Þjóðviljinn - 17.08.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 17. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23
Prinsessan
sem var svo
fín meö sig
Einu sinni voru kóngur
og drottning i ríki sínu.
Þau áttu eina dóttur sem
hét Helena. Hún var svo
fín með sig, að hún
heimtaði,að mamma sín
málaði hana um augun og
naglalakkaði hana á tán-
um og höndunum, og
meira að segja sagði hún,
að pabbi hennar ætti að
búa til handa henni sér-
stakan mat. En dag nokk-
ur sagði kóngur við
drottningu sína:
,,Við verðum að segja
dóttur okkar að þetta
gangi ekki lengur."
„Nei,"" sagði drottn-
Hrafnhildur Ósk
Sigurðardóttir, Kambs-
seli, Álftafirði sendi
fyrsta bréfið i fugla-
blaðið. Það er Ijómandi
falleg saga um steindepil.
Kompan þakkar henni
fyrir. Sagan kemur í
blaðinu 21. september.
ingin, ,,hún fer að gráta."
,,Já, en hún má gráta.
Þá lærir hún að vera svo-
lítið skynsamari við
foreldra sína."
„Æ, allt í lagi," sagði
drottningin.
Allt í einu kemur
Helena inn.
„Jæja, nú er nóg kom
ið! Hér eftir naglalakkar
mamma þín þig ekki."
,,Æ, æ, æ, mamma!"
,,Já sjáðu nú drottning.
Þarna f er hún að gráta og
mér er alveg sama þótt
hún gráti í fimm ár. Þá
get ég farið út á svalir og
sofið þar, eða út í hlöðu
og sof ið þar," sagði kóng-
ur.
Drottningin varð svo
hrædd að hún hljóp inní
herbergið þeirra.
En Helena grét í sjö
mánuði.
Og kóngurinn fór út á
svalir, en hann heyrði til
hennarsamt. Þá fór hann
út í hlöðu, og þar heyrði
hann líka grátinn. Þá
setti hann eyrnatappa í
eyrun á sér, en honum
fannst svo ferlega vont
að hafa þá í eyrunum.
Hvað annað gat hann
gert?
Ekkert nema sofið í
hlöðunni.
En Helena grét svo
mikið, að kóngurinn sá
KROSSGATA
SKÝRINGAR: Lárétt: 1 jurt 5 Lóðrétt: 1 salerni 2 skógardýr
skógardýr 6 karl 8 smáagnir 10 ilát (fleirtala) 3 geit 4 reiðihljóð 7 hár á
til að drekka úr. kindum 9 hæsta spilið. ,
eftir því að hafa öskrað á
hana.
Drottningin sagði við
Helenu, að pabbi hennar
væri alveg snældu-brjál-
aður, svo hún skuli bara
hætta þessu voli. Þá sagði
Helena:
„Já, ég skal hætta að
gráta, bara ef ég má eiga
snyrtidótið."
,,Já, já! Það máttu!"
Allir urðu kátir. Svo
snæddu þau kvöldmatinn
og svo var veisla um
kvöldið. Þegar veislan
var búin fóru þau að sofa.
En hvað kóngurinn og
drottningin — og auðvitað
Helena líka — gerðu
næsta dag veit enginn.
Nei, það veit enginn.
Guðrún Jóhanna Jóns-
dóttir, 9 ára,
Víðimel 61, Reykjavik.
Athugasemd: Guðrún
Jóhanna var bara átta
ára þegar hún byrjaði á
sögunni, en hún var orðin
níu ára þegar hún lauk
við hana.
Að góna á gestina
Það er kominn ókunnugur
maður í plássið. Hann
gengur sperrtur eftir
aðalgötunni. úr hverjum
glugga er fylgst með hon-
um, en það hafa ekki allir
sama háttinn á. Sumir
skammast sín fyrir for-
vitnina eins og karlinn og
kerlingin, sumir þykjást
upp yfir það hafnir að
hafa áhuga á öðru fólki,
eins og sá sem gægist
gegnum rimlatjaldið. En
svo er til fólk eins og
strákurinn á fyrstu
myndinni. Hann þrífur
gardínurnar frá og
stendur brosandi í
miðjum glugganum.
Þegar maðurinn fer f ram
hjá kallar hann eflaust:
„Halló, manni!"
Elli 13 ára sendi
myndirnar.