Þjóðviljinn - 31.08.1975, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 31.08.1975, Qupperneq 20
Ester Jónsdóttir til vinstri. 14. maí i' vor var sam- þykkt á alþingi þingsálykt- un um atvinnumál aldr- aðra sem hljóðar svo: ,,AI- þingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að undirbúa í samráði við aðila vinnu- markaðarins frumvarp til laga um atvinnumál aldr- aðra, og verði að því stef nt að allir, 67 ára og eldri, sem til þess hafa þrek og vilja, geti átt kost á at- vinnu við sitt hæfi". Árið 1974 fluttu þau Svava Jakobsdóttir, Eð- varð Sigurðsson og Helgi F. Seljan þessa þingsálykt- unartillögu, en í þessari endanlegu samþykkt al þingis er tveimur orðum úr tillögu þeirra breytt. í stað „aðila vinnumarkaðarins" hafði í þeirra tillögu staðið „launþegasamtök lands- ins". Tillögu þeirra fylgdi svohljóðandi greinargerð: Tillaga þessi er flutt i þeim til- gangi að knýja á um skipulega lausn á atvinnumálum aldraðs fólks. Mjög algengt er orðið, að fyrirtæki og atvinnurekendur segi mönnum upp starfi við sjötugs- aldur, og i lögum um opinbera starfsmenn er skýrt kveðið á um aldurshámark. Ekki verður rétt- mæti þessara reglna dregið i efa, en á hinn bóginn verður ekki leng- ur horft fram hjá þeim persónu- lega og félagslega vanda, sem það veldur mörgum manninum að vera kippt úr starfi fyrir fullt og allt sakir aldurs. Fjöldi þessa fólks býr yfir reynslu, talsverðri starfsorku og vilja til að halda á- fram störfum i einhverjum mæli. Þau lausastörf, sem öldruðu fólki standa til boða á almennum frá Brasiliu „Skipuleg lausn á atvinnumálum á aldraðs fólks” Rætt við Svövu Jakobsdóttur, alþingismann Guðmund J. Guðmundsson varaformann Dagsbrúnar, Ester Jónsdóttur, varaform. Sóknar og Guðmund H. Garðarsson formann verslunarmannafélags Reykjavíkur um þingsályktun um atvinnumál aldraðra sem samþykkt var í vor. Guðmundur H. Garðarson Svava Jakobsdóttir Guðmundur J. Guðmundsson vinnumarkaði, krefjast yfirleitt af þvi fulls vinnudags og eru þvi oft og tiðum ofraun. Þá er hætt við, að þróun atvinnumála skerði lika möguleika aldraðs fólks til að fá slika vinnu. Má i þvi sambandi benda á sivaxandi vélvæðingu, aukið hagræðingarskipulag, t.d. ákvæðisvinnustörf. Ekki verður fullyrt á þessu stigi, hvernig atvinnumálum aldraðra verði best fyrir komið, en flutningsmenn leggja áherslu á, að hafa verður fullt samráð við launþegasamtök landsins. Efa- laust koma fleiri leiðir en ein til greina. Jafnframt þvi sem sú skylda væri lögð á atvinnufyrir- tæki að sjá öldruðu starfsfólki sinu fyrir vinnu, kannski við sér- stök störf og styttri vinnutima en almennt gerist, jafnvel aðeins hálfan daginn, væri hugsanlegt að koma á fót sérstökum vinnustöð- um, t.d. léttum iðnaði, þar sem aldrað fólk gæti starfað eftir þreki og aðstæðum hvers og eins. Flm. leggja þó áherslu á þá skoð- un sina, að æskilegast sé, að mönnum sé gert kleift að starfa áfram á þeim vinnustöðum og i þvi umhverfi, sem þeir hafa unn- ið i, og að reynt sé að finn^ lausn, sem feli i sér sem minnsta per- sónulega röskun fyrir hvern og einn. Ekki mun enn vera búið að skipa nefnd til undirbúnings frumvarps til laga um atvinnu- mál aldraðra, en svo sem segir i þingsályktuninni skal rikisstjórn- in undirbúa frumvarpið i samráði við aðila vinnumarkaðarins. Blaðið hafði samband við Svövu Jakobsdóttur og sagði hún að sú oröalagsbreyting sem gerð var á tillögunni fæli i sér að vinnuveit- endur fengju fulltrúa i undirbún- ingsnefnd og sagðist hún vel geta sætt sig við það. ,,Við töldum að hér væri um svo margþætt og flókið mál að ræða, að ekki væri rétt að setja fram þingmannafrumvarp um fram- kvæmd þessa máls, heldur að stuðla að skipun nefndar, þar sem i sætu