Þjóðviljinn - 09.10.1975, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 09.10.1975, Qupperneq 10
1« l>' - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. október 1975. Sporvagninn Girnd: Erlingur Gislason, Þóra Friðriksdóttir og Margrét Guðmundsdóttir i hlutverkum sinum. Þjóðleikhúsið: F rumsýningar um helgina Það er mikiö um að vera i Þjóð- leikhúsinu þessa dagana. Tékk- neski látbragðsflokkurinn skemmtir fólki daglega og þegar sýningum hans lýkur taka við tvær frumsýningar um helgina, önnur þeirra á barnaleikriti. Fyrri frumsýningin verður á laugardagskvöld og er það sú fyrsta á stóra sviðinu á þessu hausti Þá verður sýnt leikrit sem i islenskri þýðingu hefur hlotið heitið Sporvagninn Girnd. Fleiri munu etv. kannast við heiti þess á frummálinu: A Streetcar Named Desire. Það er eftir bandariska leikskáldið Tennessee Williams. Þetta er i fyrsta sinn sem islenskir leikarar glima við þetta verk en það hefur þó borið fyrir augu kvikmyndahúsgesta i túlkun leikaranna Vivian Leigh og Marlon Brando. Sporvagninn Girnd er samið 1947 og er sögusviðið Suðurriki Bandarikjaanna. Fjallar það um heimsókn höfuðpersónunnar, Blanche kennslukonu, til systur sinnar, Stellu, sem gift er pólskum manni, Stanley. Leikstjóri i þessu verki er Gisli Alfreðsson en Þóra Friðriksdóttir fer með alaðlhlutverkið, Blanche. Stella systir hennar er leikin af Margréti Guðmundsdóttur, Erlingur Gislason leikur mann hennar, Stanley, og fjórða stóra hlutverkið, vinur Stanleys, er i höndum Róberts Arnfinnssonar. Aðrir leikendur eru Bryndis Pétursdóttir, Bjarni Stein- grimsson, Flosi ólafsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Guðmunda Eliasdóttir, Kristinn Karlsson, Ævar Kvaran og Auður Guðmundsdóttir. Þýðandi leiksins er örnólfur Arnason en Birgir Engilberts hefur gert leikmynd. Á sunnudagsmorgun kl. 11 verður svo seinni frumsýning helgarinnar. Þá verður sýnt barnaleikritið Milli himins og jarðar. Leikritið sem ætlaö er allra yngstu börnunum — 3—7 ára — er samið upp úr frægum þáttum sem Ionesco samdi fyrir Sendir Framhald af bls. 3. mótmæitu óréttlátri skattalög- gjöf- Félagið tekur af alhug undir sanngjarnar kröfur þeirra Rnl- vikinga og annarra, sem fylgþ hafa þeim eftir, og hvetur skatt- greiðendur i landinu til að láta ekki staðar numið fyrr en leið- rétting hefur fengist og menn greiða gjöld sin til þjóðfélagsins i samræmi við raunverulegar tekj- ur.” Milli himins og jarðar: Sigmundur örn, Þórunn Magnea og brúðan Josctta að skoða útsýnið út um flugvélarglugga. börn og sá sænskur maður, Staff- an Westerberg um umskriftina. Leikrit þetta tekur 45 minútur i flutningi og verður sýnt i Kjall- aranum en einnig er það sniðið eftir þvi að menn geti pantað það til sýninga i barnaheimilum og skólum. Við uppsetningu verksins hér er fylgt leiðbeiningum Westerbergs um að nota i þvi táknmál þau sem heyrnarlausir nota til að tjá sig og kynna börnunum táknin. Er i þvi efni byggt á handriti að bók sem ungur heyrnarlaus piltur, Vil- hjálmur Vilhjálmsson, hefur tekið saman. Hefur hann safnað saman um 1.100 táknum og er ætlunin að bókin verði gefin út á næstunni. Leikstjóri i þessu verki er Briet Héðinsdóttir og fer hún einnig með eitt þriggja hlutverka, hin eru i höndum Sigmundar Arnar Arngrimssonar og Þórunnar Magneu Matthiasdóttur. Höfuð- persóna leiksins er þó ekki af - holdi og blóði heldur tuskudúkka sem nefnist Jósetta. Er hún ásamt öðrum brúðum og bún- ingum leikara gerð af Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur sem nú vinnur i fyrsta sinn fyrir Þjóðleikhúsið. Vilhjáimur Guð- jónsson hefur útsett og að hluta samið tónlistina sem leikin er en Karl Guðmundsson hefur þýtt leikinn. Þetta er i fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið efnir til sýninga á sunnudagsmorgnum. Að sögn leikstjóra er þessi timi miðaður við að mæður geti þá farið i leikhús með börn sin meðan feðurnir annast sunnudagssteik- ina. _Þij Alþýðubandalagið: Miðstjórnarfundur Fundur er boðaður i miðstjórn Alþýöubandalagsins þriðjudaginn 14. október nk. kl. 20.30 að Grettisgötu 3. Dagskrá: 1. Boðun flokksráðsfundar. 