Þjóðviljinn - 17.08.1975, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.08.1975, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 BOB DYLAN &BAND: Jhe Basement Tapes” (Columbia/Faco) „Basement Tapes” hafa loks- ins verið gefin út á samnefndri plötu. Plata þessi á langa sögu að baki og flest Dylan-lögin t.d. komiðútá „bootleg”-gjum. Þó að upptöku hljómurinn sé hreinn og skir á þessari plötu er eitt annað, sem hálfpartinn dregur hana ofan i svaðið, en það er niðurröðunin á lögunum. „Troubled Troubador” hét aðal-,,basement tape”-boot- leggurinn og er sú plata einföld, einungis með lögum eftir Dylan. Þar eru ellefu lög, en einungis 9 af þeim eru á þessari. Lögin sem vantar eru „I Shall Be Released” og „The Mighty Quinn”! Reyndar eru þau til i öðrum og miklu lé- legri útgáfum. En þau vantar, ef platan á að standa undir nafninu. A „Basement Tapes” eru 16 Dyl- an-lög, 11 af þeim eru á fyrr- nefndum „bootleg” og 3 á öðrum sem heitir V.D. Waltz”. En hér kemur svo niðurriðunin á „Base- ment Tapes”. Fyrsta lagið er „Odds & Ends” (hefði verið gott nafn á plötunni) og það var á „VD”. Lagið er rokk og Bandið og Dylan malla, miklu betri útgáfa en á „VD”. „Orange Juice Blues” er Band-lag sungið af Richard Manuel, mjög gott blúslag. Næst kemur svo „Million Dollar Bash”, Dylan-lag, eitt af skemmtilegri lögunum (af „TT”). Dylan syngur eins og á Blonde On Blonde og eldri plöt- um. (Reyndar eru öll lögin á þessari plötu fráJiö og 69). Text- inn er góður að vanda Dylans. Næst er svo Band-lag „Yazoo Street Scandal”. Lélegt. Fárán- legtað hafa Dylan og Band svona til skiptis. „Goin To Acapulca” er rólegt og fallegt Dylan-lag i stil við „I Shall Be Released”. Garth Hudson og Robbie Robertson eru mjög góðir á plötunni, Garth á orgel og Robbie á gitar. Lagið minnir mig að ég hafi heyrt áður á Dylan-plötu. Hlið eitt lýkur svo með Band-lagi, „Katie’s Been Gone”. Hlið 2 byrjar á „Lo and Be- hold”, lag sem margir hafa tekið áður. önnur upptaka heldur en á „TT” og Johnny Cash syngur með i viðlaginu, þó það komi hvergi fram. Tekst mun betur upp en á „Nashville Skyline”. Skemmtilegur texti. „Bessie Smith” er skemmtilegt Band-lag, eina Band-lagið á þessari hlið. Band hefðu frekar átt að hafa eina heila hlið. „Chlotes Line Saga” er næst. Var fyrst á „VD”. Textinn er bara þrugl, blúslag með góðum takti Apple Suckling Tree” var lika á „VD”; það minn- ir m,ann dálitið á John Lennon þegar hann er að rokka, sérstak- lega á Beatles-„bootleggjunum.” Ekta Ringo-taktur á trommunum og allt mjög skemmtilegt. „Please Mrs Henry” var á „TT” en er hér i annarri upptöku. Dyl- an dregur röddina i „Dylan talking blues”- stil. „Tears of Rage” kemur örugglega út á litla plötu. Besta rokklagið á plötunni, Dylan syngur i ekta Band-stil. Mér hefur aldrei þótt þetta Band- Bob Dylan samband skemmti- legt; þegar Dylan syngur með Band breytist hann bara i einn meðlim hljómsveitarinnar. „Tears of Rage” er eitt allra besta lag Dylans/Bands. Góður texti. Hlið 3: Fjögur Dylan-lög og tvö Band-lög. „Too Much Of Not- hing” er lagið sem Peter Pal og Marv gerðu vinsælt. Allt önnur upptaka en á „TT”. Miklu lé legri. „Yea! Heavy & A Bottle Of Bread” — skritið nafn á lagi og skritnum texta, og skritið lag. „Ain’t No More Cane”: Band, gott. „Chrash on the Levee” („DoQn in the Flood”) vel sungið, einfalt spil og góður texti. „Ruben Remus”: Band. „Tiny Montgomery” er ekki heldur i sömu útgáfu og á „TT” ekta fylli- bytturödd og furðulega lélegar bakraddir. En lagið og textinn er gott. Hlið 4 hefst svo á besta laginu, „You Ain’t Goin Nowhere”, i góðri útgáfu. Söngur Dylan’s af- slappaður og útsetningin minnir meira á Byrds - útsetninguna heldur en útgáfuna á „TT”. CBS gefur þetta frábæra lag vafalitið út á litla plötu, vona ég allavega. „Don’t Ya Tell Henry” er sungið af Band,en textinn er eftir Dylan. „Nothing Was Delivered” er eitt af þessum