Þjóðviljinn - 31.08.1975, Side 5

Þjóðviljinn - 31.08.1975, Side 5
Sunnudagur 31. ágúst 1975. ÞJOÐVILJINN - SIÐA 5 * • 1 - , '............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................. • - ■ ’■' . ■ " , ' ' t mai-júnl hefti timaritsins Problems of Communism (Vandamál kommúnisma) er grein semnefnist Nordic communism, Norrænn kommúnismi og er höfundur hennar Trond Gilberg. Þar er fjallað um kommúnistaflokka Noregs og Danmerkur og svo is- lenska sósialistahreyfingu, bæði Sósialistaflokkinn og Alþýðu- bandalagið, sem bæði eru kölluð kommúnistaflokkar. Gfni grein- arinnar er að lýsa stöðu við- komandi flokka og útskýra á- stæður fyrir lágu gengi kommúnista i Noregi og Dan- mörku en velgengi „kommún- ista” að islandi. islandsskrif erlendis Efni þetta er forvitnilegt fyrir islenska lesendur. Bæði er, að þegar island ber á góma I er- lendum ritum, þá er oftast nær (a.m.k. utan Norðurlanda) um furðu margar rangfærslur að ræða og þó sérstaklega eru öll hugtök og hlutföll i póiitisku lifi landsins brengluð. Þetta á einn- ig við um sæmileg vikurit sem talin eru: eitt af þvi sem gerir mann tortrygginn á lýsingar t.d. Spiegel og Newsweek á meint- um firnaáhrifum kommúnista i Portúgal eru þau dæmi sem menn muna af lýsingum þeirra á islenskum sósialistum. En grein Trond Gilberg er allmiklu itarlegri en við eigum að venj- ast, og einnig byggð á betri þekkingu.enda þótt þar sé að finna þó nokkuð af ónákvæmni og röngum uppiýsingum eða úr- eltum (eins og hver og einn get- ur sannfærst um hér á eftir). Þá er hún og forvitnileg vegna þess, að Problems af Dommun- ism er gefið út af Upplýsinga- þjónustu Bandarikjanna, USIS. Það er reyndar tekið fram undir haus ritsins, að „skoðanir greinahöfunda séu ekki endi- lega endurspeglun á skoðunum Bandarikjastjórnar”, en það er jafnframt ljóst, að bandariskt stjórnvöld vilja gjarna koma á framfæri einmitt þessum við- horfum. Það sést m.a. á þvi, að eins og segir^i ritinu, þá geta menn utan Bandarikjanna „i flestum tilvikum fengið ritið ó- keypis með þvi að skrifa til næstu skrifstofu Bandarisku upplýsingaþjónustunnar”. (Þetta er sami mátinn og sovéskir hafa með sitt APN- timarit.). Skárri en Mogginn Frá þessu er nú sagt meðal annars vegna þess, að þrátt fyr- ir ónákvæmni og ranghermi hjá Trond Gilbert þá reynist þetta bandaríska opinbera áróðurs- málgagn margfalt áreiðanlegri heimild um islenska vinstri- hreyfingu, islenska sósialista en nokkuð borgaralegt blað is- lenskt. (Þetta hefur áður komið fram i Problems of Commun- ism, m.a. i grein sem fjallaði um viðleitni sovétmanna til að „normalisera” samskipti við ýmsa erlenda róttæka flokka eftir Tékkóslóvakiu). Það er til dæmis ekki nema sjálfsagt að taka i stórum dráttum undir þá útskýringu ritsins á velgengni islenskrar sósialistahreyfingar til vinstri við hefðbundinn krat- isma, að hún hafi borið gæfu til að taka þjóðlega afstöðu til mik- ilvægra mála, tengja marxiskar hugmyndir við jafnréttishefð i islenskri menningu og meta með gagnrýni tiðindi af kommúniskum og sisialiskum hreyfingum i öðrum iöndum, ekki faðma guðspjall einhverr- ar þeirra með lokuð augu. Það liða áreiðanlega mörg ár og margir dagar áður en þótt ekki værinema skammtur af þessari visku bandariskra vinstrivillu- sérfræðinga ratar inn i endaiaus skrif Morgunblaðsins um is- lenska sisialista. Nafngiftir Hér verður ekki farið út I þá sálma, af hverju Alþýðubanda- lagið er talið kommúnistaflokk- ur eða „bandalag undir þeirra forystu”. Greinarhöfundar Problems of Communism hafa reyndar oftar en ekki verið i vafa um hvernig þeir ættu að „vörumerkja” hinar ýmsu hreyfingar til vinstri, sem risa i ólikum löndum á ólikum for- sendum. Það er til dæmis ljóst hvcrjum sem vill, að Alþýðu- bandalagið islenska er miklu likara danska SF. flokknum en Kommúnistaflokki Danmerkur. Danski SF er I greininni I ritinu ekki talinn „undir kommúniskri forystu” enda þótt forystumenn hans hafi upphaflega flestir komið úr kommúnistafiokki — og þá vegna þess liklega, að kommúnistaflokkurinn heidur áfram að vera til. Þvi er þá heldur ekki