Þjóðviljinn - 07.08.1975, Side 1

Þjóðviljinn - 07.08.1975, Side 1
Fimmtudagur 7. ágúst 1975 — 40. árg. —175. tbl. Svartolíubrennarar komnir í 11 togara Tel að allir islensku togararnir fái sér þerinan búnað, segir Gunnar Bjarnason, fyrrum skólastjóri vélskólans Sem kunnugt er, var á sinum tima stofnuð nefnd til að rann- saka möguleika á þvi að setja svartoliubrennara i islensku togarana, þannig að þeir gætu notað svartoliu i stað gasoliu.en slikt myndi spara hverju skipi miljónir árlega. Þessi nefnd, en formaður henn- ar var Gunnar Bjarnason fyrrum skólastjóri Vélskóla Islands, skil- aði niðurstöðu á þá leið að þetta væri vel hægt og myndi verða mjög hagkvæmt fyrir útgerðina. Fyrst i stað gagnrýndu menn nefndina, en siðan var farið að reyna þetta með þeim árangri að i dag eru 11 togarar komnir með svartoliubrennara, þ.á m. allir japönsku togararnir sem eru af minni gerðinni og með 2000 hestafla vél. Sagði Gunnar Bjarnason i gær að hann ætti von á þvi að ekki liði á löngu þar til allir islensku togaramir væru komnir með svartoliubrennara. Sagði hann að japönsku togararnir, sem hefðu 2000hestafla vél spöruðu 8,5 milj. kr. á ári hver með þvi að brenna svartoliu i stað gasoliu miðað við núverandi oliuverð. Þá taldi Gunnar að stærri togarar myndu spara hlutfallslega meira, en vélar þeirra eru flestar um 3000 hestöfl. Þájnunu allir þeir skut- togarar sem verið er að kaupa til landsins vera útbúnir fyrir svart- oliubrennslu en þeir eru sjö eða átta sagði Gunnar. Það er ekki dýrt að breyta gasoliuvélinni yfir i svartoliuvél. Taldi Gunnar að kostnaðurinn hjá minni togurunum væri 1 til 1,5 milj. kr. kr. en hátt i 2 milj. kr. hjá stóru togurunum. En þessi kostnaður væri fljótur að borga sig. Fyrst i stað kom eins og áður segir fram nokkur gagnrýni á þetta, og sagði Gunnar að þeir væru raunar til enn sem teldu þetta myndi skemma vélarnar. En Gunnar sagði að það væri búið að sanna sig að þessi ótti ætti ekki við nein rök að styðjast; reynslan heföi sýnt það. —S.dór Aðalskipulagið Gerir ekki ráð fyrir Grjótaþorpi ,,Við teljum rangt að tillaga okkar sé kynnt i fjölmiðlum, áður en við fáum sjálfir tækifæri til þess að útskýra hana eða fjalla um hana hjá skipulagsyfirvöld- um. 1 aðalskipulagi borgarinnar er ekki gert ráð fyrir að Grjóta- þorpið standi, heldur að þarna komi hraðbraut i gegn og stór- hýsi. t okkar tillögu er engin hraðbraut, heldur reynt að halda „karakter” þessa hverfis með mjóum stigum, óbreyttum götum og lágum húsum.” sögðu arki- tektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ölafur Sigurðsson, sem unnið hafa að til- lögu um skipulagningu Grjóta- þorps sem f jallað hefur verið um i fjölmiðlum. Sögðu þeir ennfremur að hús- friðunarnefnd hafi ekki mælt með varðveislu neinna hús i þessu hverfi, enda væru þau almennt i mjög slæmu ástandi. Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og Hörður Ágústsson listmálari unnu að rannsókn á gömlum byggingum og varðveislugildi þeirra i gamla borgarhlutanum árið 1969 og segir þar m.a. um Grjótaþorp að viðhald húsanna og listgildi sé yfirleitt mjög lélegt, en rannsókn- um á sögulegu gildi ólokið. Um varðveislugildi segir að byggðin sé úrelt og endurnýjunar sterk- lega þörf. Sögðust þeir Guðmundur og Olafur hafa reynt að halda i það sem einhvers er virði i Grjóta- þorpinu og væri raunar hægur vandi að taka fleiri af núverandi byggingum i Grjótaþorpi inn i skipulag þeirra, ef ástæða þætti til. ,,En við teljum þessar bygging- ar almennt illa fallnar til friðunar og viljum þess i stað reyna að by^ggja þarna upp lifandi hverfi, sem hefur aðdráttarafl fyrir alla aldursflokka”,. sögðu þeir að lok- um. ' —Þs Togararnir hafa mokfiskað að undanförnu. Þessi mynd var tekin við Reykjavikurhöfn i gær, þegar verið var að landa 150 tonnum togaranum ögra. DAUÐASLYS Nokkur slysaalda hefur gengið yfir hér á landi að undanförnu. 