Þjóðviljinn - 17.08.1975, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINI' Sunnudagur 17. ágúst 1975
A
iS&J
KÓPAVOGUR
Olíustyrkur
Greiðasla oliustyrks skv. lögum nr.
47/1974, fyrir tímabilið mars/mai 1975, fer
fram i bæjarskrifstofunum á 4. hæð i
félagsheimilinu i Kópavogi.
Styrkurinn greiðist þeim framteljendum
til skatts, er búið hafa við oliuhitun ofan-
greint timabil.
Greiðslum verður hagað þannig:
Til framteljenda hverra nafn byrjar á:
A-l) mivikud.
E-G fimmtud.
H-J miðvikud.
K-M fimmtudaginn
N-P þriðjud.
R-T miðvikud.
U-ö fimmtud.
20. ágúst kl. 10—15
21. ágúst kl. 10—15
27. ágúst kl.10—15
28. ágúst kl. 10—15
2. sept. kl. 10—15
3. sept. kl. 10—15
4. sept kl. 10—15
Framvisa þarf persónuskilrikjum til að fá
styrkinn greiddan.
Bæjarritarinn i Kópavogi.
Sjúkrahús á Akureyri
Óskað er eftir tilboðum i ýmis innanhúss-
verk i viðbyggingu Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri. Útboðið nær til múrhúðun-
ar, smiði hurða og innréttinga, pipulagna,
raflagna, dúklagna og m^lningar. Heimilt
er að geratilboð i einstaka verkþætti eða
verkið i heild.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
og skrifstofu bæjarverkfræðingsins á
Akureyri frá og með n.k. þriðjudegi gegn
kr. 10 . 000.00 skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð 2. september 1975 kl.
11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTUNl 7 SIV.I 26844
ÚTBOÐ
v PAs .
/ili
1
*/,
ANTIQUE
Höfum fengið nýja sendingu af ANTIQUE
vörum
LISTASKEMMAN
Bankastræti 7a
(Ihúsi málarans)
Kennarar-Kennarar
2 kennara til almennra kennslustarfa
vantar að Barnaskóia Vestmannaeyja.
Húsnæði fyrir hendi, einnig ódýrt fæði ef
óskað er. Upplýsingar gefur Reynir
Guðsteinsson skólastjóri i sima 98-1944 eða
98—1945
Skólanefnd.
Alþýðubandalagið
Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru minnt-
ir á árlegt framlag sitt til flokksins. Giróseðlar
hafa verið sendir út.
Nýir styrktarmenn sendi framlag sitt til skrif-
stofu flokksins Grettisgötu 3 eða á hlaupa-
reikning nr. 4790 i Alþýðubankanum.
140 ára í
framboð
Baku (APN) íbúar i fjórum
aserbajdsjönskum fjallaþorpum
hafa útnefnt samyrkjubóndann
Medsjid Agaéf, sem er eitt hundr-
að og fjörutiu ára gamall, sem
frambjóðanda til sveitarstjórnar-
innar.
Medsjid Agaéf er nú elsti ibúi
Sovétrikjanna. Hann hefur verið
geitahirðir i 120 ár og hætti ekki
störfum fyrr en á siðasta ári, þvi
að hann hefði sjálfsagt fyrir löngu
getað farið á ellilaun. En hann
kærir sig ekkert um að slappa af
og gengur 10 til 12 kilómetra á dag
til vinnu sinnar sem nú er að gæta
haganna.
Laxarækt í
sjónum
A strönd Kolaskaga, sem
gengur út i Norður-íshafið, er nú
unnið að gerð tveggja stórra lax-
eldisstöðva. Er það i fyrsta sinn
sem reynt er að klekja út laxa-
seyðum i sjó.
Fiskneysla í
sovét 16 kg.
A A *
a ari
Fiskneysla i Sovétrikjunum er
talin vera um 16 kg. á ári, en það
er nálægt þvi magni, sem sovéska
læknisfræðiakademían telur
æskilegt á næringaráætlunum
sinum.
