Þjóðviljinn - 27.09.1975, Síða 7
6 stÐA — ÞJODVILJINN Laugardagur 27. september 1975
UM „NÆRDEMOKRATI
hið nálæga lýðræði
Nýlega kom út aukablað
af danska Information þar
sem fjallað var um
„nærdemokrati" eins og
það er kallað á dönsku
þetta, að fólk geti haft
mótandi áhrif á næsta um-
hverfi sitt. Átt er við þann
flöt lýðræðis sem er miklu
nákomnari hverjum
einstaklingi en það sem
felst í ,,þinglegri meðferð
mála", ákvörðunum í
undirnefnd borgarstjórnar
eða yfirleitt í fulltrúalýð-
ræði nútímans. Hugtakið
,,nærdemokrati" þýðir
ekki að þingkosningar og
f ulltrúamenska eigi þar
með að falla úr sögunni,
heldur að það sé ekki
einhlítt. Þetta hefur nú
legið á borðinu báða
dagana i hugsjónafræðum
sósíalista, en hitt er nýtt að
,,nærdemokrati" sé áhuga-
efni á hægri væng stjórn-
málanna. en þannig lítur
dönsk pólitík út.
Þjóðviljanum þykir ekki
úr vegi að kynna ýmis þau
sjónarmið sem f ram komu
i hinu danska blaði. Þar
var fjallað á gagnrýninn
hátt um hugtakið
„nærdemokrati", og því er
vægast sagt ekki spáð
miklum frama í borgara-
legu þjóðfélagi. En þeim
mun meira erindi er það
talið hafa við alla viðleitni
til að skapa „sósíalisma
með mannlegu yfir-
bragði", svo að gripið sé til
orðasambands frá „vorinu
i Prag" 1968.
En meðal annarra orða:
hefur nokkur lesandi
tillögu um hvernig þýða
mætti orðið „nærdemo-
krati" á íslensku? hj—
Stéttaskiptingin í auövaldsríkinu Danmörku
Vítahringur ójafnaöar
gerir lýöræöiö aö
blekkingu—eöa hvaö?
Þjóðfélagshættir í Dan-
mörku þróast ekki i átt til
aukins lýðræðis, þrátt fyrir
yfirlýsingar stjórnmála-
manna um tryggð við hug-
sjónir lýðræðis og þrátt
fyrir vissa viðleitni til
lýðræðislegra ráðstafana.
Lýðræðiðð takmarkast
vegna skorts á jöfnuði, og
ójöfnuðurinn í þjóð-
félaginu frekar eykst en
minnkar.
Þetta er niðurstaðan sem rót-
tækir menn draga af þeim
þjóðfélagsrannsóknum sem
geröar hafa verið i Danmörku á
undanförnum árum varðandi for-
sendur lýðræðisins. Þeir telja að
menn hrærist i vitahring: For-
sendur lýðræðisins felast i
jöfnuði. Forsendur jafnaðarins
felast i lýðræði. Og hvar á þá að
byrja?
24 þúsund
heimili
Einn fjórði hluli af öllum þeim
verðmætum sem er i einkaeign i
Danmörku tiiheyrir einu prósenti
allra heimila i landinu, þeas. fólk
á þessum tiltölulega fáu heim-
ilum, hvort sem það er skrifaö á
„heimilisföður” eða aðra.á l/4ða
allra einkaeigna. Þarna á 24
þúsund heimilum er raunveru-
lega yfirstétt og valdastétt lands-
ins að finna. Hún rikir yfir
miklum hluta atvinnulifsins,
einnig landareignum, öðrum fast-
eignum og aðstöðu i viðskipta-
lifinu.
Börnin á þessum heimilum fá
besta menntun, og frá þessum
sömu heimilum koma tilvonandi
leiðtogar þjóðlifsins: i atvinnulifi,
i stjórnsýslu, hjá dómstólum og í
menningarlifi.
