Þjóðviljinn - 07.08.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. ágúst 1975
Fimmtudagur 7. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
„ONGASTAÐNI SO STUTTLIGT
ER AT LIVA SUM í F0ROYUM”
Sum ferðalög tekur langan tima
að undirbúa, önnur alls engan.
Allt i einu var það ákveðið að við
• færum til Færeyja með Smyrli.
Svanur lagði af stað á puttanum
suður um land áleiðis til Seyðis-
fjarðar, Einar hringdi i Erlend
Paturson og bað hann að útvega
okkur ódýra gistingu og ég fór á
bókasafnið til að við mættum
fræðast um land og þjóð af þeim
Jörgen-Frantz Jacobsen, Gils
Guðmundssyni og Hannesi Pét-
urssyni. Svo var barninu komið
fyrir i gæslu hjá vinum og lagt af
stað með svefnpoka og tjald. Á
Hornafirði náðum við Svani og
hossuðumst svo þrjú það sem eft-
ir var leiðarinnar til Seyðisfjarð-
ar.
I þessum litla bæ þarna djúpt
niðri á milli fjallanna iðaði allt af
lifi, þvi skipakoma i svona pláss
telst aftur til tiðinda, og Seyðis-
fjörður má vist muna sinn fifil
fegri. bað voru margir bilar að
fara og margir að koma og þeir
mjökuðust hægt i gegnum tollinn.
Löggan var komin alla leið úr
Reykjavik með hasshundinn i
bandi til að þefa eftir dýrmætum
kögglum úr' farangri manna.
Slompaðir bilstjórar, fegnir öll-
um þessum áhuga á nýtisku meö-
ulum við bilaðri öld, svifu mjúkir
á sinum fjórhjóla fjaðravögnum
fram hjá vörðum laganna, sem
ekki voru með neinn titlingaskit.
Svo var látið úr höfn á þessu
færeyska framtaki, veifað vasa-
klútum og húfum og siglt út fjörð-
inn. f fjöllunum sáust enn leifar
eftir harðan vetur þó nú væri mið-
ur júli. Skipið gerði stuttan stans
á Neskaupstað til þess aö taka
með iþróttafólk frækilegt og
mannsöfnuðurinn á bryggjunni
kom þeirri tilfinningu inn hjá
manni að maður væri þjóðhöfð-
ingi eða minnsta kosti rikur túr-
isti á lystisnekkju. En svo áttaði
ég mig á þvi, að á Neskaupstað
eru allir kommar og engar and-
skotans höfðingjasleikjur og þeir
voru aðeins að sýna færeyingum
að þeir kynnu vel að meta ferju á
milli frændþjóða. Og þegar búið
er að ræða fram og aftur á fund-
um Norðurlandaráðs um nauðsyn
þess að hafa skip i förum á milli
Norðurlanda án þess að nokkuð
gerist, árum saman, er þá hægt
annað en dást að stórhug þess-
arra 40.000 eyjaskeggja, sem
nenntu ekki að biða lengur?
Smyrill blés hátt i kveðjuskyni
og nú var Atlantshafið sjálft
framundan. Með allri virðingu
fyrir tækni nútimans og okkar
margvislegu farartækjum verð
ég að játa, að ég er aldrei full-
komlega örugg um lif mitt i neinu
þeirra. Þegar við vorum stödd úti
á svörtum Mýrdalssandi nóttina
áður, hugsaði ég margt ljótt um
þetta mikla haf sem við áttum
fyrir höndum, ég sá fyrir mér
himinháar öldur og hvert skipið á
fætur öðru sogast niður i djúpið
með manni og mús. Ég reyndi að
hafa yfir „Atlantshafið ég einatt
fór, eins og að drekka vatn”
(Laxness) eða hugsa um allan
fiskinn, sem er undirstaða vel-
megunarinnar á Islandi og Fær-
eyjum, en ekkert stoðaði, ef ég
myndi ekki drukkna þá yrði ég á-
reiðanlega ofboðslega sjóveik, og
i imyndun minni veltust farþeg-
arnir á milli borðstokka allir i
einni kös, ælandi og spúandi,
kveinandi og veinandi. En hér úti
á rúmsjó var hafið næstum grun-
samlega kyrrt, og svona átti það
eftir að haldast, eins og rjóma-
pollur alla leið til Færeyja. Ótrú-
legt!
