Þjóðviljinn - 23.10.1975, Síða 4
4. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. oktöber 1975.
DJÖÐVIUINN
MALGAGN SOSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
'Ótgefandi: Útgáfuféiag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: E}inar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
KÖLLUM EKKI YFIR OKKUR MÓÐUHARÐINDI AF MANNAYÖLDUM
1 dag sitja þeir úti i London i samninga-
viðræðum um islensku landhelgina,
Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins og Einar Ágústsson,
varaformaður Framsóknarflokksins
ásamt föruneyti.
Þeir fara þessa för án þess, að ríkis-
stjórnin hafi gert þjóðinni nokkra grein
fyrir þvi um hvað hún telji koma til greina
að semja, og hváð ékki verði af hendi látið.
í umræðunum um landhelgismálið utan
dagskrár á alþingi á mánudaginn var
sagði Geir Hallgrimsson, forsætisráð-
herra, að stefna rikisstjórnarinnar væri sú
að friða „sem mest” innan 50 milnanna.
Þvilikt orðalag, — þvilik stefnumörkun —
þvilik reisn!
Með þvi að tilkynna bretum, að við
viljum allra auðmjúklegast friða ,,sem
mest” innan50 milna markanna, eru ráð-
herrarnir auðvitað ósköp einfaldlega að
segja, að þeir séu tilbúnir i að semja um
áframhaldandi veiðar breta innan 50
milnanna. Spurningin sé bara, hvað
þessar veiðar eigi að vera miklar.
Og þessa loðmullu leyfir forsætisráð-
ÞETTA ER MYNDIN
Flotinn siglir i höfn og sjómenn stöðva
veiðar vegna skertra kjara. Þúsundir
námsmanna gera verkfall og efna til við-
tækra mótmælaaðgerða, vegna þess, að
lifeyrir þeirra úr lánasjóði er skertur um
hvorki meira né minna en helming.
íslenskar konur gera verkfall einn dag i
fyrsta skipti i sögunni til að undirstrika
brýnar jafnréttiskröfur. Opinberir starfs-
menn búast til harðari aðgerða en áður til
varnar gegn taumlausri kjaraskerðingu.
Alþýðusamband Islands hvetur öll verka-
lýðsfélög til uppsagnar samninga og
sóknar gegn svikum og kjararáni stjórn-
herrann, formaður Sjálfstæðisflokksins
sér að bera fram á alþingi sama daginn og
skýrsla Hafrannsóknarstofnunarinnar um
ástand fiskistofna hér við land var gerð
heyrinkunn.
Þjóðviljinn spyr: Dettur nokkrum heil-
vita manni i hug, að á grundvelli þeirrar
skýrslu sé hægt að semja við breta eða
aðrar erlendar þjóðir um áframhaldandi
veiðar hér við land, meira að segja lika
innan 50 milna markanna?
Nei, svarið við slikri spurningu getur
ekki verið annað en það, að slikt dettur
engum islendingi i hug utan rikisstjórnar-
innar og innsta hrings stjómarflokkanna.
Svo afgerandi aðvörun er þessi skýrsla'
fremstu visindamanna okkar á sviði fiski-
rannsókna, að hún afhjúpar alla þá sem
ljá máls á samningum innan 50 milna,
sem annað tveggja hreina glópa eða þá
pólitiska misyndismenn.
Betra veganesti til London gátu þeir
Gunnar Thoroddsen og Einar Ágústsson
vissulega ekki fengið. Það er m.a. álit
fiskifræðinganna, að ef haldið verði uppi
svipaðri sókn i þorskstofninn og verið
valda. Verðbólgubraskarar og gróðalýður
maka krókinn i stærri stil en nokkru sinni
fyrr i skjóli stjórnarstefnunnar. Ráð-
herrarnir sitja i London á tali við Breta
um landhelgina, en þeir sem heima sitja
strengja þess heit, að verslunin skuli þó fá
að blómstra á hverju sem gengur.
Þeirra boðorð er: Skitt með gjaldeyris-
sjóðinn og allan þennan óróa — upp með
viðskiptafrelsið og rétt fjármagnsins til að
ráða ferðinni á hverju sem gengur. Þótt
sjómennirnir sitji i landi, höldum við þó
alltaf áfram að flytja inn okkar tertu-
botna og okkar margvislegu kextegundir
hefur að undanförnu, þá muni
hrygningarstofn þorsksins, árið 1979
verða aðeins 1/7 hluti þess, sem hann var
fyrir fimm árum.. —- Einn sjöundi hluti.
Það er um lifið i þessu landi, sem hér er
að tefla, en enginn leikur að orðum.
Enn er hægt að bjarga málum við með
þvi að taka fyrir sókn útlendinga og taka
jafnframt upp skynsamlegri vinnubrögð
við okkar eigin veiðar.
En hér er komið á elleftu stund, og alls
engan tima má missa. Fyrir hvern
erlendan togara, sem ráðherrarnir kunna
að hleypa inn í landhelgina, verður að
binda við bryggju sams konar skip
islenskt, — ef ekki strax þá bara þeim
mun fleiri síðar.
Þetta er timabært að menn skilji án
nokkurra vafninga, og hegði sér sam-
kvæmt þvi.
Undanlátssemi við yfirgangsstefnu
„bandamanna” okkar i NATO nú kallar
yfir islensku þjóðina „móðuharðindi af
mannavöldum” i mjög náinni framtið.
k.
frá H. Ben., fyrirtækinu hans Geirs góða.
