Þjóðviljinn - 17.08.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.08.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 17. ágúst 1975 WÓÐVIL.IINN — StÐA 11 LOKSINS! Fyrsta breiöskífa Spilverks þjóöanna væntanleg bráölega Stuðmannaplatan „Sumar á Sýrlandi” hefur nú selst i fimmþúsund eintökum, að sögn útgefanda, og er það nokkuð gott á islenskum markaði. Steinar Berg er útgefandi Stuðmannaplötunnar ásamt fleirum. Hann sagði ennfremur að von væri á fleiri plötum, sem hann stæði að. Þar er fyrst að nefna það sem er mest spenn- andi, það er fyrsta plata Spil- verks Þjóðanna, stór plata, en hún kemur væntanlega eftir um það bil mánuð. Aðrar plötur eru svo ný stór plata frá Þokkabót og stór plata frá Hljómsveit Ingimars Eydal. Er greinilegt að hér er komin sterk hljómplötuútgáfa, sem á vonandi eftir að lifga enn meir upp á þlötumarkað okkar, sem blómstrar þessa dagana. NY PLATA FRA MEGASI 1 lok ágúst er væntanleg breiðskífa með trúbadornum Megasi. Plata þessi mun heita „Millilending” og gefur Demant h.f. hana út. A henni eru þessi lög: hlið I: Jónas Ólafur Jóhannesson frá Hriflu / Súlnareki / Ég hef ekki tölu / Erfðaskrá / Ég á mig sjálf (söngurinn hennar Diddu) og hlið II: Ragnheiður biskupsdóttir / Sennilega það siðasta (víkingurinn um og eftir fráfall sitt) / (fjögurmiljóndollara- ognlutíuogniusenta) Mannúðarmálfræði / Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig. Og um það bil mánuði eftir mun koma út önnur plata frá Megasi, litil plata með lögunum „Spáðu I mig” og „Komdu og skoðaðu i kistuna mina”. „Spáðu i mig” var reyndar á fyrri plötu Megasar, en þeir sem hafa heyrt útkomuna á þvi lagi þar skilja út af hverju það kemur aftur. „Komdu og skoðaðu...” er ekki sama ljóðið og i þjóðvisunni! Annars verður meira um plötu þessa í næsta blaði, en þá mun Megas sjálfur ræða um hana. Að lokum skulum við birta sýnishorn úr einu ljóðanna á plötunni, annað erindið úr „Ragnheiði biskupsdóttur”: i skammdeginu vildi henda’ að viiltust bestu menn, og var oft fyrir kvenlikami I rúminu, en milli draums og veru þeir vissu óglögg skil og voru sist að kanna þau i húminu. Framhaldið geta menn svo heyrt þegar platan kemur út. Og eitt enn: Undirleik á plötunni annast hljómsveitin Júdas, með ágætum. (Mikið var sjónvarpsþátturinn annars leiðinlegur). Ljóðlinurnar hér að ofan eru birtar með leyfi höfundar. (Copyright 1972 & 1973 Magnús Þór Jónsson). MEIRI PLOTUR! Tii viðbótar við þær aðrar plötufréttir hér á siðunni er svo sem hér segir:Bjarki Tryggvas. er á plötu sem Demant gefur út bráðum, og eru lögin „Wild Night” (Van Morrisson) og „Hver ert þú” (Tequila Sunrise Eagles). Demant hf vildi einnig að ég kæmi þvi á framfæri að enginn slagur hafi átt sér stað um útgáfu á væntanlegri breið- skifu frá Þokkabót, heldur hefðu þeir (Demant) einfaldlega gert Þokkabót tilboð. Demant gáfu út Borgis-plötuna i siðustu viku. Jóhann G. Jóhannsson er að byrja að taka upp litla plötu og stóra i Hljóðritun. Aðrir sem hafa tekið þar upp eða eru búnir að panta tima eru Pálmi Gunnarsson og hljómsveit hans, Litið Eitt, Dögg og Brimkló, sem eru svona að dunda við að taka upp stóra plötu. Annars er enski upptökumaðurinn Anthony Cooke ennþá hjá þeim og mun vera áfram aö sögn Sigurjóns Sighvatssonar eins af eigendum Hljóðritunar. CHANGE Þó að Demant hafi auglýst Change i siðasta sinn að Festi nú um helgina, verða þeir fram til 1. septemver. Reyndar er það ekki full sök Demants að aug- lýsa svona, þvi að framlenging- in var ekki á hreinu fyrr en i lok vikunnar. Change-platan „Ruby Baby” virðist ekkert hreyfast til ÁFRAM! vinsælda. Af þeim poppblöðum sem ég er áskrifandi að, hefur ekkert þeirra minnst hið minnsta á plötuna og hún hvergi dæmd. Þvi er varla við þvi að búast að Change verði heims- frægir af þessari plötu. 