Þjóðviljinn - 31.08.1975, Side 2

Þjóðviljinn - 31.08.1975, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. ágúst 1975. Umsjón: Vilborg Haröardóttir Fá sveitakonur aö vera í stétta rfélagi ? Auövitaö eiga allir aö geta vet-- ið í stéttarfélagi samkvæmt sinni atvinnu og allir landsmenn eiga jú að hafa aðgang aö llfeyris- sjóöi... Eða hvaö? Hvernig er þessu varið meö húsmæöur, sem eiga þess ekki kost vegna barna- fjölda eöa skorts á dagheimilum aö stunda atvinnu utan heimilis? Og hvernig er þessu varið meö sveitakonurnar, sem stunda framleiöslustörf i landbúnaöinum viö hlið eiginmanna sinna, bræðra, feðra eöa sona, en teijast þó ekki bændur nema þær séu hinn skráöi „eigandi” viökom- andi bús? Á undanförnum árum hefur gætt vaxandi óánægju meðal sveitakvenna vegna þess hve llt- ils vinnuframlag þeirra er metið á opinberum vettvangi og vegna þess hve litilla félagslegra rétt- inda þær njóta. Þannig eiga þær t.d. ekki aðgang að sínum eðlilegu stéttarfélögum, þ.e. búnaðarfé- lögum hreppanna og eru þarmeð hvorki kjörgengar né hafa kosn- ingarétt til búnaðarþings, þar sem flest þau mál er mestu varða stétt þeirra og hag eru ráðin, né heldur geta þær tekið þátt I þing- um Stéttarsambands bænda nema sem áheyrendur i fylgd með eiginmönnum sinum. Það er þó fyrst á þessu ári sem sveitakonur hafa látið heyra verulega i sér opinberlega i þessu sambandi — hvort sem kvennaár Sþ á þar einhvern hlut að máli eða ekki. Og er nú svo komið, að á aðalfundi Stéttarsa mbands bænda, sem haldinn er að Laug- arvatni þessa helgina verður að taka til umræðu aðild bænda- kvenna að bændafélögunum. A þessum fundi verður jafnframt haldið upp á 30 ára afmæli stétt- arsambandsins og væri vel við hæfi að opna féiögin og samband- ið konum á þeim timamótum. fundum á mismunandi stöðum á landinu um þetta efni. Mundi verða reynt að samræma þær til ályktunar á landsfundinum, en TIL UMRÆÐU Á AÐALFUNDI RSAMBAND AÐ LAUGARVATNI Konur um 100 af 5000 viðurkenndum Að visu kom fram i viðtölum bæði við Gunnar Guðbjartsson formann Stéttarsambands bænda og Agnar Guðnason blaðafulltrúa þeirra, að félögin eru ekki alger- lega lokuð konum, þ.e. þær konur, sem eru skráðar eigendur búa, mega vera i félögunum. Af 5000 skráðum bændum eru þannig um 100 konur, en þær eru allar ekkj- ur, sem tekið hafa við búi að eig- inmönnum sinum látnum, eða ó- giftar konur. Þar sem hjón reka bú saman eru það nær undan- tekningalaust karlmennirnir sem skráðir eru eigendur. Gunnar Guðbjartsson taldi, að ekki mundi standa á forráða- mönnum bændasamtakanna að veita konum aðgang að þeim og greinilega væri áhugi fyrir hendi, þvi fyrir landsfundinum lægju einar 5—6 tillögur frá kjörmanna- það væri hinsvegar spurning áður en til framkvæmda kæmi hvaða annmarka þyrfti að hefla til að hægt væri að setja reglur sem ekki yrðu umdeildar. Þá taldi Gunnar einnig áriðandi i þessu sambandi, að samræming færi fram á ákvæðum um kosn- ingarétt og kjörgengi hjá stéttar- sambandinu annarsvegar og Búnaðarfélagi Islands hinsvegar. öðruvísi reglur um karla Þrátt fyrir strangar reglur varðandi aðild kvenna að búnað- arfélögunum virðist horft i gegn- um fingur þegar um karla er að ræða. 