ekta Dylan-lögum, ró- legt með góðum texta, röddin dregin og góð. „Open The Door Homer” hét áður „Open the Door Richard”. Gott, ekta Dylan-lag, enda hefði þessi plata ekki verið gefin út ef um lélegt efni væri að ræða og þvi siður að popppressan væri sifellt að staglast á þvi. „Long Distanee Operator” er Framhald á 22. siðu. Blood Sweat &Tears: / „New City” (Columbia/Faco) Blood Sweat & Tears eiga langa og misjafna sögu að baki, bæði i hljómplötum og lið- skipan. Blood Sweat & Tears var stofnuð árið 1967 sem fjögurra manna rokk-hljóm- sveit undir stjórn Als Kooper, orgelleikara, sem meðal annars hafði leikið með Dylan á „Blonde on Blonde”. Aðrir voru Jim Fielder, bassaleikari, sem áður hafði leikið með Mothers of Invention og Buffalo Spring- field.Steve Katz, gitarleikari og söngvari, áður með Blues Project, og Bobby Colomby, trommuleikara. Skömmu siðar bættu þeir svo við þremur blásurum og gerðu fyrstu plöt- una. Siðan kom önnur platan, Blood Sweat & Tears, með lög- um eins og „Spinning Wheer’, „Smiling Phases”, „And When I Die,” „God Bless The Child” og „You’ve Made Me So Very Happy”, og nýjum söngvara, David Clayton Thomas. AÍ Kooper var þá farinn til þess að gera plötu með Mike Bloomfield og Steve Stills (Super Sessions). David Clayton Thomas gerði 3 plötur með Blood Sweat & Tears áður en hann yfirgaf þá til þess að reyna sig sem „sóló-að- trekkjari,” sem mistókst. Blood Sweat & Tears hafa verið á niðurleið alla tið frá annarri plötunni þó BS&T 3 hafi verið mjög góð lika. Nú er svo komið að aðeins trommuleikarinn Bobby Colomby er aftur af fyrstu útgáfunni af Blood Sweat & Tears. t hljómsveitinni á þessari fyrstu plötu eftir að þeir endurheimtu David Clayton Thomas söngvara eru sem hér segir: Colomby, Thomas, Dave Bargeron á básúnum, túbu, trompet og slagverki, Larry Willis á hljómborð, George Wadenius á gitar og syngur, Tony Klatka á trompet, Ron McClure á bassa, Bill Tillman á saxofónum, flautu og syngur bakraddir, og Joe Giorgianni á trompet. „New City” er reglulega góð plata, hún er i beinu framhaldi af þvi sem þeir voru að gera er David Clayton Thomas hætti. Lögin eru vel valin, þarna eru t.d. „Got to get you into my life” eftir Paul McCartney (á Revolver), „Naked Man” eftir Randy Newman, „Applause” eftir Janis Ian og „Ride Captain Ride”. David Clayton Thomas hefur mér alltaf þótt nokkuð skemmtilegur söngvari og hann leikur sér að lögunum hérna. „Ride Captain Ride”, „Yester- day’s Music” (eftir Thomas sjálfan) og „Got To Get You Into My Life” yrðu góð á litlum plötum. Trommuleikur og bassaleikur er frábær og Willis er góður á hljómborð. „Ride Captain Ride” er gott diskótek- lag útsett af Bill Tillman. „Life”, eftir Allen Toussaint, er einskonar War-útsetning, en rödd Davids Claytons Thomas kemur upp um þá, litið annað en takturinn. Næst er „No Show”, eftir bassaleikarann Ron McClure. Lagið er „instrumental”, góður bassa- leikur að sjálfsögðu og flautu- leikur og gitarleikur. Lagið er i stil við margt af þvi sem er ver- ið að gera i djazz-heiminum i dag, þ.e.a.s. Ramsey Lewis, Chick Corea o.s.frv. A eftir þvi kemur gott lag með mjög góð- um texta, „I Was A Witness To A War”, útsetningin er eftir Larry Willis og er nokkuð „orkestral”. „One Room Coun- try Shack” er eftir John Lee Hooker, góðan blúsista af gamla skólanum. David nýtur i þessu lagi aðstoðar Davids Brom- bergs, en hann leikur á kassa- gitar og ddbrd og David syngur ekta blús. Það væri gaman að heyra Long John Baldry taka þetta lag en David er lika ágæt- ur blús-túlkandi og með aðstoð Brombergs er þetta frábært lag. „Applausé” er hér i mikilli út- setningu Tony Klatka og er nokkuð gott. „Yesterday’s Music” er mesta popplagið á plötunni i einfaldri útsetningu Dave Bargerons. „Naked Man” er i stórskemmtilegri léttri og vandaðri útsetningu Larrys Willis, örugglega það lag sem setur svip á þessa plötu. Textinn