Þjóðviljinn - 23.10.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.10.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. október 1975. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 5 Mótmælafundur í Höfn Þjoðviljinn hafði i gær tal af Sigurði Bjarnasyni sendiherra islands í Kaupmannahöfn vegna flugu- frétta sem borist höfðu til landsins um að námsmenn þar myndu láta i sér heyra vegna lánamálsins. — Jú, það var haldinn fundur hér fyrir framan sendiráðið, sagði Sigurður. — Hann sóttu um eða yfir 100 námsmenn, flestir frá Kaupmannahöfn en einnig frá Óðinsvéum og Lundi i Sviþjóð. Fundurinn fór friðsam- lega fram, menn báru spjöld og ræður voru fluttar. Fjölluðu þær um kjör islenskra námsmanna og var deilt á rikisstjórnina. — t lok fundarins var sam- þykkt samhljóða að senda ríkis- stjórninni bréf til að mótmæla drættiá afgreiðslu haustlána og fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til námslána á næsta ári. Tveir námsmenn, þeir Guðlaugur Arason og Kristinn Einarsson, komu inn i sendiráðið og afhentu mér brét- ið. — Ég sendi bréfið strax i skeyti til utanrikisráðuneytisins sem kemur þvi á framfæri við stjórnina. Einnig hafði ég grennslast fyrir um afgreiðslu haustlána hjá utanrikis- og menntamálaráðuneyti og fengið svarskeyti um að hún væri haf- in. Þessi skeyti afhenti ég námsmönnunum, sagði Sigurð- ur að lokum. —1>H Fjögur þúsund námsmenn mótmæla á Austurvelli Námsmannafundurinn á Austurvelli I gær var geysifjölmennur. Mynd. Ari. • Kjaraskerðingu mótmœlt • Samstaða með sjómönnum % Stuðningur alþýðusamtaka • Og Geir brosti Upp úr kl. 13 í gærdag byrjuðu námsmenn að safnast saman á Austur- velli þar sem fram skyldi fara útifundur á vegum Kjarabaráttunefndar námsmanna til að mót- mæla skerðingu stjórn- valda á námslánum. Ekki eru til neinar áreiðanlegar tölur um fundarmenn en þeir voru ekki undir þrem- ur þúsundum, sumir sögðu allt að fimm þúsundum. Auk nemenda skólanna tiu sem boðuðu til fundarins fjölmenntu menntaskólanemar til hans. Flestir komu þeir fylktu liði úr porti Menntaskólans við Tjörnina þar sem þeir höfðu haldið fund og samþykkt stuðningsályktun og námslánaþega. Haustslátrun hafin? Þeir voru ekki einir til þess að lýsa stuðningi sinum við kröfur námsmanna. A fundinum voru lesin upp skeyti og ályktanir sem honum höfðu borist. Voru þær frá Alþýðusambandi tslands, BSRB, Alþýðusambandi Vestfjarða, Verkamannafélaginu Dagsbrún, stjórn Norska stúdentasam- bandsins, verkamönnum i máln- ingarverksmiðjunni Hörpu, Fylk- ingunni, Vöku, Verðandi og is- lenskum námsmönnum i Asi, Björgvin og Osló i Noregi, Kaup- mannahöfn, Arósum og Óðinsvé- um i Danmörku og kennarafélög- um MT og MH. Mikið var á lofti af spjöldum, rauðum fánum og borðum sem ýmis kjörorð voru rituð á. Aðal- kjörorð fundarins var: Efnahags- legt jafnrétti til náms! Auk þess mátti sjá þessi kjörorð: Nám — forréttindi auðstétta? Þarf ég að hætta námi? Er haustslátrun námsmanna hafin? Eigðu þina kreppu sjálfur, Matthias! Niður með stéttaskiptingu i mennta- kerfinu! Allir lánþegar sitji við sama borð! Eru námsmenn breiðu bökin? 