Þjóðviljinn - 27.09.1975, Page 4

Þjóðviljinn - 27.09.1975, Page 4
4 St-OA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. september 1975 PJOÐVIIIINN MÁLGAGN SÖSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS tJtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÞEIR GÁFU ÞAÐ SEM EKKI VAR TIL Það var upplýst hér i Þjóðviljanum i gær, að samkvæmt skattaskrá hafi verk- takafyrirtækið Ármannsfell haft 365.000,- krónur i skattskyldar tekjur á siðastliðnu ári. Jafnframt er það nú opinberlega viður- kennt að fyrirtæki þetta hafi gefið Sjálf- stæðisflokknum nær þrefalt hærri upphæð en nemur öllum tekjunum, eða eina miljón króna. Við skulum að þessu sinni láta liggja milli hluta, hvort hægri höndin á Albert Guðmundssyni, sú sem útdeildi lóðinni hafi verið i nokkru simasambandi við vinstri hönd sama manns, — þá hönd sem tók við miljóninni. í þvi sambandi geta sanntrúaðir flokksmenn i Sjálfstæðis- flokknum vissulega horft bláeygir um sali hallar sinnar og gleymt snörunum sem Þorsteinn Thorarensen sá þar i hverju horni, — minnugir þess að Morgunblaðið upplýsti einmitt nýlega um dæmi slikra samgönguörðugleika innan mannslikam- ans, — þegar skáldið Matthias Jóhannes- sen neitaði að eiga viðtal við Morgun- blaðsritstjórann með sama nafni? Og þvi skyldu þeir ekki vera likir i þessu eins og fleiru, — þeir Albert og Matthias? En hér er annað i efni. Hugsum okkur að einstaklingur hafi haft krónur 365.000,- i skattskyldar tekjur á siðasta ári. Setjum svo að sá hinn sami einstaklingur gefi siðan um það opinbera yfirlýsingu að hann hafi gefið Sjálfstæðis- flokknum eða Vottum Jehóva þrisvar sinnum hærri upphæð en nam öllum tekj- unum án þess að rýra eignir sinar. Skyldi skattrannsóknadeildin ekki hafa neitt við slikan mann að tala? Jú, flestum kynni að virðast svo. Og auðvitað gildir alveg nákvæmlega hið sama um fyrirtæki og einstakling i þess- um efnum. Þegar eitt fyrirtæki, sem virð- ir lög, fer að skipta arðinum af sinum rekstri, hvort heldur sem er milli eigend- anna eða til góðgerðarstarfsemi,— þá geta forráðamenn þess ekki deilt út meiru en arðinum nemur, ekki gert 365 þúsund að miljón með þvi að veifa hendi. Þjóðviljinn ber þvi fram þá afdráttar- lausu kröfu, að i ljósi þess, sem hér hefur verið rakið verði öll fjármál verktaka- fyrirtækisins Ármannsfells þegar i stað tekin til rækilegrar könnunar af réttum yfirvöldum og öllum gögnum fyrirtækis- ins komið í hendur skattrannsókna- deildarinnar strax i dag. Það er krafa Þjóðviljans að slik rann- sókn fari fram þegar i stað og að hún taki styttri tíma, en það óhjákvæmilega hlýtur að taka sakadómara, að komast að niður- stöðu um svo flókið vandamál sem það, hvort hægri hendur þeirra Alberts Guðmundssonar og Birgis borgarstjóra viti hvað þær vinstri gera. k. ÞAÐ ER HÆGT AÐ HINDRA ÁFORMIN UM SAMNINGA Á sama tima og ráðherrarnir i islensku rikisstjórninni þegja þunnu hljóði, þegar þeir eru krafðir sagna um það, hvort þeir hyggist semja við útlendinga um áfram- haldandi veiðar innan 50 milna markanna, — þá streyma til rikisstjórnarinnar sam- þykktir frá fjölmörgum aðilum, þar sem andmælt er öllu undanhaldi i landhelgis- baráttu okkar. 