50% eiga 1/2%
Sé nú öllum heimilum landsins
raðað upp eftir verðmæti eigna og
tekinn sá helmingur heimila sem
minnstar eignir á — en á þó ein-
hverjar — þá er niðurstaðan sú aö
þessi helmingur heimilanna á
hálft prósent einkaeigna. Meðal-
eign á heimili hjá þessu fólki
nemur 160 þúsund krónum (isl),
en hjá heimilunum 24 þúsund
voru meðaleignir metnar á 300
miljónir.
1/3 eignalaus
Svo er enn hægt að finna heimili
þar sem alls engar eignir eru
fyrir hendi (og er þáaðsjálfsögðu
horft fram hjá frumstæðustu bús-
munum og fatnaði). Þetta eigna-
lausa fólk er einn þriðji hluti
dönsku þjóðarinnar.
Þessar tölur um eignaskiptingu
endurspegla þann ójöfnuð i
samfélaginu sem mestu máli
skiptir og liggur öllum öðrum
ójöfnuði til grundvallar. Og
eignaskiptingin hefur alls ekki
orðið neitt jafnari i tið siðustu
kynslóðar.
Tekjuskiptingin er einnig feiki-
lega ójöfn,en sé tekið tillit til jafn-
andi áhrifa frá sköttum,
tryggingabótum oþh. aðgerðum
rikisvaldsins, er þó útkoman sú
að tekjurnar skiptast mun jafnar
niður en eignirnar.
Tífaldur tekjumunur
Danir telja að skattsvik séu
ekki það mikil i landi sinu að úti-
lokað sé að mæla tekjuskiptingu i
skattframtölum (hér á Islandi
mun vera minna traust á skatt-
framtölum i þessu efni). Og
dönum finnst það segja talsvert
að sú starfsstéttsem hafði hæstar
meðaltekjur á kvæntan framtelj-
anda 1970 var með 10 sinnum
hærri meöaltekjur en sú starfs-
stétt sem minnstar tekjur hafði.
Annars vegar voru málfærslu-
menn, hins vegar leiguliðar i
sveit.
Athuganir leiða i ljós að á
árunum 1960-1970 dró siður en svo
úr mismun hæstu og lægstu launa
i Danmörku, frekar jókst
munurinn.
Samhangandi
ójöfnuður
Allar þjóðfélagsathuganir á
Norðurlöndum (þ.e. utan
Islands) sem gerðar hafa verið
hin siðari ár sýna að ójöfnuður á
einu sviði fylgir ójöfnuður á öðru
sviði. Þjóðfélagshópar sem hafa
litið fyrir sig að leggja i efnahags-
legu tilliti eru illa settir á hér um
bil öllum sviðum lifsins. Lágum
tekjum fylgir hætta á heilsuleysi
og atvinnuslysum, einnig óþrifa-
leg og forheimskandi vinna, óholl
húsakynni, litil menntun, lélegt
viðurværi, likur fyrir uppíausn j
fjölskyldunni og litlir möguleikar
fyrir börnin.
Það má þvi segja að mikil-
vægasta valiö sem hver maður
stendur andspænis á lifsleiðinni
sé valið á foreldrum!
Þannig endurnýjast ójöfnuður-
inn með hverri nýrri kynslóð, og
erfist um leið frá kynslóð til kyn-
slóðar. Það er ekkert annað en
imyndun sem byggist á blekkingu
að halda aö öllum séu gefnir sömu
möguleikar i þjóðfélaginu. Það er
ekki einu sinni gert i skólanum
þrátt fyrir allar yfirlýsingar um
hið gagnstæða.
Langskólanám: 5% og 54%
Athuganir i Danmörku sýna að
möguleikar barns úr lægstu þjóð-
félagsstéttinni til að komast i
menntaskóla eru 7-10 sinnum
minni en barns úr hæstu þjóð-
félagsstéttinni. Ariö 1971 fóru 5%
barna úr lægstu stéttinni (ófag-
lærðir verkamenn) i mennta-
skóla, en 54% af börnum úr hæstu
Laugardagur 27. september 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
stéttinni (sjálfstæðir atvinnurek-
endur og opinberir forstjórar).
