Þjóðviljinn - 17.08.1975, Blaðsíða 24
WÚÐVIUINN
Sunnudagur 17. ágúst 1975
Rætt viö
Auðun
Hermannsson
formann
Samtaka
aldraöra, sem
nú ætla aö
reisa húsnæöi
fyrir aldraöa
Svona lítur sambýlishúsið út, sem reist verður á Eiðsgranda en I miðhlutanum verða ibúðir fyrir aldraða.
í mars 1973 voru stofnuð
hér á landi Samtök
aldraðra. Um 300 manns
voru á stofnfundinum, en
nú eru félagar orðnir um
1000 manns. Formaður
félagsins frá upphafi hef-
ur verið Auðunn Her-
mannsson og í dag heim-
sækjum við hann inn á
Silfurteig og ræðum við
hann um samtökin og mál-
efni aldraðra.
,,Við höfðum heyrt svo lengi
talað um það sem átti að gera
fyrir aldraða, en sáralitið gerðist.
Við vildum ekki biða lengur og
ákváðum að reyna að gera eitt-
hvað sjálf. Við biðjum ekki um
neina hjálp og erum ekki með
áróður fyrir einn eða neinn. Okk-
ar fyrsta verkefni er að byggja
húsnæði fyrir aldraða. Við höfum
fengið úthlutað tveimur lóðum á
Eiiðsgranda og i fyrsta áfanga
verða byggðar 30—50 ibúðir i mið-
hluta sambýlishúss.”
,,Hafa margir sótt um ibúðir
þar?”
,,Fólk hefur sótt um ibúðir i
þessu húsi og einnig i öðru húsi,
sem reist verður siðar, en þar
verða um 250 ibúðir. Alls hefur
verið sótt um nálægt 350 ibúðir.”
,,Hvaða aðstaða verður i þess-
um húsum?”
..Ibúðirnar verða einstaklings-
ibúöir og hjónaibúðir 2ja og 3ja
herbergja. Við lögðum mikla
áherslu á að komast að nálægt
miðbænum. Hér höfum við búið
þetta eldra fólk og hér liggur öll
okkar orka. Únga fólkið verður að
sjá um að byggja upp úthverfin.
Við munum hafa sundlaug, nudd,
böð og fleira, ásamt samkomusal,
aðstööu til föndurs, — jafnvel
málarasal. Þá verður reynt að
hafa eina máltið aðkeypta á dag,
svo að tryggt sé að allir fái amk.
eina holla máltið daglega, sem er
nauðsynlegt fyrir aldrað fólk.”
..Verða þetta leiguibúðir eða
kaupir fólkið þær sjálft?”
..Þessar ibúðir verða til sölu.
Fólk sem ekki á neina ibúð fær
oftast hjálp frá borginni, en þeir
sem eiga ibúð, verða i flestum til-
fellum að búa i þeim hvort sem
þeim likar betur eða verr.
íbúðirnar eru kannski of stórar og
alls ekki þægilegar og þetta fólk
einangrast og verður oft mjög
einmana. Það vill jafnvel fara á
elliheimili, bara til þess aö geta
umgengist fólk. Við viljum hjálpa
þessu fólki til þess að skipta yfir i
litla ibúð. Og eigi fólk ekki ibúð,
hefur þaö samt mikla möguleika
þvi þá fær það fullt húsnæðis-
málastjórnarlán, og væntanlega
lánar borgin eitthvaö lika. Einnig
er möguleiki á að fá leigða ibúð,
sem eigendur hafa ekki þörf fyrir
strax.”
,,Verður aðstaða fyrir fólk að fá
hjúkrun. ef þess þarf?”
,,Já, við munum væntanlega
hafa hjúkrunarkonur. Kólk getur
búið út af fyrir sig fram eftir öll-
um aldri, ef hægt er að komast
fyrir veikindin. Ég er hræddur
um að það sé oft gefist upp við að
reyna aö lækna fólk, þegar það er
„Bjartsýnin
fyrir mestu”
„Höfum rætt um aö hafa barnaheimili i tengslum viö húsnæöi okkar á
Eiösgranda” — scgir Auöunn Hermannsson.
Or lögum Samtaka aldraðra:
Tilgangur félagsins er:
Að vinna að velferðarmálum aldraðs fólks á félagssvæðinu. 1
þvi augnamiði vill félagið meðal annars beita sér fyrir eftirfar-
andi:
a) Stuðla að byggingu hentugra ibúða fyrir aldraða. Stjórn
félagsins skipar bygginganefnd.
b) vinna að aukningu á sjúkrarými fyrir aldraða, er þurfa
hjúkrunar við,
c) stuðla að bættri félagslegri þjónustu hins opinbera við aldraða
i heimahúsum,
d) stuðla að samvinnu við hliðstæð félög, innlend og erlend,
e) vinna gegn þvi.að öldruðum sé íþyngt með óeðlilegum skatta-
álögum.
