Þjóðviljinn - 31.08.1975, Page 7

Þjóðviljinn - 31.08.1975, Page 7
Sunnudagur 31. ágúst 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Matthildur ína Edwald Fædd 16.3. 1909 — Dáin 22.8. 1975 1 # Ekki man ég lengur nákvæm- lega hvenær ég hitti tnu fyrst, það var einhvern tima á fyrsta eða öðru ári i menntaskóla, þegar ég kom aö vitja Láru dóttur hennar á Frakkastig 12. A þessum árum eru mæður skólasystkinanna ein- göngu mæður i augum manns. Þær hafa enga sjálfstæða tilveru, engin persónueinkenni, jafnvel ekki nafn. 1 rrtesta lagi eru þær flokkaðar i góðar kellingar og miður góðar. Ina var lika bara „mamma Láru” framan af, sett i hóp með góðum mömmum en að öðru leyti ókunnug kona. Þetta breyttist einn góðan veðurdag þegar ég kom i heim- sókn og Lára var ekki heima. Flestar mæöur hefðu látið sér nægja að gefa upplýsingar um hvenær von væri á afkvæminu heim og kannski lofa að skila kveðju, en þaö datt ínu ekki i hug. Hún dreif mig inn i kaffi, sem alltaf var á boðstólnum, og talaði við mig eins og fullgilda manneskju þótt ég væri bara stelpukrakki. Þvi fyrir tnu voru. félagar barna hennar ekki óþekktar og kannski stundum óvelkomnar stærðir, þau voru manneskjur, sem hún hafði mik- inn áhuga á. Og þess vegna varð hún flestum þeirra vinkona og félagi, sumum löngu eftir að sam- bandið við böfn hennar var orðið stopult. ína var ákaflega lifsglöð kona, sem kunni að lifa lifinu þannig að til sem mestrar ánægju og gagns gæti orðiö henni sjálfri og öðrum. Hún saknaöi þess að hafa ekki gengið menntaveg, sem ekki þótti sjálfsagt fyrir konur þegar hún var að alast upp, hversu greindar sem þær voru . Vissulega hefði menntun komiö sér vel fyrir hana, ekki sist eftir að hún missti fyrri mann sinn, Ragnar Kristinsson. Menntun hefði gefið henni sjálfsöryggi og baráttu- þrek, sem svo margar konur vantar tilfinnanlega þegar þær koma út á atvinnumarkað eftir langt hlé. En skóli hefði ekki gert hana menntaðri en hún varö af eigin rammleik. Hún fylgdist vel meö, einkum á bókmennta- sviöinu, og var mikill smekk- maður á bækur. tna hafði mjög þroskandi áhrif á umhverfi sitt, sem bendir til þess að hún hefði oröiö góður kennari. Það er eiginlega við nánari umhugsun leitt að fleiri skyldu ekki njóta þekkingar hennar og hæfileika en hennar nánustu og þeirra vinir, þótt sá hópur værir raunar óvenjustór, en þetta hefur of oft orðið hlut- skipti kvenna, þjóðfélaginu til stórtjóns. Ina giftist aftur fyrir fáum ár- um og fékk við það nýtt þrek, nýja ávisun á lifið. Siðustu árin sin var hún hamingjusöm bæði I starfi, þótt erfitt væri og þreytandi á stundum, og i sambúðinni við Ragnar Þorsteinsson rithöfund. Væri betur að öllum veittist að lifa jafnauðugu lifi fram á siðustu stund. Hún kvaddi lifið langt frá þvi södd lifdaga, en það hefði hún lika helst kosið sjálf. Börnum tnu þrem og Ragnari sendi ég samúðar- og vináttu- kveðjur. Silja Aðalsteinsdóttir. F.s.f. f.s.í: Fimleikanámskeiö Dómaranámskeið Þjálfaranámskeið L-FIMLEIKASTIGINN 5—11 sept. STúLKUR: Framhaldsnámskeiö 4.-7. þrep. Kennari Hlin Arnadóttir. DRENGIR: Byrjenda- og framhaldsnámskeiö 1.—12. þrep. Kennari Þórir Kjartansson Þjálfarar og dómarar fá þjálfun I að kenna og dæma 1.—12. þrep. Kennari Þórir Kjartansson. II JASSLEIKFIMI 12. — 16. sept. Kennari MONIKA BECKMAN Námskeiðin verða fyrir iþróttakennara og aðra, konur og karla Kl. 10—11.30 Almennt námskeið Kl. 13.30—15 Almennt námskeið Kl. 15.30—18 tþróttakennarar Námskeiðin verða i Iþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi Upplýsingar og innritun á skrifstofu F.S.