiða fyrir toll- skoðun og hraða þannig umferð yfir landamærin. Er þetta gert i mótmælaskyni vegna atburðar, sem átti sér stað i gær við bæinn Behobie, er spænskir lögregiu- mennhandtóku mann, sem leitað hafði hælis i tollvarðarstöð frakka á spænsku landi, þrátt fyrir mót- mæli franskra embættismanna. Maðurinn er talinn vera baskneskur frelsissinni. Tilflutn- ingur tollstöðvarinnar orsakaði mikla umferðarstiflu i dag á leið- inni frá San Sebastian á Spáni til Bayonne i Frakklandi. Bókabrennur í Famalicao Goncalves heldur velli Goncaives — virðist öruggur i sessi i bili. LISSABON 5/8 — Miklar óeirðir geisa nú i borginni Famalicao i Portúgal norðanverðu og hefur herinn sent liðsauka til borgar- innar til að stilla þar til friðar. Hundruð ofbeldismanna ryðjast þar inn á hcimili kommúnista og eyðileggja allt sem hönd á festir og stöðva umferð á götun- um með þvi að kynda þar bál. Múgur manns hefur setið um skrifstofuhúsnæði Kommúnistaflokksins I borginni siðan á föstudag. I nótt var ráðist inn á heimili og skrifstofur kommúnista i borginni og framin mikil spjöll, kastað þaðan húsgögnum, bók- um og skjölum út á göturnar, þessu var safnað i kestiog kveikt i. I fyrradag biðu tveir menn bana er hermenn stöðvuðu áhlaup óeirðaseggja á skrif- stofur Kommúnistaflokksins. Er talið að þar hafi verið um óviljaverk að ræða af hálfu her- mannanna. Vasco Goncalves forsætisráð- herra stóð i dag af sér tilraun, sem gerð var til að ýta honum frá völdum, er fimmtiu áhrifa- menn i Herjahreyfingunni lýstu yfir trausti á honum. Vestrænir fréttamenn hafa oft fyrir saft, að Goncalves sé hlynntur Kommúnistaflokknum, en sjálf- ur segist hann óháður flokkum. Aðalmaðurinn i tilrauninni til að steypa honum af stóli var Carvalho, yfirmaður öryggis- sveitanna, og vekur það nokkra furðu, þar sem Carvalho hefur einmitt af vestrænum frétta- mönnum verið talinn mjög vinstri sinnaður og hlynntur kommúnisma. Traustsyfir- lysingin frá herforingjunum þykir verulegur sigur fyrir Goncalves, sem nú skipar ásamt Costa Gomes forseta og Carvalho þristjórn, sem fer með æðstu völd i landinu. Til stendur að þeir Carvalho og Soares, leiðtogi Sósialista- flokksins, ræðist við. Nýlega kallaði Carvalho Sósialista- flokkinn mesta óvin vinstri- hreyfingarinnar i Portúgal og kvaðst myndi krefjast þess af Soares að hann útskýrði gagn- rýni sina á Herjahreyfinguna. Einn af stofnendum Herja- hreyfingarinnar, Vasco Lour- enco höfuðsmaður, birti i dag i blaðinu Jornal do Comercio grein þess efnis, að byltingin hlyti að mistakast ef ráða- mönnum úr hernum tækist ekki að vinna á sitt band verkamenn, bændur og smáborgara. Jafn- framt varaði höfuðsmaðurinn Herjahreyfinguna við nánum tengslum við Kommúnista- flokkinn. Síöari fréttir: Hægrisinnaðir óeirðaseggir i Famalicao, sem setið hafa um skrifstofuhús Kommúnista- flokksins þar, brutust i kvöld i kringum varðhring hermann- anna, sem gætt höfðu bygg- ingarinnar, brutu þar allt og brömluðu og tættu sundur rauða borða með hamri og sigð. Bók- um, skjölum og húsgögnum var hent út á götu og kveikt i tveim- ur bilum á lóðinni Hermennirnir reyndu fyrst að talia um fyrir múgnum, en allt kom fyrir ekki, og um siðir hrukku þeir frá fremur en að beita vopnum, og i einni frétt segir að sumir her- mannanna hafi látið i ljós sam- úð með óeirðaseggjunum. t til- kynningu frá alþýðudemókröt- um segir að mennirnir tveir, sem skotnir voru i óeirðunum fyrir tveimur dögum, hafi verið „myrtiraf hernum á villimann- legan hátt”. í tilkynningu frá Kommúnistaflokknum segir að til óeirðanna hafi verið stofnað af fasistiskum öflum, sem stefni að þvi að koma á i Portúgal svipuðu stjórnarfari og nú rikir i Chile. Angóla: Herkvaðning frá UNITA LUANDA 5/8 — Tvær af sjálf- stæðishreyfingum Angólu, Alþýðuhreyfingin til freisunar Angólu (MPLA) og Þjóðfylkingin til frelsunar Angólu (FNLA), hafa komist að samkomulagi um vopnahlé á tveimur svæðum, þar sem harðir bardagar milli þeirra hafa staðið undanfarið. Hinsvegar hefur þriðja