A 17 tima siglingu má ræða við
margan mann yfir bolla af góðu
kaffi og dönsku vínarbrauði eða
glasi af freyðandi öli. Og þarna er
alls konar fólk. Fjölskyldufólk á
leið til Noregs og þaðan i ökuferð
um Evrópu, flestir á útleið, aðrir
á heimleið, ungir og aldnir, sjóar-
ar og landkrabbar, burgeisar og
braskarar, launamenn, hippar og
húsmæður. Eitt og eitt skáld
skreytir hópinn. Sumir gista i
klefum milli hvitra sængurklæða,
aðrir i svefnpokum á þilfari, fæst-
ir þurfa mikið að sofa, sumir ekki
neitt. Stéttaskipting meðal áhafn-
ar er með venjulegum hætti. Ung-
ar stúlkur selja hressingu, roskn-
ar konur sjá um ræstingu, og
karlmenn ráða i eldhúsi og brú.
Heinesen segir að i Færeyjum
sé „naflinn á alheiminum”, — og
þvi ekki? Skáldið okkar, unglegt á
ilskóm, hélt þvi fram, að þar væri
fallegra kvenfólk og yndislegra
en annars staðar, (kvenfólk er
alls staöar eitthvað sérstakt), sr.
Friðrik ku hafa fundið guð i Fær-
eyjum enda nóg af honum þar. Að
sögn þarlendra eru allir sértrúar-
söfnuðir, sem fyrirfinnast i
kristnum sið, til á þessum eyjum,
að viðbættum tveim sérfæreysk-
um, og okkur hefði verið i lófa
lagið að frelsast strax þarna
fyrsta kvöldið. En meir um það
seinna.
Þegar eyjarnar tóku að risa út
við brún flatkökunnar, sem hafið
sýndist vera, fóru farþegar að
tinast upp á þilfar til að vera vitni
að dýrlegri sjón. Og sólin skein á
sjó og land, sem grænkaði sifellt
eftir þvi sem nær dró. Máður
reyndi að átta sig á nöfnum eyj-
anna, sem sáust, Konuey, Karls-
ey, Austurey, Straumey, Vogey,
Mykines. Færeyskan var farin að
glymja i útvarpinu, og skáldið
kom til min, ávarpaði mig bæði á
ensku og dönsku og spurði, hvort
mér likaði þessi músik. Það voru
færeyskir sjómannavalsar á fri-
vaktinni og kveðjurnar jafnvel
enn hjartnæmari en hjá okkur hér
heima. Ég olli djúpum vonbrigð-
um með þvi að svara á islensku,
vegna þess sem áður segir um
færeyskt kvenfólk. „Ertu is-
lensk?” sagði skáldið, „þessir
andskotans islendingar. Ég þoli
ekki islendinga”. Annars var er-
indið að segja þá sorgarsögu, að
nú væri tollbúðin búin að loka og
þessir andskotar vildu ekki selja
fiösku, og ekkert til að færa vin-
um. I þetta sinn voru andskotarn-
ir færeyingar.
Svo var þessi yndislega sjóferö
á enda.
I mannþrönginni á hafnarbakk-
anum stóð Erlendur og bauð okk-
ur velkomin. Höfnin i Þórshöfn er
allt i senn vinnustaður, leikvöllur
og torg. Þar eru náttúrlega Hafn-
arskrifstofurnar og Færeyska
skipafélagið, þar er Hotel Föroy-
ar og' Ferðamannastova, veiða-
færaverslanir og krambúðir,
kaffisöla, pylsuskúr, pakkhús og
stjórnarráð að ógleymdri rit-
stjórn „14. september”. Krakka-
ormar leika sér um allt á árabát-
um eða heimasmiöuðum prömm-
um, sem þeir stjaka frá landi út
af klöppunum á Tinganesi. Gaml-
ir karlar með færeyingahúfu
mála og snurfusa trillur sínar,
konur hengja út þvott, alls staðar
fólk á ferli, kannski að taka á
móti vinum og frændum eða segja
bless eða bara að spóka sig i góða
veðrinu af þvi svo heppilega vill
til að höfnin snýr mót suðaustri.