Innritunarhlutfallið var hins
vegar 17% að meðaltali.
Til viðbótar þessu óréttlæti
kemur svo það að lægri þjóð-
félagsstéttirnar greiða með
sköttum sinum skólagöngu sem
þeirra eigin börn njóta að afar
takmörkuðu leyti.
22% eru ráðalaus
gagnvart yfirvöldum
Það er ekki að öllu leyti auðvelt
að finna tölur sem mæla þátttöku
fólks af hinum ýmsu stéttum i
lýðræðinu, þátttöku i þjóðfélags-
legum ákvörðunum. Þó hefur
sannast að meðal þess fólks sem
ekki skilar sér á kjörstað i
almennum kosningum er yfir-
gnæfandi hluti úr lágstéttum,
þ.e.a.s. úr þjóðfélagshópum sem
hafa lágar tekjur og litlar eignir.
Samkvæmt sænskri athugun tók
þar i landi rúmur þriðjungur
fólks i hástéttum einhvern þátt i
pólitisku starfi, en hjá lág-
stéttunum var þetta hlutfall um
fjórðungur.
Og svo er fólkið sem ..ekki
getur samið bréf til yfirvaldanna
eða kært yfir ákvörðun yfirvalda
og þekkti engan sem hefði getað
aðstoðað við það”. Þetta er bágt
ástand og svona er ástatt fyrir
fjórða hverjum manni, 22%, i
sænskum lágstéttum. En i
hástettunum finnast ekki dæmi
um þetta nema hjá 25sta hverjum
manni eða 4%.
Forréttindahringurinn
Nærtækasta skýringin á
ójöfnuðinum i þjóðfélaginu og þvi
hvað hann er viðvarandi er sú, að
þjóðfélagið er stéttskipt og völdin
eru i höndum forréttindahópa.
Þau störf sem forréttindahóp-
arnir inna af hendi telja þeir
sjálfir hin mikilvægustu af öllum
störfum i þjóðfél., þess vegna
þurfi að launa þau best. En þetta
gengur lika i hring: Þar eð
ákveðin störf eru hálaunuð, eru
þau talin mikilvæg fyrir
þjóðfélagið. Og þar eð þau eru
álitin mikilVæg, eru þau
hálaunuð!
En þá er reyndar þeirri
spurningu ósvarað, af hverju
forréttindastéttir verða til, og þá
er svar marxismans haldbest:
einkaeign á lifsskilyrðum
annarra skapar aðstöðu til arð-
ráns og drottnunar.
Músik fyrir mjólkurlfyrnar
Danska - vinnuveitendasam-
bandið hefur gefið út fjölda rit -
linga um nauðsyn þess að gera
verkstjórn á vinnustað og for-
stjórn i fyrirtækjum lýðræðis-
legri. Það þyrfti að gera fólk
„sjálfstætt”, ýta undir „sköpun-
arþrá” þess, þroska með fólki
„hæfni til aðlögunar að nýjum
viðhorfum”, létta framkvæmdina
með „hópvinnu” og „auðga”
starfið. Yfirleitt þyrfti að koma
„hvati að neðan”, (sem byggist á
skilningi á tilgangi) i stað „skip-
unar að ofan”.
Hugarfarsstýring
Hvað snýr nú upp á kúnni? Get-
ur það verið að auðmagnið sé far-
ið að krefjast meira lýðræðis? Sé
málið skoðað vandlega kemur i
ljós að danska vinnuveitenda-
sambandið (ásamt álika atvinnu-
rekendasamböndum viðs vegar
um heim) hefur ekki yfirgefið
sina gömlu stef'nu gagnvart til-
gangi vinnunnar. Hann er ó-
breyttur: hámarksgróði fyrir
auðmagnið hvað sem hag launa-
fólksins, vinnudýranna, liður.