í. og l.S.I. i íþróttamiðstöðinni Laugardal simi 83377. Fimleikasamband íslands Húsbyggjendur — EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæöiö meö stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Heigar- og kvöldslmi 93-7355. OLAFUR HAUKUR SÍMONARSON SKRIFAR____________ Pabbi, mamma, börn og A forslðu sunnudagsblaðs Þjóðviljans um siðustu helgi rak ég augun I ramma: Hjónaband- ið I opnu — Hjónaskilnaðir á bakslðu. Þetta skýröist allt. Hér var um tvær fróðlegar greinar að ræða sem báðar snerta nær hvern mann. Hjónin, mann- fræðingarnir og sálfræðlngamir Nana og George O’Neill sem unnið hafa að „hjónabands- rannsóknum með frumstæðum þjóðflokkum, ogeinnig i Banda- rikjunum”, einsog segir I grein- inni, eru semsé komin að þeirri niðurstööu, að „lokuðu hjóna- böndin” séu öll i klessu, en „opnu hjónaböndin” muni leysa vandann. Hér verður ekki gerö nein til- raun tilaö meta lausn þeirra hjóna sem aöallega ku miðast við „úngt og miðaldra fólk með sæmilega menntun og atvinnu”, heldur lángar mig að toga ann- an enda útúr þessum hnykli sem nefnist fjölskyldan. Núer það á- reiöanlega gott og blessað að opna hjónabandið og „lifa fyrir llðandi stundu, með raunhæfar vonir”, einsog þau Nana og Ge- orge mæla með — þótt eflaust kæmi margt forvitnilegt á dag- inn ef Islensk neysluhjón tækju skyndilega uppá þvi að „lifa fyrir Hðandi stundu, með raun- hæfar vonir” — en er ekki sér- staklega ástæða tilaö „opna” fyrir börnunum, ég vií leyfa mér aö segja, frelsa þau frá for- eldrum sínum, og þarmeð hjónabandinu? Ef við litum svo á að hjónabönd séu nú yfirleitt i meiri klessu en dæmi hafa verið til áður, er þá ekki fyrst og fremst ástæða tilað rétta börn- unum hjálparhönd? Nú skiptist fólk hér á landi i tvo meginhópa: þá sem lifa I fortiðinni, og þá sem lifa með framtiðina að baki. Millihópur eru þeir sem lifa fyrir framtið- ina. Böm lifa hinsvegar upp til hópa I nútlðinni, þau hafa ennþá ekki axlað „byrði menningar- innar”, þau eru ekki fallin. Syndafallið verður I lifi þessara krila þegar þau segja i fyrsta skipti NEI og eru beitt ofbeldi, troðið ofanl þau matvælum og sönglað á meöan eina fyrir mömmu eina fyrir pabba eina fyrir afa eina fyrir ömmu og slðan allt fjölskylduklanið. A þvi augnabliki lærist barninu að of- béldið er nátengt fjölskyldunni, nöfnum pabba og mömmu, afa og ömmu, frænda og frænku. Þá hefst hið æfilánga ástar-/hat- ursspil fjölskyldunnar. Þegar hjónabandiö kemur nú loksins til umræðu, þá er rétt að huga að fleiri böndum á leiðinni, t.d. fjölskylduböndunum. Hjónaband tveggja einstaklinga veröur enganveginn skilið frá eða skorið útúr fjölskyldumynd- inni, mynd ættarinnar. Inn- viðarannsókn á hjónabandinu verður aö tengjast og skoðast i samhengi viö fjölskylduna, þá mótun sem fer fram innan vé- banda hennar, þau öfl sem þar eru að verki. Kríngum þennan félagslega kjarna sem við nefn- um hjónaband eða kjarnafjöl- skyldu, eru geysileg kerfi sem mala frá morgni til æfikvölds einstakllngsins, sveigja hann og beygja, opna hann eða loka hon- um. Ofbeldi er lykilorð við rann- sókn á starfsemi fjölskyldunn- ar. Orð einsog höndskun, eða hreint og beint heilaþvottur, hljóta lika að skjóta upp kolli. En ofbeldiö, andlegt einkum, en lika likamlegt, er augljósasti votturinn um hvað