Þjóðviljinn - 23.10.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.10.1975, Blaðsíða 1
UOWIUINN Fimmtudagur 23. október 1975 — 40. árg. — 241. tbl. Kvennaverkfallið Gifurleg þátttaka virðist ætla að verða i kvennaverkfallinu á morgun. Undirbúningurinn hef- ur hvatt konur úr öllum starfs- stéttum til þess að hafa frum- kvæði að eigin dagskrá, sér- fundum, umræðum. Ekki er nokkur leið að henda iengur reiður á þvi sem um verður að vera á morgun, en á 3. siðu blaðsins i dag eru birt nokkur dæmi um hvað á döfinni er. Þá hafa fjölmörg stéttarfélög og samtök lýst stuðningi við kvennaverkfallið, sem er ein- stæður atburður og hefur þegar vakið heimsathygli. Bátamir streymdu inn í allan gærdag Svo virðist sem þátttaka sjömanna i að leggja niður vinnu vegna hins lága fisk- verðs ætli að verða mjög al- menn. Strax i gærmorgun byrjuðu bátarnir að streyma inn til Reykjavikur. Um kl. 8 komu 15 saman i hóp og siðan hver af öðrum jafnt og þétt. Þá var og von á mun fleiri bát- um með kvöldinu og um nótt- ina. Frá isafirði fréttum við að þau 30 skip, togarar og minni bátar, sem hefðu verið að veiðum i Djúpinu væru flest lögð af stað til lands, örfá munu þó ætla að skerast Ur leik, svo sem togararnir Karlsefni RE, Guðbjörg ÍS og Páll Pálsson. Frá Vestmannaeyjum frétt- um við að skipin væru að streyma inn, enþar sem veður var heldur vont voru menn - ekki vissir um hve mörg skip- anna komu inn til að taka þátt I verkfallinu og hve mörg vegna brælunnar, en búist var viö góðri þátttöku Eyjabáta. Mikill einhugur mun vera meðal sjómanna i Þorlákshöfn að sögn Þorsteins Sigvalda- sonar fréttaritara okkar þar. Sagði hann að Þorlákshafnar- bátar væru að koma inn hver af öörum. Nokkrir eiga þó net i sjó sem þeir munu hafa ætlað að sækja sl. nótt en leggja svo bátunum frá og með deginum i dag, aðrir lögðu þeim strax i gær. Frá Grindavik fréttum við að nokkrir bátar myndu ætla til Reykjavikur og svo mun um fleiri báta utan af landi. Þeir stefna til Reykjavikur til þátttöku í verkfallinu. — S.dór Sjómenn komu til Reykjavikur f gær og voru ómyrkir I máli i garð stjórnvaida. Sigurmerkið ber vott um baráttuhug þeirra. Mynd. S.dór. Svar ráðuneytisins eins og hnefahögg Sagði Oskar Vigfússon formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar — Sú tilkynning sem sjávarút- vegsráðuneytið gaf út I gær sem svar við kröfum okkar og iesin var upp i hádegisfréttunum i gær var eins og hnefahögg i andlit okkar og mér er kunnugt um að það varð til þess að heröa þá upp, sem voru vakandi um að taka þátt i mótmælum okkar, sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar, sem verið hefur einn af aðalmönnum sjómanna i viðræðum þeirra við sjávarútvegsráðuneytið um hækkað fiskverð og breytingu á sjóðakerfinu. — Sá leikur ráðuneytisins, sem felst i þessari tilkynningu hefur eflaust verið leikinn vegna þess að það taldi að samstaða sjó- manna væri að rofna, en þar hafa þeir leikið af sér eins og alltaf getur komið fyrir, tilkynningin varð til þess að þjappa mönnum saman. Og það er einnig ljóst af tilkynningunni að afstaða ráðu- neytisins hefur ekkert breyst, þannigað deilan er þar með orðin blýföst. — En það vil ég taka fram, að sjómenn gera það ekki af leik sin- um að sigla flotanum til Iands, það verða menn að gera sér ljóst. Þetta er neyðarráðstöfun, þar eð kjörin eru komin niður á núll. Þegar ég tók að mér að vinna að þessu máli fyrir þá, þá bauðst ég til að segja af mér formennsku i Framhald á bls. 10 SJÁ OPNU 4 þúsund nemar mótmœltu á Austurvelli — Sjá 5 Siðleysi stjórnarinnar gagnrýnt á þingi 2. siða I fjoi lamnade Sten An- I derason sjalv över 10 000 kro- I nor ti'U det islandska broder- Ipartiet. I ár har svenskarna I lamnat ett visst tidningsstöd I till det islándska partiet. Alþýðuflokkurinn fær peninga erlendis frá Framkvœmdastjóri sœnskra krata segist sjálfur hafa afhent peningana Sten Anderson, fram- krata skýrir frá þvi i mánaðar, að islenski Al- kvæmdastjóri flokks viðtali við sænska ,,Af- þýðuflokkurinnsé meðal sænskra sósialdemó- tonbladet” þann 9. þessa þeirra flokka, sem Námsmenn settust upp í sendiráðinu í Osló — Sjá opnu Sten Anderson sænskir kratar hafi greitt fjármuni til stuðn- ings bæði i ár og i fyrra. 1 viðtalinu við Sten Anderson, fram- kvæmdastjóra sænsku kratanna kemur m.a. annars fram eftirfar- andi: Sjá nánar á 3. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.