1 Sveinn og Jónas eiga nú hlutinn í Blaðaprenti, sem Vísir réð áður fyrradag lést 65 ára gamall maður, Þorbjörn Jónsson til heimilis að Skipasundi 42 i Reykjavik.af völdum vinnuslyss er skurðbakki hrundi yfir hann þar sem hann var að vinna við skurö við Kleppsveg i Revkjavik. Fyrir nokkrum dögum beið ungur maður bana i umferðar- slysi á Dalvik,og um siðustu helgi beið bóndi i Axarfirði bana er dráttarvél sem han ók valt: og um siðustu helgi fannst ungur maður látinn i sundlaug Kópavogs. íslenskir aðalverktakar: Viðurkenna lekann en segjast hafa komist fyrir hann Eins og skýrt var frá i Þjóð- viljanum i gær, haida starfs- menn i Ilvalstöðinni i Hvalfirði þvi fram að einn NATO-oliu- tankurinn i Ilvalfirði leki og að oiiusmit sjáist i læk sem tekur við jarðvatni frá tönkunum og eins að oliusmit sé i fjörunni. Við höfðum i gær samband við Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra íslenskra aðal- verktaka, en það fyrirtæki byggði tankana og ber ábyrgð á þeim gagnvart NATO. Gunnar sagði það rétt vera að vart hefði orðið við oliuleka þarna fyrir um það bil mánuði siðan, en taldi hann hafa stafað af bilun á leiðslu, en ekki að takurinn leki. Sagði Gunnar að búið væri að gera við leiðsluna. Hann taldi að einungis fáir litrar af oliu hefðu farið niður og hefði olian farið i sandþró, sem er til þess að taka við oliu af óhöpp ber að. Þessi fullyrðing Gunnars stangast á við það sem starfs- menn i Hvalfirði segja, en þeir halda þvi fram að lekinn sé úr einum tanknum og ekki bara það, heldur einnig að olia leki enn i lækinn og fjöruna. Það vekur nokkra athygli i þessu sambandi að Islenskir aðalverktakar virðast ekki hafa tilkynnt þennan oliuleka til yfir- valda. I það minnsta kannaðist siglingamálastofnunin ekki við að hafa um hann heyrt og ekki heldur varnarmáladeild. Hins- vegar sagði Hjálmar Bárðarson siglingamálastjóri að hann myndi láta kanna málið og verður fróðlegt að heyra um árangur þeirrar athugunar. —S.dór DJúaviuiNN Nýtt síðdegisblað kemur út 1. september Jónas rekinn— Sveinn segir upp Nýtt síðdegisblað kemur væntanlega út 1. septem- ber i beinni samkeppni við Vísi. Jónasi Kristjánssyni hefur verið sagt upp störf- um á Vísi þrátt fyrir að hann hafi tilkynnt ákvörðun sína um að verða við áskorun aðalfundar Reykjaprents h.f. um að haldaáfram störfum. Jón- asogSveinnR. Eyjólfsson, sem hefur sagt upp sem f ramkvæmdastjóri Vísis, ráða Járnsíðu h.f., og hafa keypt af félaginu fyrir eigin reikning hlutabréf þess i Blaðaprenti. Járn- síða hefur yfir að ráða húsnæði Vísis á ef ri hæð að Síðumúla 14, og telur sig einnig hafa umráð yfir rit- stjórnarfólki og dreifingarkerf i Vísis. Eins og málin standa virðist gamli Visir, og þeir sem að honum standa, eiga í vök að verjast, en ekki er að vita hvað gerist næst í þessari baráttu þrýstihópa Sjálf stæðisf lokksins um blaðaútgáf una. Sjá 3. siðu. Alþýðu- banda- lagið, miðstjórn Alþýðubandalagið heldur miðstjórnarfund að Grettisgötu 3 mánudagskvöldið 11. ágúst, kl. 8:30.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.