Þjóðviljinn - 17.08.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.08.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. STJÓRNMÁLAÁHUGINN HEFUR FUNDIÐSÉRNÝJAN FARVEG Að undanförnu hefur nokkuð verið skrif- að i dagblöðin um starfsemi stjórnmála- flokka og dvinandi áhuga almennings á stjórnmálum. Jafnframt hefur stjórn- málaritstjóri Timans lagt sig fram við að reyna að sannfæra fólk um að nær enginn munur sé að starfsháttum hægri og vinstri stjórna. Hann hefur birt hverja greinina á fætur annarri um það efni, og honum virð- ist nú hafa tekist að sannfæra sjálfan sig um, að engu máli skipti hvort hann styðji hægri eða vinstri stjórn, hann fái hvorteð er ekki ráðherrastól, jafnvel ekki þótt hann gengi i hinn hægriflokkinn. En tilraunir ritstjóranna við stjórnarmál- gögnin til að breiða yfir andstæðurnar i islenskum stjórnmálum og boðskapur þeirra þess efnis að raunar séu stjórn- málaflokkarnir, hverju nafni sem þeir nefnast, svipaðir, aðeins munur á mann- kostum og hvort þeir eru i stjórn eða stjórnarandstöðu — þetta er aumt yfirklór og i reynd hin sigilda aðferð borgarapressunnar til að slæva stéttarvit- und hins vinnandi fólks og breiða yfir sér- hagsmunastefnu sinna eigin fésýslu- manna er ráða ferðinni i Sjálfstæðis- flokknum og hjá SlS-klikunni i Framsókn. En á þá fullyrðingin um dvinandi stjórn- málaáhuga rétt á sér? Ef gerð væri úttekt á starfi stjórnmála- flokkanna og áhuga almennings á stjórn- málaumræðum, er ekki óliklegt að niður- staðan yrði að áhugi almennings og þáft- taka hefði farið minnkandi. En þá ber að hafa i huga að stjórnmálabarátta fer ekki aðeins fram i sölum alþingis, innan stjórn- málaflokkanna eðai skrifum og umræðum i fjölmiðlum. Stjórnmálavettvangurinn er mun viðfemari. í stjórnmálum er tekist á um hvernig hinum sameiginlegu auðæfum samfélagsins er skipt milli þegnanna. í þvi efni skiptir máli hver hefur áhrif og völd til að móta ákvörðunartekt við slika ráðstöfun þjóðartekna. í stjórnmálum skiptir miklu, i hverra þágu er stjórnað. Frá sjónarmiði vinstri manna skiptir afstaðan til verkalýðshreyfingarinnar mestu, þegar metið er í hverra þágu land- inu er stjórnað. Á viðreisnarárunum varð 15% aukning kaupmáttar, en þjóðar- tekjurnar jukust um 45%. í tið ^instri stjórnarinnar hækkar kaupmáttur meðal- timakaupsins um 30%, en þjóðartekjurnar um 16%. Frá valdatöku hægri stjórnarinn- ar hefur kaupmátturinn verið skertur um 20%, en þjóðartekjurnar eru taldar hafa dregist saman um 5%. Þessar tölur sýna áþreif anlega i hverju munurinn á hægri og vinstri stjóm er fólginn. Það er aðeins þegar Alþýðubandalagið er i stjórn að hin- um sameiginlegu auðæfum samfélagsins er skipt með hagsmuni verkalýðsstéttar- innar fyrir augum og þá er stjórnað i þágu hinna vinnandi stétta og lagður grundvöll- ur að atvinnuöryggi. Á vettvangi utan- rikis- og landhelgismála kemur munurinn einnig glöggtfram. En stjórnmálaritstjóri Timans, sem reynir að túlka . sjónarmið milliflokksins, sem dinglað hefur með i vinstri og hægri stjórn, á eðlilega erfitt með að fóta sig, því flokkur hans ér eins og „rótlaust þang” á ólgusjó stjórnmálanna. En þótt áhugi almennings á starfi stjórnmálaflokkanna hafi minnkað, þá hefur stjórnmálaáhugi ekki dvinað. Stjórnmálaáhuginn hefur fundið sér annan farveg, þar sem er virk þátttaka i alls kyns hagsmunasamtökum eða þrýsti- hópum er reyna að hafa áhrif á ákvörðunartekt i stjórnmálum en seilast ekki til valda i þjóðfélaginu eins og stjórn- málaflokkarnir. Það er einmitt misbeiting valds og spillingin i valdakerfinu er beinir hug fólksins frá stjórnmálaflokkunum og beinir þvi til þátttöku i öðrum samtökum. Hnignunin i starfi stjórnmálaflokkanna gefur vissulega tilefni til alvarlegrar ihugunar og umræðu. En atorkan og áhug- inn er einkennir þrýstihópana gefur vissu- lega von um að stjórnmálamennirnir fái aukið aðhald frá kjósendum. Þess er að væntaaðmeðþrýstingi/frá almenningi og hinum stóru fjöldasamtökum, sem álykt- að hafa gegn undanslætti i landhelgismál- inu, takist að knýja hinn reikula milliflokk til að láta ekki undan kröfum kaupsýslu- mannaklikunnar i Sjálfstæðisflokknum um undansláttarsamninga. Aðeins öflugur þrýstingur getur afmáð óvissuna i þessu lifshagsmunamáli og tryggt að út- færslan i 200 milur verði annað og meira en pappirsgagn. óre. Lyfseðlar frá miðöldum Asaf Rústamof, visindamaöur viö læknisfræðistofnunina i Aser- badsjan, hefur