Þjóðviljinn - 07.10.1975, Síða 4
4 StOA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. október 1975.
UOÐVIUINN
mAlgagn sósíalisma
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
'Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
TIL UMHUGSUNAR FYRIR
BOLYÍKINGA OG BORGNESINGA OG AÐRA SKATTGREIÐENDUR
í tilefni af áskorunum Bolvikinga og
Borgnesinga til skattayfirvalda fyrir
stuttu er ástæða til að rifja upp nokkrar
alvarlegar staðreyndir um skattamál á
íslandi.
Eins og margir lesendur Þjóðviljans
muna var á siðasta ári gerð á þvi itarleg
könnun, hvernig háttað væri tekjuskatts-
greiðslum fyrirtækja i Reykjavik. í Ijós
kom m.a., að 240 fyrirtæki, sem höfðu
samtals i ársveltu á árinu 1973 um 25
miljarða á núgildandi verðlagi, eða sem
svarar til hálfum fjárlögum rikisins
greiddu ekki eina einustu krónu i tekju-
skatt.
1 hópi þessara fyrirtækja má nefna:
Silla og Valda, Sláturfélag Suðurlands, H.
Ben., Eimskipafélag Islands, Hafskip hf.,
og hótelin Sögu, Borg og Esju, svo dæmi
séu tekin af handahófi.
Hver var ástæðan fyrir þvi, að þessi 240
fyrirtæki i ýmsum greinum, sem höfðu
ársveltu til hálfs við sjálft islenska rikið,
greiddu alls engan tekjuskatt?
Ástæðan var sú, að samkvæmt skatta-
lögunum hafði ekkert þeirra nokkurn
tekjuafgang, þegar búið var að afskrifa,
eins og lög leyfa.
Samkvæmt gildandi lögum er fyrirtækj-
um nefnilega heimilt að leggja til hliðar
skattfrjálst, sem afskriftir eða fyrningar,
á einu ári ágóða sem nemur 25—30% af
öllum stofnkostnaði við fyrirtækið, og
samt getur verið um taprekstur að ræða
samkvæmt „löglegu” bókhaldi og ,,lög-
legu” skattaframtali.
Maður sem stofnar fyrirtæki og kaupir
t.d. skip eða vinnuvélar af þessu tagi eða
hinu fyrir 100 miljónir i ár, hann getur á
næsta ári haft tæpar 30 miljónir i tekjuaf-
gang, þegar öll laun og allur kostnaður við
reksturinn hefur verið greiddur, en talist
samt standa á núlli i bókhaldinu og á
skattaframtalinu, þvi að 30 miljónirnar i
gróða kallast þar bara löglegar fyrningar.
Ef hagnaðurinn af slikri 100 miljón
króna fjárfestingu hefur hins vegar á einu
ári orðið enn meiri en nemur þessum tæp-
um 30 milljónum, þá hefur eigandi fyrir-
tækisins rétt til að leggja enn f jórðung eða
25% þess, sem umfram er, skattfrjálst i
varasjóð að auki.
Sá lagaréttur, sem fyrirtækin hafa i
þessum efnum byggist á lögboðnum á-
kvæðum um almenna fyrningu, flýtifyrn-
ingu og svokallaðan verðhækkanastuðul.
Sú stórkostlega skattfrjálsa eigna-
myndun, sem á sér stað á íslandi i skjóli
þessara lagaákvæða leiðir að sjálfsögðu
til þess, að öll alþýða manna svo i Bolung-
arvik og Borgarnesi sem annars staðar i
landinu verður að standa undir langtum
þyngri skattgreiðslum en ella væri.
Og hafi menn komið auga á einstök
dæmi af smærra taginu i sinu næsta ná-
grenni, dæmi um það hvernig þetta kerfi
virkar, — þá mættu menn gjarnan hugsa
lengra, til stóru upphæðanna, t.d. miljarð-
anna 25, þeirra 25 þúsund miljóna króna,
sem fara um hendur 240 fyrirtækja i
Reykjavik á einu ári, án þess nokkurs
staðar komi fram skattskyldur tekjuaf-
gangur.
