Þjóðviljinn - 23.10.1975, Blaðsíða 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. október 1975.
Fimmtudagur 23. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
MORGUNSTUND MEÐ SJÓ-
MÖNNUM ( BARÁTTUHUG
í grárri morgunskím-
unni í gær sigldu 15 skip
inná Reykjavíkurhöfn, 15
fyrstu skipin sem koma tii
að leggja áherslu á kröfur
sjómanna um mannsæm-
andi kjör. Fleiri fylgdu svo
á eftir, þegará daginn leið.
Það var alls ekki glaðvær
hópur sem steig á land af
þessum 15 fyrstu bátum.
Nei, menn voru alvöru-
gef nir á svipinn, enda ekk-
ert gamanmál á ferðinni.
En samhugur þeirra í
þessu máli var mikill, nú
skyldi ráðamönnum sýnt
að endalaus kjaraskerðing
yrði ekki lengur þoluð af
sjómönnum.
Þegar menn voru búnir að
binda skip sin og farnir að tinast
uppá bryggjuna hófust samræður
og smátt og smátt hópuðust menn
að einum bátnum og gengu þar
um borð til að ræða málin. Skipið
sem fyrir valinu varð heitir
Freyja RE. Stýrishúsið var orðið
þröngt setið fyrr en varði og það
var hiti i mönnum.
Allir voru á einu máli um það
að nú væri að duga eða drepast
fyrir sjómenn. Samheldnin mætti
ekki bresta.
— Við erum seinþreyttir til
vandræða sjómenn, sögöu þeir,
en svo má brýna deigt járn að bfti
og það teljum við að hafi tekist aö
þessu sinni, þess vegna erum við
komnir i land og þess vegna eru
240 skip væntanlega til lands i dag
og i nótt.
Siðan var varpað fram
spurningum eins og þessum:
Hversvegna eigum við að vera
hálfdrættingar á við norðmenn i
fiskverði, þar sem við seljum á
sama markaði og þeir? Hvers-
sögðu sjómennirnir og lyftu sigurmerkinu. (Ljósm. S.dór)
.Skiiaðu þvl tii ráOamanna aO viO munum ekki gefast upp
vegna eigum við að greiða
stærsta þáttinn i útgerðarkostn-
aði skipanna, ekki hiröum við
gróðann af bátunum? Við greið-
um i alla mögulega sjóði sem út-
gerðin fær svo styrk úr til að
greiða útgerðarkostnaðinn, er
það i okkar verkahring að sjá um
útgerðarkostnaðinn en hafa svo
aðeins 60 til 70 þúsund kr. á mán--
uði I tryggingu?
Hvi i ósköpunum eigum við að
horfa upp á það orðalaust að
menn i landi hafi i vikukaup það
sem við fáum i tryggingu á mán-
uði? En þannig er það i dag,
menn sem vinna uppi Sigöldu, á
Grundartanga, við Kröflu svo
dæmi séu nefnd, hafa þetta kaup.
Þeir voru á einu máli um að
ástæða væri komin til þess að
spyrna við fótum.
Það sjóðakerfi sem sjávarút-
vegurinn býr nú við, verður að
hverfa. Allir luku upp einum
munni um það. Það er krafa okk-
ar númer eitt að sjóðakerfið verði
tekið til gagngerrar endurskoð-
unar og þvi breytt þannig að við
greiðum ekki 50% af launum okk-
ar i hina og þessa sjóði sem stofn-
aðir hafa verið til að halda út-
gerðarmönnum góðum. Við sjá-
um ekkert sem réttlætir það.
Út sögðust þeir ekki fara aftur
fyrr en þessum málum hefur ver-
ið kippt i lag. Og við viljum fá
aðrar og betri móttökur en full-
trúar okkar fengu i sjávarútvegs-
ráðuneytinu i fyrradag, þar sem
enginn þóttist i fyrstu kannast við
neitt skeyti frá okkur, skeyti sem
við sendum fyrir rúmri viku sið-
an. Siðar, þegar gengið var á
þessa menn, játuðu þeir að visu
að hafa séð eitthvert skeyti, og
undir lokin kom i ljós að þeir
höfðu grandskoðað það, en þvi
miður, það var ekkert hægt fyrir
okkur að gera.
Jæja, þeir um það, við sjáum
hvað setur, sögðu menn og
kimdu. — S. dór.