100% mannréttindi, ekki 50%! Námsmenn bornir út SigurðurG. Tómasson háskóla- nemi var fundarstjóri en fyrstur ræðumanna var Gestur Guð- mundsson formaður Stúdenta- ráðs Hl. Næstur var Kristinn Hrólfsson formaður Iðnnema- sambands tslands sem auk náms- lánanna gerði fjárveitingar til iðnfræðslu að umtalsefni sinu. Finnur Birgisson talaði fyrir hönd Sambands islenskra námsmanna erlendis og var þungt i honum hljóðið. Sagði hann ma. frá þvi að nokkur brögð væru þegar að þvi að námsmenn erlendis hefðu ver- ið bornir út úr leiguhúsnæði sem þeir höfðu, vegna vanskila á greiðslu leigu. Er ástandið hjá þeim vægast sagt hörmulegt og stafar það fyrst og fremst af töf- um á afgreiðslu haustlána. Sið- asti ræðumaður var Asgeir Magnússon úr Tækniskólanum. Hann gerði svonefnd K-lán að umtalsefni en þau voru veitt i fyrra og voru þá sögð bráða- birgðalausn. Þessi lán eru mun óhagstæðri en almenn námslán og lægri. Beindi Ásgeir þeirri spurningu til rikisstjórnarinnar hvort halda ætti áfram að veita þessi lán eða hvort þeir sem þau fengu ættu að fá almenn lán i framtiðinni. Stuöningur viö sjómenn 1 fundarlok bar fundarstjóri upp ályktun til stuðnings aðgerð- um sjómanna og var hún sam- þykkt með lófaklappi. Hún er svo- hljóðandi: Fjöldafundur framhaldsskóla- nema á Austurvelli lýsir yfir full- um stuðningi við baráttu sjó- manna fyrir bættum kjörum. Sameiginleg barátta okkar gegn íjandsamlegu rikisvaldi hlýtur að ski'pa okkur i sameiginlega fylk- ingu. Við mótmælum þvi að lág- launafólki i landinu sé ætlað að axla kreppu auðvaldsins. Loks las fundarstjóri upp bréf frá Kjarabaráttunefnd til Geirs Hallgrimssonar forsætisráð- herra. Var þvi einnig tekið með lófaklappi og að fundinum lokn- um fóru fulltrúar nefndarinnar að dyrum alþingishússins og báðu um að fá að tala við Geir. Eftir nokkra biðbirtist hann i dyrunum umkringdur lögregluþjónum, veifaði til mannfjöldans og brosti. Fundarmenn brostu þó ekki á móti heldur púuðu. Bréfið til Geirs Bréfið til Geirs var á þessa leið: „Forsætisráðherra Geir Hallgrimsson t dag fjölmennum við náms- menn á fund, sem haldinn er und- irkjörorðinu „Efnahagslegt jafn- rétti til náms”. Tilefnið er ærið þvi nú hefur þú og rikisstjórn þin lagtfram á Alþingi fjárlagatillög- ur sem i felast stórfelldar árásir á kjör námsmanna. Arásir, sem við námsmenn hljótum að lita á sem stefnu rikisstjórnarinnar gagn- vart efnahagslegu jafnrétti til náms. Þessi svivirðilega árás mun svara til um 50% skerðingu á raungildi námslána, og i raun algjöra útilokun á réttlátum kröf- um annarra sambærilegra náms- hópa um námslán. Það þarf ekki mikla spámenn til að sjá fyrir af- leiðingarnar af þessari stefnu. — 1 trausti þess, að námslán yrðu óskert, hóf fjöldi námsmanna nám nú i haust, en ljóst er að stór hópur þeirra verður frá að hverfa vegna þeirrar skerðingar er þú og þin rikisstjórn hefur boðað. Nám yrði þvi aftur algjör forréttindi hinna efnameiri. Við krefjumst efnahagslegs jafnréttis til náms, en ekki for- réttinda, og undir þessa kröfu okkar hafa stærstu launþegasam- tök landsins tekið, og ætti það að endurspegla vilja fólksins, sem landið byggir. Geir Hallgrimsson, við náms- menn, sem staddir erum hér á Austurvelli, krefjumstþess, að þú og rikisstjórn þin endurskoði fyrri afstöðu ykkar og lágmarks- krafa okkar er að rikisstjórnin lýsi þvi yfir strax að raungildi námslána verði ekki skert frá þvi sem var áður. Þolinmæði okkar er á þrotum og námsmenn munu ekki láta hrekja sig átakalaust frá námi.” —ÞH Gengur með gestum 1 sambandi við sýninguna i Listasafni alþýðu, Laugavegi 31 á listaverkagjöf Margrétar Jóns- dóttur, ekkju Þórbergs Þórðar- sonar, þá hefur verið tekin upp sú nýbreytni, að Hjörleifur Sigurðs- son, forstöðumaður safnsins mun ganga meö gestum um sýningar- sali á ákveðnum timum og kynna listaverkin. Það er i kvöld frá klukkan hálf niu til tiu, sem Hjörleifur veitir þessa þjónustu i fyrsta sinn. Sýn- ingin er opin til 2. nóvember. Hjörleifur Sigurðsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.