Það er kunnara en frá þurfi að segja,
hvernig fjölmargir þeirra, sem við rekst-
ur fást á landi hér, láta fyrirtækin bera
stóran hluta óhóflegrar einkaneyslu
sjálfra þeirra, en láta kaupið sitt ganga
upp i „hallarekstur” fyrirtækisins og
sleppa þannig við að borga af þvi skatt.
Það er einnig vitað að stóreignamyndun
á íslandi á sér fyrst og fremst stað með
þvi að fjárfesta i stórum stil út á lánsfé i
„hallarekstri”, og láta siðan verðbólguna
um að margfalda eignirnar i verði en eyða
skuMunum.
Með allar þessar staðreyndir i huga er
það reyndar næstum grátbroslegt að sjá
málgögn stjórnarflokkanna vera að reyna
að klappa Bolvikingum og Borgnesingum
á kollinn, segjandi sem svo: Ja, það er
bara liklega eitthvað til i þessu hjá ykkur
drengir, að skattakerfið sé ekki alveg i
lagi, en okkur hafði nú láðst að grufla út i
þetta, sem þið eruð að tala um.
Og ekki sakar að geta þess, að þeir sem
svo tala nú fyrir munn stjórnarflokkanna
eru oft sömu mennirnir og á siðasta al-
þingi stráfelldu allar tillögur Alþýðu-
bandalagsmanna um leiðréttingar i
skattamálum, mennirnir sem neituðu að
fallast á tillögur Alþýðubandalagsmanna
um verulega skerðingu skattfrjálsra af-
skrifta og um skatt á verðbólgugróða. k.
Myndatextinn undir þessari mynd Gunnars Steins f fyrra var „Milli
steins og sleggju”. Nú virðist ólafur vera orðinn eins konar sam-
einingartákn Sjálfstæðisflokksins, enda situr hann, „sterki mað-
urinn” þarna á milli striðandi Ieiðtoga íhaldsins.
Kátt í höllinni
Það er kátt i Morgunbiaðs-
höllinni þessa dagana. Astæða:
Ræða Ólafs Jóhannessonar hjá
Framsóknarfélagi Reykjavikur
i sl. viku. Morgunblaðið kvittar
fyrir ræðuna með þessum
orðum:
,,... má vera, að sá þáttur sem
vakti einna mesta eftirtekt i
ræðu Ólafs Jóhannessonar hafi
verið hin eindregna yfirlýsing
hans um andstöðu við
innflutningshöft. Hann tók af öll
tvimæli um það, að til inn-
flutningshafta yrði ekki gripið
hér á landi, þótt við margvis-
legan vanda væri að etja, og
benti i þvi sambandi á, að við
islendingar þyrftum mjög á að
halda frelsi i viðskiptum hjá
öðrum þjóðum... Þessi yfir-
lýsing mun áreiðanlega vekja
athygli og fögnuð unnenda
frjálsra viðskipta.”
Sársaukafullt
og ánœgjulegt
Sem kunnugt er eru hatrömm
átök innan Sjálfstæðisflokksins
en Ólafur Jóhannesson nær aði
briia bilið, hann er að verða
einskonar einingartákn. Það
sést af ofangreindri tilvitnun i
málgagn Geirsklik unnar,
Morgunblaðið, og ekki er fögn-
uðurinn minni i málgagni
minnihluta Sjálfstæðisflokksins,
Dagblaðinu, — málgagni Sjálf-
stæðisflokksins, Dagblaðinu, —
málgagni Gunnars Thoroddsens
og Alberts Guðmundssonar.
Jónas Kristjánsson segir i
forustugrein Dagblaðsins á
föstudag:
„Rofin hefur verið hin óbæri-
lega þögn rikisstjómarinnar um
ástand og horfur i efnahags-
málunum og hugsanlegar
úrbætur. „Sterki maðurinn” i
rikisstjórninni, Ólafur Jó-
hannesson hefur komið fram i
dagsljósið og er ómyrkur i
máli.”
„Ólafur skýrði frá þvi að
væntanlegt fjárlagafrumvarp
rikisstjórnarinnarmundi hækka
mun minna en sem svarar vexti
dýrtiðar milli ára. Það fæli i sér
sársaukafulian niðurskurð,
bæði á rekstri og fram-
kvæmdum rikisins. Þetta væri
nauðsynlegt vegna þenslunnar i
landinu. Þessar upplýsingar eru
dvenju ánægjulegar.
