Þjóðviljinn - 10.08.1975, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1975.
glens
Skotinn stóð við miðasöluna
og var eilifðartima að velta þvi
fyrirsér hvar hann ætti að sitja
i bióinu.
Englendingur sem stóð fyrir
aftan hann sagði þá óþolin-
móður:
— Það segi ég satt, að heldur
vildi ég hafa tiu englendinga
fyrir framan mig en einn skota.
— Já, þetta sögðu þýskararn-
ir lika i eyðimerkurstriðinu,
sagði skotinn og glotti.
Englendingurinn ætlaði að
komast inn á krána ,,St. Georg
og drekinn’* En þar var fyrir
kona sem varnaði honum inn-
göngu: — Við erum búin að
loka! Burt með yður.
— Afsakið, sagði englending-
urinn. — Er St. Georg ekki
heima?
Það versta við þessar
pólitisku skritlur er, að sumar
þeirra eru stundum kosnar á
þing.
Gamli nirfillinn var i göngu-
ferð uppi i sveit með konu sinni,
þegar stór og glæsilegur bill
renndi sér upp að vegarbrúninni
og maður sté út úr honum.
— Nei, þetta er yfirlæknirinn
á sjúkrahúsinu sem ég var lagð-
ur inn á i vor, sagði gamli
nirfillinn. — Heilsaðu nú læknin-
um kurteislega, Ólina min.
— Þér virðist hafa braggast
nokkuð vel, sagði læknirinn. —
Þér munið væntanlega að þér
lofuðuð að gefa hundrað þúsund
krónur til góðgerðarstarfsemi,
ef yður batnaði.
Gamli nirfillinn þagði andar-
tak og sagði svo:
— Þarna sérðu hvað ég var
ógurlega veikur, Ólina min.
I { I
ÍÉ zr^T^z -p | -| ^ i «'í I J!i
60RK,
Atíu
mínútna
fresti
Þegar sumaráætlun stendur sem hæst
flýgur Flugfélag íslands 109
áætlunarferðir í viku frá Reykjavík til
11 viðkomustaða úti á landi. Þetta
þýðir að meðaltali hefja flugvélar
Flugfélags íslands sig til flugs eða
lenda á tíu mínútna fresti frá morgni
til kvölds alla daga vikunnar.
Flugfélagið skipuleggur ferðir fyrir
einstaklinga og hópa og býður ýmis
sérfargjöld. Hafið þér til dæmis kynnt
yður hin hagstæðu fjölskyldufargjöld?
Ferðaskrifstofur og umboö Flug-
félagsins um allt land veita yður
allar upplýsingar.
FLUCFÉLAC UVNANLANDS
ÍSLANDS FLUC
Ótti viö vítaspyrnu
Kópal línan
Sumar’75
Kópal Dyrotex
Málningin, sem hlotið hefur viðurkenningu þeirra sem reynt hafa.
Kópal Dyrotex er framleidd hjá okkur í Kópavogi. Framleiðslan er
byggð á reynslu okkar og þekkingu á íslenzkum aðstæðum. Kópal
Dyrotex er akryl málning til málunar utanhúss, — málning með
viðurkennt veðrunarþol. Hressið upp á útlitið með Kópal Dyrotex.
Kynnið yður Kópal litabókina og athugið hina mörgu fallegu liti,
sem hægt er að velja.
Veldu litina strax, og málaðu svo einn góðan veðurdag.