Þjóðviljinn - 10.08.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 10, ágúst 1975.
D/OÐVIUINN
MÁLGAGN SÖ'SIALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar KarlHaraldsson
Umsjón með sunnudagsbiaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
ÓTTINN VIÐ ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Siðan núverandi rikisstjórn var mynduð
hafa að heita má allar stjórnmálagreinar
Timans verið árásir á Alþýðubandalagið
og einstaka trúnaðarmenn þess. Naumast
hefur verið minnst á Alþýðuflokkinn og
Samtökin, og auðvitað er Timinn svo hús-
bóndahollur að sjá engar veilur i fari
Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. I
þessu efnisvali er falið fróðlegt mat Tim-
ans á stöðu og horfum i islenskum stjórn-
málum. Ráðamenn Timans óttast það
greinilega mjög að fyrri kjósendur Fram-
sóknar séu sammála Alþýðubandalaginu i
andstöðunni við núverandi rikisstjórn og
stefnu hennar. Árásirnar á Alþýðubanda-
lagið hafa sumar haft á sér yfirskin mál-
efnaágreinings en aðrar verið lágkúruleg-
ur rógur eins og gengur. Sérstaklega hefur
þvi verið haldið fram að Alþýðubanda-
lagið sé ábyrgðarlaust i stjórnarandstöðu,
m.a. jafn grandvar maður og Halldór
Kristjánsson á Kirkjubóli hefur haldið þvi
fram að Alþýðubandalagið sé i senn á móti
niðurskurði opinberra framkvæmda og
skattheimtu, en i slikri afstöðu sé engin
heil brú.
Þessi áburður á við engin rök að styðj-
ast. Þegar fjallað var um ráðstafanir i
efnahagsmálum á þingi i vor lagðist Al-
þýðubandalagið af fullri hörku gegn þvi að
opinberar framkvæmdir yrðu skornar
niður; hins vegar flutti það tillögu um að
rekstrarútgjöld rikisbáknsins yrðu lækkuð
um hálfan annan miljarð króna, skrif-
finnskan minnkuð sem þvi svaraði. Ýms-
ar fleiri tillögur flutti Alþýðubandalagið
við efnahagsmálafrumvarpið, m.a. um
viðtækara afnám á söluskatti af matvæl-
um, um mildari skattheimtu af lágtekju-
fólki, þ.á m. einstæðum foreldrum, um
betri kjör aldraðs fólks og öryrkja, um
fullt fæðingarorlof. En Alþýðubandalagið
flutti vissulega tillögur um tekjuöflun á
móti. Þannig var lagt til að bætt væri við
tveimur nýjum tekjuskattsþrepum, að
hjón með 1.750.000—2.750.000 krónur i
skattgjaldstekjur á ári greiddu 45% i
skatta, og hjón með enn hærri skattgjalds-
tekjur greiddu 50% i skatta. Hér var um
hófsamlegar tillögur að ræða, þvi að
hliðstæð skattheimta annarsstaðar á
Norðurlöndum getur komist upp i 80%. í
annan stað lagði Alþýðubandalagið til að á
þessu ári yrðu felld niður ákvæðin um
flýtifyrningu og verðhækkanastuðul fyrir-
tækja, en þau ákvæði leiða til þess að allur
þorri gróðafyrirtækja er skattfrjáls i ár. í
þriðja lagi benti Alþýðubandalagið á að
gera yrði tafarlaust ráðstafanir til þess að
koma i veg fyrir skattsvik, en þau eru svo
umfangsmikil að rök hafa verið færð að
þvi að allt að þvi fjórðungur af framtals-
skyldum tekjum sé ekki talin fram, að
miljarða króna vanti á að tekjuskatturinn
skili sér, svo að ekki sé minnst á söluskatt-
inn. Þessar tillögur voru allar felldar,
m.a. af þingmönnum Framsóknarflokks-
ins. Þeir töldu það verkefni sitt að hlifa
hátekjufólki, gróðafyrirtækjum og skatt-
svikurum, þó að það kostaði niðurskurð á
opinberum framkvæmdum og skarðastan
hlut þeirra sem búa við erfiðust kjör i
þjóðfélaginu.
Þessi afstaða þingflokks Framsóknar-
flokksins var þó ekki einróma. Nokkru
fyrir þinglok kom inn á þing varamaður
fyrir einn af þingmönnum Framsóknar-
flokksins úr Norðurlandskjördæmi vestra,
kjördæmi Ólafs Jóhannessonar. Þessi
varaþingmaður hafði ekki dvalist vetrar-
langt innan bergmálslausra veggja al-
þingishússins heldur i kjördæmi sinu,
meðal almennings, innan um kjósendur
Framsóknarflokksins. Þessi varaþing-
maður var ekki i neinum vafa um afstöðu
sina, heldur greiddi atkvæði, oft að við-
höfðu nafnakalli, með öllum tillögum
Alþýðubandalagsins i efnahagsmálum,
gegn afstöðu stjórnarflokkanna, gegn
ráðamönnum Framsóknarflokksins.
Þessi viðbrögð sönnuðu ráðamönnum
Framsóknarflokksins hvernig ástatt er
meðal trúnaðarmanna og kjósenda
flokksins um land allt, og þingmennirnir
hafa rekið sig á sömu viðhorf eftir að þeir
komu i kjördæmi sin að loknu þinghaldi.
Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Fram-
sóknar vill að hinni félagslegu stefnu
vinstristjórnarinnar verði haldið áfram og
þeir vita að Alþýðubandalagið eitt beitir
sér fyrir þeirri stefnu. Þvi skal nú reynt að
brjóta þessi viðbrögð kjósenda á bak aftur
með daglegri innrætingu, með ósönnum
frásögnum um viðhorf Alþýðubandalags-
ins, með rógi og dylgjum. Hér er að verki
pólitiskur ótti ráðamanna Framsóknar,
en hræðsluviðbrögð af þessu tagi hafa
ævinlega hefnt sin að lokum — það á rit-
stjóri Timans eftir að sannreyna.
—m
Mikil streita í
Apollo-Sojús
Sameiginlegt geimflug banda-
riskra og sovéskra geimfara i
Sojus og Apollo getur dregið dilk
á eftir sér sem enginn hafði gert
ráð fyrir.
Það hefur nefnilega komið á
daginn, þegar menn fóru að skoöa
betur niðurstöður þeirra hjarta-
rannsókna sem gerðar voru á
geimförunum meðan þeir voru ,,i
essinu” sinu á braut umhverfis
jörðu, að streitan um borð i
báðum geimskipum var sýnu
meiri en gert hafði verið ráð
fyrir.
Enn veit enginn með vissu
hvernig á þessu stendur, en þetta
mál er það fróðlegt með tilliti til
hugsanlegra alþjóðlegra geim-
ferða í framtiðinni, að það krefst
itarlegrar rannsóknar.
Það fyrsta sem mönnum datt i
hug þegar þeir urðu varir við
þessa óvenjumiklu streitu var, að
diplómatísk og pólitísk verkefni
sem lögð voru á herðar einmitt
þessum fimm geimförum hefðu
reynst þeim erfiðari viðureignar
en búist hafði verið við.
1 annan stað kom mönnum það I
hug, að sjónvarpseftirlit með þvi
sem gerðist inni í geimskipunum
hafi I þetta sinn ve 'ið að miklum
mun virkara og meira uppá-
þrengjandi en i nokkurri annarri
geimferð. Sjónvarpsmyndavélar
höfðu verið settar upp á óvana-
legum stöðum, og áhafnirnar
hafa varla vitað almennilega af
þvi hvenær athafnir þeirra voru
sendar beint til jarðar.
Samt telja menn, að
þetla tvennt sé ekki næg út-
skýring og verði að leita fleiri nei-
kvæðra áhrifavalda.
Sumir hafa bent á, að þrátt
fyrir allmikla tungumálakennslu
hafi geimfararnir átt erfitt með
aö skilja hver annan. Ekki svo að
skilja að til meiriháttar misskiln-
ings hafi komið, heldur hafi
gliman við annað tungumál
(bandarikjamenn töluðu rúss-
nesku og rússar ensku) reynt
meira á kraftana, einkum hina
sálrænu krafta, en búist hafði
verið við. 1 þessu samhengi er að
þvi spurt, hvort það hefði verið
betra ef samið hefði verið um að
nota aðeins annaðhvort málið.
Það er mjög liklegt, að tungu-
málavandinn verði sýnu minni
þegar samstarfsáætlun Banda-
rikjanna og Vestur-Evrópu-
manna um „Spacelab”kemur til
framkværnda. Vafalaust verður
enska þá eina starfsmálið. Þótt
reyndar sé búist við, að frakkar
verði ekki sérlega glaðir yfir þvi.
„Spacelab” er geimstöð, sem
evrópumenn smiöa og þangað
verður visindamönnum skotið
með hinni nýju bandarlsku
„geimskutlu”, sem á að vera til-
búin til notkunar eftir um það bil
Tilbrigði við á
— Þessi tilbrigöi við oröið á birtust fyrir skömmu I vesturíslenska
blaöinu Lögberg-Heimskringla.
Á, er meir en stafur einn.
Á, er lika spræna.
Á, er rolla, elsku sveinn.
Á ég grundu græna.
Héstinum ég ætti að á,
eftir að þeysa um keldu og flá.
Á þessu er enginn vafi.
,,Á?” — Það sagði afi.
Brandur Finnsson,
Teikning Leonofs af bandarísku geimferðunum: skapa tungumála-
vandræðin aukna streitu?
fjögur ár. Gert er ráð fyrir þvi að samskonar geimferð hér á jörðu
rannsóknastöð þessi verði niðri. Ef menn fengju þessum
mönnuð alþjóðlegri áhöfn. áhöfnum öllum sömu verkefni og
Hvað sem þvi liður, eru menn kæmustsiðar að þvi, að spennan,
nú að velta þvi fyrir sér bæði i streitan, hefði verið meirimeöal
Bandarikjunum og Sovétrikj- þeirra sem settir voru i blönduðu
unum, hvað beri næst til bragðs áhöfnina, þá er allavega fundin
að taka. Ein tillagan er sú, að sönnun fyrir þriðju kenningu af
setja eigi saman annarsvegar þeim sem nefndar voru.
áhafnir skipaðar mönnum af En enn hefur ekki verið ákveðið
sömu þjóðog hinsvegar blandaða hvað til bragðs skuli taka.
áhöfn og láta þær allar likja eftir (heimild DN)
MEINATÆKNIR
Meinatæknir óskast frá 1. september.
Upplýsingar gefur priorinnari i sima 93-
8128
St. Fransiskusspitalinn
Stykkishólmi.