Við vorum boðin i kaffi i
Kirkjubæ hinum megin á Straum-
ey og eltum Erlend i gegnum
Séð yfir höfnina I Þórshöfn, en hún kemur við sögu I greininni.
sjálfir. Færeyingar virðast al-
mennt vera mjög nosturssamir,
hvort sem er við hús, bila eða
báta og flest annað, og það er ekki
dónalegur frágangur á vegunum
þeirra heldur. Þeir fara ekki bara
heim þegar búið er að malbika,
aldeilis ekki. Fyrst er sáð i sár,
sem þeir hafa skilið eftir á jörð-
unni, hlaðnir mér liggur við að
segja undurfallegir grjótveggir i
jöðrunum og stórir steinar
steyptir i brúnir, þar sem bratt er
i sjó niður. Við vorum kannski
sérlega næm á þessa vegagerð,
nýkomin úr torfæruakstri á is-
lenskum þjóðvegum, með brotna
lukt, högg i rúðu og rispað lakk,
sem mega teljast litil skakkaföll á
jafn langri leið og frá Reykjavik
til Seyðisfjarðar. (Skyldu það
vera islenskir bilainnflytjendur
sem græða á þvi að hafa vegina
svona vonda).
Kaffið var gott og fjölskyldan i
Kirkjubæ gestrisin, og þegar
stóla þraut sátum við á hvalbein-
um undir svörtum húsveggnum,
og það voru sagðar sögur og talað
um sjálfstæðismál og pólitik. Er-
lendur, sem er formaður Þjóð-
veldisflokksins og ritstjóri „14.
sept.” sagði frá þvi, að einu sinni
hefði ónafngreindur ritstjóri
Morgunblaðsins spurt sig að þvi i
hjartans einlægni, hvernig eigin-
lega stæði á þvi að það væru
svona margir sambandsmenn i
Færeyjum (þ.e. þeir sem vilja á-
framhaldandi óbreytt samband
við Danmörku). Erlendur svaraði
þá, að það væru ekkert fleiri sam-
bandsmenn i Færeyjum en á ts-
landi. Ritstjóri Morgunblaðsins
skildi sneiðina og hlýtur þó að
skilja hana enn betur nú, þegar
55.000 islendingar hafa skráð nafn
sitt á bænarskjal um helst ævar-
andi hersetu, og þarf ekki að tala
um hvern þátt blað hans á i þeirri
sorglegu sögu.
Færeyingar hafa að miklu leyti
sjálfstjórn i innanrikismálum, en
þar sem danir fara með utanrik-
ismál þeirra eru þeir oft illa sett-
ir i viðskiptum við aðrar þjóðir og
þeirra vilji litils metinn. Þegar
NATO bað um að fá herstöð á eyj-
unum, sagði allt Lögþingið: Nei.
Engu að siður fóru danir bak-
dyramegin inn og reistu stöðina
og skikkuðu dáta sina til að
standa þar vörð um vestrænt lýð-
ræði.
Þaðan sem við sátum þarna i
siðdegissólinni sáust engir rússar
á kreiki, enda ferðast þeir vist
mest i undirdjúpunum, allt virtist
friðsælt og gott, krakkar léku sér
grunlaus i f jöruborðinu og fáeinir
meinleysislegir túristar voru á
vappi i kringum gamla bæinn og i
dómkirkjurústunum. Erlendur
biskup lét reisa þessa kirkju á 13.
