Þjóðviljinn - 10.08.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 10. ágúst 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Opinber stofnun
i Reykjavik óskar að ráða stúlku til skrif-
stofustarfa sem fyrst. Góð vélritunar-
kunnátta nauðsynleg og kunnátta i ensku
og norðurlandamáli.
Mjög góð vinnuskilyrði.
Umsóknir með upplýsingum um aldur menntun og fyrri
störf óskast sendar afgreiðslu blaðsins merktar ,,1000”
fyrir föstudaginn 20. ágúst n.k.
Þó að það sé litið á síð-
unni skuluð þið ekki ör-
vænta, þetta eru bara af-
leiðingar verslunarmanna-
helgarínnar. I næsta blaði
munu klásúlur vera 4 síður
og efni er tilbúið i heilt blað
þar að auki, en það efni er
ekki timabært að birta
strax, en i næsta blaði
verður efni sem á eftir að
endast (!?).Svo þið skuluð
biða spennt.
Frank Zappa tekur málin
Frank Zappa og
Mothers of Invention:
1966-1975
IILJÓMPLÖTUR MEÐ FRANK
ZAPPA OG MOTHERS OF IN-
VENTION
Freak Out (Verve 2LP) 1966
Absolutcly Free (Verve) 1967
Lumpy Gravy (Verve) 1967
1967
VVe’re Only In It For The Money
(Verve) 1967
Cruisin’ VVith Ruben And The
Jets (Verve) 1968
Uncle Meat (Bizarre 2LP) 1968
Mothermania (Verve) 1969
Burnt Weenie Sandwich
(Bizzare) 1970
Hot Rats (Bizarre) 1970)
Weasels Ripped My Flesh
Bizarre) 1970
Chunga’s Revenge (Bizarre)
1970
200 Motels (United Artists 2LP)
1971
Fillmore East June 1971
(Reprise) 1971
Just Another Band from LA
(Reprise) 1972
Waka/Jawaka (Reprise) 1972
Grand Wazoo (Reprise) 1972
Overnite Sensation (Discreet)
1973
Apostrophe (Discreet) 1974
Roy And Elsewhere (Discreet)
1974
One Size Fits All (Discreet) 1975
auk fjöldans alls af plötum sem
út hafa komið i Þýskalandi og
Hollandi, sem er bara saman-
safn af efni af þessum plötum
sem hér um ræðir. Annars verð-
ur vonandi grein um Zappa og
hljómsveitirnar hans einhvern
timan á næstunni.
P.S. Það var einn lesandi,
sem óskaði bæði eftir Chicago
greininni og plötulistanum hans
Zappa, segið svo aö það sé ekki
allt látið eftir ykkur! (Reyndar
er það nú hluti af hlutverki
minu).
Chicago var stofnuð árið
1968 af fjögurra manna
,,soul'' hljómsveit, sem í
voru Robert Lamm, hljóm-
borð: Peter Cetera, bassa:
Terry Kath, gítar: og
Daniel Seraphine,
trommur, ásamt Lee
Loughnane, trompet:
James Pankow: básúnu og
Walter Parazieder, önnur
blásturshl jóðfæri.
Á þessum árum var jazz-rock
að ryðja sér braut inn á popp-
markaðinn með Blood Sweat &
Tears i broddi fylkingar. Þeir
höfðu, áður en fyrsta platan kom
út, spilað viðs vegar á vestur-
strönd Bandarikjanna og hlotið
gott umtal og nokkrar vinsældir.
Það var nóg til þess að Jim
Guercio (hann hafði stjórnað
upptöku á „Blood Sweat &Tears”,
plötunni sem á voru t.d. „Spinn-
ing Wheel”, „You Make Me So
Very Happy” o.fl.) fyrrum með-
limur i Mothers of Invention og
viðfrægur upptökustiórnandi.
stjórnaði upptökunni á
þessari fyrstu plötu Chicago, og
hefur gert allar götur siðan, enda
ágætur við slikt. Þessi fyrsta
plata þeirra, sem hét „Chicago
Transit Authority” kom út svo 69
og seldist strax nokkuð vel.
„CTA” er tvimælalaust besta
plata Chicago, á henni er t.d. „I
’m a man” reyndar Steve Win-
wood lag) i frábærri útsetningu,
nú og svo eru þarna „Beginn-
ings”, „Does Anybody Know
What Time R Is?” og „Listen”
allt ágæt lög. Tónlistin er raunar
nokkurskonar blús með jazz ivafi
og hreinræktuðu rokki (Lamm).
En strax á annari plötunni
breyttu þeir svo yfir i Chicago-
rokkið sem þeir eru þekktir fyrir.
Á „Chicago II” eru góð lög, t.d.