á sér staö i fjölskyldunni, þegar verið er að sveigja hug og atferli að kerfi fjölskyldunnar. Hver hefur ekki orðið vitni að þvi að foreldri beitir börn sinum andlegum og likamlegum refs- Ingum, jafnvel misþyrmir þeim á almannafæri einsog ekkert sé sjálfsagöara? Að minnsta kosti allir. Sé ráðist á fullorðinn mann úti á götu og hann beittur llkamlegu ofbeldi þá þykir sjálf- sagt og lýðskylda að skakka leikinn, rétta lítilmagna hjálp- arhönd eða kalla á lögregluna. En eigi börn i hlut þá virðist sið- ferðisleg dómgreind fólks fara gjörsamlega úr sambandi. Menn horfa uppá það með skiln- ingsriku brosi að börn eru plög- uð og kvalin, jafnvel lamin I rot inni verslunum. Foreldri virð- ast hafa leyfi þjóðfélagsins tilað haga sér einsog ómenni við börn sin ánþess nokkur hafi rétt tilað blanda sér I málið eða finni hjá sér hvöt til þess. Þetta hefur oft fyllt mig hrolli. En hvernig stendur á þessum ógeðslegu hlutum? Ýmsir vilja meina að hér sé um að kenna formbyggingu fjölskyldunnar, hún sé félagskerfi sem standi einsog steingervingur löngu eft- ir aö hinn félagslegi jarðvegur sem hún er sprottin úr er á bak ogburt. Og víster þaö aö rammi fjölskyldunnar er mjög kominn á skjön við hina andlegu og efnislegu mynd þjóöfélagsins, hin ytri skilyröi tækni og þekk- íngar. Allmiklar rannsóknir hafa reyndar farið fram á fjölskyld- unni á undangengnum árum, þá einkum I sambandi við geðsjúk- dóma sem menn hafa beinllnis rakið til fjölskyldukerfisins. Fjölskyldan, og þá einkum þessi nútlmaeining kjarnafjölskyld- an, er fyrst og fremst miðlunar- kerfi, einstætt að þvi leyti, að kerfið er án eftirlits annarra að- ila, innan kerfisins er aldrei lagt raunhæft mat á það sem miðlað er, sjálfsagnrýni þekkist ekki innan ramma þess, það byggir á óskeikulleik, feluleikjum og bælingu. Fjölskyldan er hreint og klárt forræðiskerfi, hún er ó- lýðræðisleg i grunni sinum og jaðrar oft við að vera hreinn pyttur ofbeldis. Og innan þessa kerfis eru börnin að mestu leyti réttlaus. Hverju miðlar fjölskyldan? Hún miðlar boði og banni þjóð- félagsins, þ.e. móral hinnar rlkjandi stéttar aðallega. 1 neyslusamfélagi þarsem ein- stakllngsstreð og samkeppnis- andi eru æðstar dyggöir, þá sér fjölskyldan um að búa börnin út með gott nesti af óskammfeilni, frekju og minnimáttarkennd, áðuren þau eru send úti frum- skóginn via skólakerfið. Þessi hugmyndalega uppbygging á sér yfirleitt stað á meðan börnin eru móttækilegust, þegar þau gleypa i sig hin óskeikulu sannindi um mannlegt eðli, þjóðfélagiö, aöra jarðarbúa og hitt kynið. Og ekkert er lagt fyrir til umræðu, ekkert ^r véfengt, hinir svæsnustu fof- dómar, sem utan veggja heimilisins dyttu dauðir aiður, falla beinustu leiö i frjóan hug barnsins. Umræða er hættuleg valdakerfi fjölskyldunnar, og það sem einkennir tjáskipta- kerfi hennar mætti nefna skort á gagnkvæmum svörunum. En eru ekki lika til „góöar” fjölskyldur, hvað um fjölskyld- ur þarsem allir aðhyllast fé- lagshyggju og kjósa til vinstri, eru svoleiðis fjölskyldur ekki ó- sköp lýðræðislegar og hollar? Eða er fjölskyldan ávallt ihalds- söm? Fjölskyldan er þannig I eðli sinu að lýöræðisvitund á mjög erfitt uppdráttar með henni, hin félagslega þjálfun sem fjöl- skyldan veitir, miðar að for- ræði, og virðist þá ekki skipta máli hvort um er að ræða fjölskyldur I Sovét, Bandarikj- unum eða á íslandi. Fjölskyldan starfar þannig, að hún viðheldur og tryggir rlkjandi