Þjóðviljinn - 16.08.1975, Síða 12

Þjóðviljinn - 16.08.1975, Síða 12
WÐVIUINN Laugardagur l(i. ágúst 1S75 Vísir eða Nýr Vísir Deilan snýst um hvort blaðið verður prentað á undan Þaö er nú ljóst aö forráöa- menn Visis og Reykjaprents h.f annarsvegar og forgöngu- menn nýs siödegisblaös og meirihlutamenn i Járnsiöu h.f. ætla aö berjast um for- gangsaöstööu i Biaöaprenti. Báöir þessir aöilar hafa ritaö stjórn Blaðaprents bréf þar sem þeir véfengja rétt hvor annars, og viröist ekki annaö sýnna en aö deilan komi fyrr en siöartilúrskuröardómstóia. Að þvi er blaðið kemst næst telur stjórn Reykjaprents að hún þurfi ekki að þola það að annað siðdegisblað verði prentað á undan Visi og er það stutt þeim rökum að i stofn- samningi Blaðaprents sé ein- vörðungu talað um Visi, Al- þýðublaðið, Timann og bjóð- viljann og i samkomulagi um forsendur samstarfs þessara fjögurra blaða komi fram að Visir þurfi ekki að þola slika meðferð. tbréfinumunu koma fram efasemdir um réttmæti hlutabréfasölu Járnsiðu h.f. til Jónasar Kristjánssonar og Sveins R. Eyjólfssonar og fleiri ásakanir. Sveinn og Jónas telja sig aftur á móti i fullum rétti, hafa 3/5 hluta hlutabréfa i Járnsiðu á sinum snærum, auk þess sem hluta- bréf Járnsiðu i Blaðaprenti eru nú á þeirra nafni. Deilan stendur aðallega um það hvort blaðið fæst prentað á undan og er stjórn Blaða- prents nú vandi á höndum að úrskurða um það, og verður það ekki gert fyrr en að nánar athuguðu máli, en Jónas og Sveinn knýja á um skjóta ákvörðun, enda stefna þeir enn að þvi að koma Nýjum Visi út um næstu mánaðamót. — ekh. Valdarán í Bangladesh í nótt Fall Mujibur Rahman veikir áhrif Indverja NÝJU DELHI 15/8 — Valdarán var framiö i Bangladesh i nótt, og var leiötogi landsins, Mujibur Rahman, tekinn af lifi, en herinn tók öll völd i sinar hendur undir forystu viöskiptamálaráöherr- ans, Khondakar Mushtaque Ah- med, sem haföi veriö náinn sam- starfsmaöur Mujibur Rahmans i Mujibur Rahman. mörg ár. Eftir valdarániö hófust nokkrar róstur i landinu og hermdu óljósar fregnir i dag aö 200 fylgismcnn Mujibur Rahmans heföu látiö lifiö. Valdaránið var framið kl. hálf sex i morgun að staðartima (hálf ellefu i gærkvöldi að islenskum tima), og voru fregnir i fyrstu mjög óljósar. Fyrsta fréttin barst frá sendiráði Bandarikjanna i Dacca til utanrikisráðuneytisins I Washington, og skömmu siðar heyrðist i Indlandi til útvarpsins i Dacca. Samkvæmt fréttaskeyt- um indversku fréttastofunnar PTI skýröu fréttaritarar hennar i Dacca frá þvi að skothrið hefði heyrst þar i borg skömmu eftir miðnætti. Eftir það rofnaði allt samband við Bangladesh, en nokkru siöar tilkynnti útvarps- stöðin I Dacca að Mujibur Rah- man hefði verið liflátinn og stjórn hans steypt. Sagt var að Khon- dakar Mushtaque Ahmed væri orðinn forseti, og skorað var á þjóðina að sýna stillingu og vinna með hinni nýju stjórn. Lýst var yfir útgöngubanni I landinu. Engar nánari fréttir bárust af endalokum Mujiburs Rahman, en fregnir um skothriö I Dacca þóttu benda til þess að lifverðir hans hefðu veitt mótspyrnu. Flugvellir i Bangladesh eru lokaöir og ekk- ert samband við landið. Bangladesh er eitt af þéttbýl- ustu og fátækustu löndum heims. Það er aðeins 144 þúsund ferkiló- metrar að flatarmáli, en ibúar þess eru 72 miljónir aö tölu. bangað til 1971 var landið hluti af Pakistan, en Ibúa þess, Bengali, hafði lengi dreymt um aukna sjálfstjórn og jafnvel sjálfstæöi, og var Mujibur Rahman einn helsti leiðtogi þeirra. 