Þjóðviljinn - 17.08.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 17. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
SIGURÐUR
BLÖNDAL
SKRIFAR:
DROTTINN GAF
DROTTINN TÓK
Sextiu hendur á lofti á sjálfu
Lögbergi. Hin mikla afmælis-
gjöf á ellefu hundruð ára
afmælinu. Fyrsta stóra
afborgun af skuld þjóðarinnar
við landið. Hrifning þúsunda,
sem horfa á sextiu hendur
hefjast á loft samtimis. Þessi
fögru orð. Þessi mikla sam-
staða. Einstakt. Aðeins um 50
milurnar hafði þetta gerst fyrr i
sjónmáliá timum þessarar kyn-
slóðar. Þrátt fyrir allt: A stund
um mikilla atburða gátu islend
ingar staðið saman. Jafnvel
Alþingi.
Leið nú þjóðhátið ellefu alda
byggðar. Og mánuðir i viðbót.
Erfiðir timar. Verðbólga.
Verðfall. Allt þetta, sem dynur
á islendingum með öruggu
millibili.
Liður haustið og kemur vetur.
Alþingi semur fjárlög. Auðvitað
þau hæstu i sögunni — eins og ný
fjárlög eru alltaf. Hver fjárhæð
til sérhverrar framkvæmdar
gegnumlýst og grandskoðuð.
Hin mikla þjóðargjöf er þarna
lika. Einsog hún var samþykkt
sextiu uppréttum höndum á
Lögbergi. Samþykkt núi annað
sinn — að þessu sinni við
Austurvöll.
Erfiðari timar. Meiri verð-
bólga. Meira verðfall. Og kemur
vor.
Enn samþykkt við Austurvöll
i fyrstu viku sumars. Taka skal
það, sem gefið var. Enginn timi
i sumarbyrjun að grandskoða
eða gegnumlýsa sérhverja fjár-
hæð til sérhverrar framkvæmd-
ar.
Þrfr og hálfur miljarður
skorinn án sundurgrein
ingar.
Hvað varðar Alþingi um smá-
muni? Aðrir sitji yfir smámun-
um. Til dæmis embættismenn.
Látum þá um þetta. Og fjár-
veitingarnefnd. Að visu ekki
sextiu hendur uppréttar núna.
En rúmar fjörutiu þó.
Loks á miðju sumri lokið
sundurgreiningu þriggja og
hálfs miljarðs. Alþingi .löngu
farið i fri. Alþingismenn ný-
búnir að skýra háttvirtum kjós-
endum frá þvi á ieiðarþingum,
að þeirrahöfn verði ekki skorin
ekki þeirra vegur, brú eða
skóli.
Næsta góða veðurdag lesa
háttvirtir kjósendur i blöðum:
Min höfn skorin, minn vegur,
brú og skóli! Þingmannsskratt-
inn laug þá að okkur, jafnvel
ráðherrann minn laug að mér.
Hann sagði einmitt, að min höfn
yrði ekki skorin. En nú stendur i
biöðunum, að hún verði samt
skorin. Þeir skuiu fá það borgað
i kosningunum!
En biðið við, stendur ekki
þarna:
Þjóðargjöf skorin tfu miljónir.
Er þetta satt? Jú, það stendur
þarna. Þjóðargjöf skorin tiu
miljónir. Reyndar. Þeir meintu
þá ekkert með þvi. Sextiu hend-
ur. Eða fjörutiu, réttara sagt.
Jæja, karlarnir. Létu sig hafa
það, skera afmælisgjöfina. En
þvi svona litið, úr þvi þeir skáru
á annað borð?
Veistu það ekki, lagsi?
Nei, ég hélt menn tækju ekki
aftur afmælisgjafir, allrasist
parta af þeim. Og þvi svona lit-
ið?
Auðvitað af þvi þeir eru litlir
sjálfir.
En vel á minnst: Var einhver
að spyrja um virðingu Alþingis?
Eftirmáli um
Grjótaþorpið.