— Þetta er sú þjóðfélagsmynd, sem
blasir við á íslandi i dag.
Hér hlýtur eitthvað mikið að vera
athugavert, annað hvort við fólkið i
landinu, og gerðir þess, eða þá við ráð-
herranna i stjórnarráðinu, stefnu flokka
þeirra og verk.
Það er kominn timi tilað menn ihugi i
alvöru, hvort heldur er? — ekki sist það
fólk úr alþýðustétt, sem stutt hefur Sjálf-
stæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn
til valda.
k.
KLIPPT
Gylfi Þ.
Stóri bróðir í
Svíþjóð
„Okkur vantar lög um stjórn-
málaflokkana” segir Helgi
Skúli Kjartansson, einn af ungu
mönnunum i Alþýðuflokknum, i
Stefnuljósi Alþýðublaðsins i
gær. Siðan gerir hann grein fyr-
ir. skoðunum sinum um þær
skylduc., sem leggja beri á
stjórnmálaflokka i sambandi
við;fjárreiður þeirra og fjáröfl-
un,
Helgi Skúíi ségir m.a.:
,,I fyrsta lagi er nauðsynlegt
að skylda flokkana til að gera
þar til kvöddum embættismanni
fulla grein fyrir öllum tekjum
« ■ *
sinum og gjöldum, þar með
taldar tekjur og gjöld kosninga-
sjóða og fyrirtækja á vegum
flokkanna.”
Hér tekur Helgi Skúli i sama
streng og margir aðrir hafa gert
að undanförnu. Samanber þær
upplýsingar sem birtar eru i
Þjóðviljanum i dag um stuðn-
ing, sem Alþýðuflokkurinn, hef-
ur notið frá sænskum krötum,
virðist full þörf á þvi að Alþýðu-
flokksmenn geri hreint fyrir
sinum dyrum.
Það er ekki að efa að Helgi
Skúli og Vilmundur Gylfas., svo
einarðir sem þeir eru í skrifum
og ummælum um spilMngu á
opinberum vettvangi, knýja
fram fullnægjandi uppiýsingar
hjá forystunni um hvernig þess-
um stuðningi hefur verið háttað
gegnum árin. Þess verður
hreinlega vænst af þeim.
Gylfi Þ. Gislason neitar þvi
eindregið að Alþýðuflokkurinn
eða Alþýðublaðið hafi • notið
stuðnings frá sænskum krötum^
. éða „flokksbræðrum” á Nórð-'
urlöndum. Hans fuliyrðing
stendur semsagt á móti fullyrð-
ingú Stén ‘Andérsons,' 'fram-
kvæmdastjóra Sænská verka-
mannaflokksins.
Fjárstuðningur erlendis frá til
stjórnmálabaráttu á Islandí
Hér sést Sten Andersen taka höndum saman vlð Palme og Strang á
flokksþingi krata fyrir nokkru.
hefur alltaf verið mi-kið við-
kvæmnismál og ásakanir hefur
heldur ekki skort um að einstak-
ir flokkar séu fjármagnaðir að
utan. Fullyrðingar um þetta
hafa ekki verið studdar neinum
áþreifanlegum rökum eða stað-
reyndum en þær hafa engu að
siður þótt iáhrifamikið vopn f?
stjórnmálabaráttunni.
Og varlá getur Alþýðuflokk-;
úrinn gert tilkall til þess að vera
undantekning frá þeirri megin-
reglu islenskrg stjórnmála-
flokka að þiggja ekki fé erlendis
frá til stjórnmálastarfsemi
sinnar.
Fé fer á milli
vina
,§ten Anderson, framkvæmda-
stjóri' sænska sósialdemókrata-
flokksins, er mjög i sviðsljósinu
þessa.dagana. Hann hefur orðið
að gera grein fyrir fjárreiðum
flokksins og’ yiðtækum fjár-‘
stuðningi hreyfingarinnar til
pólitiskra samtaka viða um
heim. Umræðan um fjárreiður
sænskra krata hófst þegar upp
komst um það hvernig þeir
höfðu milligöngu um að flytja fé
frá Málmiðnaðarsambandinu I
Vestur-Þýskalandi til krata i
Finnlandi og bættu við sjálfir
verulegri upphæð. Þessi mál
hafa verið rakin í Þjóðviljanum
og í blaðinu i dag.
Sten Anderson er valdamesti
maðurinn i flokksvél
sósialdemókrata i Sviþjóð.
Hann hefur gegnt fram-
kvæmdastjórastöðunni i rúman
áratug og þótt standa sig svo vel
i þvi starfi, að ekki hefur þótt
fært að setja hann i ráðherra-
stól, þótt margoft hafi það kom-
ið til greina.
Hann heldur um alla þræði i
flokksvélinni og það er þvi ekki
liklegt að maður i hans stöðu
fari með fieipur eitt, hvað sem
Gylfi Þ. Gislason segir.
Fjármálaveldi sósialdemó-
krata á Norðurlöndum er mikið.
Þeir eiga og hafa átt aðild að
rikisstjórnum, flokkar þeirra
eru vel fjáðir, þeir hafa tögl og
hagldir i verkalýðsheyfingum
viðkomandi landa o.s.frví'Alls- -
konar stuðningsstarfsemi á sér ,
stað milli þessara aðila inn-
byrðis og er greinilegt. á blaða-
fregnum frá Sviþjóð áð skipst
er á verulegum fjárha^ðum.
Hvað skyldi Alþýðuflokkurinn
hafa fengið af kökunni gegnum
árin? • —ekh
.. OG SKORIÐ