1 fyrradag barst t.d. i stjórnarráðið skeyti undirritað af hverjum einasta skip- stjóra á Austfjarðatogurunum, þar sem skorað er á stjórnvöld að ljá ekki máls á neinum undanþágusamningum við út- lendinga innan 200 sjómilna fiskveiðilög- sögunnar eftir gildistöku hennar nú i haust. Ekki þarf að efa, að það er einmitt is- lenska sjómannastéttin, sem hefur meiri möguleika en nokkur annar hópur manna til að stöðva samningsgerð af hálfu hug- deigra ráðherra i rikisstjórninni. Nógu kröftug og eindregin almenn mótmæli gegn undanhaldssamningum frá islensk- um sjómönnum eru vissulega liklegri en flest annað til að knýja ráðherrana til að ganga uppréttir á fund vina sinna i NATO, þegar rætt er um landhelgismálið. Það er þvi full ástæða til að fagna þeirri afdráttarlausu og einörðu afstöðu, sem fram kemur hjá togaraskipstjórunum fyr- ir austan. Þar eins og viða annars staðar hefur ekki verið spurt um hlifð við þennan stjórnmálaflokkinn eða hinn, heldur okkar stóra landhelgismál borið fram af fullri djörfung af mönnum úr öllum flokkum. —k. «« •«■•»(«■>» Ul. klril i oplnbrrua Hll .»BÍ lulmlr u. IU Iruu.f,II. ».(., K. •••pykkl »r ( borc.rrísi klMl tt.l.a. Borgurll 0«ln«u. rlk.Ukr• toor«.rr4«—.n... .8 rkkl .unl .1.1 WÍ.Ma »•'(. u. nklpun nv(iU.rl»n.r. k.8 «r pví «»k okk.r ft«.l o* v.r.korg.rlulllrúa SJ<l(»t«OI,nokk»ln., III yS.r kr. n»k»íknarl, .8 pir Iril8 t.kudú.1 ■eykj.vfkur »8 k.nn*, hvort ».knu.l .llorll h.11 <11 Ur »1.8 I ..M.ndl via frMMgrelnd. IM.rúihluiun. Tekl« «kal fra. •« nukkrlr lulltríam. eru (j.rvvrandl. A saksóknari að sálgreina Albert? Borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæbisflokksins hefur nú farið þess á leit við saksóknara að rannsaka Ármannsfells- hneykslið, og segjast fulltrúarn- ir ekki hafa neitt að fela. Það er ekki nema eðlilegt, þvi að hneykslið hefur þegar verið viðurkennt. Miljónin var greidd, og sannað er að Albert Guð- mundsson hafði forgöngu um að útvega lóðina frægu. Jafnframt hefur borgarstjóri viðurkennt að tengsl hans við Ármannsfell hafa verið náin, þótt hann hafi sem borgarstjóri selt hlutabréf sin og hætt lögfræðistörfum fyr- ir fyrirtækið. Þarf nánari vitna við — er þörf á meiri sönnunum? Þeir' sem fylgdust með Watergate- málaferlunum i Bandarikjunum vita ofurvel, að þegar saman fór að greiddar höfðu verið stórar fjárhæðir i kosningasjóð Nixons og forystumenn repúblikana og sjóðsins höfðu forgöngu um að gefanda var veitt óeðlileg fyrir- greiðsla, þótti það næg sönnun fyrir spillingu og misferli. Að mati sjálfstæðismanna i borgarstjóm er hinsvegar talið fullkomlega mögulegt að borgarráðsmaðurinn Albert Guðmundsson sé gjörsamlega óháður þvi sem formaður hús- byggingarnefndar flokksins, Al- bert Guðmundsson, gerir. Um leið heldur Birgir borgarstjóri þvi fram, að honum sem einum helsta forystumanni Sjálf- stæðisflokksins sé gjörsamlega ókunnugt um hvernig flokkur- inn aflar fjár til starfsemi sinnar. Það sem borgarstjórnarflokk- ur Sjálfstæðismanna er að fara fram á við saksóknara er þvi nánast það að hann taki að sér aö sálgreina Albert Guðmunds- son. Hann hefur til þessa ekki verið talinn kleifhugi, en það verður fróðlegt að vita, hvort saksóknari kemst að þeirri niöurstöðu að Albert geti verið tveir menn, sem ekki vita hvor af öðrum. Þeir vissu hvert átti að leita Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður" Framsóknar- flokksins, heldur þvi fram i Timanum i gær, að greinargerð borgarstjóra hafi verið ein sam- felld staðfesting á þvi