Þjóðviljinn - 16.10.1975, Side 9

Þjóðviljinn - 16.10.1975, Side 9
Fimmtudagur 16. október 1975. ÞJÓÐVILJINN' — SÍÐA 9 Aðalfundur Alþýðu- bandalagsins á Seyðisfirði Nýlega var haldinn aðalfundur i Alþýðubandalagsfélagi Seyðis- fjarðar. Margir nýir félagar bætt- ust i hópinn og fyrirhugað er öfiugt félagsstarf. Þeir Sigurður Blöndal, þáv. form. kjördæmisráðs og Helgi Seljan alþm. mættu á fundinum og ræddu um stjórnmálaástandið og félagsstarfið. f stjórn voru kjörnir: Jóhann Jóhannssor; kennari formaður, Sigurbjörn Sigtryggsson ritari og Hermann Vestri Guðmundsson gjaldkeri. Fundurinn kaus 3 fulltrúa á kjördæmisráðsfundinn á Iðavöllum 20.-21. sept. s.l. en hann var hinn f jölsóttasti, nálægt 50 fulltrúar af öllu svæðinu. Ferðamála- ráðstefna á Hásavik Feiðamálaráð hefur ákveðið að efna til hinnar árlegu ferða- málaráðstefnu, sem að þessu sinni verður haldin á Húsavik. Ferðamálaráðstefnan verður sett föstudaginn 14. nóvember nk. og hefst kl. 10 f.h. Ráðstefnunni verður svo fram haldið laugar- daginn 15. nóvember og verður slitið þá um kvöldið. Dagskrá og fyrirkomulag verður auglýst siðar. Biskupinn af Islandi gerður heiðurs- doktor í Winnipeg Sunnudaginn 5. október var biskupinn af islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, gerður að heiðursdoktor við Winnipeg-há- skóla. Það var dr. Paul Thorlakson. sem sæmdi biskupinn heiðurs- doktorsnafnbót við hátiðlega at- höfn, en hann er einn af helstu forvstumönnum vestur-islend- inga i Manitoba. Átti hann átt- ræðisafmæli þennan sama daga. Við þessa athöfn voru einnig af- hentar minningarplötur handa Winnipeg-háskóla og Manitoba- háskóla um vesturferðir is- ienskra manna. A báðum plötun- um var efst áletrun á ensku um fund Ameriku og undir henni var mvnd af þeirri siðu Flateyjar- bókar. þar sem sagt var frá þeim atburði. Sitt hvorum megin við myndina var ensk og frönsk þýð- ing textans. Þjóðviljinn skýrði frá þvi á dögunum, að nokkurt magn af skemmdum fiski hefði verið sent til Bandarikj- anna, og við athugun á fiskinum kom i ljós, að hann var frá frysti- húsinu Jökli á Raufar- höfn. Tveir islendingar fóru vestur um haf til að kynna sér ástandið, og að sögn Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Jökuls h/f, var um að ræða 2.600 kassa sendingu. Búið er að kanna helming þess magns og verða 1000 kassar athugaðir nánar. Þá voru 300 kassar af fiski hússins, sem enn eru geyndir nyrðra, dæmdir úr leik. Hver kassi inniheldur 3x18,5 pund. Sá fiskur, sem hér um ræðir, er ufsi. Ólafur sagði ástæðuna fyrir þessum skemmdum vera þá, aö menn hefðu taliö ufsa sterkari fisk enn annan, það er þola betur geymslu fyrir vinnslu, en til dæmis ýsa og þorskur. Því hefði það oft á tlðum dregist að ufsinn yrði unninn meðan annar fiskur, viðkvæmari, hefði verið i vinnslu. Einnig nefndi Ólafur, að aðstöðu til þess að taka sýnishorn af fiski á visindalegan hátt væri hvergi að finna nema i Reykjavik og yrðu menn þvi að láta þefskynið og brjóstvitið ráða þegar úrskurða þyrfti hvort fiskur væri vinnsluhæfur eða ekki. Bjóst framkvæmdastjórinn við, að fjárhagslegur skaði frysti- hússins af þessu máli mundi i mesta lagi nema um tveimur miljónum króna. —úþ Karlakór Reykjavikur syngur fyrir vistmenn elliheimilisins Betel i Gimli. Karlakór Reykjavíkur í söngför til Kanada og Bandaríkjanna Á þriðjudaginn kom Karlakór Reykjavikur heim úr söngför til Kanada og Bandarikjanna. Þessi ferð var þáttur i menningarhátið i Winnipeg i tilefni af hundrað ára afmæli islensks landnáms i Manitoba, og hélt kórinn söng- skemmtanir i Winnipeg, Brandon og að Lundum. Var mikil aðsókn og kórnum hvarvetna mjög vel tekið. Einnig kom kórinn til Gimli og Selkirk og söng fyrir vistmenn á elliheimilur.um þar. Eftir söng- förina um Nýja Island fór kórinn loks til Minneapolis og hélt þar siðustu söngskemmtun sina i ferðinni. Stjórnandi kórsins var Páll P. Pálsson og undirleikari Anna Ás- laug Ragnarsdóttir. Sigurður Björnsson óperusöngvari, sem starfar við óperuna i Munchen, söng einsöng með kórnum i þess- ari ferð. Viö höfum opnaó nýja veitingabúð á þriöja hundrað manns í einu notið í Hótel Esju-Esjuberg. Esjuberg er opið alla daga frá átta á morgnana til tíu á kvöldin. Þar geta okkar fjölbreyttu rétta - allt frá ódýrum smáréttum upp í glæsilegar stórsteikur. Verið velkomin. QO Oo Suöurlandsbraut 2. Sími 82200 Tveggja miljóna skellur

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.