svarað t.d. hvers- konar fyrirbæri VS, Vinstri sósialistar i Danmörku séu. Og svo mætti áfram telja. Reyndar er það svo, að það er varla gjör- legtað fjalla um einstaka flokka til vinstri i hvaða landi sem er, án þess að hafa i með i dæminu allar hreyfingar til vinstri við hefðbundið sósialdemókrati að minnsta kosti. Og reyndar verð- ur sósialdemókratiið einnig að koma við sögu: Það er einmitt galli á grein Gilberg, að hann skilur ekki samhengið milli vel- gengni islenskra sósialista og hraklegrar frammistöðu Al- þýðuflokksins. Hér fer á eftir þýðing á þeim parti greinarinnar sem fjallar um tsland. Það skal tekið fram, að Problems of Communism leyfir öðrum að taka efni úr sér eins og þeim sýnist. —áb USIS skoðar Al- þýðubandalagið of unnmnmsm Forsiða ritsins Problems of Communism: ókeypis utan Bandarikjanna. Rætur róttækni „island á sér eins og Danmörk og Noregur verulega hefð i þjóð- legri róttækni, en rætur þeirrar hefðar eru að verulegu leyti aðrar en i hinum dönsku og norsku til- vikum. ísland er enn að verulegu leyti samfélag fiskimanna og smábænda. Þar er nokkur iðnaður, en hann er einkum á sviði neysluvarnings og matvæla-- iðnaðar, en að mestu vantar þætti þungaiðnaðar og efnaiðnaðar, sem eru svo mikilvægir fyrir Noreg og Danmörku (einkum fyrrnefnt iand). Um leið hefur ávallt verið yfrin róttækni meðal fátæks sveitafólks og bænda og fiskimanna sem barist hafa i bökkum. Reyndar sýnist tsland gott dæmi um svonefndar „auðnar- kommúnisma”, sem hefur verið itarlega skilgreindur i sambandi við Finnland. Samkvæmt þessari skilgreiningu hefur kommúnismi á Norðurlöndum ekki verið borgarhreyfing fyrst og fremst vegna þess að sterkir sósialdemó- krataflokkar og verklýðsfélög i borgum hafa með virkum hætti komiði veg fyrir að aðrar vinstri- hreyfingar hlutu fjöldastuðning. Hinsvegar hafa skógarhöggs- menn, smábændur sveitum og fólk i fiskiþorpum haft tilhneig- ingu til að sýna af sér verulega róttækni og að kjósa kommúnista. Fræðimenn sem kannað hafa þetta fyrirbæri hafa borið fram ýmsar ástæður fyrir slikri breytni. 1 fyrsta lagi eru ibúar sveita dreifðir, vegna þess að þeir vinna á mismunandi stöðum, og þessi dreifing fólksins gerir það erfitt að sameina það i stóra hópa. Séu lifskjör erfið og virðist þjóðfélagsgerðin óréttlát, þá getur róttækni þróast sem ein- staklingsbundin uppreisn gegn rikjandi kerfi og verða fá gagn- virkandi öfl til þess að mæta henni. 1 öðru lagi eru andstæðar tilhneigingar á ferð i þéttriðnum samfélögum eins og litlum fiski- þorpum. Félagslegur þrýstingur frá samfélaginu (þar sem allir þekkja alla) getur leitt til ein- stefnu I pólitiskri hegðun, og ef pólitisk róttækni nær fótfestu i svo litlu samfélagi er hún likleg til að skjóta traustum fótum og ganga frá kynslóð til kynsióðar. Tveir aðrir þættir hafa lagt sitt til afls islenskrar róttækni — menning sem byggist á allmikl- um jöfnuði og eldheit þjóðernis- hyggja. Að þvi er varðar hið fyrr- nefnda ber að hafa það i huga, að enda þótt islenskt samfélag til forna væri lagskipt (með kerfi frjálsra bænda og þræla, þá voru aðalsmenn og landeigendur sem hirtu afrakstur jarða úr fjarska jafnan fáir meðal islendinga. Hinir erlendu herrar voru danskir, en innbornir bændur og fiskimenn fundu mjög greinilega Hvað skyldu þeir hjá USIS halda að Lúðvik sé að hugsa? Myndin fylgdi greininni um Alþýðu- bandalagið. til þess að þeir voru jafningjar og sjálfstæðir menn gagnvart hver öðrum, enda þótt þeir væru undir danskri stjórn. Að þvi er varðar hina herskáu þjóðernishyggju þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir þvi, að Jsland fékk ekki fullt sjálfstæði undan Danmörku fyrr en i heims- styrjöldinni siðari og að strax eftir striðið tóku Bandarikin að hafa bein áhrif á eyna vegna nokkurra herstöðva sem þar var komið upp. Slik reynsla hefur leitt til þess að margir islendingar hafa gerst mjög andvigir erlend- um áhrifum i sjálfu sér. Tilfinn- ingar þeirra hafa magnast fyrir þá sök, að á eftirstriðsárunum hefur Island átt i stöðugum deilum við Bretland út af nýtingu hinna auðugu fiskimiða umhverfis