i „Naked Man” er stórgóður og fyndinn. Rió gæti örugglega út- fært þetta skemmtilega lika. „Got To Get You Into My Life” er i jafn öruggri útsetningu og þegar Joe Cocker tók „With A Little Help From My Friends”. Siðasta lagið, „Takin It Home”, er „instrdmental” eftir Bobby Colomby. Góð byrjun á nýjum ferli fyrir Blood Sweat & Tears ásamt David Clayton Thomas. Janis lan: „Between the Lines” (Columbia/Faco) Janis Ian er þjóðlagasöng- kona frá Filadelfíu sem 1967 átti lag háttá Bandaríska vinsælda- listanum, „Society’s Child”, en Ian var þá sextán ára. Frá 1967-1968 gaf hún út þrjár LP, „Janis Ian”, „For All The Sea- sons Of The Mind” og „The Secret Life Of J. Eddy Fink”, allar á Verve-merkinu. Siðan kom ekki nein plata með henni fyrr en 1974 er CBS gaf út „Stars”. „Between The Lines” er sem sagt 5. LP-platan henn- ar. Janis minnir oft á Joni Mit- chell og stundum á Melanie. Hún er afar þunglynd I textun- um á þessari plötu og I st.Il nokk- uð lik Jon Mark. Janis Ian er fyrst og fremst textahöfundur og söngvari, lögin sjálf eru aftur á móti slöpp, en með nokkrum undantekningum þó („At Seventeen”, og „Light A Light”). Efniviðurinn I flest öllum textunum á plötunni er hið brot- hætta samband kynjanna. Og „þemað” er „einmana”. David Bromberg Band: „Midnight On The Water” (Columbia/Faco) „Midnight on the Water” með David Bromberg Band er mjög góð. David Bromberg hefur ver- ið tiður gestur á bandariskum plötum sem gitar- dóbró- og mandólinleikari. A þessari plötu kennir margra grasa. Fyrsta lagið er „What A Wonderful World” eftir Sam Cooke, sama lagið og Bryan Ferry tók, en hér er það miklu skemmtilegra,- i þessu lagi nýtur hann aðstoðar meðal annarra Lindu Ronstadt, Bonnie Raitt, Jesses Eds David og Dr. Johns en Bromberg ber af þessum öllum og þrátt fyrir mörg góð og þekkt nöfn er hann langbestur á plötunni. „Yankee’s Revenge” er sam- bland af nokkrum irskum döns- um leiknum á fiðlur, „p e n n y w h i s 11 e ” (irsk hljóðpipa), gitar og mandólin, alls ekki neitt „Ynakee”-lag (nema að nafninu til). „I Like To Sleep Late In the Morning” er skemmtilegasta lag plötunn- ar, textinn „húmoriskur” og David syngur nokkuð likt John Sebastian. Lagið er eftir David Blue. „Nobody’s” ber nokkurn keim af Eagles enda stjórnaði Bernie Leadon úr Eagles ásamt Brian Ahern upptöku plötunnar og leika þeir báðir i nokkrum lögum. í „Nobody’s” syngur lika hin frábæra söngkona Emmylou Harris bakraddir. „Don’t Put That Thing On Me” er góður, léttur blús með góðu klarinett- og pianóspili (Dr. John), Linda Ronstadt og Bonnie Raitt syngja bakraddir. „Mr. Blue” er fallegasta lagið á plötunni. Bromberg nær hinni frábæru rómantik Dylan’s frá „Belle Isle’’ (á „Self Portrait”) og bætir hana jafnvel. Buddy Cage (úr New Riders of the Purple Sage) og Red Rhodes (úr hljómsveit Mike Nesmiths) leika á „stigna stálgitara” og Bernie Leadon leikur á gitar. Textinn er hjartnæmur sorgar- texti og lagið fellur fullkomlega að; frábær gifting. „Dark Hallow” er svo fjörugt ,,sveita”-lag eftir B. Browning. Buddy leikur á stiginn stálgitar og Evan Stover & Jay Ungar leika á fiðlur. „If I Get Lucky” er ekta þjóðalaga-blús eins og Dylan var með á fyrstu plötu sinni. Bromberg syngur lagið og spilar einn, hrátt og skemmti- lega. „The Joke’s On Me”, ann- að lagið sem Emmylou Harris syngur og aftur með sterkum Eagles-keim. Lagið er eftir Bromberg sjálfan, háðskur ástarblús. Siðasta lagið er svo titillagið „Midnight on the Water” sem er blanda af þrem- ur dönsum (Texas-Waltz”, og tveim irskum, „A Slow Air” og „A Slip Jig”). Bromberg leikur hér á fiðlu ásamt 2 öðrum, 2 á pennywhistle, og gitar, bassa, trommum og mellophon. Það sem fyrst og fremst er gott við þessa plötu Brombergs er hinn sjaldgæfi hreinleiki, góður söngur og gott spil á óraf- mögnuð hljómfæri. Með betri plötum ársins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.