„Sjálfstæði” i vinnunni á að felast
i þvi einu að byggja kapitaliskan
tilgang starfsins inn i eigin við-
horf starfsmannsins til þess að
sem minnst vinnuafl fari til spillis
við það að einn starfsmaðurinn
stjórni öðrum. 1 velreknum auð-
valdsfyrirtækjum viðgengst ekk-
ert skrifræði skrifræðisins vegna,
heldur verður að telja það ákjós-
anlegt að yfirstjórnin sé litil en
virk. Þetta er allur galdurinn við
„hvetjandi” launakerfi eins og á-
kvæðisvinnu og iauna-auka (bón-
us).
Ekki hugarfars-
breyting
En vei þeim sem halda að „sjálf-
stjórn” og „leit að vandamálum”
i nútima vinnufræði þýði það að
launafólk eigi sjálft að setja vinn-
unni markmið eða ákveða i
hverju vandamálin liggja i stærra
samhengi. Þetta hefur komið
glöggt i ljós i nýja háskólanum i
Hróarskeldu i Danmörku þar sem
hafa verið gerðar tilraunir meö
svonefnda „umhverfismenntun”.
Danska vinnuveitendasambandið
sér fjandann sjálfan i viðhorfum
eins og þeim sem þar þróast. Þvi
það var aldrei meiningin að
tæknilegir starfsmenn nýsloppnir
út úr háskóla færu að stýra fram-
leiðslunni atvinnurekendum til
tjóns en verkafólki i hag. Jafnvel
þótt sýna megi fram á þjóðhags-
legan hagnað af slikum tiltektum.
Frávisun veruleikans
Þess vegna er það að leiðara-
höfundur Information kemst að
þeirri niðurstöðu að hinn blákaldi
veruleiki visi talinu um „meðá-
kvörðunarrétt” i fyrirtækjum á
bug. Þar sé aðeins um innantómt
hjal að ræða sem gefi falska til-
finningu um samstöðu. „Lýðræði
á vinnustað” sé eins og músik
fyrir mjólkurkýrnar svo að þær
selji betur. Og þegar til lengdar
lætur láti verkalýðurinn ekki
blekkjast.
Tvöfeldni Hartlings
I Danmörku tala stjórnmála-
mennirnir mikið um lýðræði sem
sé nákomið einstaklingnum.
Þannig er t.d. með ihaldsmann-
inn Poul Hartling formann
Venstre. Hann flytur hástemmd-
ar ræður um það fyrirkomulag
sem fær einstaklingnum „meðá-
byrgð” gagnvart þeirri þjóðfé-
lagsstarfsemi sem hann er i
beinni snertingu við. En þetta er
dálitið loftkennt þvi að jafnframt
auglýsir Hartling eftir pólitiskri
samstöðu gegn öllum þeim öflum
sem krefjast afnáms einkaeignar
á framleiðslutækjum. Og svo er
hann fylgismaður EBE sem ein-
mitt er verkfæri hinna stóru ein-
inga!
Þverstæður jáfn-
aöarmanna
Svipuð þversögn einkennir af-
stöðu danskra jafnaðarmanna
sem tala um sem stefnu sina:
annars vegar að koma á atvinnu-
lifi sem byggist á sameign og
sjálfstjórn á vinnustað, hins veg-
ar að viðhalda markaðskerfinu ó-
trufluðu. En annað útilokar hitt.
Samtimis er svo bent á það að
formleg áhrif starfsmannahóps i
fyrirtækjum er i mörgum tilvik-
um miklu minni hjá samvinnufé-
lögum danskra jafnaðarmanna
heldur en hjá ýmsum einkaaðil-
um i atvinnurekstri.
