Þjóðviljinn - 16.10.1975, Qupperneq 3
Fimmtudagur 16. október 1975.
ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3
Togarajaxlar ánœgð-
ir með útfœrsluna
Þjóðviljinn hafði í gær
samband við fjóra
togaraskipstjóra, sem
allir voru með skip sín að
veiðum q' hinum ýmsu
miðum við landið. Voru
þeir að vonum hæst-
ánægðir með útfærslu
landhelginnar.
Bretinn kemur
eftir mánaðamót.
Asgeir GuObjartsson,
skipstjóri á Guðbjörgu 1S, sagði
að allir menn um borð væru
ánægðir með útfærsluna og að
vel lægi á mönnum. Engir út-
lendingar eru á Vestfjarða -
miöum þessa stundina. Þar
hefur verið stormur síðustu tvo
daga. Góður afli var og ágætur
áður en brældi upp, en sáralitil
veiði eftir bræluna. Fékkst stór
þorskur og var hann 50 - 70%
aflans.
Sagði Ásgeir að samkvæmt
samningi kæmu bretarnir á
miðin þar vestra eftir mánaða-
mótin næstu. Sagðist hann vera
hræddur um að v-þjóðverjar
kynnu að koma þangað lika, en
mjög bagalegt væri að fá þá i
þorskstofninn. Til þessa tima
hafa v-þjóðverjar nær eingöngu
haldið sig við karfaveiðar.
Sagði hann, að erfitt yrði að
verja landhelgina, en hægt ætti
að vera að trufla veiðiþjófana
eins og gert hefði verði með
góðum árangri af landhelgis-
gæslunni, og þótti honum sem
gæslan hefði staðið sig vel i þvi.
Færeyingar
heldur nálægt
Hlustunarskilyrði voru
vægast sagt bágborin þegar við
töluðum við skipstjórann á
Ljósafeliinu, ísleif Gislason.Þó
heyrðum við það til hans, að
hann væri harla ánægður með
úrfærsluna. Þótti honum þó sem
færeyingar væru að nálgast
landið i sifellu og væru orðnir
iskyggilega margir. Sagðist
hann vilja setja þá i sama flokk
og breta.
Annað heyrðum við ekki.
Flaggað á Barða
Við flöggum fyrir útfærslunni,
sagði Sveinn Benediktsson á
Barða NK. Sagði Sveinn, að
engir útlendingar væru þar sem
þeir væru að veiðum þessa
stundina út af Austurlandi, þeir
héldu sig norðar. Engir togarar
annarra þjóða voru nálægir
Barða, þar sem hann var við
veiðar
Sveinn sagði, aö afli væri
tregur, enda væri þetta lélegasti
árstiminn. Sagði hann, að ef
örlaði einhversstaðar á fiski þá
skelltu bretar sér yfir hann á
auga lifandi bragði. Þvi sagðist
hann vona að við losnuðum við
þá af miðunum sem fyrst.
Vilja ekki semja
Menn eru almennt voðalega
kátir yfir þessu, sagði Ragnar
Finnsson, skipstjóri á Dag-
stjörnunni, en hún var á
miðunum út af Reykjanesi i
gær.
Sagðist Ragnar enga
útlendinga hafa séð að veiðum i
dag, en einn útlendan togara á
siglingu i gær. Sagðist hann þó
hafa orðið var við hálf-
útlendinga, þeas. færeyinga.
Ragnar sagði að það væri svo
að segja einhugur meðal sjó-
manna um það að semja ekki
um veiðiheimildiir handa út-
Dagstjarnan KE
lendingum innan land-
helginnar.
Ragnar sagði, að þeir á Dag-
stjörnunni hefðu undirritað
skeyti það, sem sjávarútvegs-
ráðherra barst i gær vegna
verðlagningar á fiski. Sagði
hann að sér þætti skitlegast
verðið að karfanum, þvi þaö
væri sama hvort karfinn væri
smár eða stór, hann væri allur á
sama verði.
Ekkert er hægt um aðgerðir
að segja, sagði Ragnar, nema
þá það, að verði gripið til
einhverra aðgerða, þá hljóta
allir, sem undir skeytið
skrifuðu að standa saman sem
einn maður .
—Er þetta ekki nóg? sagði
Ragnar, ég þarf að fara að
kasta.
Og auðvitað var þetta nóg.
“úþ
Tillaga Öddu Báru í borgarstjórn:
Niðurgreiðsla á
dagvistunarkostnaði
Adda Bára Sigfúsdóttir,
borgarf ulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, hefur lagt
svohljóðandi tillögu fyrir
borgarstjórn:
„Borgarstjórn ákveður að taka
upp niðurgreiöslu á dvalarkostn-
aði barna, sem eru i dagvist á
einkaheimilum undir eftiriiti Fé-
lagsmálastofnunar Reykjavíkur
borgar, þegar um er að ræða börn
einstæðra foreldra eða börn
námsmanna. Heimilt skal einnig
vera að láta þessa niðurgreiðslu
ná til annarra barna, ef um erfið-
ar heimilisástæður er að ræða.
Félagsmálaráð skal meta, hvað
telja beri eðlilega greiðslu tii
þeirra heimiia, sem hafa börn i
dagvist, og ákveða siðan niður-
greiðsluna sem mismun á þeirri
upphæð og því gjaldi, sem greitt
er fyrir börn á dagheimilum
Sumargjafar.
Niðurgreiðslur samkvæmt
framansögðu hefjist i janúar
1976.”
Tillaga öddu Báru verður rædd
á borgarstjórnarfundi sem hefst
klukkan 17:00 i dag i Skúlatúni 2.
