Þjóðviljinn - 10.08.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 10. ágúst 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Tito: Ég á skammt eftir.en ég geri hvað ég get.
Júgóslavía má ekki verða
samfélag ríkra og fátækra
Þinghiísið i Belgrad. líining rikisins var i hættu og skammt liðið frá hjaðningavfgum.
Tilraunaland.
Jógóslavia hefur undir stjórn
Titos verið eitt af þeim samfélög-
um, sem mest hefur lagt stund á
þjóðfélagslegar tilraunir.
Júgóslavia hefur eftir strið geng-
ið i gegn um nokkur þróunarstig.
Fram til 1950 var stilað á
sósialisma undir sterku rikis- og
miðstjórnarvaldi að sovéskri
fyrirmynd. Þá hefst þróunarskeið
verkamannaráða i fyrirtækjum,
en þau fara þó enn með takmörk
uð völd. Með breytingunum á-
efnahagskerfinu 1965 hefst þriðja
þróunarskeiðið, sem einkennist af
þvi, að miðstjórnarvald rikisins
er brotið niður með róttækum
hætti og um leið hefst öflug og rót
tæk pólitisk kappræða sem ein-
kennist af stórum sveiflum og
miklum margbreytileik. En eftir
1970 tekur Tito upp baráttu gegn
þessum hliðum þessarar þróunar
og hefur sigur, sem staðfestur er
á flokksþingi 1974 og með nýrri
stjórnarskrá.
Viða hefur verið talað um það,
að þessi fjórði áfangi og sigur
Titos tákni afturhvarf til aukins
flokksræðis allt að þvi i stalinska
átt: strangari agi, meira mið-
stjórnarvald.
1 greinarflokki eftir Gert
Petersen, formann Sósialiska
alþýðuflokksins danska, sem
lengi hefur fylgst náið með
Júgoslaviu er reynt að svara
þeirri spurningu , hvað hinn
fjórði áfangi táknar. Hann neitar
þvi reyndar strax, að Júgóslavia
sé að verða „lokað” land i menn-
ingarlegu eða pólitisku tilliti.
Hann tekur þar dæmi af bóka- og
blaðavaldi — en gleymir þvi held-
ur ekki, að vinstrisinnuðum pró-
fessorum (Praxishópurinn) hefur
verið vikið úr starfi, og að á hinn
kantinn hefur verið þaggað niður
i króatiskum aðskilnaðarsinnum.
Athugun Gerts Petersens verður
rakin i stórum dráttum hér á eftir
og i næsta sunnudagsblaði.
Nauðsyn
valddreifingar.
Það sem gerst hefur á siöustu
árum i Júgóslaviu verður best
skilið ef menn halda sig að þeim
rauða þræði, sem einkennir alla
þróun Júgóslaviu: sjálfstjórnar-
sósialisma (samoupravni socij-
alizm á serbnesku).
Kenningin að baki þessa hug-
taks er sú, að firring manns og
starfsmanna i starfi, verði þvi
aðeins yfirbuguð að þeir sem
framleiða stjórni sjálfir fram-
leiðslu, dreifingu og hafi eftirlit
með skiptingu verðmæta þeirra
sem skapast. Firringin er stöðug
hætta (einnig undir sósialisma),
þvi að hinir ýmsu stjórendur
munu ávalt reyna að koma und
ir sig fótum sem „yfirmenn”,
„úthlutunarstjórar” osfrv.
Þvi verður að dreifa valdi i
samfélaginu, færa ákvarðanir
sem mest „niður á við”, til þeirra
sem verðmætin skapa. Þetta er
sú kenning sem júgóslavara hafa
glímt við siðan um 1950 og safnað
jákvæðri og neikvæðri reynslu,
sem hefur ráðið þvi hvernig þró-
unin skiptist i áfanga.
Á árunum eftir 1950 viður
kenndu menn að rikisvaldið hefði
mjög takmarkað starf verka-
mannaráðanna.Með þvi að sterkt
rikisvald var bæði einkenni
hinnar sovésku fvrirmyndar, sem
hafnað hafði verið, og vegna þess
að Marx og Lenin leggja i fræðum
sinum mikla áherslu á að „rikið
deyi út”, þá var nærtækt fyrir
júgóslavneska kommúnista að
tengja þróun verkamannaráð-
anna baráttu fyrir niðurskurði á
verkefnum rikisins. Þetta mótaði
og flokksstefnuskrána frá 1958,
sem vakti meðal annars óánægju
sovéska kommúnistaflokksins,
sem taldi þar mjög vikið frá fræð-
um réttum. Júgóslavar voru
heldur ekki allir á einu máli.
