Þjóðviljinn - 10.08.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 10. ágúst 1975. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 13
inni” eða hvað það nú heitir.
Listamenn úr Reykjavik koma
hér við, reka inn nefið og búið.
En annars horfir þetta m.a.
þannig við, að Leikfélagið hér,
það fékk á siðasta ári 90 þúsund
krónur i styrk frá rikinu, en
greiddi rikinu á móti 120
þúsund krónur i söluskatt.
Ég er ekki að amast við lista-
mönnum sem sendir eru eða
fengnir eru hingað, en ég álit að
grundvallarspurningin sé að
listinrOg listastarfið verði til á
staðnum sjálfum. Það er ágætt
að fá snillingana i heimsókn af
og til, en þar að auki verður að
hlúa að þeirri starfsemi sem á
sér stað, eða getur átt sér stað, i
byggðunum sjálfum. Menn gera
sér ýmislegt til dundurs svo sem
að spila i hljómsveit, syngja i
kór og fleira.
Friðjón: Það gerist aldrei
neitt i þessum málum fyrr en
forráðamenn hreppsfélaganna
átta sig. Frumkvæði heima-
manna verður að koma til. Það
gerist aldrei neitt ef menn biða
bara. Mér sýnist nú að allt
frumkvæði hér i félags- og
menningarmálum sé i
lágmarki. Kannski eru stjórn-
endur sveitarfélagsins svona
yfirkeyrðir i fjármálunum.
Heimir: Sveitarfélagið hefur
aldrei lagt eyri til æskulýðs-
notaður, að þar stendur stofn-
upphæðin enn óhreyfð.
Guðmundur: Við i gagnfræða-
skólanum fengum styrk úr þess-
um menningarsjóði og fórum
norður i land á skiði og litum svo
á menninguna við Faxaflóann i
leiðinni.
Kaupfélagið stendur sig.
Friðjón: Það má svo geta
þess, svona i lokin, að kaup-
félagið hér er stórgott og sam-
vinnumönnum til sóma. Sem
betur fer þá höfum við hér ekki
nema rétt sýnishorn af kaup-
mannsverslun. Kaupfélagið er
velrekin stofnun og burðarás i
héraðinu. Það er hinsvegar
sorglegt að koma á fund i
kaupfélaginu og sjá þar sitja á
fundi 12 eða 14 karla, en enga
húsmóður.
Kaupfélögin hafa þvi miður
lent i þvi hér á landi, að almenn-
ingur er afskiptalitill um stjórn
þeirra. Fólk lætur það gott
heita, að einn eða tveir menn
stjórni stóru kaupfélagi eins og
einkarekstri. Þetta stafar af
þvi, að samvinnuhreyfingin hef-
ur vanrækt að sinna fræðslu-
hlutverki sinu.
Benedikt: Kaupfélögin eru
raunverulega þannig uppbyggð,
að hinn almenni félagsmaður á
að geta haft áhrif á stjórn félags
sins.
Enginn samgangur
við Nato-stöðina.
Við spurðum um samskipti
hornfirðinga við hermennina i
radarstöðinni á Stokksnesi.
Friðjón: Þvi er fljótsvarað,
þvi að samgangurinn er enginn.
Hornfirðingar lita svo á að þetta
sé ekki til.
Benedikt: Það var svolitill
samgangur i byrjun, en hann er
alveg aflagður fyrir löngu. Nú
vitum við ekkert um þetta,
nema þegar dufl rekur á fjörur.
Heimirj Astandið er nú eins
og það getur skást orðið meðan
við búum við það að stöðin er
þarna.
Benedikt: Og það ætti að vera
i lagi að skýra frá þvi, að
hreppsmefndin fékk nýlega
fyrirspurn frá varnarmáladeild
utanrikisráðuneytisins, þar sem
spurt var hvort hreppsfélagið
væri þvi hlynnt að fleiri islend-
ingar færu til starfa á Stokks-
nesi. Hreppsnefndin var ein-
huga um að , neita þvi. Nú
starfa þar 10 i'slendingar, og það
teljum við meira en nóg. —GG
Friðjón Guðröðarson, Benedikt Þorsteinsson, Heimir Þór Gislason og Guðmundur Ingi Sigbjörnsson.
mála. Allt æskulýðsstarf hér
hefur verið unnið af fáeinum
mönnum fyrir ekkert.
Friðjón: í þessum málum
verður hvort tveggja að koma
til, þ.e. hugmyndaauðgi og
framkvæmdavilji. Mér sýnist
að hvorugt sé til hér.
Benedikt: Fyrir tveimur eða
engin..... — Það er hér
gömul sundlaug að visu —
byggð 1957.
Friðjón: Þótt hún sé ekki eldri
en frá 1957, þá er hún einhver
kvikindislegasta sundlaug sem
um getur.
Heimir: Það sem að er, það
sem á skortir i ýmsum málum,
Hálaunaðir unglingar
Benedikt: Þegar ég var hér
ungur maður, þá byggði ung-
mennafélagið bragga og hafði
þar leikhús. Þá gerðu menn
ýmislegt gott i félagsmálunum,
en nú er vinnan svo mikil.
Heimir: Þetta er táknrænt.
Nú vinna unglingarnir sem við
Nýja frystihúsiö á Höfn i Hornafirði.