Kvennaverkfall á landsbyggðinni
Konur koma sam-
an til fundahalda
Það styttist óðum i
kvennaverkfallið sem
skellur á eftir rúma
viku. Undirbúningur er i
fullum gangi á
Reykjavikursvæðinu og
við höfðum tal af Björk
Thimsen, sem hefur
með tengslin við lands-
byggðina að gera og
inntum hana eftir þvi
hvernig málin gengju
þar.
Björk sagði að undirbúnings-
nefndin hefði sent öllum kven-
félögum landsins dreifibréf og
auk þess haft samband við fólk i
hverju byggðarlagi og beðið það
að skipuleggja eitthvert starf
hver á sfnum stað. Þetta starf er
einmitt að fara i gang um
þessar mundir.
1 fyrrakvöld var t.d. haldinn
fundur I Borgarnesi, á Siglufirði
og Akureyri er undirbúningur
hafinn og i Neskaupstað og viðar
er hann að hefjast.
Ekki gat Björk sagt okkur
hvernig aðgerðum yrði hagað á
hverjum stáð, þar sem starfið er
rétt að byrja. Þó sagði húri að
Kvenfélagasamband Borgar-
fjaröar hefði ákveðið að fjöl-
menna á útifundinn sem haldinn
verður hér i Reykjavik. — ÞH.
Rýrnuðu mjölbirgðir?
Lögreglurannsókn á Bíldudal
Að sögn Jóhannesar Arna-
sonar, sýslumanns á Patreks-
firöi, barst embætti sýslumanns
þar sl. sunnudag beiðni um
rannsókn á útskipun á fiskimjöli,
sem skipað var út I Disarfell, þar
sem það var statt á Bildudal en
Goði h.f. á þetta mjöl.
Lögreglurannsókn hófst i
málinu á sunnudag, og i gær var
sýslumaður staddur á Bildudal
við rannsókn málsins, en hún
mun standa yfir fram eftir
vikunni.
Sýslumaður kvaðst ekki geta
sagt neitt um málið ,á þessu stigi.
Hins vegar hefur Þjóðviljinn
fregnað, að um sé að ræða 200
poka af mjöli, sem Goði h.f. átti i
geymslu, en það mun hafa verið
sett sem trygging fyrir fjárskuld-
bindingum fyrirtækisins. -uþ.
Leifur Þórarinsson.
Agnes Löve
Nýr einleikari og
nýtt verk Leifs
A tónleikum Sinfónfuhljóm-
sveitar Islands i kvöld kemur
fram nýr einleikari með hljóm-
sveitinni Agnes Löve. Þá verður á
tónleikunum flutt nýtt verk eftir
Leif Þórarinsson, tónskáld.
Nefnist það JO. Stjórnandi verður
Alun Francis frá Beifast.
Agnes Löve er borin og
barnfædd reykvikingur, dóttir
hjónanna Hólmfriðar og Þor-
steins Löve. Hún stundaði fyrst
tónlistarnám við Tónlistar-
skólann i Reykjavik, þar sem
Rögnvaldur Sigurjónsson var
aðalkennari hennar um sex ára
skeið, en siðan hélt hún til Leipzig
og stundaði þar nám i sjö ár, eða
til ársins 1967. Hún hefur starfað
sem pianókennari frá þvi að námi
lauk, en auk þess leikið einleik i
útvarp, annast undirleik með kór-
um og ýmsum innlendum og er-
lendum listamönnum.
1 kvöld leikur Agnes einleik i
pianókonsert i A-dúr K488 eftir
Mozart. Hún sagði fréttamannai
Þjóðviljans i gær, að hún hefði
verið við æfingar samfellt i 3-4
mánuði, um fjóra tima á dag.
Ennfremur hefði hún æft verkið
áður löngum i svo sem eitt ár.
Verkið tekur 25 minútur i
flutningi.
Auk verkanna eftir Mozart og
Leif Þórarinsson flytur hljóm-
sveitin i kvöld Sinfóniu nr. 3 eftir
Schumann.
Stjórnandinn, Alun Francis, er
fæddur 1943 og hefur verið hljóm-
sveita rstjóri Ulster-hljóm -
sveitarinnar frá 1966. Hann hefur
stjórnað hljómsveitum viða, en
þetta er i fyrsta sinn, sem hann
stýrir hljómsveit hér á landi.
Námsmannaaðgerðir
í undirbúningi
Mikil ólga er nú meðal náms-
manna vegna þess dráttar sem
ákveðið er að verði á úthlutun
haustlána og vegna þcirrar
ákvöröunar st jórnarinnar að
skera niður f járveitingu til náms-
lána á fjárlögum um hclming.
Kjarabaráttunefnd sem er
samstarfsnefnd allra þeirra
námsmannasamtaka, sem rétt
eiga á námslánum, hefur mót-
mælt „þessari ósvifnu framkomu
og krafist þess að stjórnvöld
hverfi frá kjaraskerðingaráform-
um sinum.”
Jafnframt segir i ályktun frá
nefndinni aðhún telji „einsýnt að
námsmenn muni á næstu dögum
grípa til aðgerða til þess að verja
kjör sin.”
Mikil fundahöld eru nú i öllum
skólum um lánamálin og að þvi er
Þjóðviljinn hefur fregnað rikir
mikill einhugur meðal náms-
nanna um að krefjast kjarabótar i
stað kjaraskerðingar. Jafnframt
er það rætt af kappi til hvers-
konar aðgerða eigi að gripa til
þess að knýja stjórnvöld að
breyta afstöðu sinni.