Þjóðviljinn - 31.08.1975, Qupperneq 9
Sunnudagur 31. ágúst 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Gagnnjósnarar hennar hátignar i óvæntum uppákomum — og kýr aö
bera i kjallaranum eða hvað? Karl Guðmundsson er korpórállinn en
Helga Bachmann stjórnar rannsókn á dularfullu máli.
ar”, en við megum gjarna vita af
þeim stóru hjörtum, sem snauð-
ari timar sáu mönnum fyrir, af
þvf að náttúran og samfélagið
þurftu á sliku óútspekúleruðu
tryggingakerfi að halda. Ég
minni á þær fátækar barnakonur
sem alltaf gátu bætt á sig börnum
úr næsta húsi ef dauðinn bar þar
að dyrum — og var sjálfsagður
hlutur.
Svo ég bæti á mig fleiri mynd-
um og þversögnum, þá er ég
reyndar efins um möguleikana á
að frelsa heiminn á leiksviði, t.d.
með umræðuleikritum, debat-
leikritum, 'sem koma gjarna
hingað frá Norðurlöndum og eru
full með greindarlegar skilgrein-
ingar en eiga sér kannski ekki að
sama skapi alveg eins hlýjar
hjartarætur. Ég held að það sem
með þeim verkum fæst fram af
bættum skilningi á gömlu fölki
eða afbrigðilegum börnum sé þvi
miður litilvægt miðað við það
annað sem hægt er að gera i þeim
málum. En á hinn bóginn getur
svo farið, að umræðukomplexinn
verði svo sterkur og yfirþyrm-
andi að menn fái ekki lengur notið
lifsins i leikhúsi á eðlilegan hátt.
Myndir
En þótt maður láti svona lagað
út úr sér, þá er ekki þar með sagt
að maður viti- hvernig ástandið
eigi að vera —,ég er lika vantrú-
aður á teoriu hvort sem er. Allt
sem gerst hefur i listum hefur átt
sitt erindi. Ég skal gera játningu
sem snýr að málaralist. Þegar ég
var ungur — og vann á Þjóðvilj-
anum — gekk ég að þvi með oddi
og egg að þröngva upp á islend-
inga þeim skilningi á list, að ekk-
ert væri gott nema það væri
afstrakt. Þetta var að þvi leyti
eðlilegt að það þyrfti að vinna á
þeim mótbyr sem ungir lista-
menn mættu þá, Kjartan, Jó-
hannes, Valtýr og fleiri ágætir
listamenn. En ég gæti svo vel trú-
að þvi, að ýmsir listamenn, sem
voru heldur betur lágt skrifaðir
hjá þeim hóp sem ég var þá i, eigi
eftir að hækka mjög i gengi. Ég
yrði t.d. ekkert hissa á þvi ef
Eyjólfur Eyfells yrði eftir svolít-
inn tima talinn með allra merk-
ustu listamönnum okkar fyrr og
siðar. En hann var semsagt ekki
talinn upp á marga fiska þá,
vegna vissra fordóma, sem kann-
ski voru nauðsynlegir til þess að
eitthvað nýtt kæmi fram.
Eiríksjökull
Ég sé stundum á bæjum mjög
fallegar myndir eftir Eyjólf, full-
ar af góðu veðri, reykurinn stend-
ur beint upp i' loftið. Frá Kópa-
reykjum, þar sem ég á heima,
blasir við dýrlegasta fjall á Is-
landi, Eiriksjökull, i nýrri og
nýrri mynd á nótt og degi, sumri
og vetri. Margir stórmeistarar og
aðrir hafa málað hann, en þær
myndir hafa lækkað i áliti hjá
mér við það að sjá, hvað hann Ei-
riksjökull kann sjálfur fyrir sér i
listinni. Verður nú litils virði
margt af þvi, sem aðrir hafa ver-
ið að bauka við að gera úr honum
ikúnstinni.Ogfallegasta mynd af
Eiriksjökli sem ég hefi séð er i
eigu hinnar eldri Helgu á Kópa-
reykjum, sem nú er komin á ni-
ræðisaldur. Myndin er máluð árið
1917 og sýnir einnig gamla bæinn.