'Þannig geta ýmsir karlar verið í búnaðarfélögum þótt þeir séu ekki skrifaðir fyrir búi og við- urkenndu þeir það báðir, Agnar og Gunnar. Þessir karlar eru t.d. þeir sem starfa á vegum bænda- samtaka, þeir sem eru búnaðar- ráðunautar og þeir sem eru með einhverja búvöruframleiðslu, en búa i þéttbýli og stunda aðra að- alatvinnu. Er ekki að undra þótt sveita- konunum, sem hafa bústörf að aðalatvinnu sárni þetta, enda harðlega gagnrýnt af þeim. M.a. segir orðrétt i niðurstöðum starfshóps sem fjallaði um efnið „Húsmóðir í dreifbýli á Kvenna- ' ársráöstefnunni 1975, að Hótel Loftleiðum i sumar: „Starfshópurinn itrekar við Búnaðarfélag Islands þá áskorun, að bóndakonur fái inngöngu i fé- lagið. Forsenda þessa máls er, að fjöldi sveitakvenna sótti um inn- göngu i búnaðarfélag i sveit sinni, en fengu synjun vegna þess að þær eru ekki skráðar fyrir lög- býli. Sætir það furðu kvennanna, að ákvæði þessi ná ekki yfir karl- menn, þar sem vitað er um fjölda karlmanna, sem sitja kjörgengir i búnaðarfélögum án þess að vera skráðir fyrir lögbýli. Og finnst okkur það litið jafnrétti. Eins er endurskoðunar þörf á lögum um lifeyrissjóð bænda varðandi rétt- arstöðu bændakvenna við sjóð- inn”. Sunnlenskar reiðar Framsögumaður um þetta efni á kvennaársráðstefnunni var Elin Aradóttir frá Brún i Suður-Þing- eyjarsýslu, en málið hefur verið rætt á fundum kvenfélagasam- bandanna bæði sunnan*og norð- anlands. Að þvi er Hólmfriður Péíursdóttir i Reynihlið i Mý- vatnssveit sagði Þjóðviljanum urðu mjög fjörugar umræður um þetta mál þar nyrðra og voru kvenfélagskonurnar, a.m.k. I Mý- vatnssveit, sammála um að að- gangur að búnaðarfélögunum væri sjálfsagður réttur þeirra. Hinsvegar sagði Hólmfriður, að reglurnar virtust mismunandi eftir félögunum, þannig hefðu konur fyrir norðan t.d. rétt til að fara á fundi i stað eiginmanna sinna ef þeir væru fjarverandi og teldust þá fullgildar. Fyrir utan félagslega aðstöðu og lifeyris- sjóðsréttindi eða réttindaleysi taldi Hólmfriður tilhögun skatta- mála bænda og bændakvenna mjög óréttláta og sendi kvenfé- lagið i Mývatnssveit frá sér i vor skorinyrta ályktun um það efni. Sveitakonur sunnanlands hafa þó gengið lengst og á aðalfundi Sambands sunnlenskra kvenna sl. vor voru samþykktar einarðar áskoranir á bændasamtökin um aðild kvenna að búnaðarfélögum hreppanna. Voru áskoranir þessa efnis sendar fyrrihluta júni til Búnaðarsambands Suðurlands, Stéttarsambands bænda og Bún- aðarfélags íslands. Sagði Sigur- veig Sigurðardóttir fráfarandi formaður Sambands sunnlenskra kvenna það enda meira en litið öf- ugsnúið, að meðan sveitakonur fengju ekki aðild væru dæmi þess, að þeim væru þó falin trúnaðar- störf i þágu búnaðarfélaganna. Væru sunnlenskar sveitakonur reiðar yfir réttindaleysi