Þjóðviljinn - 07.08.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.08.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. ágúst-1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 YISISDRAMAÐ Jónas og Sveinn Lœtur of ritstjórastarfi vmna þessa lotu Allar horfur eru nú á því að nýtt síðdegisblað hefji göngu sína 1. september nk. í beinni samkeppni við Visi. Jón- asi Kristjánssyni hefur verið sagt upp ritstjóra- stöðu sinni á Visi, en Jón- as og Sveinn R. Eyjólfs- son, sem sagt hefur upp sem f ramkvæmdastjóri Vísis, virðast hafa umráð yf ir aðstöðu Visis í Blaða- prenti h.f. húsnæði blaðs- ins að Siðumúla 14, rit- stjórnarfólki og dreif ingarkerf i. Átökin um yfirráðin yfir Vísi hafa aldrei verið magnaðári en nú og Þjóð- viljinn rekur hér á eftir síðustu atburði í þessum hrunadansi íhaldsins, eftir þeim heimildum, sem blaðið hefur aflað sér. I gær voru Jónasi Kristjáns- syni þökkuð á forsiðu Visis góð störf i þágu Reykjaprents h.f. og Visis og árnað heilla á nyjum starfsvettvangi. Að baki þess- arar yfirlýsingar um brott- rekstur Jónasar, sem tekin hef- ur verið i skyndi af stjórnar- hluta Reykjaprents h.f. i gær- morgun, er nokkur saga. Jónas Kristjánsson hafði i fyrrakvöld sentskeyti til stjórnarinnar, þar sem hann tilkynnti um þá ákvörðun sina að taka áskorun aðalfundar um að hætta ekki sem ritstjóri Visis. lEinnig sendi hann Albert Guðmyndssyni og fleirum skeyti, sem birt er hér að ofan). Stjórn Reykjaprents mun hafa vonast til þess að Jón- as þreyttist á togstreiitunni og léti sjálfur af störfum. Jónas hafði hinsvegar aldrei sagt sjálfur upp formlega, og nú var komið að þvi að berjast til þrautar. Viðbrögð stjórnar Reykja- prents urðu þau að stöðva prentun á Visi til þess að kippa nafni og ritstjóratitli Jónasar út úr blaðhausnum. Reykjaprent h.f. er aðeins eignaraðili að blaðinu Visi. Járnsiða h.f. þar sem i stjórn eru flestir sömu menn og i stjórn Reykjaprents, en þar sem Jónas og Sveinn virðast samt sem áður hafa tögl og hagldir, á hinsvegar húsnæð- ið og fer með hlut Visis i Blaðaprenti. Auk þess á félagið sem stofnað er til þess að reka fasteignir og annast sölu á hlutabréfum og öðrum verð- bréfum, hlut i öðrum fasteign- um, svo sem i Gamla kompani- inu, að Siðumúla 33. Járnsiða mun nýlega hafa samþykkt að selja Jónasi og Sveini hlut félagsins i Blaðaprenti á fimm- földu nafnverði hlutabréfa. Hlutur Járnsiðu i Blaðaprenti var kr. 1 miljón, eða 1/4 hluta- bréfa, og voru stjórnar- meiðlimir skrifaðir fyrir nokkr- um bréfanna, þar á meðal Jónas og Sveinn með sitt tiu þúsund króna bréfið hvor. Þeir hafa þvi keypt hlut Járnsiðu i Blaðaprenti fyrir 4.9 milljónir króna. Meirihlutann i stjórn Járnsiðu skipa Sveinn R. Eyjólfsson, Björn Þórhallsson, forveri Gunnars Thoroddsens i stjórn Reykjaprents, og Pétur Péturs- son i Lýsinu. 