„Einnig var ánægjulegt að
frétta eftir ólafi, að ekki yrði
gripið til innflutningshafta, þótt
aðgæslu væri þörf i fjármálum.
Hann kvað haftastefnu óheil-
brigða. Er það vonandi merki
þess, að Framsóknarflokkurinn
sé endanlega hættur að gæla við
þá stórhættulegu stefnu, sem
orðið hefur þjóðinni til mikils
tjóns á undanförnum árum.”
Fljótur að lœra
Jónas Kristjánsson, málpipa
Gunnars Thoroddsens, leynir
ekki aðdáun sinni á Ólafi, eins
og ofangreind tilvitnun ber með
sér: „Sterki maðurinn” er hann
kailaður! Hver er þá veiki
maðurinn i stjórninni? Geir
Hallgrimsson? Kunnugir skilja
áreiðanlega hvað rósamál
Jónasar á að þýða.
„Sársaukafullur” niður-
skurður samneyslunnar er
ihaldinu einkar mikið að skapi,
eins og fram kemur i til-
vitnuninni.
En það er augljóst, og það er
ánægjuefni ihaldsins, að Ólafur
Jóhannesson hefur verið fljótur
að læra. Fyrstu viðbrögð hans
ntína við efnahagsvandanum
eru þau að skera niður sam-
neysluna en viðhalda um leið
gegndarlausri gjaldeyrissóun.
Það eru ekki nema fáeinir
mánuðir siðan Ólafur Jóhannes-
son hélt ræðu um nauðsyn þess
að veita aðhald i gjaldeyris- og
innflutningsmálum: nú er þvi
öllu kastað fyrir róða.
Söguleg rœða
Ræða ólafs Jóhannessonar
hjá Framsóknarfélagi Reykja-
vikuri sl. viku, er söguleg ræða.
Formaður Framsóknar-
flokksins hefur kastað frá sér
öllum þeim efnahagslegu
viðmiðunum, sem flokkur hans
hafði áður i heiðri. Þó ekki sé
farið lengra aftur i sögu
Framsóknarflokksinsen til þess
tima, þegar Eysteinn Jónsson
var formaður flokksins, sést að
alger umbreyting hefur átt sér
stað. NU talar formaður fram-
sóknar eins og hver ihaldsráð-
herra gæti gert.
r
Olafur nœsti
formaður Sjálf-
stœðisflokksins?
Áður var á það minnst að
innan Sjálfstæðisflokksins væru
nU miklar erjur, en ólafur
Jóhannesson virtist ætla að
brtía bilið og verða eins konar
einingartákn Sjálfstæðis-
flokksins.
Nú tók Ólafur að sér að
mynda rikisstjórn fyrir ihaldið
fyrir rétt rúmu ári. Hvi ekki að
stiga skrefið til fulls og gera
Ólaf Jóhannesson að formanni
Sjálfstæðisflokksins. Það færi
vel á þvi'. Sinnaskiptin hafa átt
sér stað og þá eru aðeins forms-
atriðin eftir.
Sömu
leið og Gylfi
„Sterki maðurinn” i rikis-
stjórninni, ólafur Jóhannesson,
er að verða átrúnaðargoð
ihaldsmanna. Hann er þannig á
sömu leið og Gylfi Þ. Gislason I
viöreisnarstjórninni. Þá birti
Morgunblaðið ræður Gylfa hvað
eftir annað i heilu lagi á undan
Alþýðublaðinu og frekar en
Alþýðublaðið. Hið sama gerist
nú. Morgunblaðið birtir ræður
Ólafs Jóhannessonar með sýni-
legri velþóknun hvað eftir
annað, og á undan Timanum.
Sjálfsagt lætur hól ihaldsblað-
anna sætt i eyrum ólafs Jó-
hannessonar þessa dagana. En
öðru máli gegnir áreiðanlega
um framsóknarmenn, flokks-
menn og fylgismenn. Enda vita
þeir að daður ihaldsblaðanna er
aðeins skamma stund alls-
ráðandi: áður en varir tekur
hinnbitri veruleiki við. Sá veru-
leiki birtist Gylfa Þ. Gislasyni i
kosningatölum.
—s
... OG SKORIÐ