Þjóðviljinn - 23.10.1975, Side 2

Þjóðviljinn - 23.10.1975, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. október 1975. Námslán rædd utan dagskrár á alþingi Svava Jakobsdóttir: Námsmenn krefjast ekki munaðar heldur réttlætis Utan dagskrár á þingfundi i gær deildu þrir þingmenn úr stjórnarandstöðunni fast á þá kjaraskeröingarstefnu sem rikis- stjornin er nú að koma fram gagnvart námsmönnum með þvi að skeröa haustlán til þeirra um nær 30%, og gengur hún þannig þvert gegn lögum og fyrri stefnu- yfirlýsingum allra stjórnmála- flokka. Sérstaklega mótmæltu þingmennirnir þeirri ósvifni stjórnarinnar að láta námsmenn halda til náms i þeirri góðu trú að kjörin yrðu óbreytt og loka þá fyrst fyrir. Hlutu þingmennirnir, Svava Jakobsdóttir, Ólafur Kagnar Grimsson og Gylfi Þ. Gislason, klapp frá pallagestum, cn pallar voru þéttsetnir náms- mönnum. Vilhjálmi lljálmars- syni menntamálaráðherra varð ógreitt um svör, en sagði að til stæði aö útvega lánasjóöi 100 Gylfi l> ólafur K. miljónir i janúar og yrði þá unnt að bæta ofan á haustlánin. Ellert Schram talaöi um upphlaup og óskammfeilni hjá námsmönnum, en þó kom fram hjá honum sú skoöun, að hækka bæri framlag til lánasjóös frá þvi sem það er áætlaö i frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1976. Hér fer á eftir stuttur útdráttur ur ræðu Svövu Jakobsdóttur: Kjaraskerðing hjá nárhs- mönnum vegna niðurskurðar haustlána hefur vakið almenna reiði i landinu eins og stuðnings- yfirlýsingar frá launþegasam- tökum bera vitni um. Hér er einn þátturinn i stefnu rikis- stjórnarinnar á félags- og efna- hagssviðinu: byrðarnar skulu lagðar á almenna launþega, lifeyrisþega, námsmenn. Stjórn lánasjóðs telur að sjóðurinn þurfi rúmlega 1.700 miljónir króna að ári til að halda sömu kjörum og fyrr. Þetta væru tæplega 3% fjár- lagaupphæðar. En i frumvarpi til fjárlaga er þetta skorið niður i 807 miljónir: i raun er þvi verið að ógilda lögin um námslánasjóð. Aldrei fyrr hefur það gerst að framlög til lánasjóðs hafi verið skorin niður. f mái i vor mat stjórn lánasjóðs haustlánaupphæðina á 235 miljónir og tilkynnti stjórn- völdum það. 1 haust reyndist þörfin 290 miljónir, og koma þar ma. til minni sumartekjur vegna samdráttar i atvinnu. Allt þetta fengu stjórnvöld að vita um i tima, svo að unnt væri að tryggja fjármagn. En þrátt fyrir beiðnir og viðvaranir gerðu stjórnvöld ekkert og létu námsmenn halda til náms sins, ma. til útlanda, i góðri trú um að venjulegri upphæð haustlána yrði úthlutaí i samræmi við þann hluta umframfjárþarfar sem þau lán eiga að ganga upp i. Er stórkost- lega ámælisvert að menntamála- ráðherra og rikisstjórnin skyldu ekkert gera i málinu þótt vitað væri að stefnt var á skipbrot. Nú berast neyðaróp frá náms- mönnum, ekki sist þeim sem fóru utan til náms, vegna hinna skertu lána. Aðeins koma til úthlutunar Svava Jakobsdóttir 160 miljónir króna, 130 miljónir vantar eða 45% þarfarinnar. Lengi var skólanám forréttindi hinna fáu og auðugu. A þessu hefur smám saman orðið nokkur breyting, og hefur námslána- kerfið orðið þar mikil lyftistöng. Nú blasir það við að námsmenn frá efnaminni heimilum og fjöl- skyldufólk verði að hverfa frá námi. Víðtæk samstaða hefur tekist meðal námsmanna um mótmæli gegn kjaraskerðingunni sem fyrst og fremst bitnar á lág- tekjufólkinu.