Þjóðviljinn - 10.08.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.08.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1975. Vagn Lundbye gestur Norræna hússins Hefö og endurnýjun og hugsun indjána Miðvikudaginn 13. ágúst kl. 20.30 heldur Vagn Lund- bye fyrirlestur í Norraqna húsinu — gefst þá kostur á að hitta einn af dugmestu og eftirtektarverðustu höf- undum danskra samtíðar- bókmennta. Vagn Lundbye hefur á síðari árum gefið sérstakan gaum að vanda- málum minnihlutaþióða — grænlendinga, sama/ ind jána. Það er fyrir sakir þessara áhugamála, og svo norræns ferðastyrks, að hann heimsækir nú ísland. Á miðvikudaginn mun hann segja frá menningu og pólitískri frelsisbaráttu indjána Norður-Ameriku og sýna stutta kvikmynd sem hann hefur gert um rithöfundinn Albert Dam. Þjóð í háska Vagn Lundbye hefur kynnst kjörum indjána af eigin raun og lýst þvi sem fyrir hann hefur borið á ferðum hans i bókinni „Pen indianske tanke” (1974). Indjánar i Norður-Ameríku eiga útrýmingu yfir höfði, og niá vel bera sainan stöðu þcirra og eski- móa og sama. Indjánar búa á litlum, ófrjósömum og af- skekktum héruðum í Banda rikjunum, sem stjórnvöld þar liafa úthlutað þeim sem „verndarsvæðum”. En indjánar reyna á sjálfum sér vandamál Bandarikja samtimans: þeir eru fátækir, heilsufar þeirra er slæmt, iðnvæðing leiðir yfir verndarsvæði þeirra mengun og eyðingu náttúrunnar. Siðan meirihluta indjána Norður-Ameriku var útrýmt með grimmdarlegum hætti, hefur þessi þjóð verið hin vonda sam- viska opinberra aðila þar i landi, og mikil orka hefur verið i það lögð að leysa „indjánavanda- málið”. Menn hafa sent á vett- vang trúboða, boðið hefur verið upp á möguleika til menntunar, menn hafa reynt að draga ind- jána inn i iðnvæðinguna, en allt hefur þetta borið rýran árangur. Indjánarnir hafa þekkt óvin sinn, og beitt tregðuandófi gegn þvi að innlimast i bandariskt samfélag. Nú um stundir eru þvi til tvennskonar indjánar. Annars- vegar eru þeir sem hafa tileinkað sér bandariska siði og hafa látið USA gleypa sig! Á hina hlið finnum við indjána sem halda trúnað við fornar hefðir og ætta- samfélagið. Vegna þess yfirgangs og þeirrar þróunar,sem ógnar sjálfri tilveru indjána, hafa þeir indjánar þróast til róttækni sem trúnað halda við fornar hefðir. Þeir hafa bundist samtökum með AIM (American Indian Move- rhent) og látið til sin taka meðal annars með þvi að taka á sitt vald fangaeyna Alcatraz og hið sögu- fræga pláss Wounded Knee. örlæti og harka Styrkur indjánanna i baráttu gegn bandariskri kúgun hefur fyrst og fremst komið fram i samheldni þeirra.sem menn hafa af bandariskri hálfu reynt að brjóta niður með öllum ráðum. Indjánar sækja einnig styrk i sjálfan hinn indjánska hugsunar- hátt, sem er samofinn menn- ingarerfð þeirra. Það er einkum þessi hugsunarháttur sem Vagn Lundbye vill reyna að gera grein fyrir i fyrirlestri sinum. 1 bókinni „Den indianske tanke” spyr Vagn Lundbye á einum stað ungan indjána úr AIM, hver hún sé þessi indjánska hugsun. „Hún er liklega of einföld til að hvitir menn geli skilið hana, svaraði hann. Ilin indjánska hugsun þýðir blátt áfram að lifa með náttúrunni. Að menn taka ekki meira frá henni en þeir geta skilað henni aftur '. t lifnaðar- háttum indjána kemur samræmið við náttúruna fram i vixl- verkunum gjafmildi og grimmd- ar, i diaiektik sém hvitum mönnum hefur oft reynst erfitt að skilja, en þeir hafa einatl notfært sérgrimmd indjána sem átvllu lil að drepa þá um leið og þeir hafa látið sér sjást yfir það. að grimmdinni var ávallt haldið i jafnvægi við örlæti. Hinir róttæku telja, að hin indjánska hugsun hljóti i dag að felast i senn i baráttu gegn kúgun og viðhaldi gamalla hefða. Hvorttveggja er nauðsynlegt ef takast á að standa á sporði hinum ameriska risa. Ferill Sem fyrr segir er það forsenda þess að Vagn Lundbye getur lýst menningu og frelsisbaráttu indjána að hann hefur ferðast um lönd þeirra og kynnt sér hefðir þeirra. En segja má, að það liggi greinilegur rauður þráður frá fyrri verkum hans og til bókanna „Her ligger min yucca frugt” (smásagnaflokkur um menningu og sögu indjána sem kom út árið 1972) og