Að teyma og reka
Það er þvi ljóst, segir In-
formation.að baráttan stendur á-
fram milli tveggja höfuðstefna
varðandi eðli vinnunnar. Annars
vegar er það viðhorf að menn séu
eins og latir rakkar sem ekkert
geri nema með kjötbita fyrir
framan trýnið og sparki i aftur-
endann, þ.e.a.s. teymdir áfram af
ágóðahvöt og launahækkunum,
og reknir áfram, af ótta vi,ð gjald-
þrot og uppsögn. En hitt viðhorfið
byggist á öðrum skilningi á eðli
mannsins: vinnan er mannleg
réttindi en ekki þungbær skylda.
Vinnan leyst úr ánauð auðvalds
og firringar er aðferð til göfgunar
og þeirrar umbreytingar á þjóð-
félagslegum tengslum sem felur i
sér frelsi.
Þaö sem gleymdist í Togliattigrad
Haustið 1971 heimsótti Mario
Dido, formaður verkalýðssam-
bands kommúnista á ttaliu, hið
mikla verkból bilaiðnaðarins sem
itölsku FIAT-smiðjurnar voru þá
að byggja og skipuleggja i Togli-
attigrad i Sovétrikjunum. Heim-
kominn lýsti Dido þvi hvernig allt
verkbólið væri úthugsað af verk-
fræðingum FIATs og ekki væri
hægt að greina neinn mun á
skipulagningu vinnunnar á hinum
nýja stað frá bilasmiöjunum
heima i Torino. En eitt hefði
gleymst. Það að heima á Italiu
stendur afl verkalýðsfélagsins
gegn hinni þrauthugsuðu skipu-
lagningu og forstjóranna og
þeirra sem fyrir þá starfa. Og
þannig kemst á það jafnvægi sem
gerir vinnuna á slikum stað bæri-
lega. En verkalýðshreyfing sem
ris undir slikum kröfum væri alls
ekki til i Sovétrikjunum og raun-
ar hvergi i Austur-Evrópu. Þess
vegna yrði verkbóliö i Togliatti-
grad verri vinnustaður en launa-
vinnubúðir i auövaldslöndum.
Vannýttir möguleikar
Þegar þetta er haft i huga — og
það hefurekkert breyst siðan 1971
n- má svo sannarl. spyrja hvort
það var þá nokkurs virði að af-
nema einkaeign á franleiöslu-
gögnum i Rússlandi og löndum
Austur-Evrópu. Um þetta mætti
skrifa þykkar bækur og hefur
enda verið gert. En kjarninn i
svari sósialista hlýtur að vera
þetta, að sovéska kerfið felur i sér
möguleika sem ekki hafa verið
nýttir i þágu alþýðunnar. Það að
taka framleiðslutækin i almanna-
eigu er nauðsynleg forsenda en
ekki einhlit. Fjölda margt fleira
þarf að koma til.en þvi er hægt að
lýsa með hinu gamla vigorði
Marx: „sjálfstjórn framleiðend-
Augljóst er að i Sovétrikjunum
hefur „alræði öreiganna” snúist
upp i alræði yfir öreigunum af
hálfu flokks og rikisvalds. Hins
vegar er það ekkert einfalt mál að
átta sig á skrifstofuvaldinu, innri
mótsögnum þess og hagsmuna-
baráttu. Þarna er ekki um að
ræða sérstaka stétt sem hafi full-
an ráðstöfunarrétt á framleiðslu-
tækjunum og afrakstrinum af
vinnu verkalýðsins. Það er langur
vegur frá þvi að þarna riki óheft
markaðskerfi sem lýtur kapital-
iskum lögmálum. En að visu er
margt sem bendir til þess að
markaðurinn fái æ frjálsara spil.
Þar kemur m .a. til æ meira efna-
hagssamstarf vestur á bóginn.