^ Þetta sýnir að meginkrafa namsmanna er efna- hagslegt lýðræði og jöfnuður. Þeir krefjast ekki munaðar heldur réttlætis. Stuðningur fjöldasamtaka við baráttu námsmanna Eins og fram kemur i frétt frá útifundi námsmanna á Austur- velli i gær á öðrum stað i blaðinu barst fundinum fjöldi skeyta og stuðningsyfirlýsinga. Þeirra á meðal voru ályktanir frá stærstu launþegasamtökum landsins, ASt og BSRB. Verður hér getið nokk- urra þessara ályktana. BSRB Stjórn BSRB samþykkti eftir- farandi ályktun á fundi sinum i fyrradag: Stjórn BSRB styður baráttu námsmanna fyrir fullnægjandi námslánum. Bandalagsstjórnin leggur áherslu á, að fjármagn til námslána verði ekki skert og að þær reglur gildi um úthlutun lána, er tryggi jafnrétti til náms, sem ekki má vera forréttindi þeirra, sem peninga og aðstöðu hafa. Alþýöusamband íslands Stúdentaráði Hí barst i gær svohljóðandi bréf frá miðstjórn Alþýðusambands lslands: Vegna bréfs Stúdentaráðs Há- skóla tslands dags. 9/9 1975 vill miðstjórn ASl taka fram eftirfar- andi: Alþýðusambandiö er hiklaust þeirrar skoðunar að haga beri námslána- og styrkjakerfi náms- manna á þann veg, að sem best verði tryggt jafnrétti fólks, m.a. án tillits til þess úr hvaða stéttum það er upprunnið, til möguleika á þeim námsferli, sem það reynist hæft til og hugur þess stendur til. Með tilliti til viðurkenndrar launajöfnunarstefnu verkalýös- samtakanna er það einnig skoöun miðstjórnarinnar, að fullnægj- andi námslána- og styrkjakerfi eigi að vera liður i baráttu fyrir þvi langtímamarkmiði að draga mjög úr þvi stórfellda misræmi, sem er við lýði milli stétta erfiðis- manna og langskólamanna, hvað launakjör snertir. Að lokum tjáir miðstjórn ASl sig reiðubúna til viðtals við full- trúa Stúdentaráös um mál þetta og komi þá einnig til frekari at- hugunar, hvort, eða hvaða stuðn- ing, verkalýðshreyfingin kunni að geta veitt réttmætum kröfum námsmanna um framangreind efni. Dagsbrún A félagsfundi I Dagsbrún 19. þ.m., þar sem m.a. var samþykkt að segja upp samningum, lýstu fundarmenn yfir eindregnum stuðningi viö kjarabaráttu náms- manna með eftirfarandi ályktun: „Fundurinn styður baráttu námsmanna fyrir fullnægjandi námslánum. Fundurinn bendir á, að sú kjaraskerðing. sem á sér stað nú gagnvart námsmönnum kemur ekki sist niður á afkvæm- um láglaunafólks. Fundurinn bendir á, að barátta námsmanna fyrir óskertum námslánum er barátta fyrir jafnrétti til náms. Skerðing á námslánum er þvi einnig takmörkun á tækifærum láglaunafólks og þvi enn ein árás- in á kjör fslenskrar alþýðu.” Alþýðusamband Vest- f jarða Alþýðusamband Vestfjarða lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu námsmanna fyrir efna- hagslegu jafnrétti til náms. Þvi marki verður ekki náð fyrr en námslán nægja til að brúa bilið milli sjálfsaflatekna og raun- verulegrar fjárþarfar þannig að tryggt sé að menntun verði ekki sérréttindi hinna efnameiri I þjóðfélaginu. Verðlagsráð og sjávarútvegsráðu- neyti: Alþingi getur eitt fiskverði t tilefni mótmæla og umræðna um siöustu fiskverðsákvörðun vill yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins taka fram eftirfarandi: 1. 