öld, en henni varð aldrei lokið, þó
mætti segja mér, að guð hafi fyrir
löngu tekið sér bólfestu i veggjum
hennar i liki hvannar og burkna
sem fest hafa rætur i sprungum
milli steinanna eða tyllt sér til
skrauts á þessum gotnesku boga-
gluggum, og þar hefur vindurinn
vafalaust sungið marga messu
við undirleik hafsins og Hestur og
Koltur, tvö einmana fjöll, sem
gnæfa upp úr sjónum, verið hinir
trúföstu kirkjugestir um aldir.
En niðri i miðbæ Þórshafnar
var önnur messa i gangi miklu
nútimalegri með magnarakerfi
og gitarleik og háværum rökræð-
um um Jesúm og Lazarus. Þess-
ari samkomu var meistaralega
valinn staður undir limmiklum
trjám á litlu torgi beint á móti
dyrum danshússins, og þar sem
klukkan var að nálgast tólf á mið-
nætti og myrkrið var hlýtt þá var
góð veiðivon um leið og hóf-
drukknar og kófdrukknar sálir
réðust til útgöngu úr diskótekinu.
Þeirsem voru að fara heim til sin
að sofa áttu ekki margar undan-
komuleiðir aðrar en i gegnum
söfnuðinn, og hinir sem voru bara
að skreppa út til að fá sér friskt
loft önduðu óðara að sér heilögum
anda ofani vinandann, og þá get-
ur hver og einn imyndað sér
hversu stórfengleg áhrifin eru.
Einar og Svanur, sem eru báðir
forhertir guðleysingjar, leiddu
mig fljótlega burt úr þessu magn-
aða andrúmslofti, þvi þeir þóttust
sjá, að mér væri bráðhætt við
frelsun, og við fórum að finna
Steinbjörn B. Jacobsen. Stein-
björn var að koma frá Suðurey úr
smalamennsku og rúningi en kon-
an og börnin fjögur urðu þar eftir
i sveitinni.
Þegar talað er um færeyska
sveit, þá er hún ekkert lik þvi,
sem átt er við nútima islenskri
sveit, þar sem rekinn er sérhæfð-
ur vélvæddur búskapur með alls
konar finessum. Þar sést ekki
traktor, hvað þá heybindivél, ekki
einu sinni ryðguð á haug.
í Færeyjum er ákaflega litið
undirlendi, og fólkið býr að mestu
i litlum byggðum við vikur og
voga, stundum er byggð við
byggð, þar sem ströndin leyfir
það. Upp af þessum byggðum eru
samliggjandi tún i eigu byggða-
manna, skipt á milli þeirra eftir
mjög flóknum reglum og göml-
um, og hirðir hver sina skák.
Sauðfé er að meiri hluta sameig-
inleg eign fólksins og að minni
hluta i eigu einstaklinga. Það
gengur sjálfala árið um kring og
leitar aðeins skjóls i „seyðahús-
um” uppi i fjöllum i verstu veðr-
um. Þó beit sé viða góð á sumrum
er fjárfellir töluverður á vetrum
og flestar ær eru aðeins ein-
lembdar. (Þetta sögðu okkur
gamlir menn á Vogey, þegar við
hölluðum okkur yfir réttarvegg-
inn hjá þeim, þar sem þeir voru
að rýja). Hlunnindi eins og eggja-
og fuglatekja eru sömuleiðis i
eigu almennings, að ekki sé talað
um grindina, sem er skipt bróður-
lega á milli allra i byggðinni og
gestir og gangandi fá jafnvel
mest, af þvi þeim er vorkennt svo
mikið að hafa misst af aðal-
skemmtuninni, þ.e.a.s. þátttöku i
sjálfu blóðbaðinu.
