Þjóðviljinn - 07.08.1975, Síða 12

Þjóðviljinn - 07.08.1975, Síða 12
Bretar að kikna, undan hitabylgju Fimmtudagur 7. ágúst 1975 Menn farast í rigningum TOKYO 6/8 — Tuttugu menn biðu bana og 50 særðust i miklum rign- ingum i Aomori-sýslu i norður- hluta Japans i dag, að sögn lög- reglunnar þar. Bæði lögreglan og sjálfsvarnarsveitir hafa verið að björgunarstarfi i fjallaþorpinu Momosawa. Þar eyðilögðu flóð 20 hús og létu 17 menn lifið. Fregnir hafa borist af miklum rigningum i öðrum héruðum Japans og eru samgöngur viða rofnar. Búist við skœru- liðum til Líbýu KUALA LUMPUR 6/8 — Tun Ab- dul Razak, forsætisráðherra Malasiu, sagði i kvöld, að japönsku skæruliðarnir sem biða nú á flugvellinum með gisla sina, myndu leggja af stað til Libýu i fyrramálið og myndi þá gislum þeirra fimmtán verða sleppt. Forsætisráðherrann sagði að skæruliðarnir, sem kalla sig liðs- menn úr Rauða hernum, myndu leggja af stað kl. átta i fyrramálið að staðartima (rétt fyrir miðnætti i kvöld að isl. tima), en gislunum myndi siðan verða sleppt i fjórum áföngum. Hann sagði að tveir embættismenn frá Malasiu og tveir japanskir sendiráðsmenn myndu fara með skæruliðunum i flugvélinni. Fyrr i dag höfðu menn leitað fyrir sér hvaða riki vildi taka við skæruliðunum og var að lokum tilkynnt að Libýumenn hefðu fallist á að veita þeim hæli. Skæruliðarnir eru nú tiu að tölu, þvi að til viðbótar við þá fimm sem tóku gislana i upphafi hafa fimm verið látnir lausir úr japönskum fangelsum sð beiðni þeirra og hefur verið flogið með þá til Kuala Lumpur. Herlið sent til Norður-Portúgals Bretar vilja hefja samninga- viðrœður fljótt LONDON 6/8 — Bretar hafa tilkynnt íslending- um að samningaviðræður um fiskveiðar breta við íslandsstrendur þyrf tu að hefjast tímanlega. bað var Roy Hattersley, varautanrikisráðherra, sem skýrði breska þinginu frá þessu i dag, þegar hann svaraði spurningum um ákvörðun islendinga að færa fiskveiðilög- söguna út i 200 sjómilur. Hann lofaði þvi að bretar myndu ganga að samningaviðræðunum „eins harðir og ákveðnir og þeir gætu verið”, og myndu minna islendinga á að þeir hefðu hag af þvi að komast aðmálamiðlun. Hann sagði að það kæmi ekki til mála að halda að sér höndun- um, en það kæmi heldur ekki til mála að bretar færðu land- helgina einhliða út i 200 milur. Hattersley taldi að rikisstjórn tslands „viðurkenndi að bretar hefðu sérstaka nauðsyn á þvi að stunda fiskveiðar við tslandsstrendur”. N orðurlandaráð: Forsœtisnefnd- in á Húsavik LONDON 6/8—Það liggur við að bretar séu nú að kikna undan þeirri miklu hitabylgju sem hefur gengið yfir Bretland að undan- förnu og reyndar meginlandi Evrópu Ifka. Lögreglan I London hefur jafnvel fengið leyfi til að taka ofan bindi og hneppa skyrtunum frá i hálsmálinu, og er það einsdæmi. Sömuleiðis hafa bisnismenn höfuðborgarinnar af- lagt sinn sérstaka klæðnað og tekið upp léttari sumarföt þótt þeir haldi bindinu. En blaðamenn sem ráðleggja lesendum i persónulegum vanda- málum hafa tekið eftir þvi að bréfum þar sem talað er um þunglyndi og