011 atriði verðákvörðunar, þ.á.m. stærðarmörk, voru gerð samhljóða af fulltrúum kaupenda og seljenda. 2. Verðákvörðunin er gerð sam- kvæmt lögum um Verðlagsráð sjávarútvegsins og gildir fyrir timabilið 1. október til 31. desem- ber nk. 3. Verðákvörðunin er óuppsegj- anleg af hálfu seljenda og kaup- enda og verður ekki breytt nema með lögum frá Alþingi, sem ann- aðhvort þýðir breytingu á lögum um Verðlagsráð eða Alþingi á- kveði sjálft nýtt fiskverð fyrir umrætt verðtimabil. 4. Vegna markaðsaðstæðna var svigrúm yfirnefndar til fiskverðs- hækkana nánast ekkert við þessa verðákvörðun. Allt þetta ár hefur fiskverð byggst á innstæðum i Verðjöfnunarsjóði. Við lok sið- asta verðtimabils var innstæðan til þurrðar gengin. Fiskverð fyrir þetta verðtimabil byggist þvi al- gerlega á þvi að Rikissjóður á- byrgist greiðslugetu Verðjöfnun- arsjóðs til áramóta. 5. Af framansögðu má ljóst vera, að það er á misskilningi byggt að endurupptaka fiskverðs- ákvörðunar fyrir timabilið 1. október til 31. desember sé til af- greiðslu i Verðlagsráði sjávarút- vegsins. Ráðuneytið vill visa til yfirlýs- ingar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins i dag um siðustu fisk- verðsákvörðun. Til viðbótar þvi, er þar kemur fram vill ráðuneytið upplýsa að frá siðastliðnum ára- mótum hækkaði almennt fiskverð um 14,5%, frá fyrsta júni sl. um 11,5% og frá 1. október sl. um 4,5%, sem þýðir i raun samtals 33,5% hækkun. Er þetta meiri hækkun en hefur átt sér stað á al- mennum kauptöxtum i landinu á sama timabili. Til þess að gera siðustu fisk- verðshækkun kleifa ábyrgist Framhald á bls. 10 Franco veikari en sagt er? Olga og eftirvænting ríkjandi MADRID 22/10 — Samkvæmt opinberri tilkynningu er Franco cinvaldur Spánar að ná sér eftir vægt hjartaáfall en grunur leikur á að hann sé veikari en tilkynn- ingin gefur til kynna. Talsmaöur spænsku konungsættarinnar bar til baka frétt um það, að Franco hefði þegar undirritað skjal, sem fæli i sér að hann afhenti Juar Carlos ríkisarfa völdin. Enginn af læknum Francos undirritaöi hina opinberu yfirlýsingu um heilsufar hans, og þykir það benda til þess að hún sé ekki sem áreiðanlegust. Mikil eftirvænting rikir á Spáni vegna veikinda einvaldans, og seldistóvenjumikið af dagblöðum i dag, þar eð fólk bjóst við að sjá i þeim einhverjar fréttir um heilsufar Francos og ef til vill valdatilfærslur. Sagt er aö tiðind- in hafi aukið á ólguna norður i Baskalandi. Sumir fréttaskýr- endur halda þvi fram að veikindi Francos kunni að verða til fram- dráttar þeirri stefnu Ariasar for- sætisráðherra að draga eitthvað úr hörku stjórnarfarsins, en sú stefna hefur mætt mótspyrnu Francos og ofstækisfyllstu hægri aflanna, sem óttast að allt undan- lát verði til þess að þau missi allt taumhald á ástandinu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.