sinu, sagði hún. Allsherjarúttekt Núverandi formaður sam- bandsins, Sigurhanna Gunnars- dóttir á Læk i ölfusi lagði einnig áherslu á það i viðtali við blaðið, hve landbúnaðarstörf kvenna væru vanmetin og að nauðsynlegt væri að fram færi könnun á starfi sveitakvenna og aðstöðu þeirra. Um slika könnun var lika fjall- að á kvennaársráðstefnunni og þar skorað á Kvennaársnefnd að láta fara fram „könnun á starfs- högum húsmóðurinnar i sveit, vinnuskiptingu og almennri að- stöðu konunnar i landbúnaðar- störfum”. 1 niðurstöðum starfs- hópsins um „Húsmóður i dreif- býli, sem Sigurhanna var ritari fyrir, segir ennfremur m.a.: „Það virðist augljóst, að van- mat rikir á störfum kvenna i landbúnaðarstörfum. 1 skýrslu um jafnrétti kynjanna er til dæm- is varla minnst á sveitakonuna. Framlag bændakonunnar til heildartekna búsins er metið til 15%, en i reynd er þetta hrein Framhald á 18. siöu. ORÐ í BELG Spegilmynd þjóðarinnar? Helga sendir meðfylgjandi klausu úr leiðara Morgun- blaösins fyrir nokkru og spyr, hvort ekki finnist fleirum en sér vanta i upptalninguna til að hægt sé að tala um „spegil- mynd” af þjóðinni. Og þvi miður, segir hún, er ég hrædd Til skamms tíma var þingi nánast spegilmynd af þjóðinni sjálfri. Þingmenn komu úr flestum starfs- stéttum þjóðarinnar og höfðu náin tengsl við at- vinnugreinar þjóðarbús- ins, enda virkir þátttakend- ur í atvinnulifinu. Þá sátu bændur á þingi, sjómenn, iðnaðarmenn, verzlunar-i nnenn og embættismenn. y um, að svona álit sé ekki ein- skorðað við Morgunblaðið, heldur hefði mátt búast við á- lika upptalningu hjá leiðara- höfundum annarra blaða lika, nema Þjóðviljinn hefði kannski bætt verkamönnum við. Hversvegna eftirsóttar? Hafið þið tekið eftir, að sá siðui að hafa starfsauglýsing- ar kynbundnar er að magnast ef nokkuð er? skrifar G.L. í fyrra virtist um skeiö koma upp nokkur hreyfing meðal fyrirtækja og opinberra stofn- ana að auglýsa eftir stárfs- fólki án þess að tilgreina hvors kyns það skyldi vera, en nú sér maður varla orðið slikar aug- lýsingar i blöðunum nema um sé að ræða ókynbundin starfs- heiti (t.d. kennari, endurskoð- andi, gjaldkeri). Annað: Það er auglýst þessi býsn eftir stúlkum.Eitt fyrir- tækið auglýsti t.d. eftir ekki færri en fimm stúlkum sama daginn. Skyldu þeir vera á móti karlmönnum þar? Eða vera svona æstir i aö hafa nóg af ungum, sætum stúlkum i kringum sig? Þvi miður, ligg- ur mér við aö segja, eru þaö vist ekki einu sinni svo nátt- úrulegar hvatir sem liggja að baki þvi hve stúlkur eru eftir- sóttar. Hitt halda atvinnurek- endur sig vita, að þeir komist upp með að greiða konum lægra kaup en körlum og „stúlkum” enn lægra en „kon- um” vegna lægri aldurs. Afgreiðslurna&ur Viljum ráða röskan algreiðslumann sem I Stúlka óskast til starfa við spjaldskrá og nðtuskriftir hjé Ræstingakona Ræstingakona óskast til starfa við St. Aukavinna Þekkt fyrirtæki ðskar eftir röskri stúlku ^eða fullorðinni konu í vetur til afgreiðslu i Stulka