Þjóðviljinn - 23.10.1975, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. október 1975.
2. umferð svœðismótsins:
Hartston tekur
forystu
1 annarri umferö svæöismóts-
ins tefldu islensku þátttakend-
urnir saman og hafði Björn
hvitt. Eins og i fyrri umferöinni
lenti Björn i miklu timahraki,
átti eftir aöeins tólf minútur til
aö leika 20 slöustu leikina. Friö-
rik tefldi lokin mjög vel, fórnaöi
manni i 28. leik og gafst Björn
upp tveim leikjum slöar, enda
var þá óverjandi mát I þrem
leikjum með Dhl.
Englendingurinn Hartston,
sem áreiðanlega stefnir aö þvi
aö ná stórmeistaratitli I mótinu,
vann Broeck frá Belgiu I 24
leikjum og lauk þeirri skák fyrst
i 2. umferð. Hartston náði óverj-
andi sókn meö drottningu og
hrókum á opinni h-linu og sá
Broeck sitt óvænna og lagði
niður vopnin. Hartston er nú
efstur með tvo vinninga eftir
tvær umferðir, en of snemmt er
aö spá um árangur hans I mót-
inu, þvi að hann hefur aðeins
teflt við tvo af minni spámönn-
um mótsins.
Norðmaöurinn Arne Zwaig
stefnir einnig að stórmeistara-
titli I þessu móti, og er árangur
hans i fyrstu tveim umferðun-
um harla athyglisverður. Hann
vann stórmeistarann Jansa I 1.
umferð og i þessari umferð
geröi hann jafntefli við stór-
meistarann Parma i 27 leikjum.
Fannst mönnum að visu Parma
óþarflega friðsamur þvi aö mik-
ið var eftir af skákinni.
Stórmeistararnir Jansa og
Timman sömdu einnig um jafn-
tefli með þvi að þráleika og varð
skákin aðeins 24 leikir. Virtist
Jansa þá hafa betri stöðu, en
hann átti litinn tima eftir.
Skák Laine og Hamanns varð
fjörug og Hamann virtist vera
að ná kæfandi kóngssókn, er
hann snéri liði sinu yfir á drottn-
ingarvæng. Náði hann þar einu
peði, mikil mannaskipti urðu og
leystist skákin upp i jafntefli.
Þeir léku 40 leiki og voru þá á
borðinu mislitir biskupar og
peðin gátu sig ekki hreyft, svo
að sjálfhætt var að tefla.
Ungverski stórmeistarinn
Ribli, sem sat yfir i 1. umferð,
tefldi með hvitu mönnunum
gegn Poutiainen frá Finnlandi.
Skákin fór i bið og virðist Ribli
hafa miklar vinningslikur. Bið-
staðan er þannig og á hvitur
leik. Hvítur: Kg2, Dd2, Rd4, b3,
d3, e2, f5, g4, h4. Svartur: Ke7,
Dc7, Rb7, Bh7, b4, d5, e6, f6, h6,
h5.
Stórmeistarinn Liberzon frá
Israel er nú mættur til leiks og
tefldi með svörtu gegn Oste-
reyer. Þessi skák fór einnig I
bið. Sýnist stórmeistarinn vera
með tapað tafl. Þjóðverjinn hef-
ur tvö samstæð fripeð á drottn-
ingarvæng og hæpið að Liberzon
hafi nokkurt mótspil.
Hér birtast tvær skákir úr 2.
umferð.
Hj.G.
'Hvitt: Björn Þorsteinsson
Svart/ Friðrik Ólafsson
1. e4 c5
2. Rf3 e6
3. d4 cxd
4. Rxd aO
5. Rc3 b5
6. Bd3 Bb7
7. 0—ó b4
8. Rbl Dc7
9. c3 Rf6
10. Hel Rc6
11. RxR BxR
12. e5 Rd5
13. c4 Re7
14. Bf4 f5
15. Rd2 Rg6
16. Bg3 Be7
17. f4 0—0
18. De2 Kh8
19. De3 Bb7
20. Bf2 d6
21. Rf6 BxR
22. gxB Dc6
23. Hadl hfi
24. Be2 dxe
25. fxe Had8
26. f4 Ith4
27. Dg3 g5
28. Dh3 gxf
29. BxR Hg8+
30. Bg3 Bc5+
gefið
Alþjóðameistarinn William
Hartston er efstur eftir tvær
umferðir. (Ljósm. S.dór.)