1 minnihluta eru Guðmundur i Viði og Þórir Jónsson, Ford. A fundi i stjórn Blaðaprents h.f. i gær dró til tiðinda. Að þvi er Þjóðviljinn kemst næst til- kynnti Sveinn R. Eyjólfsson, að hann væri að hætta sem fram- kvæmdastjóri Visis, og kæmi fram sem fulltrúi handhafa hlutabréfa þeirra, sem Járnsiða Jónas Kristjánsson, sem verið hefur ritstjóri Vísis undanfarin ár, læt- ur nú af þvi starfi. Jónas tók við ritstjórn blaðsins árið 1966. í ritstjóra- tið hans hefur blaðið tekið al- gjörum stakkaskiptum, ný prenttækni veriö hagnýtt og útbreiösla þess aukizt og veg- ur þess vaxiö jafnt og þétt. Með skrifum sinum hefur Jónas vakið athygli á ýmsum þjóðfélagsmálum, sem önnur blöð almennt ekki hreyfa við. Við þessi timamót færir stjórn Reykjaprents h.f. ' Jónasi beztu þakkir fyrir störf ’ hans i þágu blaðsins og óskar ■ honum gæfu og gengis i störf- um á nýjum starfsvettvangi. Stjórn Reykjaprents h.f. ■- Éi Jónas Kristjánsson. Forsiðukveðjan til Jónasar i Visi i gær. Þar sem Jónas vitnar til 3. greinar samningsdraganna á hann við tilboð hluta stjórnar Reykjaprents, þar sem boðið er upp á að kaupa hlut Jónasar í Járnsiðu og Reykjaprenti fyrir hátt verð gegn þvi að Jón- as komi ekki nálægt ritstjórnarstörfum eða útgáfu við annaðblað næstu fimm árin. átti áður i Blaðaprenti. Til- kynnti hann einnig að ætlunin væri að hefja útgáfu nýs dag- blaðs 1. september. Hann óskaði eftir að hluthafaskrá Blaðaprents yrði breytt i sam- ræmi við þetta. Akvarðanir um óskir Sveins R. Eyjólfssonar voru ekki teknar á þessum fundi. Sveínn og Jónas vilja, að þvi er blaðið hefur haft spurnir af, láta nýja blaðið taka sæti Visis i Blaðaprenti, en að Visi verði boðið upp á viðskiptaaðild. Með- hluthafar Sveins og Jónasar i Blaðaprenti telja að það gæti þá aðeins orðið á venjulegu markaðsverði. Jafnframt er talið að Sveinn og Jónas muni krefjast þess að verði gerðir einhverjir samningar við Visi um prentun blaðsins þar, verði nýja blaðið prentað á undan honum á morgnana. Eins og áður hefur komið fram telja Sveinn og Jónas sig hafa umráð yfir ritstjórnar- skrifstofum Visis og geta byggt honum þaðan út, og að dreifingarkerfið sé einnig i þeirra höndum. Ef það er rétt að ritstjórnarmenn fylgi þeim félögum einnig er harla litið orðið eftir af gamla Visi. Stjórn Reykjaprents h.f. mun hinsvegar telja að lagalegur réttur Jónasar og Sveins til þessarar aðfarar að Visi sé hæpinn. Jafnframt mun stjórnin hafa reynt að gera ráðstafanir til þess að nýja blaðið tæki ekki sjálfkrafa sæti Visis i Blaðaprenti og hefur reynt að tryggja að það nái ekki tangar- haldi á húseigninni að Siðumúla 33, sem mjög vel hentar fyrir ritstjórnarskrifstofur, og var meðal annars boðin öðrum blöð- um fyrir nokkru, og talað um að sameina allar ritstjórnarskrif- stofur v i ðskiptaaði 1 a Blaðaprents þar. Ingimundur Sigfússon, stjórnarformaður Reykjaprents,neitaði hinsvegar að svara öllum spurningum Þjóðviljans varðandi þetta mál i gær. —ekh Angi af hita- bylgjunni r til Islands — og góða veðrið verður eitthvað áfram,segir Páll Bergþórsson Myndir úr Reykjavík — Jú, það er alveg rétt, þessi hlýindi eru angi af þeirri hita- bylgju sem gengið hefur yfir mið og norður Evrópu undanfarið. Það er lægð sem hefur hreiðrað um sig milli islands og Bretlands og hún virðist vera kyrrstæð en svo er aftur hæð yfir Norðurlönd- um og norður af islandi og þarna á milli streymir hlýja loftið til okkar frá Evrópu og ég sé engin merki þess að á þessu vcrði breyting alveg á næstunni, sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur i gær þegar við spurðum hann hvort við mættum eiga von á þessu ágæta veðri áfram. — En gættu að þvi, sagði Páll, að það er ekki eins gott veður um allt land og hér syðra. A annesjum fyrir norðan og austan er mjög kalt, þetta 5—7 