svo til „Den indianske tanke”. Vagn Lundbye er fæddur árið 1933 og hefur hlotið kennara- menntun. Hann hóf ritferil sinn árið 1964 og hefur lifað af rit- störfum siðan 1967 Hann hefur unnið á mörgum sviðum — skrifað skáldsögur og textasöfn, einnig gert kvikmyndir og út- varpsleikrit. Höfundskapur hans tilheyrir hinni ungu kynslóð frá siðasta áratug, sem sótti inn- blástur bæði til beat-tónlistar, nýrra vimugjafa, og til tilveru- heimspeki, marxisma, nútima málvisinda. Vagn Lundbye: vandamál minnihlutaþjóða Kachinugrfmur — en kachinar eru sendiboðar guða til manna meðal hopiindjána. Myndin er úr bók Vagns um „Hina indjánsku hugsun Sfða úr bókinni um þjóðaratkyæðagreiðsluna um EBE: aÞhverju trufla myndirnar textann? , I fyrstu þrem bókum sinum, skáldsögunum „Signalement” (1966), „Mörkespil” (1967) og „Roman” (1968) vann hann fyrst og fremst að sjálfu skáldsögu- forminu. Bækurnar eru ekki með sama hætti i innra samhengi sem hefðbundnar skáldsögur eru i tima og rúmi Þeirra samhengi er fyrst og fremst tengt formi málsins, sem visar á mynd sögu- manns. En frásögnin er einatt tviræð, felur i sér marga mis- jafna athafnamöguleika. Það er þvi viðfangsefni lesandans að skapa samhengi, röð og reglu, þar sem textinn sýnist ekki hafa upp á slikt að bjóða. Best hefur þessi tækni heppnast i „Roman” — atburðarlausri lýsingu á tveim mönnum, sem flytja nautgripi, og konu i issjoppu úti i skógi. Bók sem smám saman þróast til dauðasýnar með heims-litamynd- um og ofbeldishrolli. Dauðinn og samkenndin Dauðinn er lika það sam- einandi þema i næstu bók Vagns Lundbyes, „Nico” (1969), sem er um leið sú bók hans sem er sist bundin hefð, að minnsta kosti að þvi er varðar uppbyggingu: tvisvar i bókinni er sama ljós- myndin af beatsöngkonunni Nico sem hringsól umhverfis dauðann, og fegurð hennar og fegurð tón- listarinnar verður honum fegurð tortimingarinnar. Textar bókar- innar lýsa einnig skyndireynslu af fegurð, sem er oftast tengd við ofbeldi eða dauða. Og þó ris af bókinni draumur Nico um mann- legt samfélag og nýtt mennskt tungutak. Draumurinn um samfélag, bræðralag, sem við rikjandi að- stæður verður byltingarhug- mynd, er sú hugsjón sem mestu ræður innan hóps pólitiskra hermdarverkamanna, sem koma fram i skájdsögunni „Smukke tabere” (1970). Sagan er lögð i munn eins af meðlimum hópsins, sem i fimmtiu dagbókafærslum skýrir frá baráttu hópsins við féndur utan hans sem innan. Næstum þvi allur hópurinn fellur i baráttunni (við rfkisstjórn og her), en það tekst samt að fram- kvæma áætiun lians: sprengju- árás á atómorkuver. í rás við- burða lifir hópurinn það, að hug- sjón hans um samræmisfulian samlcik manna rætist. Albert Dam Vagn Lundbye er með hugsunarhætti sinum og tækni dæmigerður fuiltrúi þeirrar kyn- slóðar rithöfunda, sem skrifa samtimis uppreisn æskunnar og Vietnamstriðinu. En hann er engu siður verndari hefða og viðhaldsmaður. Þetta kemur greinilega fram i bókum hans, þar sem hann notar með ýmsurn hætti málfar og áhrifabrögð frá eldri höfundum. Þetta kemur einnig greinilega fram i kvik- mynd hans um Albert Dam, sem sýnd verður að loknum fyrirlestr- inum á miðvikudaginn kemur. Albert Dam, sem fæddist árið 1880 og lést árið 1972, er einstakur rithöfundur, meðal annars vegna þess að hann vann sér ekki viður- kenningu fyrr en hann var kom- inn yfir fimmtugt. t reynd var það kynslóð ungra rithöfunda á sjö- unda áratugnum sem varð fyrst til að uppgötva hann. Vettvangur bóka hans er sveitin, eða um- hverfi utan við timann, og það er einkum tekið mið af þeirri reynslu andartaksins sem tengist við goðsögn og tilvistargrundvöll. Merkilegast er samt málfar hans, þar sem forneskjulegir og alþýð- legir þættir blandast saman við mjög persónulegan ljóðrænan stil. Skyldleikinn við list Vagn Lundbyes er augljós, og kvik- myndin um Albert Dam sem hann gerði 1969 má skoða sem yfir- lýsingu um sambandið milli hefðar og endurnýjunar, sem er hliðstæða við það sem hann hefur skrifað um hina nýju hreyfingu indjána. Á kosninganótt Bókarkorn sem Vagn Lundbye hefur sett saman um inngöngu Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.