aðilar sem þekkja til máls- ins og siðan gerði nefndin tillögur i frumvarpsformi. Mér finnst einnig eðlilegt að nefndin starfi i nánu sambandi við Samtök aldr- aðra. Taka þarf tillit til ýmissa atriða, svo sem aldursflokkanna og einnig mismunandi aðstöðu fólks i þéttbýli og dreifbýli. Við lögðum mikla áherslu á að tryggt væri að launþegasamtökin og fulltrúar þeirra hefðu hönd i bagga um lausn þessara mála, en hér er um ákaflega margþætt störf að ræða. Ég hef kynnt mér könnun Jóns Björnssonar, sál- fræðings á högum aldraðra þar sem m.a. kemur fram að æskilegt er að fólk minnki við sig eða fái léttari vinnu fyrr en segir i nefndarálitinu og vænti ég þess að nefndin taki tillit til þess er frum- varpið verður undirbúið. Könnun þessi kom fram eftir að tillagan var fyrst flutt, en mér finnst ekki óeðlilegt að niðurstöð- ur könnunarinnar verði að ein- hverju leyti lagðar til grundvall- ar. Þá tel ég æskilegt að mönnum sé gert kleift að starfa áfram á þeim vinnustöðum og i þvi um- hverfi, sem þeir hafa unnið i. Fullorðinsfræðslan ætti einnig að geta orðið rikur þáttur i að hjálpa fólki til að aðlagast þeim breyttu aðstæðum sem aldurinn færir með sér,” sagði Svava. Við höfðum einnig samband við nokkra fulltrúa launþega og spurðum þá um álit sitt á þessu máli. Fyrst ræddum við við Guðmund J. Guðmundsson varaformann Dagsbrúnar. Kvaðst hann styðja þetta mál i einu og öllu og taldi að kostur væri að setja löggjöf um atvinnumál aldraðra, þótt margir vinnuveitendur sýndu tilhliðr- unarsemi við aldraða verka- menn. „Margir reyna að sveigja til og færa menn til i starfi er þeir eld- ast, en ég tel óeðlilegt að setja á- kveðin aldursfyrirmæli um vinnugetu manna. Ég held að verkalýðsfélögin ættu að vera milligönguaðilar og til aðstoðar við aðframfylgja lögunum um at- vinnumál aldraðra og vernda þannig rétt fólksins. Vinna þeirra eldri er mjög oft vanmetin i dag, enda þótt þeir séu i mörgum til- fellum að kosta menntun hinna yngri”, sagði Guðmundur. Ester Jónsdóttir er varafor maður Sóknar og sagði hún að mikill kostur væri að fá löggjöf um atvinnumál aldraðra, þar sem sifellt væri hætta á að eldra fólki yrði sagt upp ef til atvinnu- leysis kæmi. ,,Það þarf að tryggja öldruðum atvinnu á meðan þeir hafa þrek og vilja og einnig að setja vinnu- veitendum kröfur um tilhliðr- unarsemi. Vinna starfsstúlkna i Sókn er oft mjög erfið, en þó eru alltaf léttari störf innan um, sem þyrfti að tryggja að eldri konur hefðu forgang að. Þessar konur eiga það inni, að það sé létt undir með þeim i starfinu, en margar hafa unnið erfiðisvinnu i ára- tugi”, sagði Ester. Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verlunarmannafélags Reykjavikur á sæti i Atvinnu- málanefnd, sem lagði tillöguna fram i endanlegri mynd, sagði i viðtali við blaðið að hann áliti að þetta væri mjög stórt verkefni, sem ekki mætti draga. ,,Ég tel mjög brýnt að hraða þessu; Hugmyndin er að rikis- stjórnin láti kanna á hvaða svið- um eru möguleikar fyrir aldraða að starfa og á grundvelli slikrar athugunar siðan kannað hvernig unnt verði að framkvæma þetta. Ég tel eðlilegt að aðilar vinnu- markaðarins hafi þarna milli- göngu og að skipaðir verði full- trúar þessara aðila i undirbún- ingsnefnd.”. „Ermikiðum að verslunarfólki sé sagt upp störfum vegna ald- urs?” „Já, það hefur aukist að fólk sé látið hætta vegna aldurs. Það verður æ erfiðara fyrir þetta aldna fólk að halda vinnunni, þvi samkeppnin er svo mikil. En mörg eldri fyrirtæki hafa reynt að halda sinu aldna starfsfólki. Yfir- leitt er allmikið um léttari störf hjá verslunarfólki, sem ætti að vera hægtað láta aldraða vinna”, sagði Guðmundur að lokum. ÞS.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.