2. Landhelgismálið. 3. Störf Alþingis. 4. Önnur inál. Ragnar Arnalds r Asgeir Járnsmiður Jónsson Hver einn er gleymdur þá hann er grafinn, nema nokkuð hafi sér til ágætis unnið. Nú varst þú grafinn i gær, en ekki gleymdur, að minnsta kosti ekki gömlum félögum i Félagi járniðnaðarmanna. Ég veit að þú hefðir kosið, að ekkert hefði verið um þig ritað. Óhjákvæmilegt er að minnast þin á siðum þessa blaðs, þú varst þvi og skoðunum þess svo trúr. Með likama er ekki grafin skoð- un eða hógværð, og það mun geymast varðandi þig og koma fram i öðrum. Ásgeir Járnsmiður Jónsson. Hvatning þin til okkar járniðnað- armanna er ekki gleymd, þó þú sérthorfinn. Við eigum hvatningu þina i Járnsiðu, bókinni okkar. Guðjón Jónsson. Félag 25 ára járniðnaðarmanna Nú stöndum vér á merkum timamótum og minnumst aldarfjórðungs starfs i dag vors félags, sem að stendur styrkum fótum og stöðugt hefur getað bætt vorn hag. En minnumst þess, að margt er enn að starfa. Vér megum aldrei hika á þeirri leið sem miðar vorri stétt og þjóð til þarfa með það i huga verður förin greið. Ég veit, að Félag járniðnaðarmanna mun jafnan standa fast um okkar rétt, þvi unnin störf þess ótvirætt það sanna, að cining hefur rikt i vorri stétt. Vér stóðum oft í stórræðum og vanda, en styrkur vor þá óx við hverja þraut. Vér sameinaðir skulum stöðugt standa, til starfs og dáða liggur okkar braut. Vér skulum lands vors iðnað hefja hærra, það hlutverk framkvæmt skal af vorri stétt, og verksmið hennar verður sifellt stærra, þvi verða ekki lcngur takmörk sett. Og öll vor skip vér skulum sjálfir byggja, er skapi okkur siðar lifskjör góð, og þannig heill og hagsæld lands vors tryggja, þvi hér skal búa frjáls og starfsglöð þjóð. Asgeir Jónsson. Chílenskir flóttamenn Taka hús í Argentínu Buenos Aires 8/10 reuter — 15 chilenskir flóttainenn i Argent- inu, karlmenn, konur og börn, réðust i dag inn I skrifstofubygg- ingu Klóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna i miðborg Bue- nos Aires. Sættir í Rithöfunda- sambandinu Yfirlýsing frá Rithöfundasam- bandi tslands: Til að stuðla að þeirri einingu rithöfunda, sem varð með stofnun Rithöfundasambands tslands á almennu rithöfundaþingi vorið 1974, hefur stjórn sambandsins komið sér saman um aðláta niður falla þær deilur, sem risið hafa vegna umfjöllunar svokallaðs vl- máls á fundi Norræna rithöfunda- ráðsins. Stjórnarmenn munu ekki ræða þessi deiluefni frekar i blöð- um. Reykjavik, 8.okt. 1975. Sigurður A. Magnússon, form. Stefán JUliusson, varaform. Ingimar Erl. Sigurðss. gjaldk. Kristinn Reyr, ritari Ól. Ilaukur Simonarson meðstj. Jenna Jensdóttir, varamaður Ása Sólveig, varamaður Tónleikar Framhald af bls. 3. Guðmundsson framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, — þvi vissu- lega væri skemmtilegra að hafa sem flesta islendinga. Karsten Andersen benti á, að ef allir islenskir hljóðfæraleikarar væru heima, væri ekki erfitt að manna hljómsveitina eingöngu með islendingum. Margir stór- kostlegir hljómlistarmenn væru erlendis og þvi miður ekki von á þeim heim i bráð. —gsp Ástæðuna fyrir þessari aðgerð sögðu flóttamennirnir vera léleg- an viðurgjörning stofnunarinnar við