Þjóðviljinn - 04.10.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.10.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. október 1975 AF HÁU SÉI Brpðurparturinn af allri menningarlegri umræðu hérlendis síðustu mánuði hefur snúist um hið langþráða borgarleikhús reykvíkinga og þarf lengan að undra það, þar sem menningarleg viðleitni íslendinga hef ur á undanförnum öldum — svo ekki sé meira sagt—að verulegu leyti strand- að á sárri vöntun á borgarleikhúsi f yrir okkur leikarana að tjá tilfinningar okkar í. Hætt er þó við að sú mikla athygli, sem umræðurnar um borgarleikhús hefur vakið haf i orðið til þess að beina hugum landsmanna frá annarri stofnun, já raunar musteri, sem löngu ætti að vera risið af grunni hérlendis en það er þjóðaróperan. Áratugum saman, eða nánar tiltekið i ellefu aldir, hefur íslenska þjóðin þurft að búa við þá sáru niðurlægingu að eiga enga þjóðaróperu og hef ur þetta orðið til þess að hinir fjölmörgu frábæru íslensku söngvarar haf a orðið að blása í kaun og syngja hver með sínu nefi undir beru lofti í rysjóttu veðurfari. Þó hefur verið ráðin nokkur bót á þessu gersamlega óviðunandi ástandi í söng- mennt þjóðarinnar með því að leyfa útvöld- ustu söngvurum þjóðarinnar að syngja yfir jarðneskum leifum þeirra íslendinga, sem til falla frá degi til dags. Sá söngur fer að veru- legu leyti fram innanhúss og er það vel, enda hefur jarðarfararsöngur íslenskra söngvara orðið listamönnum bæði andlegur og líkam- legur styrkur, að ekki sé nú talað um hina veraldlegu umbun, sem er hverjum sönnum listamanni ómetanleg. Þóað íslenska þjóðkirkjan hafi með þessum hætti skotið skjólshúsi yfir óperusöngvara þjóðarinnar má öllum vera það I jóst að við svo búið má ekki lengur standa. Hinn fjölmenni hópur söngvara, sem aldrei fær að koma í kirkju til að syngja verður að fá viðunandi skilyrði til að iðka list sína, sjálfum sér — og hugsanlega jafnvel öðrum — til gagns og gleði. Því er það að Alþingi hefur tekið af skarið og hef ur nú verið af ráðið að hef jast handa um undirbúning að nýrri Þjóðaróperu, sem stað- setja á í gamla Nýja miðbænum. Ástæðan til þess að svo hljótt hef ur verið um þetta mál að undanförnu er sú að það tók ríkisstjórnina nokkurn tíma að velja verktaka að hinum umfangsmiklu framkvæmdum, en eins og kunnugt er hefur sú hefð skapast hérlendis að verktakar greiði nokkurt fé í f lokkssjóð þeirra, sem halda um stjórnvölinn, en fái í þess stað að sitja fyrir framkvæmdum á vegum stjórnvaldanna. Nú hef ur „Gatfell h/f" fengið þetta verk og þótt einkennilegt megi virðast voru sér- fræðingar Gatfells búnir að teikna hið nýja óperuhús, skipuleggja umhverfið og gera endanlega kostnaðaráætlun nokkru áður en þeim var veitt verkið. Annars staðar en á íslandi hefði verið litið á slíkt sem nokkurt áræði, en hér sannast aðeins hið fornkveðna: Það læra hundarnir, sem fyrir þeim er haft. Sérfræðingar „Gatfells" hafa að undan- förnu gert víðreist til að kynna sér óperuhús veraldarinnar og draga af því nokkurn lærdóm, sem komið gæti að haldgóðum notum við byggingu óperu hérlendis. Skoðuðu húsa- meistararnir meðal annars Parísaróperuna, Vínaróperuna, Scalaóperuna í AAílanó, Berlínaróperuna, London si n fóní-óperuna, Pekingóperuna, Ríkisóperu Ástralíumanna í Sidney, Colosseum í Róm og Þjóðleikhúsið. Húsameistararnir gerðu síðan skýrslu um för sína og segir þar meðal annars: „Það hlýtur að vera augljóst að ekki er hægt að leggja Colosseum í Róm til grundvallar, þegar ópera verður reist í Reykjavík. AAeðfylgjandi linurit frá Veðurstofu íslands um veðurfar á Islandi frá 1929 til þessa dags, sýnir ótvírætt að hagkvæmara er að hafa þak á húsinu og mun þá gerðin á þakinu á óperuhöllinni í Sidney verða lögð til grundvallar. Eitt var það þó, sem hægt var að draga mikinn lærdóm af við það að skoða Colosseum, en það var það að nauðsyn er á þvi að halda leikhúsum og óperuhúsum við. Okkur virtist hljóm- burðurinn mjög ófullnægjandi í flestum þeim óperuhúsum sem við skoðuðum, nema ef vera kynni í Þjóðleikhúsinu. Þar hagar þannig til að hljómsveitin er staðsett undir leiksviðinu og hægt er að setja hlera yfir hljómsveitar- gryf juna, þegar um óperuf lutning er að æða. Þetta er mikið hagræði bæði fyrir söngvarana, sem verða ekki fyrir neinni teljandi truf lun af hljómsveitinni, að ekki sé talað um hljóm- sveitina, sem getur haft alla sina hentisemi í neðra, án þess að þurfa að hlusta á listræna túlkun íslenskra óperusöngvara." Eitt er víst, að á næstunni eiga hin vísu orð Núma Kattós tenórs eftir að rætast: óperu við byggjum brátt betri og stærri en Scaia, Þá skai maður hafa