„Make Me Smile” og nokkur
önnur. Þessi plata varð geysivin-
sæl og „Make Me Smile” var
spilað af öllum danshljóm-
sveitum hér á landi.
Næsta plata „Chicago III”
seldist ekki siður, en „II”, en var
lélegri (en það er vist enginn
mælikvarði fyrir vinsældir.)
Þeir hafa gert tilraunir siðan
með að rifa sig út úr hnignuninni
(músiklegu) en án árangurs.
Góð tónlist, vinátta innan
hljómsveitar og peningar eru
það, sem heldur hljómsveit gang-
andi. Ef eitthvað tvennt af þessu
vantar hættir hljómsveitin eftir
skamman tima, en ef eitthvað
tvennt af þessu er til staðar
heldur hljómsveitin oftast áfram
og ef allt þrennt er til staðar getur
hljómsveitin orðið langlif t.d.
Rolling Stones og Who. t Chicago
hafa þeir peningana og annað
hvort hinna að þeirra áliti.
Chicago, árið 1969
„Chicago V ” fjórða stúdió plata
þeirra, hitlagið „Saturday in the
Park” var á þeirri plötu. Lögin
orði-all lik, ekkert nýtt, allt gert
samkvæmt sömu formúlunni, og
gekk að sjálfsögðu vel. En um
getu þeirra sem hijóðværaleik-
arar má samt ekki efast, blás-
ararnir eru mjög góðir sérstak-
lega Parazieder og Cetera er
skemmtilegur basaleikari og
Seraphine hefur alltaf verið einn
af uppáhalds trommuleikurunum
minum.
,73 kom svo út platan Chicago
VI og skömmu siðar bættu þeir
við áttunda manninum i hljóm-
sveitina i kyrrþey, Laudir Soares
De Oliverina sem leikur á slag-
verk, en slikir hljómlistarmenn
urðu mjög vinsælir eftir að San-
tana varð vinsæl. Með honum
hafa þeir gefið út tvær plötur
„Chicago VII” og „Chicago
VIII”, en á þeirri siðarnefndu er
eitt mjög gott lag „Harry
Truman” og annað vinsælt „Old
Days”.
Ef Chicago gera ekki einhverja
stóra breytingu á næstu plötu
hljóta þeir að fara að hætta. En
fyrir alla muni verðið ykkur úti
um „Chicago Transit Authority”
hún á eftir að standast timans
tönn betur en nokkur hinna.
LP PLÖTUR CIIICAGO:
Chicago Transit Authority (CBS
LP) 1969
CHICAGO II (CBS 2LP) 1970
Chicago III (CBS 2LP) 1971
Chicago Livc At Carnegie Hall
(CBS 4LP) 1972
Chicago V (CBS ÍLP)
1972 Chicago VI (CBS ÍLP)
1973
Chicago VII (CBS 2LP) 1974
Chicago VIII (CBS ÍLP) 1975
Alhliöa
bifreiöaþjónusta
Smurstöö —
Hjólbarðaviðgerðir
Allar stærðir af hjólbörðum
Opið frá kl. 8 til 22 virka
daga og 9 til 19 laugardaga
og 13-19 sunnudaga
smurstöð
Höfn Hornafirði
Sími 8392
plöturýni
Trio AUKAATRIÐI
frá BILDUDAL:
/,Senjórinn" / Ráðskonan
mín rjóð og feit"
(Tal og Tónar TT 1100)
Fyrir rúmum mánuði var gef-
in út plata þessi með Trio Auka-
atriði frá Bildudal. A bakhlið
plötunnar stendur undir lögun-
um H. Magnússon og J. Garð-
arsson. Þar undir Ingvar Guð-
jónsson bassa og Skúli Magnús-
son trommur, frá hljómsveit-
inni Fjarkar, lesi svo hver það
sem hann vill út úr þessu, ég les
ekkert! En ég mundi ekki láta
birta mitt nafn á svona plötu,
þvi allir aðstandendur mega
skammast sin fyrir. Platan er
verr upp tekin en nokkuð annað
sem ég hef heyrt af islenskum
markaði siðustu ár. Þar sem
bæði upptaka og flutningur er
svo mikil hrákasmið er ekki gott
að dæma um það hvort hér séu á
ferðinni góð lög en textarnir
teljast nú vart meistaraverk.
Vonandi sjá aðstandendur þetta
og kippa plötunni af markaðn-
um!
Olesnar
bækur á
góöu veröi
Eigum ætíð talsvert
úrval af ólesnum og
nýlega útgefnum bók-
um á hagstæðu verði.
Litið inn og gerið góð
kaup.
BÓKIN H.F.
Skólavörðustíg 6
Sími 10680.