Þjóðviljinn - 23.10.1975, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 23.10.1975, Qupperneq 3
Fimmtudagur 23. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA A3[» vðii ilok ki i ri n n penmgar ,,i fyrra afhenti Sten Anderson sjálfur yfir 10.000,- krónur (Isl. kr. 380.000,-) til islenska bróðurflokksins. Og i ár hafa sviar afhent is- lenska flokknum nokkra upphæð til stuðnings blaðaútgáfu.” Þessar upplýsingar fram- kvæmdastjóra sænskra krata koma fram i sambandi við hinar miklu umræður, sem orðið hafa á Norðurlöndum, vegna þess at- viks, er gjaldkeri finnska krata- flokksins og nokkrir félagar hans, sem setið höfðu flokksþing sænskra krata voru handtekin á Arlandaflugvelli við Stokkhólm, vegna tilraunar til að smygla stórfé ólöglega úr landi. Upp komst að þarna var að nokkru um að ræða gjafafé frá sænska krataflokknum til hins finnska, en mestur hluti fjárins þó kominn frá dularfullum banka- reikningi i Sviss á nafni mektar- manns i þýska krataflokknum. Forystumenn sænskra krata hafa tekið þann kostinn að viður- kenna verulegan fjárstuðning til erlendra aðila, og segir Sten Anderson i viðtalinu við Afton- bladet, að á árunum 1972-1975 hafi alls verið um að ræða 1.725.000,- sænskar krónur, eða nær 63 miljónir islenskar. Fram- kvæmdastjórinn tekur fram að mestur hluti þessa fjár hafi farið til landa i þriðja heiminum, en einu „bræðraflokkarnir” i Vest- ur-Evrópu, sem Sten Anderson nefnir að notið hafi bróðurlegs stuðnings eru sá finnski og sá is- lenski. ,,En stóru upphæðirnar hafa gengið til þeirra flokka, sem berj- ast fyrir frelsi og lýðræði vitt um heiminn”, segir framkvæmda- stjóri sænskra krata i umræddu blaðaviðtali. (Skyldi vesalings Alþýðuflokk- urinn islenski teljast þar með?!!) Þær upplýsingar, sem hér koma fram um fjárstreymi er- lendis frá til starfsemi islensks stjórnmálaflokks eru að sjálf- sögðu mjög alvarlegt mál. Þjóðviljinn vekur á því sér- staka athygli, að það er enginn ó- merkingur, sem hér talar, heldur sjálfur framkvæmdastjóri flokks sænskra krata, og er ekki myrkur i máli um sænsk fjárframlög til stjórnmálastarfsemi á tslandi. Og blaðið, sem Þjóðviljinn vitnar hér til er i nánum tengslum við sænska krataflokkinn. Það hefur oft verið dylgjað um fjárstreymi erlendis frá til stjórn- málastarfsemi á íslandi, en það hefur aldrei skeð fyrr, að virtur aðili erlendis gæfi yfirlýsingu um að hafa sjálfur annast slika fjár- flutninga til Islands. Gylfi Þ. Gislason, löngum for- maður Alþýðuflokksins á siðari árum vill að visu ekki við málið kannast, og leggur hausinn á sér að veði i viðtali við Þjóðviljann hér á siðunni. En eitt er vist, — fullyrðingar Sten Anderson, framkvæmda- stjóra sænska flokksins og full- yrðingar Gylfa stangast alger- lega á. Að svo stöddu lætur Þjóðviljinn lesendum eftir að dæma, hvor lýgur. Það gæti reyndar verið verkefni fyrir unga menn og gunnreifa i Alþýðuflokknum að upplýsa það. Kaldar kveðjur PEKING 22/10 — Sjiaó Kúan-húa, utanrikisráðherra Kina, kvaddi Kissinger utanrikisráðherra Bandarikjanna með örstuttri og Benelux-löndunum ofbýður ráðríki stóru ríkjanna BRUSSEL 22/10 — Benelúx-lönd- in þrjú, Holland, Belgia og Lúxembúrg komust i dag að sam- komulagi um að reyna að sam- ræma stefnu sina innan Efna- hagsbandalags Evrópu og ann- arra alþjóðlegra samtaka. Ástæðan til þessa er að rikjunum þremur þykir stóru rikin i EBE fara sinu fram i flestu án þess að hirða um vilja þeirra smærri. Joop de Uyl, forsætisráðherra Hollands, sagði i gær að rikin þrjú myndu mótmæla þvi að þau hafa engan fulltrúa á alþjóðaráðstefnu um efnahagsmál, sem fer fram i Paris i næsta mánuði. kuldalegri ræðu i opinberri veislu i dag. Talið er að þetta stafi af þvi að Kissinger og kinverskir