Það var Heðin Klein, skáld-
bróðir Steinbjarnar og póiitiskur
samherji þeirra Erlendar, sem
reyndi að útskýra þessa búskap-
arháttu fyrir okkur, þegar við
heimsóttum hann i Gjógv eða
Gjá, fæðingarbyggö hans nyrst á
Austurey og þágum brauð með
skerpukjöti af móður hans. Hann
sýndi okkur i kirkju og teymdi
okkur út á brún íuglabjargsins,
og þegar við gægöumst fram af
voru nokkur hundruð metrar
þverhniptir i sjó niður. I hrikaleik
þessarar náttúru hættir maður að
undrast trúarþörf fólksins og
standandi á bjargbrúninni datt
mér i hug áletrunin á altaristöfl-
unni þeirra, sem er einfaldlega
máluð eftir útsýninu úr kirkju-
glugganum. Haf og himinn og
þverhnipt bjarg. Nokkrir menn á
áttæringi og einn fallinn útbyrðis.
Sá hrópar i angist: „Harri Bjarga
Mær!” Og Jesús stendur hjá hon-
um á úfnum öldunum, réttir hon-
um höndina og segir kaldhæðinn:
„Fátrúni Maður, Hvi tvaðist Tú”.
Um afdrif mannsins vitum við
ekki meir. En hvað hugsar sig-
maður i bjargi, ef honum skrikar
fótur, hvað hugsar sjómaður i vit-
lausu veðri á opnum bát?
Heðin er 25 ára, kennari og
þingmaður sandeyinga og einn af
mörgum, sem við hittum fyrst i
stofu Steinbjarnar. Þar er gest-
kvæmt og þar áttum við eftir að
sitja fram á nótt, að loknum
hverjum degi þessa eftirminni-
lega ferðalags.
Steinbjörn er skólastjóri lýðhá-
skólans i Þórshöfn. Hann hlaut
menntun sina heima i Færeyjum,
sem háseti á íslandsmiðum og i
skólum Danmerkur. Hann er at-
hafnasamt skáld og pólitiskur
hugsjónamaður og honum liggur
hátt rómur þegar hann talar um,
hvernig og hvers vegna færeying-
ar eigi að slita sambandinu við
dani, um kjör færeyskra sjó-
manna á fjarlægum miðum, eða
um framtiðarþjóðfélagið. Hann
skrifar af þvi honum liggur margt
á hjarta, en lika vegna þess, að
það vantar bækur á færeysku,
ekki sist fyrir börn og unglinga.
Hann skrifar þess vegna barna-
bækur, en einnig ljóð, smásögur
og leikrit. Það nýjasta var sýnt
við feikigóðar undirtektir i Þórs-
höfn i fyrravetur og var m.a. um
það getið hér i Þjóðviljanum. Það
heitir „Skipið” og gerist að mestu
leyti i veiðiferð á fjarlægum mið-
um, lýsir lifinu um borð, fá-
breytninni, þrasinu, áhyggjun-
um, heimþránni, slysahættunni,
fylliriinu með misheppnuðu
kvennafari, þegar einhvers stað-
ar er komið i land. Og þau
ánægjulegu tiðindi hafa heyrst,
að til standi að taka þetta leikrit
til sýningar hér á næsta ári. Leik-
ritið er lika hans framlag i land-
helgisumræðu færeyinga. Hann
segir sem svo: „Ef Færeyjar
færðu landhelgina út i 200 milur,
þá myndu sjómennirnir losna við
þessar löngu útiíegur og fiska að-
eins á heimamiðum og fá nógan
afla”. Og þarna talar enginn inni-
setumaður eða skrifstofupólitik-
us, heldur rithöfundur, sem sjálf-
ur hefur stundað þessi fjarlægu
mið og veit, hvaða sældarbrauð
það er.