Maður eins og Djilas vildi um 1950
stefna á vestrænt flokkakerfi, en
menn eins og Rankovic héldu tiu
árum siðar fast við miðstjórnar-
kerfið. Báðir biðu ósigur.
Nokkru fyrir 1960 var svo hafist
handa um róttækan niðurskurð á
afskiptum rikisvaldsins, einkum
af efnahagsmálum. Fjár-
festingarsjóðir rikisins voru lagð-
ir niöur, aðeins var eftir skilinn
samjúgóslavneskur sjóður til að
jafna þróun i einstökum lýðveld-
um. Júgóslavia varð samfélag án
kapitalista, en þar rik-ti frjáls
markaðsbúskapur, seip aðeins
var takmarkaður af vissum opin-
berum afskiptúm af verðmyndun
— en slik afskipti þekkjast einnig
á vesturlöndum.
Atvinnuleysi
og misrétti.
Það var á þessum tima sem
júgóslavenskir farandvérkamenn
héldu i stórum stil 't-il Vestur-
-Evrópu. Afnám rikisfjá.rfest-
ingar og heildaráætlana og upp-
taka markaðskerfis . þýddi, að
fyrirtæki, sem stóðu höílum fæti i
samkeppni, gáfus't upp' og þau
sem vildu lifa af urðu að taka
mið af ágóða af rekstri fýrst og
fremst. Þetta leiddi til vélvæðing-
ar, hagræðingar og meiri fram-
leiðsluaukningar en þekktist þá
annarsstaðar i Austur-Evrópu.
En þetta kostaði einnig verulegt
atvinnuleysi (og þá landflótta) og
félagslegt misrétti.
Vinnubrögðin við þessu á
Vesturlöndum voru misjöfn. Þeir
sem leggja áherslu á persónulegt
frelsi eitt saman töldu þetta mjög
jákvæða þróun. Frjálsar umræð-
ur þróuðust i þeim mæli sem áður
varóþekktur um austanverða álf-
FYRRI
GREIN
una. Verkalýðsfélögin voru rót-
tæk i orði og verki. Verkföll urðu
viðurkenndur hluti kerfisins. 1
menningarumræðu og pólitik
blómstruðu allar jurtir, einnig
þær sem sumir teldu eitraðar.
Rýrnun rikisafskipta fylgdu og
þverrandi umsvif flokksins,
Kommúnistasambands
Gúgóslaviu.
Strlðsyfirlýsing Titos.
Það sem siðast var nefnt var
tengt þvi, að ólikir straumar
tókust á innan flokksins. Allt frá
Praxishópnum lengst til vinstri,
sem vildi afnema markaðskerfið
og koma á róttækri tekjujöfnun,
til flokksforystunnar i Króatiu.
sem fannst óeðlilegt að peningar
króata (sem hafa júgóslava mest
grætt t.d. á ferðamannastraumi,
þvi strandlengjan er mestöll
króatisk) færu til að lyfta undir
hin snauðari héruð Suður-Júgó-
slaviu (t.d. Makedóniu). Og enn
önnur viðhorf hafði serbneska
flokksforystan, sem taldi að enn
léngra ætti að ganga á braut
markaðsbúskapar til að flýta
fyrir velmegun landsmanna.
Á hinn bóginn gerðist ýmislegt,
sem varð til þess að vestrænir
sósialistar, sem hafa ekki hvað
sist hugann við félagslegt réttlæti
og manneskjulegar aðstæður á
vinnustað, glötuðu nokkru af
áhuganum á hinni júgósiavnesku
tilraun. Þessi sömu fyrirbæri
gerðu og Tito gramt i geði.
1 frægu viðtali við blaðið
Vjesnik 7. okt 1972 sagði hann á
þá leið, að hann væri orðinn
þreyttur á ástandinu, og hefði
ákveðið að einbeita sér að þvi að
breyta þvi, enda hefði hann ekki
mikinn tima til umráða. Þetta
var striðsyfirlýsing, en Tito hafði
þá þegar hafist handa. Það sem
helst var tekið eftir á Yesturlönd-
um var það, að Tito sagði ,.,að við
höfum gefið lýðræði of mikið
svigrúm áður en vegurinn til lýð-
ræðis hafði veriö ruddur”.