kviða hefur mjög farið fjölgandi og kenna þeir hit- unum um það. OAKLANP, Kaliforniu 6/8 — Sex- tán ára gömul stúlka að nafni Linda Salcedo hefur höfðað mál gegn stjórnendum fegurðarsam- keppni og krafist 500.000 dollara i skaðabætur vegna þess að þeir hafa bannað henni að sýna hæfni sina i karate i samkeppninni. Sögðu þeir að það væri ekki kven- lcg íþrótt. Linda Salcedo hefur lagt stund á karate i átta ár. Hún átti að taka þátt i fegurðarsamkeppni Kali- Lundúnastúlkur hafa einnig fækkað klæðum og hafa ýnsir látið i ljós áhyggjur yfir þvi að það kunni að hafa i för með sér að „englendingar verði villtir og bóðheitir eins og ibúar Miðjarðarhafslandanna.” Einu mennirnir sem ekkert hafa látið hitann hafa áhrif á sig eru lifverðir drottningarinnar, sem ganga stöðugt i ullarfötum með þungum bjarnarskinnshúf- um. En margir hafa áhyggjur af þvi að þessi veðrátta kunni að fara illa með breskan landbúnað, og telja ýmsir heimildarmenn að landbúnaðarframleiðslan i vetur kunni að minnka um tiu af hundraði. Jafnvel er búist við skorti ámjólk og smjöri i janúar. forniurikis, sem fram fer i næsta mánuði, eftir að hún vann sigur i fegurðarsamkeppni i San- Francisco i júni. Þar kom hún dómurum og áhorfendum mjög á óvart með þvi að brjóta viðar- drumba með berum höndum og reka upp geigvænlegt öskur um leið. En stjórnendur keppninnar i Kaliforniuriki sögðu henni, að hún fengi ekki að leika sama leik- inn i þeirri fegurðarsamkeppni, þar sem það væri „ókvenlegt”. LISSABON 6/8 — Lið vinstri sinnaðra hermanna úr sjóhernum hefur verið sent til norðurhluta Portúgals til að reyna að skakka leikinn þar, en undanfarna daga hafa geisað þar miklar óeirðir og hafa andstæðingar kommúnista ráðist inn í skrifstofur kommúnista- flokksins og íbúðir flokks- manna í ýmsum borgum og brotið þar allt og braml- að. Talsmenn hersins i borginni Oporto i Norður Portúgal sögðu að hermennirnir hefðu verið sendir til þessara héraða til að binda endi á stjórnleysið sem þar rikti. Telja sumir fréttaskýrend- ur að þeir hermenn sem venju- lega eru staðsettir á þessum slóð- um hafi látið undan þeirri andúð á kommúnistum sem þar rikir og þvi ekkert gert til að stöðva óeirð- irnar. Nýtt herlið kom til Famalicao og Santo Tirso i dag, en i báðum þessum borgum var ráðist á bækistöðvar kommúnista i gær. Kommúnistar hafa gefið út harðorða tilkynningu þar sem þeir ásaka herinn fyrir að draga úr virðingu manna fyrir hernum með þvi að láta stöðugt undan óeirðaseggjunum. Andúðin á kommúnistum hefur nú breiðst út til Asor-eyja, og herma fregnir þaðan að „óþekkt- ir” menn hafi kveikt i aðalstöðv- um flokks sem styður kommúnista að málum. Eyja- skeggjar sem voru óánægðir með skrif vinstri sinnaðra blaða um málefni þeirra, þar sem þeir voru kallaðir „afturhaldsmenn”, og hindruðu þeir alla dreifingu blaða frá meginlandinu i dag. Forsætisnefnd Norðurlanda- ráðs kemur saman til fundar á Húsavik dagana 8.