ráða- menn hafi ekki orðið á eitt sáttir um sáttastefnu Bandarikjanna og Sovétrikjanna. Kissinger fer á morgun frá Kina til Tókió. Gylfi Þ. Gíslason: „Hausinn á mér að veði T>T> Þjóðviljinn sneri sér til Gylfa Þ. Gislasonar formanns þingflokks Alþýðuflokksins og eins fremsta forustumanns þess flokks um áratugaskeið og spurði hvort Alþýðuflokk- urinn hefði fengið fé frá er- lendum aðilum, til dæmis svi- um. Spurningin var lögð fyrir Gylfa i framhaldi umræðna um að finnskir sósialdemó- kratar urðu uppvisir að ólög- legum peningainnflutningi, sem þeir sögðu gjafafé frá „bræðraflokknum”. Samtal Þjóðviljans við Gylfa Þ. Gislasonfer hér á eft- ir: „Hefur Alþýðuflokkurinn fengið peninga erlendis frá, frá svium til dæmis?” „Ekki eyri. Það get ég alveg fullvissað þig um.” „Það hefur aldrei gerst.” „Áldrei gerst” „Og ekki heldur Alþýðu- blaðið?” „Ekki grænan eyri. Þér er alveg óhætt að trúa þvi. Þú hefur hausinn á mér að veði fyrir þvi.” „Þá tef ég þig ekki lengur, Gylfi. Þakka þér...” ,,....nei, nei. Það hefur aldrei verið aktúelt. Við höf- um aldrei beðið um það og þeir hafa aldrei boðið það.” „Þakka þér fyrir.” Gylfi Þ. Gislason. Nœr 60% hlutar tekin af óskiptu í sjóði útgerðar! T.íSfo mnn nmi't'í nÁ 11 i n >t n a (V ™ „ r „ L xt l_ .• x .. x _ _ . Láta mun nærri að allt að 60% verðs á fiski upp úr sjó sé tekið af óskiptum aflahlut f hina ýmsu sjóði útgerðarinnar. Sjómenn fá siðan i sinn hlut 32% af þvi sem eftir stendur, 43% með aukahlut- um, þ.e.a.s. 32—43 af tæpum helmingi verðmætis þess afla, sem þeir koma með aö landi hvcrju sinni. Eins og kunnugt er hafa sjó- menn, þeir sem nú hafa siglt bát- um sinum i höfn, óskað eindregið eftirþvi, að nefnd sú, sem endur- skoðar sjóðakerfi sjávarútvegs- ins ljúki störfum fyrir 1. desem- ber og alþingi ákveði siðan i fram haldi af þvi, að sjóðakerfi sjávar- útvegsins verði lagt niður. Þjóð- viljanum er kunnugt um, að fyrr- greind nefnd hefur aðeins setið þrjá fundi, og langur vegur frá þvi, að hið viðamikla starf, sem hún á að vinna, sé komið á nokk- urn rekspöl. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unar verður útflutningsverðmæti sjávarafurða i ár 36—38 miljarð- ar. 1 sjóði útgerðarinnar, útflutn- ingsgjald o.fl. munu renna 5 milj- arðar og 700 þúsund, og mun láta nærri að það sé um 60% af verð- mæti fisks upp úr sjó eins og að framan greinir. —úþ KVENNAVERKFALL - KVENNAVERKFALL - KVENNAVERKFALL Dagskrá i skólunum í fyrramálið 1 f jölda skóla verða dagskrár i fyrramálið og umræður. Það eru stúlkur úr þessum skólum sem hafa undirbúið dagskrárn- ar: í kennaraskólanum verður t.d. tveggja tima dagskrá og I Myndlista-og handíöaskólanum verður opið frá kl. 9 til 12. Lista- konur hafa sérstaklega verið boðnar til þess að taka þátt I þessu. Þar verða almennar um- ræður um stöðu listakvenna fyrr og siðar. Fyrirlestur um is- lenskar listakonur og annar um hvernig hugmyndir karla um konuna koma fram i listaverk- um þeirra. 1 menntaskólanum við Hamrahlið verður dags Sameinuðu þjóðanna minnst á venjubundinn hátt og þar að auki verða nemendur með sér- staka dagskrá i tilefni kvenna- verkfallsins. Utifundur i Hafnarfirði Konur i Hafnarfirði halda upp á verkfallsdag kvenna 24. Okt. með fundi á Thorsplani, sem hefst klukkan hálfeitt. Fundar- stjóri verður Sjöfn Magnúsdótt- ir, Inga Maja Eyjólfsdóttir stjórnar fjöldasöng og ræður flytja Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir bæjarfulltrúi, Guðrún Helgadóttir deildarstjóri og Dagbjört Sigurjónsdóttir hús- móðir. Að fundinum loknum aka strætisvagnar fundarfólki að Hljómskálanum i Reykjavik, en þaðan verður gengið á úti- fundinn á Lækjartorgi. Verkfall íslenskra kvenna í Höfn Þær fréttir hafa borist frá Kaupmannahöfn að islenskar