ásta,nd, hvers eðlis sem það er, hún staðfestir opinbert siðgæði (skyndigróðahugsjónina á ís landi t.d.) hún staðfestir mis- munun kynjanna á öllum vig- stöðvum, hún kæfir allar til- raunir til andófs gegn opinberri innrætingu (skólakerfis, sjón- varps,blaða,bóka) og hún blæs einstaklíngnum i brjóst gagn- rýnislaust trú á hinn opinbera sameiningargrundvöll, hversu bfll fráleitur sem hann kann aö vera. 1 stuttumáli: þessi undarlega blanda af blóði, hugmyndafræði og neysluferlum, skapar með einstaklingnum óttablandna á- byrgðartilfinningu gagnvart öll- um kerfum sem eru eins aö gerö eða svipuð að uppbygglngu og fjölskyldan, það er aö segja andlýöræðisleg. Forræðiskerfi. Það dylst heldur ekki þeim sem hafa gaman af því að opna augun, að fjölskyldan, kerfi hennar, endurspeglast á flest- um sviðum I þjóðlífinu. Vinnu- staðir og opinberar stofnanir eru dæmi um slikar speglanir: háskólar, sjúkrahús, herir, kirkjusöfnuðir, stjórnmála- flokkar og frystihús. Efst trónar patrlarkinn: rektorinn, yfir- læknirinn, hershöfðlnginn, for- sætisráðherrann, biskupinn, formaðurinn — undantekn- ingarlltið karlpeningur. Við bú- um við patríarki, karlaveldi. Hver kannast ekki við þetta slagorð: „Við erum einsog ein stór og hamingjösöm f jölskylda I þessum bekk, háskóla, stjóm- málaflokki, verksmiðju, sam- yrkjubúi. Og hvarvetna rekst maður á elskaða og hataða „feður” og „mæöur”: kirkju- feður, landsfeður, ljósmæður, matmæður. Og það er heldur enginn hörgull á „systrum” og „bræðrum”: vopnabræður, reglubræður, trúbræður og trú- systur, jábræður — llka bræðra- félög og systrafélög. Það er engin tilviljun að Geir Hallgrimsson og Ölafur Jóhannesson eru sýndir á skop- myndum sem hamingjustafandi brúðhjón, það er dæmi um þennan fjölskylduhugsunarhátt, bæði þeirra sem skoða myndina og hlæja því þeir geta samsam- að sig giftingarkerfinu og þvi baksviði öllu, og lika teiknarans sem ósjálfrátt hugsar á grund- velli fjölskylduhugmyndarinn- ar. Geir hinn sterki karlmann legi brúðgumi sem hefur bein i nefinu og aflar peninga I búið, Ólafur hin mjúka og feita brúð- ur sem eflaust kann að halda ut- anum og skara eld að hinni sameiginlegu köku þeirra hjöna. Stjómmálamenn eru sagðir „biðla til kjósenda” eða til ann- arra flokka. Þeir þykjast góðir ef þeim tekst að koma sér upp „landsföðurlegu” fasi, sem táknar að þeir svifast einskis og eiga stutt i hina karlmannlegu vestrænu streitusjúkdóma magasár og taugabilun. Og nú þegar „úngt og mið- aldra fólk með sæmilega menntun og atvinnu”, einsog segir I hinni ágætu grein, vill stugga opnum dyrum slnum, þá bið ég þess eins að ekki gleymist að hleypa lika út ávöxtum ástarinnar. Þvi einsog réttilega er tekið fram í greininni: börnin geta ekki bjargað hjónaband- inu. En börnin ein geta bjargað heiminum. Hvernig væjú þvi að tryggja börnum sjálfsögð mannréttindi, gera þeim fært að „lifa fyrir liö- andi stundu, með raunhæfar vonir” einsog þeim er eiginlegt, veita þeim þann munað að eiga „einkalif”, velja sér „marg- breytleg hlutverk”, frelsi tilað sýna „opna vináttu”, frelsi tilað „samsamast” sjálfum sér, sýna þeim „tillitssemi”. Við erum flest sokkin uppfyrir eyru i mó- grafimar, kannski getum við aðeins linað á okkur hjónabönd- in svo andardrátturinn verði auðveldari — en fyrir alla muni hleypum krökkunum útúr þess- um fullkomnu, tveggja her- bergja, hugmyndaþéttu helvit- um.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.