hátt og háa séið gala. Flosi Jón Pétursson Sorphreinsunin versnar með betri tekjum Nú er verktakinn, sem tók að sér að hreinsa sorp úr vesturbæ i Kópavogi búinn að kaupa sér splunkunýja sorpbifreið af full- komnustu gerð. En eftir þvi sem þeir fá sér tæknilegri og betri búnað er eins og þjónustan verði óliprari með degi hverjum. Hreinsunarmennirnir taka ekkert fyrir utan grindurnar nema að það sé í svörtum (eða gráum) plastpokum. Ekki býr maður allt- af svo vel að eiga poka, og aldrei fær maður nema einn aukapoka, þótt beðið sé um tvo, t.d. i sam- bandi við stórhátiðir. Ég man þá tið hér i bæ að bæjarfélagið sjálft annaðist sorp- hreinsunina. Þá voru drengirnir sem við sorphreinsunina unnu og einkum þó verkstjórar þeirra einkar liprir og hjálpsamir. Ekki stóð á þvi að fá aukapoka og ekki bitnaði það á þjónustu þeirra að þeir höfðu lélegar og þungar kerrur, lélega sorpbifreið og hif- ingargræjur, sem voru til skammar. Bærinn hafði vist ekki efni á að búa þá betur út. En þótt þeir sem nú vinna að .sorphreinsun séu með margfalt betri tæki hika ég ekki við að segja að þeir veiti margfalt lé- legri þjónutu en áður var. Og það þrátt fyrir nýju bifreiðina og nýju léttu kerrurnar. Ég hefði haldið að þjónustan ætti ekki að versna þótt nýjar græjur kæmu til sög- unnar — heldur þvert á móti. En hér veltur talsvert á þvi hugar- fari, sem menn ganga með til vinnu sinnar. Og það er fleira sem hefur versnað hér i vesturhluta Kópa- vogs á siðustu árum. Loforðin um oliubornar götur og gangstéttir og fleira i þeim dúr eru sifellt svikin. Það eina sem ekki versnar eru okkar ágætu strætisvagnastjórar og yfirmaður þeirra Karl Arna- son, sem alltaf stendur við sitt. Hverjir eiga að hlýða staf- setningarreglum Kiljan hefur aldrei þurft aö fara eftir lögboðinni stafsetningu. En það eru fleiri, sem fara sinar eig- in leiðir, án þess að ráðamenn blaða og útgefendur bóka breyti neinu. Nöfn þarf ekki að nefna. I þessari úrklippu mun vera hneykslast.á þvi, að litt þekktur greinarhöfundur ritar þjóðanöfn með stórum staf og notar z. Ég er meðal þeirra, sem kunna þvi ekki vel, að rita mývetningur með litlum staf en Mývatnssil- ungur með stórum. Eftir hvaða reglu er farið, þeg- ar sumir fá að stafsetja eins og þeim þóknast en aðrir ekki? Er farið eftir aldri manna, lærdóms- nafnbótum, eða eftir gæðamati á verkum þeirra? Mega þeir Jökull Jakobsson, Benedikt frá Hofteigi, Dagur Sigurðarson og Einar frá Hergilsey rita islendingur með stórum staf. Einhver þeirra eða allir? Má drengur i Lönguhlíð, sem auglýsir eftir kettlingnum sinum, skrifa götunafnið með au? Mig langar til að fá svar. Oddný Guömundsdóttir Hver á jarðýtuna og valtarann? Ágæti Bæjarpóstur. Það vill þannig til að ég á svo að segja daglega leið framhjá flokkshöll ihaldsins, sem nú er ýmist kölluð Albert Hall eða Albertsfell. Þar hafa nú i margar vikur staðið á planinu norðan- megin við þessa Aladdinhöll jarð- ýta og valtari, og er ekki að sjá að þessi tæki hafi verið notuð neitt á þeim tima. Nú þætti mér gaman að vita, hver á þessi tæki upp á miljónir króna, sem þarna standa engum til gagns. A borgarsjóður þau, Albert Hall sjálft eða kannski Armannsfellið fagur- blátt? Meðkærri kveðju, ibúi við Háaleitisbraut SÉNDíBÍLASTÖÐíN Hf F. 11.11. 1905 - D. 24.9. 1975 Jón Pétursson er i dag kvaddur hinstu kveðju i Borgarnesi, sem nú hefur misst einn sinna bestu sona. Sjálf sé ég á bak dýrmætum vini. Sú vinátta hófst, þegar hann réðist sem húsvörður að skólan- um i Borgarnesi haustið ’69. Eng- inn heimamaður sýndi mér að- kominni frá fyrstu tið slika hlýju sem Jón. Engri bón kunni hann að neita, — uppfyllti hana raunar oftast áður en hún var borin upp. Húsvarðarstarfinu sinnti Jón með þeirri smviskusemi, ósérplægni og reisn, að ég þekki sliks ekki dæmi. Reyndar var hann stór i öllu enda óvenju heilsteyptur og sterkur persónuleiki. Siðustu árin gekk hann ekki heill til skógar, en hann sem alltaf fann til með öðrum þekkti ekki sjálfsmeðaumkun, — tók veikind- um sinum með sömu karl- mennsku og öðru mótlæti. Konu sina heittelskaða missti Jón fyrir nokkrum árum, og nú er það viss- an um endurfundi þeirra hjóna sem sefar sorg okkar vinanna. Jón Pétursson var einstakur maður. Ég er stolt af að hafa átt hann að vini. Guð blessi minningu hans og veri með honum um ei- lifð. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég einlægar samúð- arkveðjur. Sigrún Gisladóttir. Tilboð óskast i Pick-Up, jeppa og nokkrar fólksbif- reiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 7. október kl. 12-3. — Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.