Milli tveggja elda
Sovéskir forstjórar fara á við-
skiptaháskólann i Harvard til
þess að nema fjármálastjórn og
hagnýtustu aðferðir við rekstur
fyrirtækja. Heimkomnir gera
þeir kröfu um að vinnuagi verði
bættur með þvi að fá heimild til
að segja upp fólki og endurráða
fólk að vild. En sem betur fer
kemur skrifstofuvaldiö i veg fyrir
slikar auðvaldsaðferðir, enda er
það svo að ef atvinnulifið gengi
sjáifkrafa samkvæmt markaðs-
lögmálum færi að sneyðast um
verkefnin hjá skrifstofuvaldinu.
Þá færi fólk að spyrja: Hvað höf-
um við með skrifræðið aö gera?
Það skapast þvi nokkurs konar
samstaða milli skrifstofuvaldsins
og verkalýðsins. En óski verka-
lýðurinn eftir raunverulegum á-
hrifum á vinnustaðnum finnur
hann bandamenn i æðra settu
tæknilegu starfsliði.
Vitanlega er þetta ekki full-
komin lýsing á aðstæðum i
sovéskum verkalýðsmálum en
hún sýnir þó blindgötu hins
sovéska kerfis. Þarna er ekki það
kerfi sem verkalýður Vestur-
landa getur tekið sér til fyrir-
myndar þegar hann leitast við að
skapa þjóðfélag raunverulegs
iýðræðis og jafnaðar.
Hér þarf að sjálfsögðu jafnt að
lita á aðstöðu hvers einstaklings
til áhrifa á umhverfi sitt og á
kerfið sem heild. I þessu sam-
bandi segir launamismunur æði
mikla en þó takmarkaða sögu:
Munur hæstu og lægstu launa er
tæpast minni i Sovétrikjunum
heldur en hann er i Danmörku.
Markaöurinn ræður
Júgóslavneskir kommúnistar
leituðust við að skapa sósialisma
sem byggðist á þvi að raunveru-
legt vald lægi hjá verkalýðnum og
hið dagsdaglega framkvæmda-
vald skyldi vera á hverjum
vinnustað. Rikið, verkalýðsfélög-
in og flokkurinn væru sett undir
þetta vald verkalýðsins og væru i
reynd samræmingartæki.
Þetta hljómar nú nógu vel og
auðvitað var þessu stefnt gegn
þeirri mjög svo dapurlegu
reynslu sem var af samþjöppun
valdsins i Sovétrikjunum. En
reynslan er sú að markaðslög-
málin hafa fengið alltof mikið
frjálsræði með hrikalegum af-
leiðingum fyrir verkamenn: at-
vinnuleysi og óhóflegur launa-
munur fyrir sömu vinnu, eða allt
að 5-faldur. Auk þess hefur
starfsfólk fyrirtækja orðið að
sætta sig við þrúgandi forstjóra-
vald á þeim forsendum að „ef for-
stjórinn er ekki duglegur, þá
stenst fyrirtækið ekki samkeppni
og við komumst á vonarvöl”. Það
er semsagt markaðurinn sem
ræður. Þó þekkjast staðbundin
verkföll.
Reyndar er það ekki þannig að
hagstjórnaraðferðir i Júgóslaviu
hafi verið eins og óbreyttar und-
anfarin 30 ár. Það hafa skipst á
timabil þegar makaðurinn fékk
að ráða miklu og timabil þegar
stjórnvöld gripu i taumana. Þvi
verður ekki lýst nánar hér að
sinni.
Tvimælalaust rikir meira
frjálsræði i Júgóslaviu en flestum
þeim löndum öðrum sem kenna
sig viö sósialisma. En þó að þarna
sé margt áhugavert er margt sem
mælir á móti þvi að þarna hafi
lykillinn að hinu æskilegasta
formi þjóðfélagsþróunar verið
fundinn.
En það verður þó að segjast að
öllu þvi þjóðfélagslega óréttlæti
sem júgósiavneska sjálfstjórnar-
fyrirkomulagið elur af sér fylgir
þó það, að tiltölulega margir
þjóðfélagsþegnar æfast i þeim
mannlegu samskiptum sem felast
i ákvarðanatöku i félagsskap. Og
það visar til betri framtiðar.