sem hald- ið hefur verið fram opinberlega um Ármannsfellsmálið. Eitt af þvi sem skýrsla stað- festir er sérstaklega athyglis- vert: 1 ljós kemur að Armanns- fellsmenn ræddu á Utmánuðum I tvigang að minnsta kosti við borgarstjóra um möguleika á lóð undir háhýsi. Borgarstjóri taldi enga möguleika á þvi, en árangurinn af þessum viðræð- um varð sá að Armannsfells- mönnum var bent á lóðina milli Hæðargarðs og Grensásvegar og sagt að þar ætti að skipu- leggja lága byggð. Þeir gefa I húsbygginguna og láta svo arki- tekt sinn skipuleggja lága byggð á umræddu svæði og þessu næst snUa þeir sér til Alberts, en ekki borgarstjóra. Og Albert tekur að sér að tala við Birgi og Aðal- stein Richter, og þar með er málið I höfn. Hversvegna snéru Ármanns- fellsmenn sér til Alberts en ekki borgarstjóra ? Svarið liggur i augum uppi. Eiður borgarstjórans: „Hvorki ég eiginkona min, Þegar borgarstjórinn i Reykjavik birtist á sjónvarps- skerminum I fyrrakvöld til að bera þar fram játningar sinar i [ Ármannsfellsmálinu, reyndi hann að sverja af sér öll per- sónuleg tengsl við hið fræga verktakafyrirtæki. Borgarstjórinn komst að visu ekki hjá þvi að játa, að hann hafi verið einn eigenda og lög- fræðingur fyrirtækisins þar til fyrír örfáum árum, en nú væri slikt liðin tið, sagði Birgir ísleif- ur. Og hann sór með þessum orð- um: „Hvorki ég, eiginkona min, né nokkur á minum vegum á nokk- urn hlut i félaginu.” En hvað skyldi nú hafa orðið um hlutabréf borgarstjórans? Eitt er vist. — 1 hópi hinna 7 eigenda Ármannsfells er maður að nafni Benedikt Jónsson, eins og fram hefur komið i blaða- fregnum að undanförnu, — og þegar betur er að gáð kemur i ljós að umræddur Benedikt er hvort tveggja i senn náfrændi borgarstjórans — þeir eru syst- kinabörn — og mágur Armanns ö. Ármannssonar, fram- kvæmdastjóra Armannsfells. Svona eru nú þræðirnir ein- faldir, þegar þokunni léttir, — og þvi ekki nema von, að það kæmi svolitið hik á borgarstjór- ann, þegar hann sór eiðinn i sjónvarpinu: „Hvorki ég eigin- kona min, né......” Og sjálfsagt eru þeir Albert Guðmundsson og Davið Odds- son, borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins innilega sam- mála um það, að prýðilega fari um hlutabréf borgarstjórans i skrifborðsskúffunni hjá frænda hans og félaga. Hitt kynni mörgum að þykja öllu dularfyllra, að fyrir skömmu siðan var „ármaður- inn” . Benedikt Jónsson, auk annarra starfa, framkvæmda- stjóri dagblaðs i Reykjavik, sem heitir Alþýðublaðið. Fróð- legt væri að heyra t.d. frá rit- stjóra Alþýðublaðsins, hvernig maðurinn fór að þvi að galdra fram peninga á þeim vettvangi. Svo sem menn muna var mik- ið rætt um græna byltingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar i Reykjavik i fyrra. Það var borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir ísleifur Gunnarsson, sem þá flutti boðskap hinnar grænu byltingar af mestum ákafa. Einn grænu blettanna, sem áttu að prýða borgina var lóðin fræga við Grensásveg, sem nú er i höndum Armannsfells. Sumir voru áður að velta þvi fyrir sér, hvað borgarstjórinn i Reykjavik ætlaði sér að gera með alla þessa grænu bletti, sem prýddu Bláu bókina i fyrra. Nú er komið i ljós, að auðvitað hefur tilgangur hins ærukæra borgarstjóra verið sá að gróður- setja á þeim ættartré. k.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.