Það var mjög merkilegt að
kynnast Steinbirni og félögum
hans, vegna þess að þeir virtust
sér meðvitandi um, að þeir stæðu
mitt i miklum umbrotatíma, i
hita baráttunnar, og verkefnin ó-
þrjótandi á leiðinni til sjálfstæðis
og framfara. Þeir fundu hvað
krafta þeirra er mikil þörf, og það
brá jafnvel stundum fyrir þreytu
og vonleysi. Maður getur t.d. vel
skilið, að dönum sé ekkert sér-
staklega mikið i mun, að fram-
leiðni aukist i færeyskum land-
búnaði með bættum búskapar-
háttum, á meðan þeir selja þeim
allar landbúnaöarvörur sjálfir. I
samgöngumálum var það nýtt að
gerast, að þeir fengu að gefa út
sin fyrstu eigin frimerki. Fær-
eyskur gjaldmiðill hefur ekki
skiptigildi. „Það eru bara Mata-
dor-peningar”, sagði Jákup i
Skemmuni, sem oft kom með
Færeyingar hafa eftir að þeir tóku samgöngumál I slnar hendur gert
stórt átak i vegagerö,og eru nú malbikaðir vegir um allt, brýr milli
eyja, góðar ferjusamgöngur og hvorki meira né minna en fimm jarð-
göng. Stærstu jarðgöngin eru 2500 metrar og eru milli þéttbýlissvæð-
anna á Austurey. Þau verða tilbúin til umferðar næsta sumar, en fyrsti
billinn ók þar i gegn við hátiðlega athöfn fyrir mánuði.
beiskar athugasemdir um
ástandið og landa sina. Og hingaö
hafa borist fréttir um baráttu
skólafólks fyrir þvi að fá að taka
próf sin á færeysku og fá þau
dæmd á færeysku.
Já, færeysk tunga hefur svo
sannarlega átt i vök að verjast,
það er ekki svo langt siðan hún
var viðurkennd sem sérstakt mál,
en kölluð dönsk mállýska, eins og
Færeyjar voru kallaðar amt i
Danmörku, og i blaðhaus ihalds-
blaðsins þeirra „Dimmaletting-
en” stendur enn á dönsku „amts-
tidende”. (Þeir eru viða vondir
Moggarnir). Það er erfitt að
segja, hver sé ástæðan fyrir þvi,
að islendingar fóru að skrifa bæk-
ur á meðan færeyingar varðveittu
sögurnar syngjandi, i dansinum
og danskvæðunum, önnur þjóðin
gleymir að dansa, hin gleymir að
skrifa. Og þannig fór að danska
náði yfirhöndinni, sem opinbert
mál embættismanna og sem rit-
mál, og það er ekki fyrr en á sið-
ustu öld með þjóðernislegri vakn-
ingu að hafist er handa um að búa
til færeyskt ritmál. 1938 er fær-
eyska viðurkennd, sem kennslu-
mál i skólum. Þegar svona er á-
statt er ekki að furða þó menn
finni sig knúða til að skrifa og
þýða og þýða og skrifa. Og við
óskum þeim svo sannarlega góös
gengis og þökkum þeim gestrisn-
ina.
Greinarhöfundur við brún . Bösdalafoss á Vogey.
Einar Karl og Thomas Nilsen I Sandavogi ræða um pólitlk, verðbólgu-
hugsunarhátt, skerpukjöt og grind.
Steinbjörn Jacobsen er hér á myndinni viö kennslu I leirmótun I lýö-
háskólagarðinum I Þórshöfn I vor. Að baki hans sést gamla skólahúsið
þar sem Simon af Skarði o.fl. stofnuðu lýðháskólann árið 1899. Húsið er
nú iverustaður Steinbjörns, en verður rifið fijótlega og byggt annað i
sama stil. Lýðháskóli Færeyja hefur lengi verið eitt helsta vlgi fær-
eyskrar menningar.
þröngar götur gömlu Þórshafnar
á milli litilla tjargaðra timbur-
húsa meö grænum torfþökum og
hvitu i kringum gluggana. Fyrir
utan bæinn tók við mjór malbik-
aöur vegur yfir lága heiði, og það
er best að segja frá þvi strax, að
það er mikið malbikað i Færeyj-
um, allt frá breiðum hraðbraut-
um uppi i fjöllum niður i örmjóa
stiga nfilli hænsnakofans og
hjallsins, og viða voru bikhrúgur
heima við hús og litlir valtarar,
þvi menn dunda sér við þetta
Við gleymum ekki heldur
Thomasi Nielsen i Sandavogi,
einum af þessum köllum, sem við
tókum tali á götunni. I það sinnið
vorum við svo forvitin um, hvað
þessi svörtu kjötflykki væru, sem
hengu utan á hverju húsi. Það
hafði þá verið grind nokkrum
dögum áður, og nú var verið að
þurrka kjötið. Grindin bragðast
best ný og soðin, eða þurrkuð hrá
með söltuðu spiki. Spikið þarf þá
helst að hafa legið i saltinu i eitt
til tvö ár. (Við smökkuðum svo
þetta lostæti seinna hjá Stein-
birni). Hann lét okkur fylgja sér
ofan i kjallara til þess að sýna
okkur, hvernig hún væri verkuð.