þá. Segja þeir að stofnunin hafi i upphafi komið þeim fyrir i bráðabirgðahúsnæði en þvi hafi verið lokað fyrir tveim mánuðum af heilbrigðisástæðum. Siðan hafi stofnunin enga fjárhagslega að- stoð veitt þeim til að leita sér að nýju húsnæði. Lögreglumenn umkringdu bygginguna en réðust ekki til inn- göngu. ÞUsundir chilenskra flótta- manna hafa komið til Argentinu siðan herforingjarnir rændu völd- um I september 1973. Hafa þeir ýmist flúið eða verið reknir úr landi. Talið er að nú séu um 3 þús- und chilenar i landinu og biða flestir eftir þvi að önnur lönd veiti þeim hæli. Austur-Timor Gerðu indó- nesar innrás? Djakarta 8/10 ntb. reuter — Tals- maður Fretilin, róttækrar frelsis- hreyfingar á Austur-Tinior, sagði I dag að indónesiskar hersveitir hefðu ráðist inn I Austur-Tímor og tekið borgina Batugade á sitt vald. Indónesisk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir þetta. Talsmaður Fretilin, Mari Alka- tiri, sem nú er á ferð I Astraliu til að afla stuðnings þarlendra stjórnvalda við baráttu samtak- anna, sagði að hersveitir indó- nesa hefðu farið yfir landamæri eyjarhlutanna fyrir nokkrum dögum, ráðist á Batugade en orð- ið að hörfa aftur undan liðsmönn- um Fretilin. Væri borgin nú á þeirra valdi en umkringd indónesiskum hersveitum. Alkatiri sagði að hersveitirnar hefðu beitt þyrlum, flugvélum og herskipum við innrásina. Montreal Framhald af bls. 8. og undanrásir handknattleiks og knattspyrnu fara fram i Toronto og Ottawa, Ontario-fylki og Québecborg og Sherbrooke, Québec-fylki. I stuttu máli, keppt verður i hinum ýmsu greinum Ólympiuleikanna á 29 mismun- andi stöðum i Kanada. Til að auðvelda miðasölu, hefur áhorfendasvæðunum verið skipt niður i fasta verðflokka (sæti ó- númeruð) þ.e. visst verð gildi á tiltekin áhorfendasvæði. Þessa 15 keppnisdaga verður að sjálfsögðu keppt i mörgum grein- um samtimis á mismunandi stöð- um, enginn einn miði gildir að öll- um ólympiuleikunum, heldur eru miðar gefnir út á hvern einstakan leik. Vegna fjarlægða á milli hinna ýmsu leikstaða verður að gera ráð fyrir tima til ferðalaga og verða umboðsaðilar að vera mótsgestum hjálplegir i þeim efnum. Portúgal Framhald af 5. síðu. hreyfingin hafi verið sjálfsvörn portúgala. Hægri öflin hafi not- fært sér hana og grætt á henni, en hún hafi samt sem áður verið vottur um raunverulega afstöðu fólks, og ekki sprottin af undirrót hægri aflanna. Soares visar á bug öllum ásök- unum um að flokkur hans hafi lát- ið árásir og ofsóknir á hendur kommúnistum afskiptalausar. Þvert á móti heldur hann þvi fram að þær hefðu orðið ennþá heiftúðugri, ef sósialistar hefðu ekki skorist i leikinn og beitt á- hrifum sinum. Hann segir enn- fremur að Kommúnistaflokkur- inn geti sjálfum sér um kennt þvi ástandið væri allt annað, ef hann breytti um stjórnmálaaðferðir, og tæki sér t.d. italska flokkinn til fyrirmyndar. t lok viðtalsins leggur Soares á- herslu á að portúgalir verði að snúa sér að lausn hinna gifurlegu efnahagsvandamála i landinu, sem hann telur að muni taka mörg ár að ráða framúr. (þýtt ogendursagt ekh) [ , . & . ~ .SKIPAUTííCRÐ RIKISINS M/s Hekla fer frá Reykjavik þriðjudag- inn 14. þ.m. vestur um land i hringferð. Vörumóttaka: fimmtudag, föstudag og til há- degis á mánudag til Vest- fjarðaliafna, Norðurfjarðar, Sigluf jarðar, Ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsavikur, Rauf- arhafnar, Þórshafnar, Bakka- fjarðar, Vopnaf jarðar og Borgarfjarðar eystra. SENDLAR Sendlar óskast fyrir hádegi eða allan dag- inn. Þurfa að hafa reiðhjól eða vélhjól. I vam/m ^ Skólavöröustíg 19 J Slmi 17500

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.