eyjarnar (Island er oftar en einu sinni kallað „eyjar” i greininni). Pólitík kommúnista og árangur hennar lslenskir kommúnistar hafa hagnýtt sér þessa áhrifavalda með drjúgum árangri. Marxisk kenning á sér eðlilegt aðdráttar- afl i jafnréttismenningu, og kommúnistar hafa notað mót- mælaþátt hugmyndafræðinnar til að skapa sterk viðbrögð hjá þeim, sem hafa átt vanda til að setja spurningamerki við rikjandi þjóðfélagsb’yggingu. Með næmum skilningi á þeim anda einstaklingshyggju, sem er svo rik meðal þjóðarinnar, hafa kommúnistar ávallt dregið úr sameignarþáttum kenningar sinnar. Éngu að siður hafa þeir, með tilliti til þss að. flest efna- hagsleg umsvif I landinu byrjuðu fyrst sem greinar danskra rikis- einokunarfyrirtækja löngu áður en skipulögð verklýðshreyfing varð til, og svo til þess, að breiðir hópar meðal landsmanna virðast taka rikiseign sem sjálfsagðan hlut hafa þeir beitt sér fyrir rikis eign á miklum hluta iðnaðar og annarra meiriháttar fyrirtækja. Kommúnistar hafa einnig ávallt leitast við að halda i gildi trúnaðarbréfum sinum sem þjóðernissinnar, og þeir hafa unnið sér orð fyrir að vera eitt þjóðernissinnaðasta pólitiska aflið i landinu. En ef til vill er það einn þýðingarmesti þátturinn I afstöðu islenskra kommúnista, að þeir hafa verið fúsir til að taka þátt i samsteypustjórnum með öðrum flokkum. Islenski flokkurinn hefur fylgt þessari stefnu allt frá þvi hann varð til árið 1930. Arið 1938 var hann jafnvel endurskipu- lagður með inngöngu vinstriarms sósialdemókrata fyrir augum og tók upp nafnið Sameiningar- flokkur alþýðu — sósialista- flokkurinn (SA-SF). Enda þótt SA-SF hefði verið leystur upp 1968, var annar flokkur myndaður úr nokkrum hópum en með kommúnistum sem ráðandi afli. Þessi fylking tók sér nafnið Alþýðubandalagið eða AB. Gjörólikt þvi sem segja má um danska og norska kommúnista- flokkinn hafa hin ýmsu bandalög undir kommúniskri forystu á Islandi verulega pólitiska ávinninga að státa af. SA-SF tók þátt i samsteypustjórn á árun- um 1944-47 og 1956-58. 1 þing- kosningum 1963 og 1967 fengu þeir 16% og 17,6% atkvæða og 8 og 10 sæti á 60 manna þingi. Nýi sam- steypuílokkurinn, AB, fékk rúmlega 17% atkvæða i kosning- unum 1971 og myndaði á sama ári samsteypustjórn með Fram- sóknarflokknum og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna (SFVM) Ekki hafa hin ýmsu bandalög undir forystu kommúnista aðeins fengið verulegan stuðning kjós- enda heldur hafa þau og spjarað sig vel á öðrum vigstöðvum. Til dæmis hafa i þeim verið 1000-2500 félagsbundnir menn af 200 þúsund manna þjóð. Kommúnisk áhrif voru rikjandi i Alþýðusambandi lslands allt til 1968. Á þvi ári náði Hannibal Valdimarsson, vinstri- sinni en ekki kommúnisti, tökum á ASl og stofnaði sinn eigin flokk, SFVM. Samt sem áður hafa islenskir kommúnistar miklu meiri áhrif i verkalýðsfélögum en nokkur annar kommúnista- flokkur á Norðurlöndum að þeim finnska undanskildum. Ekki skiptir það minna máli, að SA-SF og AB hafa haldið föstum tökum á hugmyndahreyfingum vinstrisinna. Af þeim sökum hefur pólitiskur klofningur til vinstri — sem er svo áberandi i Noregi og Danmörku — verið með minnsta mótiá Islandi. Fyrir utan AB eru á vinstri armi SFVMÚ, sem áður voru nefnd, smá samtök holl Sovétrikjunum sem kallast Samtök islenskra sósialista og hópur maósinna sem nefnist Kommúnistasamtökin marx- istar-leninistar. Ástæöur fyrir velgengni Ástæðurnar fyrir þessum árangri eru flóknar, en hægt er að greina frá nokkur atriði sem mestu skipta. I fyrsta iagi hafa SA-SF og AB verið allmjög i meginstraumi hins pólitiska lifs fremur en á jöðrum þess. Til dæmis hafa islenskir kommúnistar haldið fram sterk- lega þjóðernissinnaðri stefnu i ýmsum málum sem almenningur lætur sig miklu varða, til dæmis landhelgismálinu, niðurskurði erlendra herstöðva og nauðsyn þess að varðveita islenska menn- ingu fyrir „amerikaniseringu” og útbreiðslu annarra annarlegra menningarfyrirbæra. Afstaða SA-SF og AB til þessara mála hefur verið að minnsta kosti eins Framhald á bls. 18

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.