Fiskveiðimálaráðherrann,
Aleksandr Isjkov, segir að um 700
þús. manns séu starfandi við fisk-
veiðar. Þar af er þriðjungur á
fiskiflotanum, en i honum eru 18
þúsund veiðiskip, verksmiðju-
skip, móttökuskip og hjálparskip.
Heildarafli Sovétrikjanna nemur
13 prósentum af fiskveiðum
heimsins.
APN
Pipulagnir
Nýlagnir, breytingar,
hitaveitutengingar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftir 7 á
kvöldin).
SENDIBÍLASTÖÐIN Hf
Skrásett vörumerki
Hinar velþekktu
oliukyntu eldavélar
til sjós og lands.
Framleiddar i ýms-
um stærðum. Með og
án miðstöðvarkerfis.
Eldavélaverkstæði
Jóhanns Fr.
Kristjánssonar h.f.
Kleppsvegi 62. Simi
33069.
Hvað gerist?
Framhald af bls. 2.
október, sem er föstudagur og
þarafleiðandi almennur vinnu-
dagur. Á Kvennaársráðstefnunni
var lagt til, að þá yrði jafnframt
haldinn opinn fundur um jafnrétt-
ismál.
Ef úr þessu verður, þótt ekki
væri nema i Reykjavik og ná-
grenni, yrði það sögufrægur at-
burður langt út fyrir landstein-
ana. Kannski er fsland lika eitt af
örfáum löndum þar sem mögu-
legt væri að framkvæma svona
aðgerð vegna þess hve við erum
fá og eigum auðveldara með að
ná hvert til annars en gerist með-
al stórþjóðanna. En allt veltur þó
á samstöðu kvenna sjálfra og
vilja þeirra í raun til að sýna með
þessum áþreifanlega hætti fram á
■ mikilvægi vinnuframlags sins.
„Sameinaðar stöndum vér,
sundraðar föllum vér” minnti
einn starfshópur Kvennaársráð-
stefnunnar á í lok niðurstaðna
sinna, og lagði áherslu á, að kon-
ur yrðu að berjast fyrir réttindum
sinum sjálfar og gætu ekki vænst
þess að aðrir gerðu það fyrir þær.
Undir þau orð vil ég taka um leið
og ég hvet konur til að halda á-
fram umræðum og hefja hið
fyrsta undirbúning að aðgerðum
og fundi 24. október.
—vh
Bob Dylan
Framhald af 14. siðu.
sungið af Band.en textinn er eftir
Dylan. Siðast kemur svo lagið,
sem Julie Driscoll kom i 1. sæti i
Bretlandi 68, „This Wheels On
Fire” i mjög likri útgáfu. Alveg
frábært.
Það er að vissu leyti skiljanlegt
út af hverju Dylan ákvað einmitt
nú að gefa út „Basement Tapes.”
Siðasta breiðskifan, „Blood on
the Tracks”, var svo góð og fuli-
komini að mjög erfitt hefði verið
að koma með aðra nýja á eftir. Sú
plata hefði alltaf verið borin
sman við „Blood on The Tracks”
og liklega ekki staðist saman-
burð. En öðru máli gegnir með
„Basement Tapes.” Hana er ekki
hægt að bera saman við „BOTT”
þar sem hún er miklu eldri, eða 8
árum eldri. En röðunin stenst
ekki samanburð við „boot-
leggina” og eru það hrapalleg
mistök. En haldið samt áfram að
gefa út gamalt efni; t.d. vantar
„Royal Albert Hall”-hljómleika-
plötuna, „Lay Down Your Weary
Tune” „Only A Hobo” og
„Percy’s Song” og auðvitað
„John Birch Society Blues.”