Myndin er eftir Eyjólf. Jökullinn
er dtki málaður þar eins stór-
kostlegur og allt að því uppá-
þrengjandi eins og hjá öðrum
listamönnum, en i' myndinni er
þessi barnslega hlýja ásamt
merkilegri tækni sem einkennir
myndir Eyjólfs Eyfells. Sumir
spakvitringar hafa skopast að
þvi, hve gott veður er i myndum
Eyjólfs. Það má ekki vera gott
veður i myndum frekar en það
má vera hjartahlýja i bókmennt-
um. En kannski er enginn maður
sem skilar eins vel og Eyjólfur
þvi sem blasir við í islenskri nátt-
úru góðviðrisdaga. Best ég ein-
faldi þetta með dæmi.
Fvrir sex dögum kom eitt af
þessum dýrlegu siðsumars
kvöldum í Borgarfirði. Við hjónin
brugðum okkur i skoðunarferð i
þvi tilefni. Guðrún hafði orð á þvi
hve dásamlegt væri um að litast.
Mér varð að orði: ,,Ja, þetta er
svo dýrlegt að það er eins og
maður sé að spásséra inni i mál-
verki eftir Eyjólf Eyfells.”
Ég get ekki farið með meira
hól, hvorki um islenska lands-
lagsfegurð né Eyjólf Eyfells. áb
Aö faðma að sér Tolstoj
Það er kannski ekki alltaf
þægilegt fyrir skáld og rithöf-
unda þegar Morgunblöð heims-
ins ráðast að þeim með
skammahrinum fyrir þeirra
vinstrivillur eins og einatt kem-
ur fyrir. En stundum hvarflar
það að manni hvort það sé ekki
enn ömurlegra hlutskipti þegar
svoleiðis blöð faðma skáld, lifs
eða liðin, að sér með ógnarleg-
um fyrirgangi, i nafni meintrar
eða raunverulegrar samstöðu
með þeim i nokkrum greinum.
Samstaða
Engan mann hefur Morgun-
blaðið hér faðmað af meiri
ástriðu en Solzjenitsin.um langt
skeið er slegið upp þriðja hvern
dag útlistununum höfundarins á
rauðu hættunni i heiminum og
andvaraleysi Vesturlanda-
manna gagnvart henni. Það er
heldur enginn vafi á þvi, að i
þessu tilviki er samstaðan raun-
veruleg. Morgunblaðið setur
skoðanir rithöfundarins miklu
ofar viðhorfum og gerðum vest-
rænna stjórnmálamanna og ber
þetta tvennt einatt saman, sið-
arnefndum i óhag.
Svo merkilega vill til,
að þau viðhorf Solzjenitsins
sem Morgunblaðið heldur hvað
mest á lofti eru einatt eins og
ranghverfa á opinberri sovéskri
heimsmynd eins og henni hefur
lengi vel verið haldið að mönn-
um þar eystra. Samkvæmt
henni er kommúnisminn
(sovéskur) staðfestingá öllu þvi
sem ágætt er, hafinn yfir efa-
semdir, en bókstaflega allt ann-
að er af hinu illa eða tortryggi-
legt mjög. Hjá Solzjenitsin
verður aftur á móti allt sem
tengist við kommúnisma og
sósialisma illt og djöfullegt i
þeim mæli, að önnur vandamál
hverfa. Til dæmis er ómögulegt
að greina það i upptalningu
hans á þeim löndum, sem séu að
hrynja fyrir hinni rauðu hættu
eða nálægt þvi, nokkurn mun á
frelsi og mannréttindum i lönd-
um eins og Finnlandi og Austur-
riki annarsvegar Suður-Kóreu
og Suður-VIetnam hinsvegar.
Enþeim mörgu sem finnst að
vonum ógjörningur að átta sig á
heiminum eftir svo einfölduðum
formúlum, án þess að hafa i
huga fjölþættari heimsmynd,
verður þetta ekki umræðu-
gruridvöllur sem stætt er á.
Ýmsar alhæfingar Solzjenitsins
um heimsmál (og hrifning
Morgunblaðanna af þeim)
verða til þess, því miður, að
grafa undan trausti manna á
þeim vitnsiburði hans sem
merkastur er: ,á skýrslunni um
Gúlag, eða skáldsögum hans
I
reistum á sömu reynslu, 1 fyrsta
hring og Krabbadeildinni, sem
er mest listrænt afrek höfundar-
ins. Ég segi þvi miður vegna
þess,aðþað er ekki hægt að átta
sig að gagni á vandamálum
sósialisma og kommúnisma i
kenningu eða praxis án þess að
taka i fullri alvöru nótís af þess-
um vitnisburði.