Hvitt: Van Broeck
Svart: William Hartston
1. d4 Rf6
2. c4 c5
3. d5 e5
4. Rc3 d6
5. e4 Be7
6. Bd3 0—0
7. h3 Rbd7
8. Rf3 afi
9. g4 Re8
10. a4 g6
11. Bh6 Rg7
12. Dc2 Rf6
13. Re2 Bd7
14. 0—0 Kh8
15. Rg3 Rg8
16. BxR + KxB
17. Kh2 Bg5
18. RxB DxR
19. a5 llffi
20. Hael h5
21. f3 hxg4
22. hxg4 Hh8 +
23. Kgl Hh3
24. Dg2 Dh4
gefið
Rit um
bókasafns-
mál
Út er komið ritið Pligtaflever-
ing, byttevirksomhed, kata-
logisering. Flytur það erindi og
umræður frá fundi, sem Deild
bókavarða i rannsóknarbóka-
söfnum stóð fyrir á vegum
Norræna rannsóknarbókavarða-
sambandsins (Nordisk
videnskabeligt bibliotekarfor-
bund). Fundurinn var haldinn i
Reykjavik I október 1973.
Aðalumræðuefni fundarins
voru skylduskil til bókasafna,
ritaskipti safna, áætlun um
verkaskipti milli rannsóknar-
bókasafna á Norðurlöndum um
aðdrætti til þeirra (Scandia-áætl-
unin svokallaða) og samvinna á
sviði skráningar og gagnkvæmr-
ar upplýsingaþjónustu.
Ritið er 125 blaðsiður og prýtt
myndum. Það er fáránlegt i Há-
skólabókasafni.
1 kvöld verður útvarpað frá al-
þingi almennum umræðum um
stefnuræðu forsætisráðherra.
Umferðir eru tvær og talar Ragn-
ar Arnalds fyrir hönd Alþýðu-
bandalagsins næstur á eftir for-
sætisráðherra i fyrri umferð, en
Geir Gunnarsson er ræðumaður
Alþýðubandalagsins i seinni um-
ferð.
Svar
Framhald af 1
minu félagi, þar sem ég vinn að
þessu máli sem einstaklingur en
ekki sem formaður Sjómannafé-
lags Hafnarfjarðar, en með-
stjórnendur minir töldu þess ekki
gerast þörf.
— Og að lokum vil ég taka það
fram,aðmistakistsjómönnum að
rétta hlut sinn i þetta skipti, þýðir
ekki fyrir þá að reyna aftur, það
verður aldrei tekið mark á okkur
framar ef við ekki sýnum órofa
heild I þessu máli, sagði óskar að
lokum. — S.dór
Sveinbjörn Matthíasson og Gisli Haiidórsson undirbúa veiöitúrinn með firnalegu viskfþambi.
Veiðitúr Halldórs
Laxness á skjánum
A sunnudagskvöld frumsýnir
sjónvarpið kvikmynd sem það
hcfur látiö gera eftir smasögu
Halldórs Laxness, Veiðitúr i
óbyggðum.
Þetta er klukkutima mynd,
leikstjóri er Helgi Skúiason. í
hægum og raunsæislegum stil er
lýst sögunni af gjaldkeranum i
útibúinu, smákallanum sem mis-
tókst svo herfilega að stökkva út
af beinni braut meðalhegðunar og
húsaga. Þetta langstærsta hlut-
verk myndarinnar er i höndum
Gisla Halldórssonar. Sveinbjörn
Matthiasson leikur Krilon,
Margrét Helga Jóhannsdóttir er
vinnukona. Saga Jónsdóttir dóttir
i næsta húsi, Þórhalla Þorsteins-
dóttir er skipstjórafrú, önnur
hlutverk eru smærri.
Veiðitúr i óbyggðum birtist
fyrst i þáttasafninu Sjöstafakver,
sem út kom 1964. Áður hefur verið
sjónvarpað annarri sögu úr því
safni, Jón i Brauðhúsum.
Verkfallsdagur kvenna á Selfossi
Konur á Selfossi halda upp á
verkfalisdag kvenna 24. þ.m.
með fundi, sem haldinn verður
kiukkan 11.30. Veröur þar fiutt
stutt ávarp, leikrit flutt og
fleira verður til skemmtunar.