1 næsta eða þarnæsta sunnudagsblaði verður ættartré Change. Önnur Lónlí blú bojs plata? Hljómar eru um þessar mundir að gefa út syrpu af plöt- um. Fyrir nokkru kom út breið- skifa með 14 fóstbræðrum, og i þessari viku er væntanleg plata frá Haukum, litil, með laginu „Return to Sender” (Presley- lag) i islenskri þýðingu Þorsteins Eggertsssonar og ber islenska heitið „Þrjú tonn af sandi”, og á hinni hliðinni er svo lag eftir hljómborðsleikara hljómsveitarinnar. Svo kemur plata með söngsveit sem nefnir sig Randver. Eru þeir kumpánar frá Hafnarfirði, og verður plata þeirra með islenskum textum. Er hér um að ræða breiðskifu. Lónli Blú Bojs platan „Stuð, stuð stuð” hefur nú selst i vel rúmlega fimm þús- und eintökum að þvi er mér skilst. Sögusagnir herma lika það að þeir séu i London að taka upp aðra breiðskifu, svona i skömmtum. Ég vona að það sé satt. Annars er einn af eigend- um Hljómafyrirtækisins nú bú- settur i London einsog flestir vita og er að taka upp sólóplötu ásamt öðru. SUPERMAN Nú i vikunni mun Paradis gefa út fyrstu plötu sina. Er hér um að ræða tveggja laga plötu með lögunum „Superman” sem er eftir einhverja Vidalis og Haubrick, og „Just Half Of You”. Platan verður gefin út af þeim sjálfum, enda er Pétur Kristjánsson hinn eldri kominn með eigin skrifstofu i nýja æf- ingaplássinu. Annars er Pétur nýkominn að utan með nýjar græjur upp á 2 miljónir! Skyldi bransinn bera sig? Paradis er svo að fara i allsherjar lands- reisu á næstunni, en ég bara náði ekki i neinn i tæka tið til þess að fá upplýst hvar og hvenær þeir leika. Kobbi kominn aftur! Jakob Magnússon er kom- inn til Islands á ný, nú með White Bachman Trio ásamt fylgdarliði. Þeir sem er með honum að þessu sinni eru: John Gibling, bassaleikari, Preston Ross Hayman, trommuleikari, Ron Mason, gitarleikari, og söngkonurnar Diane Stewart og Gloria Jones. John Gibling og Preston voru með Jakobi i hljómsveitinni Flash ásamt Peter Banks og Sidney Jordan en Preston kom einnig til landsins með Jakobi i siðustu ferð, er hinn frábæri Long John Baldry og River Band komu. Um Ron Mason veit ég hins vegar ekkert enn, en ef þetta eru þær sömu Gloria Jones og Diane Stewart og ég held, þá eru þær þekkt- astar af liðinu. Gloria Jones var til dæmis i T. Rex og hefur auk þess gefið út stóra sóló- plötu. Diane Stewart var til að byrja með i Airforce og hélt svo áfram i hljómsveitum með Graham Bond og var svo smá- tíma i Gong. Báðar stúlkurnar eru svartar. River Band-ið hinsvegar virðist vera i dái eftir hina hálfmisheppnuðu Islands- reisu. Ég hef hvergi rekist á auglýsingu i enskum popp- blöðum þess efnis að River Band eða Long John komi fram. White Bachman hljómsveit- in verður hérna eitthvað fram i september. Er þegar búið að ákveða hvar spilað verður um helgar, og er það sem hér seg- ir: (15/8) föstudag, Höfða- borg, Hofsósi, (16/8) laugar- dag, Skjólbrekku, Mývatns- sveit, (17/8) sunnudag, Sjall- anum, Akureyri, (22/8) föstu- dag, Neskaupstað, (23/8) Yalaskjálf Egilsstöðum, (24/8) Hótel Saga, Reykjavik og (30/8) laugardag, Festi. Grindavik. Inn i þetta eiga svo eftir að bætast rúmhelgir daga, en ekkert er ákveðið með þá enn. I næsta blaði verður svo vonandi nánari kynning á liðinu og myndir. Með hljómsveitinni i þessari reisu verða t.d. Steinunn Bjarnadóttir, reviusöngkona, en það var hún sem söng „Strax i dag” á „Sumar á Sýrlandi”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.