komið inn á elliheimili, þar sem
það á þaðan sjaldnast aftur-
kvæmt. En aldrað fólk getur orðið
veikt eins og aðrir og þá þarf aö
reyna að lækna það. Þegar ég
vann á Hrafnistu varð ég lika oft
var við að fólk vildi komast
þangað bara til að losna við ein-
manakenndina. Það vildi jafnvel
gefa eignir sinar til þess að fá
tryggan samastað. Svo eru dæmi
þess að fólk vill ekki selja ibúðir,
sem eru óhentugar fyrir það,
vegna bess að erfingjarnir eiga
að taka við þeim. Þetta er auðvit-
að fráleitt. Við eigum þaö skilið
að fá að ráðstafa okkar eigum
sjálf og búa þannig að okkur i ell-
inni, að það sé okkur til sem
mestrar ánægju.”
„Heldurðu að einmanakenndin
komi ekki oft þegar fólkið missir
atvinnuna?’'
,,Jú, en fólk verður að trúa á sig
sjálft og sina getu. Fólk á ekki að
þurfa að slita sér út á erfiðisvinnu
i ellinni. Það á að finna sér ný
verkefni, þegar það hættir að
vinna. Við getum svo margt gert.
Aðalatriðið er að verða ekki
svartsýnn. Trúleysið á eigin getu
er verst. Þótt maður hafi unnið i
banka alla æfi, er ekki þar með
sagt að hann geti ekki annað. Ég
hef til dæmis rætt um það á fund-
um, að fólkið eigi að fá að mála og
hafa sérstaka aðstöðu til þess i
húsakynnum okkar. Það er
fjöldamargt annað sem fólk getur
gert ef þvi er leiðbeint og það hef-
ur vilja til.”
„Eru fleiri verkefni sem þið
vinnið að en húsbyggingin?”
„Viö höfum lagt höfuðáherslu á
húsbyggingarnar til þessa, en við
höfum fleiri mál á okkar stefnu-
skrá. Við teljum t.d. að þjóð-
félagið geti hlift öldruðu fólki
meira en gert er i sambandi við
skatta og fleira. Sumir þurfa
kannski ekki á þvi að halda, en
fjöldamargir búa við verulega
fjárhagserfiðleika siðustu árin
sem þeir lifa. Mér finnst að
maður sem hefur unnið alla æfi
við að byggja þetta þjóðfélag upp
eigi rétt á að fá að eyða siðasta
hluta æfinnar án þess að vera i
stöðugum fjárhagserfiðleikum.”
„Hefurðu haft tækifæri til þess
að kynnast hliðstæðum bygging-
um erlendis og þið stefniö að?”
,,Já, ég hef ferðast til útlanda
til þess að kynna mér ýmislegt
sem snertir aðbúnað aldraðra.
Best leist mér á heimili sem ég sá
i Sviþjóð, en það var i senn barna-
heimili, heimili fyrir áfengis-
sjúka og heimili fyrir aldraða.
Þetta var mjög merkileg stofnun
og mikill samgangur á milli þess-
ara hópa. Gamla fólkið var innan
um börnin og drykkjusjúk-
lingarnir voru þarna ábyrgir fyr-
ir sinum eigin húsakynnum.
Þetta var allt mjög snyrtilegt og
mér var sagt að þessi samgangur
hefði gefist mjög vel. Við höfum
rætt um að hafa barnaheimili i
tengslum við húsnæði okkar á
Eiðsgranda. Ég er algerlega á
móti þvi að fólk sé girt af i aldurs-
flokka. Lifið er svo stutt að við
eigum að reyna að umgangast
sem flesta.”
,,Svo við vikjum að lokum að
Samtökunum. Eru einhver inn-
tökuskilyrði?”
„Við höfum ekki tekið yngra
fólk en 40 ára til þessa, en það
getur verið að það eigi eftir að
breytast. Flestir eru 60—75 ára,
en við gerum ráð fyrir að aldurs-
lágmarkið til þess að fá ibúð verði
um 65 ára. öll vinna i samtökun-
um er sjálfboðavinna. Og það er
mjög ódýrt að gerast félagi, kost-
ar kr. 500 á ári fyrir einhleypa og
750 fyrir hjón. Mér finnst að fólk
úti á landi og i kaupstöðum ætti að
fara að athuga sinn gang lika, þvi
þótt þar sé mun færra fólk en hér,
ætti það i mörgum tilfellum að
geta byggt sér hliðstætt húsnæði
en félagar i samt. aldraðra þurfa
að vera búsettir á Reykjavikur-
svæðinu” sagði Auðunn að lokum.
Núveran.di stjórn Samtaka
aldraðra skipa Auðunn Her-
mannsson, formaður, Hans
Jörgenson, Hersteinn Pálsson,
Ólöf Konráðsdóttir, Katrin Smári
Ölafur Einarsson og Stella Jóns-
dóttir. Stjórninni til aðstoðar eru
dr. Friðrik Einarsson, Böðvar
Jónsson og Geir Tómasson.
þs
KBFHÐ