stiga hiti. Það stafar af þvi að þegar þetta heita loft hefur borist yfir hafið hefur neðsta lag þess kólnað mjög þegar það kemur að landi, en loft- ið i háloftunum er enn heitt og það streymir niður til okkar eftir að hafa borist innyfir landið. Þannig var til að mynda 14 stiga hiti á Hveravöllum um hádegið i dag (6. ág.) á sama tima og hitinn var aðeins 5 stig á Gjögri. Páll sagði að hitabylgjan i norður og mið Evrópu nú væri ein sú mesta sem menn vita um. 1 langri grein i Morgunblaðinu þann l.ágúst s.l. sem bernafnið Tilsögn i byggðastelnu, eða hvernig mætti leggja heil sól- kerfi í eyði með hjálp Halldórs E., skrifar ólafur Hannibalsson um afskipti og vinnubrögð land- búnaðarráðherra og ráöuneytis hans isambandi við rikisjörðina Horn I Skorradal. t þessari greinheldur ólafur þvi fram að ráðhcrra hafi beitt valdniðslu og veitt kunningja sinum úr öðrum hrcppi jörðina til afnota, Páll Bergþórsson Þarna er rikjandi austan átt og berst þvi heitt loft austan af slétt- um Sovétrikjanna til Evrópu, eða jafnvel frá enn heitari stöðum. þrátt fyrir að annar maður hafi sótt um sem hreppsnefndin hafi mælt með og þrátt fyrir almenn mótmæli hreppsbúa. Forsaga málsins er sú að bóndinn á Horni lést i des. 1974, og sonur hans, sem nú er vöru- bifreiðastjóri i Reykjavik, sótti þá um til hreppsnefndar Skorradalshrepps um að fá jörðina til ábúðar, og mun hreppsnefndin hafa lagt til við landbúnaðarráðuneytið að hon- Framhald á bls. 10 Sýningin „Húsvernd”, sem sett hefur verið upp i sýningarsölum Norræna hússins i tilefni hús- friðunarárs Evrópu 1975,var mjög vel sótt um verslunarmannáhelg- ina. Sýningin er opin frá 12—18 nema fimmtudaga, en þá er hún opin til kl. 22. 1 kvöld verður sýnd samfelld röð litskuggamynda, sem Gunnar Hunnesson hefur tekið af ýmsum húsum og hverf- um i Reykjavik. 1 kvöld er einnig HIROSHIMA 6/8 — i ræðu sem borgarstjórinn I Hiroshima hélt á minningarhátíð i tilefni þess að nú eru liðin þrjátiu ár síðan bandarikjamcnn köstuðu kjarn- orkusprengju á Hiroshima, en það var i fyrsta skipti sem kjarnorkuvopn var notað i styrjöld, skoraði hann á menn að leggja niður öll slik vopn. Klukkum var hringtíborginni kl. korter yfir átta, en á þeirri stund kastaði bandarisk flugvél kjarnorkusprengjunni 6. ágúst 1945. Siðan fór fram þögult bænahald til minningar um þá 200.000 menn sem biðu bana i ,,opið hús” i Norræna húsinu, og verður þá sýning á dansatriðum Unnar Guðjónsdó11ur , „draugarnir dansa”, sem sýnd hafa verið áður við mikla aðsókn. Kvikmynd Ósvaldar Knútsens um Hornstrandir verður einnig sýnd. Eins og venja er þessi fimmtudagskvöld verður bóka- safnið opið, þó ekki til útlána, kaffistofan er að sjálfsögðu opin allt kvöldið. árásinm. Áskorun Takeshi Araki borgarstjóra var sett fram i friðarávarpi sem lesið var upp fyrir tugum þúsunda manna i Minningargarði borgarinnar. Þar sagði hann m.a.: ,,Þær þjóðir sem eiga kjarnorkuvopn hafa látið mótmæli Hiroshima sér sem vind úm eyru þjóta og halda ekki aðeins áfram kjarnorkutilraunum, heldur beita sér einnig að þvi að full- komna þessar sprengjur. Aðrar þjóðir fylgja dæmi þeirra og auka þannig útbreiðsiú kjarnorkuvopna.” -S.dór Misbeiting rá ðhe rrava Ids: Hverju svarar Halldór ? Vill leggja niður kjarnorkuvigbúnað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.