1 kosningunum i desember 1970 vann Awami-bandalag Mujiburs Rahmans stórsigur og fékk næst- um öll þingsæti landsins, sem þá var nefnt Austur-Pakistan. En i mars 1971 lét Yahya Khan, forseti Pakistans, setja hann i fangelsi. Hann var dæmdur fyrir lokuðum dyrum og var dómurinn aldrei birtur, en hann sagði siðar sjálfur að hann hefði verið dæmdur til Framhald á bls. 10 dluti af stöövarhúsinu þar sem hornsteinninn var lagöur í gær. „Traustir skulu horn- steinar hárra sala” — Forseti tslands lagði hornstein að stöðvarhúsinu i Sigöldu i gœr Eftir helgina birtast hér i blaö- inu myndir og frekari frásögn af athöfninni og framkvæmdum viö Sigöldu. • — hm „Ljúft er og skylt aö þakka hverjum og einum, sem hér legg- ur hug og hönd aö verki, hvert hollráö, hvert handtak, sem aö baki liggur þessum áfanga, og óska góös fram á veg. Þær þakkir og hamingjuóskir ber ég nú fram Portúgalir vikja bráðabirgðastjórn til hliðar Taka í sínar hendur alla stjórn Angólu LUANDA 15/8 — Portúgalar tóku i gær i sinar hendur beina stjórn nýlendu sinnar Angólu og viku þannig til hliðar bráöabirgða- stjórninni, sem átti aö fara meö völd þar, þangaö til Angóla fengi sjálfstæöi næsta nóvember. Ernesto Ferreira Macedo hers- höfðingi, landstjóri portúgala i Angólu, sagði i útvarpsræðu I gærkvöldi að hann tæki I sínar hendur öll völd bráðabirgða- stjórnarinnar. 1 þessari stjórn áttu sæti, auk hans, fulltrúar þeirra þriggja sjálfstæðis- hreyfinga sem nú berjast um völdin i landinu. Macedo sagði að sú stjórn væri ekki lengur starf- hæf vegna bardaganna, og nú tæki hann einn alla ábyrgð á þvi að halda uppi lögum og reglu. Fréttamenn I Lissabon töldu að með þessari aðgerð ryfi Macedo hershöfðingi I rauninni það sam- komulag sem gert var milli portúgala og sjálfstæðishreyfing- anna þriggja um framtið landsins I janúar. Þar var svo kveðið á að fulltrúar sjálfstæðishreyfinganna þyrftu að samþykkja allar breytingar á stjórn landsins. Areiðanlegir heimildarmenn töldu að með þessu vildi Macedo fyrirbyggja einhliða sjálfstæðis- yfirlýsingu af hálfu vinstri hreyfingarinnar MPLA. Strax eftir ræðu Macedos til- kynnti stjórn MPLA að hreyfingin myndi ekki hætta þátttöku sinni I bráðabirgðastjórninni né bregö- ast þeirri ábyrgö sem hún hefði Framhald á bls. 10 til allra sem hér mega sjá árang- ur sins erfiöis. Ég óska Lands- virkjun og þjóöinni allri til hamingju meö þetta mikla orku- ver sem vissulega mun marka þáttaskil i lifsbaráttu hennar. Ég óska þess aö hús þaö sem hér er að risa svo og Sigölduvirkjun öll, ein mikilfenglegustu mannvirki á landi voru, standi sterk og traust og reynist islensku þjóöinni sá aflgjafi sem vonir hennar standa framast til. Traustir skulu horn- steinar hárra sala.” Þannig lauk forseti Islands ávarpi sinu er hann hafði lagt hornstein að Sigölduvirkjun I gær. Athöfnin við virkjunina hófst með þvi að Jóhannes Nordal formaöur stjórnar Landsvirkjunar flutti ávarp, en að þvi loknu lagði for- seti Islands, dr. Kristján Eldjárn, hornstein að mannvirkinu. Við hóf eftir athöfnina flutti Eirikur Briem framkvæmdastjóri Lands- virkjunar og dr. Gunnar Thor- oddsen iðnaðarráðherra ávörp og lýstu mannvirkjum og gagnsemi þeirra. Siöan var gestum boðið að skoöa virkjunarframkvæmdir við Sigöldu og eftir þaö ekiö að Búr- felli þar sem þeir skoöuðu mann- virki og þáðu hressingu gest- gjafa. Að þvi loknu var ekiö til Reykjavikur. Blöðin hœkka um 100 krónur Verðlagsyfirvöld hafa leyft 100 kr. hækkun á ákriftar- gjöldum dagblaöanna. Hækkunin tók gildi i gær, 15. ágúst, þannig aö áskrift dag- blaðanna I ágúst veröur kr. 750, en kr. 800 eftir þaö. Handtökur 1 Chile SANTIAGO 14/8 — Lögreglan i Chile hefur handtekiö 44 prófessora, stúdenta og starfs- menn við háskóla landsins, og hafa talsmenn stjórnarinnar staöfest þá fregn. Þessir menn voru hafðir I haldi á heimilum sinum á mánudaginn og var þeim gefið að sök að hafa rofið bann það við allri stjórn- málastarfsemi, sem verið hefur i gildi siöan herforingjarnir frömdu valdaránið fyrir 23 mánuðum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.