Að hafna Tolstoj
En svo gerist það einnig, að
faðmlög Morgunblaðsins eru
reist á sýnu hæpnari forsendum
en sú samstaða sem hér að ofan
var lýst. Tökum til dæmis
vangaveltur Matthiasar Jo-
hannessens um Léf Tolstoj i
Reykjavikurbréfi siðasta
sunnudag, en þær voru sprottn-
ar af sjónvarpsmynd um ,þenn-
an rússneksa meistara og sið-
ferðishetju.
Eins og að likum lætur eru
þessar vangaveltur hafðar i
frammi I þeim tilgangi, að
halda fram siðferðilegum
þroska Tolstojs og trú hans gegn
bolsévikkum, fyrr og nú sem
hafni meistaranum I sinni efnis-
hyggjublindni (og um leið er
minnt á hraklega frammistöðu
rússnesku rétttrúnaðarkirkj-
unnar, sem fyrr og síðar hefur
verið frekar þæg æðstu valdhöf-
um, hverjir sem þeir hafa ver-
ið). Það er að sjálfsögðu ekki
nema rétt, að Lenin og siðar
þeir sem telja sig arftaka hans
höfnuðu i stórum dráttum kenn-
ingum Tolstojs, um leið vitum
við að í föðurlandi hans er er til
þessa dags haldið uppi mikilli
persónudýrkun á skáldinu Tol-
stoj. En það er i sjálfu sér nokk-
uð forvitnilegt efni til skoðunar
á hvaða forsendum menn hafa
hafnað Tolstoj. Og hverjir
mættu með nokkrum rétti telj-
ast skyldir honum i þankagangi
nú gm stundir.
Bolsévikar
Það væri mikil einföldun að
telja, að Lenin og hans menn
hefðu hafnað Tolstoj fyrst og
fremst vegna kristinnar siða-
skoðunar hans, þótt rétt sé að
Lenin var lítt hrifinn af viðleitni
Tolstojs og fleiri (m.a. Gorkis
um tima) til að smiða ný trúar-
brögð, hreinsuð af sora valds-
ins. Réttara er, að bolsar hafi
fyrstog fremst talið kenningar
Tolstojs óraunhæfa lausn á
vanda snauðra manna, snúa
aftur á bak en ekki fram á við,
byggja á fegrun þjóðfélagshátta
sem voru á undanhaldi og urðu
ekki endurreistir. Tolstojisminn
heldur fram raunverulegum eða
imynduðum dyggðum bænda-
samfélags andspænis örbirgð,
misrétti og auðhyggju sem
fylgdi risandi kapitalisma i
Rússlandi, en tolstojsinnum
hættir til að telja fylgja borgum
og tæknilegum framförum yfir
höfuð. Þær deilur bolsévika og
tolstojsinna sem stóðu i Rúss-
landi fyrstu tvo tugi aldarinnar
eru fróðlegur kafli úr langri
sögu: slikar deilur endurtaka
sig jafnan meðal þeirra sem
hafna rikjandi skipulagi — ann-
arsvegareru þeir sem gera það
I nafni einskonar afturhvarfs til
betri fortiðar, hinsvegar fara
þeir sem hafna rikjandi ástandi
I nafni öðruvisi, nýrrar framtið-
ar. Til þess að minna fari milli
mála skal vitnað til fróðleiks i
greinarkorn eftir Lenin sem
nefnist „Tolstoj og verklýðs-
hreyfing samtimans”:
Andóf og
örvænting
„Gagnrýni Tolstojs er ekki
ný.... En sérstaða gagnrýni
hans og söguleg þýðing hennar
er I þvi fólgin, að hún túlkar með
þeim krafti, sem aðeins snill-
ingar eiga, umbrot og uppgjör
viðhorfa mjög mikils hluta al-
þýðu manna i Rússlandi á vissu
timaskeiði, eða nánar tiltekið I
Rússlandi bændanna. Þvi að
gagnrýni Tolstojs á samfélags-
hætti okkar tima er að þvi leyti
ólik hliðstæðri gagnrýni fulltrúa
verklýðshreyfingarinnar, að
Tolstoj hefur sömu viðhorf og
hinn barnslegi bóndi sem að-
hyllistháttu fyrri tima. Tolstoj
flytur sálarinnréttingu þessa
bónda yfir i gagnrýni sina og
kenningu. Gagnrýni Tolstojs er
af þeim sökum svo sterk, á-
striðumikil, sannfærandi, fersk,
einlæg og djörf i viðleitninni til
* að ,,ná til rótanna”, finna hinar
sönnu ástæður fyrir hörmung-
um alþýðu, að þessi gagnrýni i
raun endurspeglar hvörf i skoð-
unum miljóna bænda, sem rétt
hafa nýfengið frelsi undan
bændaánauðinni og komast þá
að þvi, að þetta frelsihefur i för
með sér nýjar skelfingar upp-
flosnunar af jörðum, hungur-
dauða. allsleysis i slömmum
borganna o.s.frv. Tolstoj sýnir
svo vel hvernig þeim er innan-
brjósts, að sjálfur færir hann yf-
ir i kenningu sina barnaskap
þeirra, afskiptaleysi af stjórn-
málum, dulhyggju þeirra,
óskina um að hverfa út úr
venjulegu lifi, „að mæta hinu
illa án andófs”, vanmáttugar
bölbænir i garð kapitalismans
og „valds peninganna”. í kenn-
ingu Tolstojs komu saman mót-
mæli miljóna bænda og örvænt-
ing þeirra”.