Að visu eiga menn ekki
að skipta sér að þvi, sem þeim
kemur ekki við. Og kannski
kemur sveitamanni ekkert við
Grjótaþorp, Arnarhóll,
Bernhöftstorfa á Seltjarnarnesi.
En hvað koma þá seltirningum
við t.d. grenihrislur á Austfjörð-
um? Það er alltaf spurning,
hverjum kemur hvað við.
En það var þessi mynd-
skreytta blaðafrétt um Grjóta-
þorp á Seltjarnarnesi.
Verslunarhallir stað timbur-
kofa. Selskapur fyrir Morgun-
blaðshöllina.
Upp rifjaðist grein i ágætu
ensku timariti, ,,The Ecologist”
(„Vistfræðingurinn”), janúar
hefti 1974. Hún hét „Eyðilegging
borga”. Skýrt var frá þvi,
hvernig hver borgin af annarri i
Englandi er „jarðýtt” til þess
að reisa sviplausa versiunar
og skrifstofukassa eða tilbreyt
ingarlausar ibúðarblokkir eða
til þess að koma hraðbrautum
fyrir bila i gegn. Og kannski til
þess að verktakar hafi atvinnu.
Greinin i „The Ecologist” er
kynnt á forsiðu með þessari
setningu:
„Sprengjur Hitlers eða
borgarstjórnir.
Hver eyðileggur borgir okkar
núna?”
f
tsland slapp sem betur fer við
sprengjur Hitlers. Hinum enska
arkitekt, sem skrifaði greinina,
fyndist hann varla þurfa að
spyrja, ef Seltjarnarnes væri til
umræðu.
Sig. Blöndal.
Reffilegur
sígauna-
höföingi
Þessi maður heitir Petulengro
Lee og er einn af höföingjum
sigauna á Brctlandi. Hann er
myndaður á blaðamannafundi
þar sem hann mótmælir þvi, með
öðrum sigaunum, að fólk hans sé
hrakiö af stæðum fyrir húsvagna,
en á okkar tæknitimum gera
sigaunar mikið af þvi að dveljast
og fara á milli i slikum farartækj-
um.
Patulengro Lee hefur þá at-
vinnu að spá fyrir fólki.
lönskólinn
í Reykjavík
Verknámsskóli fyrir hárskurð og hár-
greiðslu verður starfræktur við Iðnskól-
ann i Reykjavik skólaárið 1975 — 1976.
Væntanlegir nemendur komi til innritunar
iskrifstofu skólans dagana 18. til 20. ágúst
n.k.
Nokkrir nemendur geta komist að i verk-
námi fyrir bifvélavirkja. Inntökuskilyrði
eru að hafa lokið prófi frá málmiðnaðar-
deild eða 2. bekk iðnskóla fyrir samnings-
bundna iðnnema.
Skólastjóri
ÍBÚÐ
Ungt par sem er við nám og með barn,
óskar að taka á leigu 2ja herbergja ibúð
sem fyrst. Upplýsingar i sima 37954 eftir
kl. 18.00.
Blikkiðjan Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö.
SÍMI 53468
MELTAWAY ■■■» AKATHERN —
snjóbræðslukerfi frárennsliskerfi
úr PEX plaströrum úr PEH plaströrum.
Nýlagnir Viðgerðir
Hitaveitutengingar Stilling hitakerfa
Pípulagnir sf.
Auðbrekku 59 — Kópavogi S. 43840 & 40506.
Atvinna ■ Atvinna
Verkamenn
Óskum að ráða nokkra menn til starfa i
kersmiðju okkar við áliðjuverið i
Straumsvik.
Ráðning fer fram i september.
Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri,
simi 52365.
Umsóknareyðublöð fást i bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavik, og
bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði.
Umsóknir óskast sendar fyrir 25. ágúst
1975 i pósthólf 244, Hafnarfirði.
ÍSLENSKA ÁLFÉLAGIÐ H.F.
STRAUMSVÍK