þremur árum, þá sá fólk ekkert
og talaði ekki um annað en
gatnagerð. Þegar gatnagerðin
var afstaðin, var einfaldlega
ekkert hægt að gera fyrir pen-
ingaleysi.
Friðjón: Það er þó rétt að
taka fram að það hefur verið
virkt unglingastarf i sumar.
Það verður hér æskulýðsfulltrúi
i tvo til þrjá mánuði.
Guðmundur: En aðstaðan er
getur nú einnig legið hjá fólkinu
sjálfu; það þýðir ekki að kenna
sveitarstjórninni um alla hluti.
Ég man það vel, að þegar
lúðraflokkurinn hér lék fyrst, þá
komu fjórir fullorðnir að hlusta.
Ég held, að þetta hljóti að vera
alveg sérstakt áhugaleysi. Ég
held að fjölmiðlarnir hljóti að
ofmetta fólk.
Friðjón: Varla áttu við þetta
harðlélega sjónvarp?
útskrifum úr skólanum hér fyrir
hærri tekjum en kennararnir
hafa. En það eru vist alls staðar
undantekningar — kvenfélagið
hér vinnur gott starf á sviði
félagsmála.
Friðjón: Kvenfélagið er eini
félagsskapurinn sem gerir eitt-
hvað raunhæft i félagsmálum.
Ileimir: Mig langar nú að
minna á, að menningarsjóður
Kaupfélagsins hér er svo litið
Hringborösumræöur um bæjarlífið og landsmálin
i baksýn.
55%. S.l. ár var reyndar óvenju-
lega hagstætt vegna opnunar
hringvegarins, það sem af er
þessu ári hefur ekki verið eins
gott, umferðin hefur verið litil og
við virðumst vera i einhverri
lægð. Veðrið i vetur dró lika úr, en
hér voru miklir snjóar”.
Verðið of hátt
Arni sagði að með sæmilegri
nýtingu væri vel hægt að reka
hótel eins og hans úti á landi.
Reksturinn
gengur vel
en stofn-
lánin eru
óyfir-
stíganleg
,,En ég held að við séum komn-
ir með of hátt verðlag fyrir inn-
lenda ferðamenn. Og við þurfum
ekki hærra verð, við þurfum
meiri umferð. Ef vegirnir hér i
kring bæði til vesturs og austurs
væru góðir, ef Lónsheiði kæmist i
lag, þá liti dæmið eflaust skár út.
Það er reyndar ýmislegt sem
þarf að lagfæra áður en við getum
fundið verulega góðan rekstrar-
grundvöll fyrir hótelið — að erfið-
um lánakjörum slepptum.
Ég nefni þá áfengislöggjöfina.
Það er furðulegt að þau hótel sem
eiga að kallast 1. flokks, skuli
vegna áfengislöggjafarinnar ekki
geta selt áfengi allt árið. Vinsalan
er nú einu sinni grundvöllur veit-
ingarekstursins.
Við sem erum að burðast við
þennan rekstur úti á landi, fáum
ekki að sitja við sama borð og
hótelin I Reykjavik þegar vinsal-
an er annars vegar. Nú er ég ekki
að fara fram á að fá að halda hér
uppi bullandi vindrykkju, en ég
vil hafa leyfi til vinsölu allan árs-
ins hring”.
Mismunandi aðstaða
Árni sagði að góð og stóraukin
viðskipti Hótels Hafnar við
Ferðaskrifstofu rikisins á þessu
sumri hefðu mjög bætt rekstrar-
grundvöllinn.
,,En það er manni nokkur
þyrnir i augum, að önnur fyrir-
tæki hér hafa komið i kjölfar
þessa hótels og hafa með tilstyrk
rikisins komist framhjá þeim
miklu byrjunarörðugleikum, sem
eru að sliga þetta hótel hér.
Svo er annað, að enginn virðist
koma auga á, að hóteliö hér hefur
ekki aðstöðu til að gera neitt frek-
ar I þvi að laða hingað ferða-
menn. Hornafjörður býður upp á
feykilega möguleika. Það má t.d.
nefna sjóstangaveiði og siglingar.
Ot i þetta hefur enginn viljað
fara. Hér er engin hestaleiga,
engar skipulagðar jöklaferðir eða
aðstaða til skiðaferða.
En reyndar er ýmislegt hér tii
staðar, svo sem frábær golfvöll-
ur, þótt litill sé. Ég vil þá benda á
þá góðu aðstöðu sem hér er til
ráðstefnuhalds. 1 hótelinu sjálfu
er prýðilegt að halda allar smærri
ráðstefnur, svo sem 20-100
manna, en svo er hér rétt hjá nýr
gagnfræðaskóli með mjög góðri
fundaaðstöðu”. —GG
Nýi skuttogarinn
Hornfirðingar hafa eignast
skuttogara, Skinney SF-20, og er
hér verið að landa úr honum afla,
sem fékkst i fyrstu veiðiferðinni.
Fiskveiðar og fiskvinnsla er að
sjálfsögðu aðalatvinnuvegurinn á
Höfn og þaðan eru gerðir út
fimmtán stórir bátar, aðallega á
þorsk og humarveiðar. Allmikið
vantar á að þjónusta við bátana
sé nægilega góð og vantar m.a.
dráttarbraut. Verið er að reisa
verbúðir fyrir aðkomufólk, og er
þar bætt úr brýnni þörf.