Reglusöm stúlka óskast strax til af- * Oskum eftir að ráða nú þegar , 2LStÚIKur til afgreiðslustarfa í Hafnarstræti 1 7 og að Suðurlandsbraut 20. Stúlku til að starfa á Ijósmyndavinnustofunní’við sjálfvirka kóperinavél. Stújku í pökkunardeild á Ijósmyndavinnu- stofu. • Stúlku-frá septemberbyrjun til símavörslu ! og bókunar pósts. , Upplýsingar á skrifstofunni — ekki I sfma. Læt fylgja nokkur dæmi, öll úr sama tbl. Morgunblaðsins. G.L. Þar mátti ekki vera kona Og hér kemur annað bréf um mismunun til atvinnu vegna kynferðis, nema hér er dæmið öfugt, krafist menntun- ar — og laun þá væntanlega greidd samkvæmt þvi — en konu ekki treyst i starfið: „Um daginn heyrði ég sögu af ungri konu með flunkunýtt háskólapróf (og það af stærri gerðinni), sem fór og sótti um vinnu hjá þjónustufyrirtæki hér i bæ. Eftir nokkurt vafstur og vifillengjur kom ráðningar- stjóri fyrirtækisins sér loks að þvi að segja henni, að hún skyldi ekki gera sér vonir um starfið, þar eð hún væri kona. Min rauk á dyr — en hefur sið- an ekkert gert i málinu svo ég viti. Þá er spurningin, er eitt- hvað hægt að gera i svona máli? Og þá kemur orðið, sem ég ætlaði að leggja i belginn: Til er lagakrókur, svo til nýr, hann er i lögum um jafn- launaráð (nr. 37 frá 24. april 1973, 2. gr) og hljóðar svo: „Atvinnurekendum er óheim- ilt að mismuna starfsfólki eft- ir kynferði. Gildir þetta ekki aðeins um launagreiðslur, heldur um hvers konar grein- armun, útilokun eða forrétt- indi vegna kynferðis. óheimilt er að skerða jafnrétti kynj- anna til atvinnuráðningar og skipunar i starf, hlunninda, vinnuskilyrða og hækkunar i starfi”. (Leturbr.min). Ætli sé nokkur sjens að ná rétti sinum með þessum lagabókstaf, þeg- ar slengt er beint framan i mann: Af þvi að þú ert kona? Þolendur sliks athæfis gætu e.t.v. snúið sér til Jafnlauna- ráðs og athugað með það, — ekki er ég klár á, hverjir sitja i þvi, en þið gætuð kannske upp- lýst það á siðunni? Lára.” Jú, Lára. Ég held að þeir sem verða fyrir sliku ættu ein- mitt að snúa sér til jafnlauna- ráðs og kvarta. Kannski gætu þeir ekki vegna skorts á vitn- um sannað atburðinn ef i rétt- arsal kæmi, en bara það að kvartaðsé til jafnlaunaráðs og það geri e.t.v. athugasemdir eða a.m.k. fyrirspurnir gæti orðið til að atvinnurekendur og ráðningastjórar hugsuðu sig um tvisvar áður en þeir létu svonalagað útúr sér. Þvi miður er ég hrædd um að þeir reyndu eftir sem áður að mis- muna fólki eftir kynferði, þótt ekki yrði jafn umbúðalaust og þar kemur bæði til kasta jafn- launaráðs og okkar allra að vera á verði. Kyngreindar starfsauglýsingar eru ein leið- in, en varðandi þær hefur komið i ljós að menn eru ekki á eitt sáttir um túlkun jafn- launaráðslaganna. Liklega eru þau ekki nógu eindregin i orðalagi. I jafnlaunaráði eiga sæti eft- irtalin: Guðrún Erlendsdóttir, form. ráðsins, Áslaug Thorlacius, Haraldur Ólafs- son, Ólafur Jónsson og Þórunn Valdimarsdóttir. —vh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.