Þjóðviljinn - 10.08.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 10. ágúst 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Þeir skálmuðu eftir gang-
stéttinni sitt hvoru megin göt-
unar. Drógu á eftir sér trill-
urnar og keifuðu snjóinn. Nútim
inn skaust framhjá þeim, ýlfr-
andi og hvæsandi eftir miðri
götunni og orgaði á það
manneskjulega seinlæti að
draga á eftir sér ruslatunnur fet
fyrir fet. Þeir þokuðust vestur
götuna, hægt og bitandi, með
bilinn við hægri gangstétt, 8-
manna flokkur, i meiri hluta
eldri menn, sem voru aldir upp i
bændaþjóðfélaginu, og höfðu
lært átið með spæni i aski.
Hægramegin við götuna var
brött brekka, húsin stóðu yfir-
leitt nokkuð uppi lóðinni og
margar tröppur uppað hverju
húsi. Mennirnir fikruðu sig hægt
og varlega upp hálar og
klökugar tröppurnar. Þeir
gengu aftur á bak og drógu trill-
urnar. t fjærsta horni lóðar-
innar himdu öskutunnurnar eins
langt frá götunn,i og lóðarstærð
hvers húss gat frekast leyft.
Þeirslitu tunnurnar uppúr klak-
PÉTUR HRAUNFJÖRÐ:
MYNDIN
ánum, drógu þær úr snjónum og
settu þær á trillurnar. Niður
tröppurnar höfðu þeir trillurnar
með tunnunni á undan sér og
sigu á, en reyndu þó að halda
aftur af og i þyngdarlögmálið,
sem sagði áþreifanlega til sin i
flughálum tröppunum. Fyrir
aftan bilinn stilltu þeir sér upp i
einfalda röð, blésu úr nös og
biðu eftir þvi, að stólmaðurinn
losaði tunnurnar. Aldeilis var
það undravert, hvað þær gátu
verið þungar og illmeðfæri-
legar, þessar tunnur, svona
niður tröppur — i hálku og snjó
— þó ekki sé nú talað um
myrkrið að morgni dags fyrir
kaffið. Þú ert byrjandi i þessu
og kannt ekki réttu handtökin.
Það var stólmaðurinn, sem
talaði, samanrekið heljarmenni
undan Jökli. Það er einmitt
jafnvægið, sem skiptir öllu
máli. Fyrst verður leiðin að
vera hrein niður tröppurnar og
opið hlið útá götu — siðan
verður að beygja sig i mjó-
hryggnum og halda trillunni
eins neðarlega og mögulegt er,
fara þá niður eins greitt og
boginn hryggur og hnjáliðir
frekast leyfa. Lærdómurinn
felst einmitt i þvi að halda i við
þyngdarlögmálið með jafn-
væginu. Kannski má segja að i
þetta þurfi sæmilegan hrygg og
herðar, um fæturna tala ég ekki.
Það er auðskilið mál, að fóta-
lausir menn geta ekki verið i
öskunni.
Tunnan, sem var komin hátt á
loft, skall niður með brauki og
bramli, sentist úr stólnum og
hafnaði á hliðinni við fætur
byrjandans. Hann hrökk við og
hentist frá en lenti þá á næsta
manni fyrir aftan. Ég var búinn
að margsegja ykkur, s'tóllinn er
hættulegur, hrópaði stólmað-
urinn. Þið megið ekki standa
svona nálægt. Byrjandinn reisti
upp tunnuna og fór að tina upp i
hana draslið. Var þetta vinna
fyrir hann? Hefði ekki verið
betra áfram hjá sendiráðinu?
Hann sópaði saman eggjaskurn,
kaffikorg og ketbein, tiundaði
innihald tunnunnar og hugsaði
um framtiðina. Hvað mundi
biða hans i þessu starfi. Billinn
hafði haldið áfram vestur
götuna og honum yrði að ná til
að losa tunnuskrattann. Það
virtist ekki glæsilegt að eiga að
standa i svona samantekt, sist
þegar birti af degi, og borgar-
arnir kæmust á ról uppúr
kaffinu. Þetta var lika bölvuð
lygihjá blesanum i sendiráðinu,
að hann hafi verið i mótmæla-
göngunni, þó það kæmi svona út
á myndinni.
Hann hafði bara staðið við
gangstéttina og fólkið hafði fyllt
út i götuna, það var svo margt.
HUGI
HRAUNFJÖRÐ:
AFI
Yfir fjöllin fljótin sérð
og freðinn heiðardal
hann afi gamli forðum fór
með fátæklegan mal.
Að þjarka yfir móa og mel
i manndrápshriðarbyl
þó afa væri ekki um sel
var annað verra til.
I svartamyrkri sina leið
hann seiglast áfram þó
ekki væri gangan greið
og gatan full af snjó.
Hann afi að hungri öllu hló
og ekkert hirti um það
þvi andlegt fóður átti nóg
og Andarimur kvað.
Loks niður i byggð hann braust
og beint til kaupmanns tróð
fannbarinn fyrirvaralaust
þar fyrir honum stóð.
Hann afi bað um litið lán
til lags i búið þá
hann væri sjálfur einskis án
en átta börnin smá.
Hann kvað þó núna kæmu jól
hann kynni hóf um át
en það væri eins og sumar sól
að sjá öll börnin kát.
Þau veittu bænum birtu og yl
og blessun þessi skinn
hann ætti bara ekkert til
i allari hópinn sinn.
Hann afi kaupmann klökkur
bað
að krita þetta og hitt
þvi hungurvofan hyggði
' á það
að hitta á fólkið sitt.
Kaupmaður af kærleik brá
og kaldur gaf það svar
þitt hyski lifið láti þá ..
ég lána ekki par.
,\i- v’- ■
Hann afi kvaddi kaupmar:ns hag
og kjagaði burtu rór
en það veit enginn enr i dag •
hvert afi gamli fór.
Hann afi stór og sterkur var
og stóð gegn hverjum tvéim
en svo ei þunga byrði bar
að bera ekkert heim.
hverri
áttinni
Hentistefna
f eldhúsinu
Blað eitt i Stokkhólmi fékk svo-
fellda spurningu frá einum les-
enda sinna:
Hvernig er hægt að gera græn-
metismáltið bragðgóða án mik-
illar fyrirhafnar?
Blaðið svaraði: Með þvi að
bæta við hana steik.
Rökstudd
vísbending
Cr umboðsbréfi frá póststjórn-
inni i Livorno á Italiu til undirsáta
sinna:
,,Það verður einnig að tæma
póstkassa, vegna þess að það er
mögulegt að þeir séu fullir.”
UMBOÐ
KASK
fyrir Andvöku,
Samvinnutryggingar,
Alhliða verslun
Olíusöludeild ESSO
Skipaútgerð ríkisins,
Eimskip
og Skipadeild SIS
Hraðfrystihús.Saltfiskverkun
Skreiðarverkun
Mjólkursamlag — sláturhús
Mikið skal til
mikils vinna
Maður einn á Puerto Rico, Jose
Luis Morales, var nýlega
ákærður fyrir vopnað rán. Hann
hafði ruðst inn á bar og haft
skammbyssu á lofti og heimtað
kaldan bjór. Hann tæmdi svo
flöskuna með skotvopnið á lofti og
hvarf siðan út i myrkrið. Jose var
handtekinn nokkrum timum
siðar.
Verslun og veitingasala
Skaftafelli
Útibú Fagurhólsmýri
KAUPFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA
% »