lokið margra ára rannsóknum aö þvi aö ráöa og fiokka lyfseðla, er notaöir voru i Aserbadsjan á miðöldum. Það var hreint ekki auðvelt að ráða fram úr þessum gömlu lyf- seðlum. Upplýsingar er varða al- þýðulyf i Austurlöndum eru dreifðar i mörgum handritum, þar á meðal nokkrum sem eru eftir lærða lækna, i bókmennta- verkum miðaldaskálda og hugs- uða. Rannsökuð voru nokkur þús- und handrit með ýmiss konar læknisfræðilegum upplýsingum. Nú hafa allar þessar lyfjaupp- skriftir, að 30 undanskildum, ver- ið þýddar úr forn-arabiskum, persneskum og tyrkneskum mál- um yfir á latinu. Hefur verið tekin saman orðabók yfir læknisfræöi- leg heiti er notuð voru i Aserbad- sjan á miðöldum. Orðréttar þýðingar lyfseðlanna hafa þó litla þýðingu fyrir nútima visindi. Starf visindamannanna fólst i þvi að ákveða nákvæmlega magnið af hverjum efnishluta lyfjanna, og það reyndist ákaf- lega erfitt. Miðaldalæknar i Aser- badsjan notuðu 154 þyngdarein- ingar, og i hinni frægu lækninga- VÍSINDI OG SAMFÉLAG bók eftir hinn mikla Avicenna, þar sem dregið er saman yfirlit yfir hið helsta i læknavisindum Austurlanda, er aðeins að finna 43 nöfn þessara þyngdareininga. Asaf Rústamof yfirfærði hinar undarlegu mælieiningar, sem taldar eru upp hjá Avicenna, yfir á skiljanlegt mál núgildandi mæli- og þyngdareininga. Þá var eftir að skrá og flokka hina fornu lyfseðla, en það verk tók meirá en tiu ár og er nú lokið að mestu. „Er mögulegt að búa til lyf nú á dögum eftir þessum gömlu upp- skriftum?" spurði ég visinda- manninn. „Skráning og flokkun hinna fornu lyfjauppskrifta þýðir að sjálfsögðu ekki, að hægt sé að taka þær i notkun i þjónustu nú- tima læknavisinda”, sagði Asaf Rústamof, „þótt sum þeirra séu enn i fullu gildi. Margar lyfjaupp- skriftirnar er þá fyrst hægt að nota, er gerðar hafa verið á þeim rækilegar lyfjafræðilegar og efnafræðilegar rannsóknir og til- raunir með notkun þeirra, og sumar þeirra munu varðveitast i sögu læknisfræðinnar sem vitnis- burður um færni fyrirrennara okkar”. „Við hvaða vandamál þurftir þú að glima önnur en þau sem fól- ust i áætlunarverki þinu?” „Til þessa hefur verið álitið, að lyfjafræði hafi orðið til sem vis- indagrein á 12. öld, en þær rann- sóknir, sem við höfum gert á sviði læknavisinda i Austurlöndum, gefa okkur ástæðu til að efast um þetta. Á tiundu öld, ritaði landi okkar Abu-Mansur Muvafag, bók um lyfjafræði, þar sem hann skipti öllum lyfjum, sem hann þekkti i þrjá hópa. I þeim fyrsta voru 75 málmar: gull, zink, ýmsir steinar, silfurnitröt magnesium, jasper, malakit o.s.frv. t öðrum flokknum og þeim stærsta voru 466 grös og jurtir, og i þeim þriðja 44 lyf úr dýrarikinu. I stuttu máli, rannsóknir á fornum lyfjum Austurlanda eru ekki aðeins á- hugaverðar fyrir okkur lækna, heldur og fyrir sagnfræðinga”. „Hvers vegna gerðir þú aðeins rannsóknir á lyfjum hins forna Aserbadsjan? Það eru mörg fleiri lönd sem teljast til Austurlanda”. „Forn leið kaupmannalesta lá um Aserbadsjan, sem visinda- menn kalla „Hliðið að sögu Evrópu og Asiu”. Þetta „hlið” var ástæðan fyrir þvi, hvers vegna menning margra þjóða mættist i Aserbadsjan. A „Múslinska endurreisnartiman- um” i Aserbadsjan þróaðist þar stjörnufræði, stærðfræði, landa- fræði, saga og læknisfræði. Full- trúar margra visindagreina leggja nú stund á rannsókn þeirra fjölmörgu menningarminja, sem Eiginmaöur minn Sigurjón Pálsson Ferjubakka 10 andaðist 15 þ.m. F.h. barna hins látna Helga Finnsdóttir. þar hafa varðveist”. -APN Jakutski hesturinn hefur ekkert breyst um þúsundir ára Jakutsk (APN) Hreinræktaöir jakútiskir hestir eru mjög ólikir frændum sinum bæði i Evrópu og suðaustur Asiu: Þeir eru má- vaxnir, háriö fremur langt og þétt og þeir una sér ágætlega i siberiskum vetrarkuldum. Þeir skrapa snjóinn ofan af höfrunum með hófunum. Fram til þessa hafa visindamenn talið aö þessi hestur hafi komið til jakútiu á 14. öld. En nú hafa þeir skipt um skoðun. Nýlega var verið að grafa námu á gullsvæði nálægt Indigirka fljótinu og rákust námumenn þá á djúpfrystan hest. Það kom I ljós við rannsókn lif- fræðinga aö hesturinn hafði verið villihestur sem uppi var samtimis mammútum. Sérfræðingar telja þennn fund algert einsdæmi I veraldarsögunni — hesturinn hef- ur legiö i eilifðarfrosti i 36 þúsund ár. Og hann er ekki að nokkru leyti frábrugðinn núlifandi afkomendum sinum — hinum jákútsku hestum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.