Að þvi ioknu verða skipulagð-
ar sætaferðir til Reykjavikur
fyrir þá, sem þess óska, og op-
ið hús verður i Tryggvaskála.
Fiskverðið
Framhald af bls. 2.
rikissjóður greiðslugetu Verð-
jöfnunarsjóðs að þvi marki að
fiskverð hækki til jafns við al-
mennar launahækkanir 1. október
sl.
Ef áframhald yrði á slikri
ábyrgð, mundi hún nema a.m.k.
um 2 milljörðum króna á árs-
grundvelli miðað við núverandi
verðlag og gengi.
Vegna framkominnar kröfu
sjómanna um endurskoðun sjóða-
kerfis sjávarútvegsins, vill ráðu-
neytið upplýsa, að I þeirri nefnd,
er að þeirri endurskoðun starfar,
sitja 6 fulltrúar sjómaw viðsveg-
ar að af landinu og ber nefndinni
samkvæmt erindisbréfi sinu að
skila áliti fyrir 1. desember nk.,
og mun ráðuneytið fylgja þvi fast
eftir að svo verði.
Magnús
Framhald af bls. 7.
ur og þess vegna erum við komnir
i land til að leggja áherslu á þess-
ar kröfur okkar.
— En þá er það spurningin,
hversvegna er þessi mikli munur
á fiskverðinu hér og i Noregi?
Svarið er augljóst, það er þetta
koivitiausa sjóðakerfi sem er or-
sökin. Það er það fyrst og fremst
sem veldur þvi að við getum ekki
fengið mannsæmandi laun. Með
þessu sjóðakerfi erum viö sjó-
menn látnir borga útgerðar-
kostnaðinn fyrir útgerðarmenn-
ina og þvi viljum við ekki lengur
una og þess vegna er það krafa
okkar og þetta sjóðakerfi verði
tekið til algerrar endurskoðunar
og þú mátt hafa það eftir mér að
við förum ekki út fyrr en við höf-
um fengið tryggingu fyrir þvi að
þetta verði gert og fiskveröið
verði hækkað, sagði Magnús að
iokum. — S.dór
Adda
Framhald af 13. siðu.
Af hálfu borgarstjórnarmeiri-
hlutans tóku til máls um tillöguna
Elin Pálmadóttir og Markús örn
Antonsson. Á Markúsi Erni var
helst að skilja að hætta væri á að
foreldrar misnotuðu þau hlunn-
indi, sem i tillögunni felast, til að
hafa fé af borginni, og taldi málið
of flókið til að afgreiða það án
frekari athugunar. Adda Bára
Sigfúsdóttir benti hinsvegar á að
málið hefði þegar verið til athug-
unar i tvö ár. Elin Pálmadóttir
lagði fram tillögu um að visa til-
lögu öddu Báru til félagsmála-
ráðs, og var það samþykkt með
öllum atkvæðum borgarstjórnar-
meirihlutans gegn atkvæðum
minnihlutans.
Fjárhagur hafnarinnar
fyrir neöan allar hellur
Af öðrum málum á dagskrá
fundarins má nefna fyrirspurn
frá Sigurjóni Péturssyni, borgar-
fulltrúa Alþýðubandalagsins, út
af samþykkt bæjarstjórnar Kópa-
vogs um að reyna yrði að koma á
samstarfi sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu um mál, er
varða þau sameiginlega. Benti
Sigurjón á að þessi sveitarfélög
væru á margan hátt ein heild og
náið samráð milli þeirra þvi
nauðsynlegt, ekki sist á sviði
skipulagsmála. Borgarfulltrúar
Framsóknarflokksins lögðu fram
tillögu um bætta aðstöðu til við-
gerða á skipum og bátum I
Reykjavikurhöfn. Kom fram i
umræðum um tillöguna að fjár-
hagur Reykjavikurhafnar væri
fyrir neðan allar hellur og hélt
Guðmundur G. Þórarinsson,
borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins þvi fram að aðstaða til
viðgerða á skipum og bátum væri
þar öll hin versta. Samþykkt var
að visa tillögunni og annarri til-
lögu svipaðs eðlis frá Ólafi B.
Thors, Sjálfstæðisflokknum, til
hafnarstjórnar.
dþ.
SemiBILASTOm Hf