Kreppan i Króatiu.
Hverju reiddist Tito?
Fyrst og fremst var ævistarf
hans i hættu. „Bræðralag og ein-
ing” Júgóslaviu — algjör for-
senda þess að Júgóslavia gæti lif-
að af i heimi, þar sem ýmsir úlfar
ganga enn lausir — þessi eining
var i hættu vegna króatiskra
þjóðernissinna, sem i ræðu og riti
kröfðust séraðildar Króatiu að
S.Þ., eigin hers og minnkandi
framlags til smeiginlegra mála.
Um leið myrtu fasiskir útlagar úr
Ústasjasamtökunum júgó-
slavenska sendimenn erlendis og
ráku áróður meðal farandverka-
manna fyrir „frjálsri Króatiu”.
Menn mega ekki gleyma þvi, að
i heimsstyrjöldinni siðari stofn-
setti þýska hernámsliðið
króatiskt leppriki og hófust þar
fjöldamorð á serbum og svo
hjaðningavig. Það var mikið átak
að sameina þessar þjóðir (sem
reyndar tala sama mál,
serbó:króatisku) og striðsöxin er
ekki djúpt grafin.
Að visu kom ekki til boðaðs
allsherjarverkfalls i höfuðborg
Króatiu, Zagreb, og mátti það
verða Titó huggun. En flokksfor-
ystan i Króatiu var mjög á báðum
áttum i þessu gjörningaveðri
þjóðernissinna. Titó hlaut að
hugsa sem svo: Ég á skammt eft-
ir — hvað gerist þá?
Menningarbylting.
Onnur helsta ástæðan fyrir
reiði Titos var vaxandi misrétti i
skiptingu lifsgæða. 1 viðtalinu við
Vjesnik, sagði hann, að sig tæki
sárt til þess, við hve bág kjör lág-
launafjölskyldur byggju, meðan
aðrir rökuðu saman fé. t ræðu i
Prijedosama ár sagði hann m.a.:
„Hvernig getur það átt sér stað,
að sumir menn geta orðið svo rik-
ir, að þeir byggja sér villur við
ströndina og leigja út og geta
komist yfir tvo eða þrjá bila?
Hafa þessir júgóslavensku
miljónamæringar komist yfir fé
sitt með heiðarlegum hætti? Með
starfi sinu? Við leyfum ekki að
samfélag okkar breytist i sam-
félag rikra og fátækra”.
Með þessum beisku ummælum
fór Tito árið 1972 um borgir og
þorp og safnaði liði hjá verkafólki
til flokksdeilu sem ekki var vitað
hvernig færi, en hefði vel getað
minnt á menningarbyltingu á allt
öðrum slóðum. Baráttunni lauk
með sigri Titos og miklum breyt-
ingum á júgóslavneskri þjóð
félagsgerð. Forsendum þessara
breytinga er lýst i itarlegri
greinargerð, sem iögö var fyrir
flokksþingið 1974.
Hlutverk flokksins.
Þar er lögð áhersla á að menn
skuli halda áfram við niðurskurð
á rikisverkefnum, en að það sé
ekki nóg. Þvi að auðsöfnun á sér
stað undir öllum kringumstæð-
um, og ef rikið safnar ekki fjár-
magni, þá gera það sérstakar
stofnanir: bankar, trygginga-
félög, utanrikisverslurtarsam-
steypur osfrv.
Og þá taka þessar stofnanir sér
það vald, sem kapitalistar höfðu
áður og siðar hið sósialiska riki,
vald yfir framleiðslu samfélags-
ins. Þá verða forstjórar þeirra
„stjórnendur" i staðinn fyrir
skriffinna rikis og flokks, sem
fóru með vald þetta á fyrsta
skeiði byltingarinnar.
Ekki nóg með það. Leiðtogar
fjármögnunarstofnana munu af
félagslegum ástæðum og hefð
telja sig hafa sömu hagsmuna að
gæta og forystumenn stórra fyrir-
tækja (enda þótt siðarnefndir hafi
verið skipaðir af verkamanna-
ráðunum).Með öðrum orðum: til
verður forstjórahópur, sem tekur
sér vald yfir starfi manna og
reynir að taka sem mest til sin af
virðisaukanum.
Framhald á 22. siðu.