Júgóslavía
Framhald af 5. slðu.
virtist hlutfallið milli lægstu og
hæstu launa vera 1:3,5. Lægstu
nettólaun voru um 2700 dinarar en
þau hæstu um 7000. Forstjórar
voru alltaf i efsta flokki. Gestur-
inn komst að þeirri niðurstöðu að
þessi munur væri mun minni en
gerist i Danmörku.
Sósialistaforinginn danski
komst að þeirri niðurstöðu, að
Júgóslavia hefði safnað mikilli og
nytsamri og á margan hátt mjög
jákvæðri reynslu að þvi er varðar
mál sem lúta að lýðræði á vinnu-
stað, valddreifingu, samhengi
milli sjálfstjórnar fyrirtækja og
félagslegrar samhygðar. Hann
telur bersýnilega, að breytingar
siðustu ára hafi yfirleitt gengið i
rétta átt. Hann nefnir dæmi af
stórri vefnaðarverksmiðju, sem
hafði ráðið sér vestrænan hag
ræðinga rsérf ræðing . Sér-
fræðingurinn hafði komist að
þeirri niðurstöðu, að vinnu-
hraðinn væri ekki nema 80% af
þvi sem gerðist heima hjá honum
(Gert Petersen hafði einnig tekið
eftir þvi að verkafólkið fór sér
hægar en i Danmörku er siður).
En júgóslavneski verklýðsfélags-
formaðurinn sagði sérfræðingn-
um, að hann ætti ekki að skipta
sér af vinnuhraðanum. Hann væri
bara ráðinn til að bæta tækni-
búnað og aðferðir, ékki til að auka
vinnuálag.
Það kom svo upp siðar um dag-
inn að fyrir þrem árum hefði
komiðiJil verkfalls i þessu sama
fyrirtæki. Vegria þess að vinnu-
álagiðhefði allt i einu verið aukið.
Og það voru tæknimennirnir sem
höfðu ákveðið það upp á eigin
spýtur. Nú geta þeir ekki slikt
lengur, bætti formaður verklýðs-
félagsins við. Engin ákvæði um
vinnuálag giltu lengur nema að
2/3 af starfsmönnum hefðu
skrifað undir á fundi.
(áb tók saman).
Gluggatjöld
Framhald af 21.siðu
og við skulum nú setja upp
annað og mun einfáldara dæmi
og það er þessi sami 5 metra
gluggi sem við veljum glugga-
tjöldin fyrir. Við sáum fallegt
finnskt bómullarefni með stór-
um rósum sem kostaði 780 krón-
ur meterinn, 1.30 á breidd. Þetta
þarf ekki að handsauma og við
skulum segja að við saumum
þetta sjálf. Við getum meira að
segja sleppt öllum hliðarsaum-
um á þessu efni. Við mælum
meðtréstöng, en trúlega þarf að
skeyta tveimur saman og er þá
verðið með krókum, hringjum
og öðru um 5.600 krónur
(óuppsett).) Þá kostar fyrir
þennan glugga með 6 lengjum
(nægilegt með stórrósótt efni)
um 12.400 krónur með borðum
og földum. Gluggatjöldin og
stöngin eru þvi ekki nema
18.000,- krónur. Við sjáum að
mismunurinn er töluverður og
svo er bara spurningin hvort
fólk kýs að spara sér nærri 85
þúsund krónur. Við höfum að
visu tekið mjög dýrt dæmi og
annað mjög ódýrt, en sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
við fengum i gluggatjalda-
verslunum,er ekki sjaldgæft að
fólk kaupi gluggatjöld fyrir
ibúðina fyrir fleiri hundruð þús-
und krónur. Að lokum er rétt að
geta þess að finnska glugga-
tjaldaefnið sáum við i Gardinu-
húsinu, tréstöngina i,Málning og
járnvörur) flauelið i Vogue og
„amerisku uppsetninguna” i
Gluggastangaverksmiðjunni
Ljóra.
FEROA .
SONGBOKIN
Ómissandi í
feröalagiö