Hákon ísaksson á Steinunni RE
Sjóðakerfiö
þarfað
fella niður
Öðruvísi fáum
við ekki
mannsæmandi
kjör
Steinunn RE var eitt þeirra
skipa sem fyrst sigidi inn á
Reykjavikurhöfn i gærmorgun og
við hittum að máli einn skipverj-
anna, Hákon isaksson og var
.hann, sem og aðrir sjómenn sem
við hittum, heldur ómyrkur i máii
um fiskveröið og þau kjör sem
sjómönnum eru boöin.
— Þessi tala sem við höfum
nefnt aö fiskveröið fari uppi eru
hreinir smámunir, aðeins til að
láta þaö heita eitthvað, það sem
þarf að gera er að fella niður
núgildandi sjóðakerfi. Þá um leið
myndu kjör okkar verða viðun-
andi. Með núverandi fyrirkomu-
lagi erum við sjómenn látnir
greiða útgerðarkostnaðinn með
þvi að taka alltaf af óskiptum afla
i þetta kolvitlausa sjóðakerfi sem
útvegurinn býr við. Viö unum þvi
ekki lengur aö greiöa útgerðar-
kostnaöinn aö stærstum hluta
fyrir útgerðarmennina.
— Það vandamál sem við
eigum við aö giima, sjómenn, er
svo stórt og hrikaiegt að fáeinar
krónur skipta þar engu til eða
frá. Það er ekkert nema gagnger
breyting, sem getur bætt úr þvi.
— Og síðan bætist þaö við, að
Hákon isaksson
um það bil 50% af flotanum er
lamaður vegna þess að
mannskapur fæst ekki á skipin
fyrir þau kjör sem boðið er uppá.
i landi leika menn sér aö þvi að
taka mánaðartryggingu háseta á
einni viku, hvernig i ósköpunum
láta menn sér svo detta í hug að
hægt sé að manna bátana.
— Þú óttast ekki að samstaðan
brcsti hjá sjómönnum i þessu
máli?
— Ég geri það ekki, ég held að
menn gcri sér almennt grein fyrir
þvi, að nú er að duga eöa drepast.
Bresti samstaöan nú, verður
aldrei tekið mark á okkur
framar, þá veröur aðcins brosað
og vitnað i hvernig við stóðum
okkur i þessu máli, en þá bros-
laust takist okkur samstaöan nú,
sagði Hákon. — S.dór.
Magnús Daníelsson skipstjóri:
Unum því
ekki að
vera hálf-
drættingar
Eitt af þeim 15 skipum sem
sigldu inná Reykjavikurhöfn i
morgunsáriö i gær var Arnþór
GK og rétt eftir að skipiö hafði
verið bundið við bryggju náðum
við tali af skipstjóranum Magnúsi
Danielssyni og spurðum hann
hvort einhugur væri hjá sjómönn-
um i þessu máli?
— Alveg tvimæialaust enda er
svo komið málum að sjómenn eru
að verða ein af tekjulægstu stétt-
um þjóðfélagsins þegar vinnutimi
er lagður til grundvallar tekjum
manna.
— Ef við tökum sem dæmi tog-
skipin þá vinna menn þetta 16 til
20 stundir i sólarhring og með
sama vinnutíma i landi væru
menn meö þrefalt hærri iaun, eöa
jafnvel meira.
— Svo er eitt enn. Viö seljum
okkar fisk á sömu mörkuðum og
norðmenn, hversvegna eigum viö
þá að vera hálfdrættingar á við þá
hvað fiskverði viðkcmur. Fisk-
Magnús Daníelsson
vcrð i Norcgi cr nú um 80 kr. isl.
fyrir kilóið af þorskinum á
meðan það er ekki nema 38 kr.
hér, hvernig stendur á þessu og
eigum við að una þessu. Við segj-
um nei, við unum þessu ekki leng-
Framhald á bls. 10
Á þessari simsendu mynd frá Norsk Telegrambyra sjást nokkrir námsmannanna i islenska sendiráðinu i
Osló i gær og má sjá að þröngt er á þingi. I myndatexta frá NTB segir að islenskir námsmenn um alla
Evrópuhafimótmæltkreppustefnuisl. stjórnarinnar og væntanlegri 50% skerðingu námslána i gær.
daginn í
Sátu allan
send i ráöinu
Aðgerðir
þeirra vekja athygli fjölmiðla
„Hér verður ekki þverfótað fyrir námsmönnum.
Þeir komu kl. hálf ellefu i morgun og fylla hvern
krók og kima. Ætli þeir séu ekki rúmlega 60.