sjálf- stæðishreyfingin, Þjóðarsam- bandið til algers sjálfstæðis Angólu (UNITA), kallað stuðn- ingsmenn sina til vopna, að þvi er virðist gegn MPLA. UNITA hefur hingað til haldið sig fyrir utan bardagana, en meö þessari yfirlýsingu hennar virðist þvi hlutleysi lokið. UNITA heldur þvi fram að um 300 af hermönn- um hennar og stuðningsmönnum hafi verið drepnir siðustu mánuð- ina, og telja sumir fréttaskýrend- ur að Unita saki MPLA um þau vig, þótt ekki sé þess getið i her- kvaðningaryfirlýsingu fyrr- nefndu hreyfingarinnar. Svæðin, sem samist hefur um vopnahlé á^eru i kringum Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA. Nú gerist hann herskár. Malanje, borg inni i landi austur af Luanda, og hafnarborgirnar Lobito og Benguela sunnanvert á strönd landsins. 1 Malanje liggja rotnandi hrækasir á götunum eft- ir undanfarna bardaga og óttast menn að þar kunni að gjósa upp farsóttir. Benguela er mikilvæg hafnarborg og þaðan liggur mikilvæg járnbraut til Katanga, syðsta fylkisins i Zaire, og Sambiu, sem hvergi hefur aðgang að sjó. t Benguela er skipað út miklu af kopar frá þessum lönd- um. t tilkynningu frá portúgalska hernum i landinu segir að kyrrt sé að verða i Lobito, en hinsvegar haldi vopnaviðskipti áfram i Benguela, og sé þar allt atvinnulif lamað. Þá segja portúgalar að bardagi hafi bortist út i Lucala, járnbrautamiðstöð milli Luanda og Malanje. Giskað er á að um þrjú þúsund manns hafi verið drepnir undan- farna mánuði i átökunum milli MPLA og FNLA, en báðar þessar hreyfingar neyta allra bragða til að styrkja aðstöðu sina i landinu áður en það verður sjálfstætt 11. nóv. n.k. MPLA hefur Luanda að Portúgalar hyggjast fljtja 250.000 manns heim Vesturlönd beita efnahagsþvingunum Reynt að hindra sovéska efnahagsaðstoð LUNDÚNUM 5/8 — Svo er að heyra á fréttum að ráðamcnn Vesturlanda leggi nú allt kapp á að hindra að Sovétrikin veiti Portúgal cfnahagsaðstoð, cn slik aðstoð mundi verða Portú- gal mjög mikilvæg nú, þegar Efnahagsbandalag Evrópu hcfur neitað að veita þvi nokkra aðstoð nema með þvi skilyrði að stjórnarhættir i landinu verði mótaðir eftir vestrænum venj- um. i ræðu I breska þinginu i dag gaf Wilson forsætisráðherra i skyn, að hann og fleiri Vestur- iandaleiðtogar hcfðu lagt fast að Bresjnéf, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, að skipta sér ekki af Portúgal. Sagðist Wilson viss um að Bresjnéf myndi taka aðvaranir þeirra til alvarlegrar athugun- ar. Bresjnéf myndi gera sér ljóst að framtiðarviðhorf Sovét- rikjanna til Portúgals yrðu af hálfu Vesturlanda tekin sem „fyrsti prófsteinninn á gildi andans frá Helsinki”. Þá sagðist Wilson hafa með sterkum orð- um látið i ljós við Costa Gomes, Portúgalsforseta, „mjög miklar ðhyggjur” af vinstriþóuninnini stjórnmálum Portúgals. Hver verður símstöðvarstjóri á Selfossi: 23 sóttu um Hvorki meira en tuttugu og sækjendur eru stöðvarst jóra sima á Selfossi. né minna þrír um- um stöðu Pósts og Er það að sögn ráðuneytis sam- göngumálaráðherra óvenjulegur fjöldi, miklu fleiri en gengur og gerist. Hjá Póst- og símamála- stjóra tókst okkur ekki að fá uppgefin nöfn um- sækjenda. —gsp mestu á valdi sinu, en FNLA hef- ur stefnt liði inn i landið frá Zaire og reynir að umkringja höfuð- borgina. Flóttamenn streyma i tugþúsunda tali frá bardaga- svæðunum, meðal annars eru um 25.000 flóttam. sagðir komnir til Nova Lisboa, sem er helsta borg- in á hásléttunni i landinu miðju og önnur stærsta borg Angólu. Obreyttir borgarar hafa verið látnir yfirgefa Gabela, mikilvæga miðstöð fyrir kaffiræktina i land- inu, og sendir til Nova Lisboa. Siðastliðinn laugardag tilkynntl portúgölsk yfirvöld nýja áætlun til að flytja fólk af portúgölskum ættum á brott úr landinu, þar eð ómögulegt sé að tryggja öryggi þess þar. Samkvæmt þeirri áætl- Framhald á bls. 10 Blaðberar Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum i eft- irtalin hverfi: Langagerði Þjóðviljinn Sími 17500 KHFFIÐ ffrá Brasiliu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.