-9. ágúst n.k. Er þetta i fyrsta sinn, sem for- sætisnefndin kemur saman hér á landi utan Reykjavikur. Forsætisnefndin mun á fundum sinum á Húsavik taka endanlega afstö'ðu til þess hvort boðað skuli til aukafundar Norðurlandaráðs i nóvember vegna væntanlegrar stofnunar f járfestingarbanka lýorðurlanda.-'Þá mun forsætis- nefndin ræða samstarf aðila vinnumarkaðarins við Norður- landaráð og norrænu ráð- herranefndina. Þá er á dagskrá fundarins tillaga forseta ráðsins um frumkvæði þess til að auka samskipti kjósenda og stjórn- malamanna i lýðræðisþjóðfélagi. Á laugardag munu fundarmenn ferðast um Norðurland. Forseti Norðurlandaráðs er Ragnhildur Helgadóttir, en aðrir i forsætisnefndinni eru Knud Enggaard, Danmörku, V.J. Sukselainen, Finnlandi, Odvar Nordli, Noregi, og Johannes Antonsson, Sviþjóð. 450 miljónir kostar nýja Landhelgisvélin Yfirlýsing vegna orðróms Lögreglustjórinná Kefla- vikurflugvelli hefur óskað birt- ingar á svohljóðandi yfirlýs- ingu: „Að gefnu tilefni vegna itrekaðra fyrirspurna um þann orðróm, að löggæsla eða toll- gæsla á Keflavikurflugvelli hafi haft afskipti af islenskum ferða- manni við komu til landsins um Keflavikurflugvöll vegna ólög- legs flutnings á erlendum gjald- eyri til landsins, þykir rétt að taka fram, að atvik það, er fyrr- greindur orðrómur fjallar um, hefur ekki átt sér stað á Kefla- vikurflugvelli.” Er karate „ókvenlegt99 ? Tillaga stjórnskipaðrar nefndar var um aðra flugvélagerð Gera má ráð fyrir að í þessari viku verði fest kaup á nýrri flugvél til landhelgisgæslustarfa. Eru allar líkur á að þar verði um Fokker-f lugvél að ræða og þá trúlega glæ- nýja vél sem kostar um 450 miljónir króna. Þessi ákvörðun ráðuneytisins kemur nokkuð á óvart ef miðertekiðaf nefndaráliti sem lagt var fyrir ráð- herra einum eða tveim dögum EFTIR að ákvörð- unin var tekin. Að því er Þjóðviljinn hefur fregnað var þar lagt til að keypt yrði Beechcraft vél fyrir ca. 115 miljónir. Nefnd þessi hefur starfað í rúmt ár en ekki er að sjá að álit hennar sé í hávegum haft í þessu tilfelli. Þegar haft var samband við Jón. E. Böðvarsson, formann nefndarinnar, vildi hann sem minnst um málið segja. Þó fékkst staðfest, að nefndin hefði verið skipuð á siðasta sumri af þáver- andi vinstri stjórn og verksvið hennar væri m.a. að leggja fram tillögur um flugvélakaup fyrir Landhelgisgæslúna. Um innihald þeirrar áfangaskýrslu sem lögð var fyrir ráðherra rétt eftir að á- kvörðunin um Fokker-kaupin var tekin, vildi Jón ekki tjá sig að svo stöddu, málið væri trúnaðarmál þar til ráðherra tæki ákvörðun um annað. Þjóðviljinn hefur þó frétt, að Fokker-kaupin stangist verulega á við nefndarálitið, og er raunar furðulegt að ákvörðun skuli tekin i svona stóru máli áður en sérstaklega skipuð nefnd skil- ar áliti sinu. Einn af nefndarmönnum er Pétur Sigurðsson forstjóri Land- helgisgæslunnar og mun hann ekki hafa gert athugasemdir við Fokker-kaupin þótt allt annað væri lagt til i nefndarálitinu. — gsp Blaðberar Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum i eft- irtalin hverfi: Akurgerði Þjóðviljinn Simi 17500

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.