konur þar i borg ætli sér að leggja niður vinnu á kvennafri- daginn. Þaö eru konur i Islend- ingafélaginu sem frumkvæði eiga að þessu. Þennan dag verð- ur opið hús i sendiherrabústaðn- um og hyggjast islenskar konur fjölmenna þangað. Þessar aðgerðir hafa það ma. i för með sér að öll vinna leggst niður á skrifstofum islensku flugfélaganna i Höfn. Þann 11. nóvember nk. verður reglulegt kvennakvöld haldið á vegum tslendingafélagsins. Þá hyggjast konurnar fá „skelegga merkiskonu” héðan frá Islandi til að segja sér fréttir af fram- kvæmd kvennaverkfallsins „beint af vigstöövunum”. —ÞH Kemur Mogginn út þrátt fyrir kvennaverkfall? Fregnir höfðu borist af þvi hingað á Skólavörðustiginn neð- an úr Aðalstræti, að Morgun- blaðið kæmi út á laugardag þrátt fyrir kvennaverkfall á föstudag, en eins og kunnugt er sjá konur um setningu á ofsett- prentuðu blöðunum. Af þessum sökum hringdum við i Styrmi Gunnarsson, rit- stjóra Morgunblaðsins, og spurðum hvort rétt væri, að Morgunblaðið kæmi út á laugar- dag. Ritstjórinn svaraði: — Af hverju ertu að spyrja um bað? — Við höfum fregnir af þvi, að tveir karlmenn með full setj- araréttindi, ætli sér að ganga inn i störf þeirra kvenna, sem sett hafa blaðið. — Það er tóm vitleysa. Ég get ekkert sagt um þetta þessa stundina. En það er tóm vit- leysa, að einhverjir tveir menn ætli að fara að setja Morgun- blaðið. Það er ekki hægt. — En einhvern hluta af þvi, þannig, að út kæmi nokkurra siðna blað? Hefur engin ákvörð- un verið tekin um það ennþá? — Ég get ekkert sagt þér um þetta þessa stundina. Þú getur hringt í mig á morgun, og þá skal ég athuga, hvort ég get sagt þér eitthvað um það. Ég get bara sagt þér það, að það er tóm vitleysa að einhverjir tveir karlmenn eigi að fara að vinna fyrir þessar stúlkur. Þú getur gengið út frá þvi sem visu. t blaðinu á morgun verður þvi væntanlega hægt að birta end- anlegt svar við þvi, hvort Morgunblaðið ætli sér að heiðra konur þær, sem þar vinna,i til- efni dagsins með þvi að koma út eitt dagblaða. —úþ Stuðningur við kvennaverkfall Verkalýðsfélag Stykkis- hólms Verkalýðsfélag Stykkishólms gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sinumsl. mánudag: Almennur fundur haldinn 20.10. 1975 lýsir yfir fyllsta stuðningi við að konur taki sér fri frá störfum á degi Samein- uðu þjóðanna 24. október nk. og hvetur allar konur til þess. Samband bankamanna. Stjórn Sambands islenskra bankamanna lýsir eindregnum stuðningi við kröfur kvenna um jafnrétti og hvetur jafnframt konur starfandi i bönkunum til að mæta á útifundinn á morgun, 24. okt. og sýna samtakamátt sinn. Barnagœsla i Stúdenta- kjallaranum Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs H1 býður stúdentum, mökum þeirra og börnum i Stúdenta- kjallarann (Gamla Garði) i kvennafriinu. Þar verður opið hús, veitingar og barnapössun allan föstudaginn, og þar verða ræddar ýmsar hliðar jafnréttis- málanna, en þó einkum þær er varða menntun, uppeldi, starfs- val og launamál karla og kvenna. Umræðupunktar munu liggja frammi, en þó er stefnt að þvi að umræðurnar geti verið sem óformlegastar og allir taki þátt i þeim, en Stúdentakjallar- inn er einmitt tilvalinn staður til slikra rabbfunda. Gefin verða út dreifibréf i tilefni dagsins. Enn- fremur er unnið að þvi þessa dagana að mynda starfshópa innan allra deilda háskólans sem munu taka til yfirvegunar stöðu, störf og hlutverk kvenna i hinum ýmsu háskólagreinum. Fólk sem mætir i Kjallarann á föstudaginn getur skráð sig og fengið upplýsingar um hópana þar, en þeir eru annars öllum opnir sem áhuga hafa. Jafnrétt- isnefnd hvetur alla stúdenta og maka þeirra að mæta á útifund- inn og i kröfugöngur 24. október.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.