Og út i hjall máttum við til að
koma og þiggja hjá honum bita af
skerpukjöti. Það var aðeins eitt,
sem hann langaði til að vita áður
en viðfærum, og það var, hvernig
islendingar færu að þvi að ferðast
svona mikið og krónan alltaf að
falla. Ég efast um, að okkur hafi
tekist að útskýra islenskan verð-
bólguhugsunarhátt fyrir þessum
gamla sjósóknara.sem hafði auð-
vitað verið á Islandsmiðum á sin-
um yngri árum bæði á skútum og
togurum, eins og næstum allir
fullorðnir karlmenn, sem við
lentum á tali við, og þeir kunnu
nöfn á mörgum höfnum allt i
kringum landið.
Og lengi munum við Poul Juul
Rasmussen i Klakksvik, sem vildi !
allt fyrir okkur gera, kannski ;
meðfram af þvi, að hann er ;
tengdur tslandi fjölskyldubönd- ;
um. Hann náði meira að segja i ;
hringjarann i kirkjunni, þó hann
væri steinhættur að koma þar
sjálfur, af þvi honum likar ekki
við prestinn, til þess að við gætum
skoðað það mikla meistaraverk
úr timbri og grjóti. Mikið held ég,
að Hallgrimur sálugi Pétursson
hefði verið ánægðari með svona
volduga turnlausa sveitakirkju
heldur en fallosarferlikið á Skóla-
vörðuholtinu. En Klakksvik stát-
ar af fleiru en veglegri kirkju,
hún er helsti útgeröarbær eyj-
anna, þar eru stórir kapitalistar i
fiski og verslun, og þar er verið að
reisa tækniskóla. Poul fékk
tengdason sinn til að keyra okkur
upp i fjall svo við sæjum betur,
hvað þarna er fallegt, og af þvi,
hvað hann er sögufróður maður
og segir skemmtilega frá og þar
að auki jafnaðarmaður, þá mátti
hann til með að lauma að okkur
nokkrum spillingarsögum af
svindlurum og ættlerum og það
upphófst metingur um það, hvorir
svindluðu meira i togarakaupum,
islenskir eða færeyskir útgerðar-
menn. Og við fengum að heyra,
hvernig trúfélögin eru eins og fri-
múrarareglur með itök i atvinnu-
lifinu, og ef þú trúir ekki á réttan
guð á réttan máta, þá er ekki vist
að þú fáir skip, þó þú sért harð-
dugleg aflakló. Að skilnaði gaf
hann okkur bók, Fiskimenn. eftir
Martin Joensen og harmaði, að
við skyldum verða aö fara án þess
að hafa séð neitt af jarðgöngun-
um. Við hefðum lika viljað vera
lengur, en ferjan beið ekki.
Svo var vikan liðin, og á mið-
nætti stóðum við við borðstokkinn
og bjuggum okkur undir að
kveðja þetta land og þennan fall-
ega bæ, Þórshöfn með vinaleg vel
máluð timburhúsin gömul og ný
en næstum öll i sama burstastil,
og fyrstu regndroparnir i ferðinni
duttu á nefið á okkur. Það var
þoka. Við myndum áreiðanlega fá
vont i sjóinn heim. En hingað ætl-
uðum við að koma aftur, þvi eins
og segir i þekktu danskvæði:
„Ongastaðni so stuttligt er
at liva sum i Furoyum.”
Steinunn Jóhannesdóttir