Þjóðviljinn - 31.08.1975, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 31.08.1975, Qupperneq 3
Sunnudagur 31. ágúst 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 ÞORSTEINN JONSSON kvikmyndakompa Stjórnendur sjónvarpsstööva fyllast stundum ofmetnaöi gagn- vart aðilum i þjóðfélaginu, sem sjónvarpsstööinni er nauðsyn að hafa samvinnu við. Þannig snúast stjórnendur sjónvarpsstöðva stundum gegn sjálfstæðri kvik- myndagerð, þótt frá henni komi reynslan, hæfileikarnir og tækni- kunnáttan, sem sjónvarpið not- færir sér. Hér á tslanþi spratt sjónvarpið reyndar upp úr engu, án nokkurr- ar samvinnu við þá litlu kvik- myndagerð, sem til var i landinu, þegar það var stofnað. Enda hef- ur islenska sjónvarpið þurft að gera öll sömu mistökin og kvik- myndagerðarmennirnir höfðu áð- ur gert (kannski fleiri). Enginn verulegur munur er á obbanum af framleiðslu sjónvarpsins nú og myndunum, sem Loftur Guð- mundsson Óskar Gislason og Ós- valdur Knudsen höfðu gert áður en sjónvarpið tók til starfa. Ekki voru þeir þó sendir á námskeið til útlanda né höfðu atvinnu af kvik- myndagerð. Þá hö.fðu greinar Þorgeirs Þorgeirssonar*, sem hann skrifaði um islenska kvik- myndagerð og sjónvarpið um það leyti, sem það var stofnað, engin áhrif á stefnumótendur sjónvarpsins. A innlenda kvik- myndagerðarmenn var hvorki hlustað né efnt til samvinnu við þá á aðgengilegum kjörum. Kannski má fyrst nú, áratug siðar, greina fyrstu efasemdirnar hjá stjórnendum sjónvarpsins um þessa einangrunarstefnu. Þrái sjónvarpsins hefur bæði komið fram i áhugaleysi á þvi að kaupa islenskar kvikmyndir til sýninga og einnig i áhugaleysi á þvi að ráða kvikmyndagerðar- menn til starfa. 1 löndum, þar sem kvikmyndagerð eru búin skilyrði, verður afstaða af þessu tagi náttúrulega til þess að sjónvarpsstöðin býður upp á Um líf eða dauða sjónvarpsstöðvar annars flokks framleiðslu og býr við annars flokks starfslið, sem ekki stenst þær kröfur, sem gerðar eru i sjálfstæðri kvik- myndagerð. Alvarlegra er ástandið eins og það er hér á landi, að möguleikar á fram- leiðslu eða dreifingu kvikmynda utan sjónvarpsins eru litlir eða engir. Þar hefur sjónvarpið ekki aðeins einokun á sjónvarpsrekstri heldur einnig i raun og veru ein- okun á kvikmyndagerð i landinu. Þetta er ástæðan fyrir þvi, að is- lenskir kvikmyndagerðarmenn lenda ævinlega I vandræðum, þegar þeir æskja samvinnu við sjónvarpið um kvikmyndagerð. Yfirmenn sjónvarpsins koma á samningafundi i þeirri vissu að fyrir kvikmyndagerðarmenn eru þeir fyrsti og siðasti kosturinn bæði hvað varðar framleiðslu og dreifingu. Kvikmyndagerðar- maðurinn hefur um það að velja að semja af sér fé og mann- réttindi eða gera enga kvikmynd ella., Vonandi þarf ekki að lýsa þvi, hvernig er að vera i slikri að- stöðu fyrir kvikmyndagerðar- mann, sem hefur áhuga á sinu fagi- Eðlilegu ástandi verður ekki komið á fyrr en milli sjónvarpsins og kvikmyndagerðarmanna tekst samvinna á jafnréttisgrundvelli, þar sem hlutverk beggja er viður- kennt. Sjónvarp hefur óþrjótandi Frá framhaldsdeildum gagnfræöaskólanna í Reykjavík Væntanlegir nemendur i 5. og 6. bekk þurfa að staðfesta umsóknir sinar með simskeyti eða i sima dagana 1. eða 2. sept. n.k. milli kl. 14 og 17 báða dagana. Hjúkrunar- og uppeidiskjörsvið i Lindar- götuskóla simar: 18368 og 10400. Viðskipta-, tungumála- og raungreina- kjörsvið í Laugalækjarskóla, simar 33204 Og 34415. Framhaldsdeildirnar taka til starfa 10. september. Fræðslustjórinn i Reykjavík i MELTAWAY snjóbræðslukerfi úr PEX plaströrum AKATHERN frárennsliskerfi úr PEH plaströrum. Nýlagnir Hitaveitutengingar Viðgerðir Stilling hitakerfa Pípulagnir sf. Auðbrekku 59 — Kópavogi S. 43840 & 40506. þörf fyrir efni og hefur tækja- búnað til framleiðslu og afkasta- mikillar dreifingar. Kvikmynda- gerðarmenn geta séð sjónvarpinu fyrir hæfileikum, þekkingu og dirfsku til að framleiða efni á hærra gæðastigi en við verður komið i sjónvarpsrekstri. Reynslan sýnir, að i sjónvarps- stöðvum er ævinlega unnið undir getu. Astæðurnar fyrir þvi eru bæði skipulagslegar og pólitiskar. Megnið af sjónvarpsefni er framleitt meðvitað eða ómeð- vitað til þess að beina athygli áhorfenda frá raunverulegum vandamálum. Þessi svæfandi framleiðsla hefur ekki aðeins áhrif á áhorfendur við sýningu, heldur ekki siður á starfsfólkið sjálft við framleiðsluna og dregur úr þvi allan mátt. Listrænir hæfi- leikar, framfarahugur, dirfska, bjartsýni og aðrir hrósverðir eiginleikar annaðhvort hverfa eða koma aldrei i ljós i daglegu starfi i sjónvarpsstöð. Ef sjónvarp vill hafa eitthvert lif i efninu, sem það sýnir, og hef- ur ekki dauðann að takmarki er þvi lifsnauðsyn að leita til kvik- myndagerðarmanna um heil- brigða samvinnu. ^GNAV^ * AXELS * EYJOLFSSONAR Smiöjuvegi 9 Kópavogi sími 43577 Klæðaskápur frá okkur er lausnin... Hægt er að fá skápana óspónlagóa, tilbúna að bæsa eða mála j ... og vandfundnir eru hentugi klæðaskápar hvað samsetningu og aðra góða eiginleika varðar. Lítmyndabæklingur um flestar gerðir klæðaskápa, samsetningu, stærðir, efni og verð ásamt öðrum upplýsingum. Allar gerðir klæðaskápa eru til í teak, gullálmi og eik. Vinsamlegast sendið mér nýja litmyndabæklinginn j um klæðaskápana. Nafn: _________________________ I SkritiS með prentstöfum | í Heimilisfang:. I Húsgagnaverslun Axels Eyjóllssonar, Smiðjuvegi 9, Kópavogi. |

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.