Þeir ætla að vera hérna þangað til við lokum kl.
16. Þetta fer allt saman friðsamlega fram —
námsmennirnir hafa skýrt kröfur sinar og farið
þess á leit að við komum þeim áleiðis.”
Þetta sagði Sigurður Hafstað,
sendifulltrúi i sendiráöi tslands
1 Noregi, þegar Þjóðviljinn
ræddi við hann um hádegið i
gær.
Einn stúdentanna sem staddir
voru i Stortingsgate 30 i gær var
Mörður Arnason. Honum sagð-
ist svo frá samtali viö Þjóðvilj-
ann:
• „Hér I Osló eru um hundrað
isl. námsmenn og eru allir sem
áttu heimangengt i sendiráðinu.
Þá eru einnig nokkrir náms-
menn hér frá Ási og Bergen.
Það eru margir orðnir illa
staddir. Haustlánin eru ekki
komin, eru orðin mánuði á eftir,
og menn hafa gripið til þess ráðs
að fá lán i bönkum hér eða hjá
kunningjum til þess að bjarga
sér. Og nú er ljóst að þau lán,
sem byrjað er að úthluta, en við
Mörður Árnason.
höfum ekki fengið, hrökkva ekki
nema rétt til þess að greiða
þessar skuldir. Svo eru all-
margir sem neyðst hafa til þess
að fá sér vinnu með náminu
og það tefur náttúrlega fyrír
þeim.”
— Það hafa verið hér frétta-
menn i sendiráðinu frá
sjónvarpi, blöðum og fréttastof-
um og þar sem tsland hefur ver-
ið talsvert i fréttum hér i Noregi
að undanförnu gerum við ráð
fyrir að sendiráösseta okkar
veki talsverða athygli fjölmiöla.
Nokkur hluti námsmannanna
stendur fyrir utan sendiráðið og
dreifir flugriti til almennings og
fjölmiðla til þess að vekja at-
hygli á kröfum okkar.
— t þessu bréfi gerum við
grein fyrir þeirri hættu, sem
vofir yfir, að námslán verði
skert um 50% og að við teljum
það mjög alvarlega árás á kjör
okkar. Jafnframt er þvi lýst að
þessi ákörðun stjórnvalda geti
haft þaö i för með sér aö margir
námsmenn verði að hverfa frá
námi.
Jafnframt gerum við grein
fyrir þvi að námskjaraskerð-
ingin sé hluti af efnahagskrepp-
unni á tslandi og barátta okkar
gegn kjaraskeröingunni sé sam-
eiginleg barátta námsmanna og
verkalýðsstéttarinnar á tslandi.
Þá leggjum við áherslu á að
við krefjumst engra forréttinda
heldur íeggjum áherslu á jafna
aðstöðu til náms, þannig að
menntun verði ekki forréttindi
yfirstéttarinnar.
— Aðgerðir okkar hér i Osló
eru liður i þeim almennu náms-
mannamótmælum sem fram
fara i dag. Við ætlum að sitja
hér i sendiráöinu til fjögur og
ræða málin. Fólk hefur það gott
i þrengslunum hér, spilar og
leikur sér við börnin sin.
— Ég vil að lokum leggja
áherslu á að þessi aðgerö hjá
okkur i dag geti orðið upphafið
að baráttu, sem standa mun i
allan vetur. Þaö er algjör
einhugur rikjandi um það meðal
námsmanna hér að þola ekki
kjaraskerðingu þegjandi og
hljóðalaust.
LÝSA FURÐU SINNI Á SKILNINGSLEYSI
RÍKISSTJÓRNARINNAR
íslensku námsmennirnir i Osló sendu frá sér
eftirfarandi fréttatilkynningu er þeir höfðu
sest að i sendiráðinu i gærmorgun:
íslenskir námsmenn staddir i sendiráði
islands í Osló lýsa yfir reiði sinni og undrun á
algeru skilningsleysi stjórnvalda á kjörum
námsmanna.
Stefna stjórnarinnar i þessu máli er argasta
afturhald, og bein árás á menntunarmöguleika
alþýðu. Geysileg skerðing námslána mun
verða til þess að fjöldi námsmanna verður að
hverfa frá námi.
Við mótmælum þessari aðför og munum ekki
sætta okkur aðgerðalaust við hana.
Við lýsum yfir fullum stuðningi við aðgerðir
allra námsmanna gegn þessu ofbeldi.
islenskir námsmenn i Osló, Ási og Björgvin.