Niður með eignarrétt
Eins og fyrr segir hafnaði
.rússneska kirkjanTolstoj einnig,
bannfærði hann meira aðsegja.
Bæði vegna þess að hann gagn-
rýndi þjónustu hennar við vald-
hafana og einnig vegna þess, að
Tolstoj hafriaði mystik trúar-
innar, leyndardómum hennar —
honum er Kristur ekki guð held-
ur kennari.
Hitt rifja menn svo siður upp,
að það eru miklu fleiri sem
hafna manni eins og Tolstoj.
Einkum og sér i lagi þeir sem
byggja heimspeki sina og
breytni á einkaeignarétti. Það
hefur fyrr og siðar verið mikil
tiska að fjölyrða sem mest um
„siðferðisbaráttu sem beinir at-
hyglinni inn á við” hjá Tolstoj
(vitnað i Reykjavikurbréf) en^
hlaupa að mestu yfir það, að'
siðferðiskrafan var órjúfanlega
tengd kröfu um afnám séreign-
ar á landi, afnám kauphallar-
brasks, auð_.söfnunar, lúxuslifs
— I stuttu máli afnám bæði léns-
skipulags og kapitalisma.
Moskovskie védomosti, en svo
hét einn moggi austur þar, réð-
ist mjög á Tolstoj snemma árs
1891 fyrir greinar hans um
hungursneyð i landinu, sem
prentaðar höfðu verið erlendis.
„Greifinn (Tolstoj) rekur áróð-
ur fyrir ótakmörkuðum sósial-
isma, sem jafnvel neðanjarðar-
áróðursrit hér hjá okkur blikna
fyrir.... Hann apar eftir vest-
rænum sósialistum fáránlega og
útjaskaða frasa um að „rika
fólkið mergsjúgi þjóðina”.
Kommúnufólk
Það er alltaf jafn hvimleitt
þegar menn reyna að lifa
sníkjulifi á lifs eða liðnum mik-
ilmennum með þvi að matreiða
sér einhvern part af þeim á sér
þægilegan hátt og passa sig að
meiða sig ekki á öðrum pörtum
þeirra. 1 stað þess að reyna að
gera sér og öðrum grein fyrir
heildarverki þeirra af hrein-
skiptni: siðan velja menn auð-
vitað og hafna, hvað þeim sjálf-
um finnst bitastætt og enn á
dagskrá af arfi þeirra.
Ekki treysti ég mér til að
segja neittumþað,aðhve miklu
leyti hugmyndir Tolstojs eru á
dagskrá hjá nútimamönnum,
fyrir utan þau kynni sem les-
endur skáldverka hans hafa af
þeim. En ef að nokkrir menn
gætu átt rétt til að segjast halda
áfram viðleitni hans i verki, þá
væru það kannski ýmsir ungir
menn sem hafa á seinni árum
gert tilraunir með ný lifsform i
ýmiss konar kommúnum. Skor-
ið mjög á tengsl sin við maskinu
þjóðfélagsins, að minnsta kosti
markaðslögmál þess, reynt að
búa við sameign, litlar þarfir,
lifa á landsins gæðum eða hand-
verki. Þetta fólk hefur sumt
spurt eftir Kristi, annað eftir
Marx eða Marcuse. Það væri
kannski ekki út i hött að það
reyndi einnegin að greiða svolit-
ið úr flækjum i skeggi sagna-
þuslins fræga frá Jasnaja
Poljana.
Arni Bergmann.